Dagur - 07.09.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 07.09.1944, Blaðsíða 4
4 DAGUR Fimmtudaginn 7. september 1944 DAGUR Rit3tjóm: Ingimar Eydal. Jóhann Frímann. Haukur Snorraaon. Aígreiðslu og innheimtu annast: Sigfús Sigvarðsson. Skrifstofa viö Kaupvangstorg. — Sími 96. BleSiS kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. Hverjir hafa [svikið? ^ yERKAMAÐURINN“ FjARGVIÐRAST mjög út af drætti þeim, sem orðið hefir á framkvæmd fyrirhugaðra hafnarmannvirkja á Oddeyrartanga, vitnar ákaflega í ummæli og hvatningar „Dags“ um þetta efni frá upphafi og dróttar því óspart að „Framsóknargörpunum", — eins og blaðið orðar það, — að þeir muni sitja á svikráðum við málið. „Verkamaðurinn" ætti hvorki að þurfa að spyrja „Dag“ né fulltrúa Framsóknarflokksins í bæjarstjórn hér um ástæð- una fyrir því, að vinna við lrafnargerðina nýju hefir að nokkru leyti legið niðri nú um hríð. Heimskuleg togstreita — þar sem ekki var deilt um kaupgjald almennt, heldur óeðlilegar og ósanngjarnar sérkröfur einstakra manna eða vinnuflokka — olli þeirri stöðvun, sem varð á verkinu í vor. Það verkfall var hvorki runnið undan rifjum „Dags“ né Framsóknarflokksins, heldur eigin heimilisiðnaður þeirra kommúnist- anna, sem að „Verkamanninum" standa, enda var sá afspringur feðrum sínum líkastur frá upphafi og líklegast, að afleiðingarnar verði einnig þeim skyldastar. Það situr því sízt á „Verkam.“ að tala digurbarkalega um þetta efni nú eða brigzla öðr- um mönnum um svik og óþarfar tafir við fram- kvæmd þessara nauðsynlegu mannvirkja. ^LLSNARPAR KAPPRÆÐUR hafa nú að undanförnu farið fram í blöðum bæjarins um það, hvort nokkurt vit eða ekkert sé í ráða- gerðum um hin miklu og dýru, nýju hafnar- mannvirki hér. „Dagur“ hefir ekki lagt orð í belg við þær umræður. Blaðið hafði — fyrst allra blaða hér — rætt málið og lagt á það dóm frá sínu sjónarmiði, áður en verkfallið hófst. Sfðan hafa bæði „Verkamaðurinn" og „Alþýðumaðurinn" aðallega sótt málið á þeim grundvelli, að verkið veiti svo mikla atvinnuaukningu hér, á meðan á því stendur, að ekki sé í miljónirnar horfandi. Slfkt eru falsrök eða réttara sagt engin rök: Hafn- armannvirkin nýju eru alltof dýrt og umfangs- mikið fyrirtæki til þess, að nokkurt vit sé í þvf að láta tillit til stundaratvinnu nokkurra manna ráða neinu um það, hvort í slíkt stórvirki skuli ráðizt eða ekki. „Dagur" hefir heldur aldrei sótt málið á þeim grundvelli, heldur fyrst og fremst bent á þá þýðingu, sem vér teljum, að ný höfn og tilheyrandi mannvirki og aðstaða muni geta haft fyrir atvinnulíf hér í bænum um alia framtíð. Fyrir þessu hafa nefnd blöð aldrei reynt að færa ' nein gild eða frambærileg rök, og hefir þó „ís- lendingur" reynt að hamla gegn málinu aðallega á þeim grundvelli, að fjárhagsleg afkoma og þýð- ing fyrirtækisins í framtíðinni sé ekki nægilega tryggð í hlutfalli við þann gífurlega kostnað, sem framkvæmd verksins hefir vafalaust í för með sér. Á þeim grundvelli — og þeim grundvelli einum - er fært fyrir menn með nokkra fyrirhyggju og ábyrgðarkennd gagnvart framtíð bæjarfélagsins að ræða málið og leita raka og gagnraka. En með- an sýnt er, að þeir, sem verkinu er þó aðallega ætlað að koma að haldi, bæði í nútíð og framtíð, hugsa fyrst og fremst til þess að gera framkvæmd þess að ófriðarefni og spilla þannig sem rækileg- ast fyrir því á þeim tímum, þegar mest reið þó á að skapa frið, áhuga og eindrægni um þetta stór- mál — þykir oss ekki ástæða til að ganga mjög fram fyrir skjöldu til þess að verja þennan mál- stað eða hvetja meira en þegar er orðið til þessara framkvæmda. Hin blöðin mega gjarnan halda áfram illdeilum sínum og kappræðum um þetta efni — rökraeður eru það ekki, a. m. k. enn sem keraið *r. SPEKINGURINN „FJÖLLYNDI" í REYKJAHOLTI. ódiC ko0me<tta Hér birtist mynd af hinu ágæta málverki (hugmynd) Hauks Stef- ánssonar málara af Snorra Sturlusyni. Málverk þetta hefir vakið I mikla athygli allra, er séð hafa, og var m. a. gert að umræðuefni hér í blaðinu sl. vetur. Myndin hefir áður birzt í tímaritinu „Stíg-1 andi“, og er prentuð hér með góðfúslegu leyfi útg. ritsins. (Framhald). Fordæmi Reykjavíkur. J^EYKJAVÍK hefir til skamms tíma haft sömu stefnu í þessum mál- um og bæjarstjórn Akureyrar, þ. e. að gera ekkert En nú er þetta við- horf að breytast þar syðra, gjörbreyt- ast, og óska margir eftir, að það hefði orðið fyrr. Ferðamaður, sem kemur til Reykjavíkur nú, rekur augun í litla, mjög snotra og vel hirta bama- leikvelli víðsvegar um nýrri hverfi bæjarins. Þetta eru ekki stór svæði, heldur litlir, h,aganlega gerðir blettir og er þar jafnan fjöldi barna að leik. Fljótt á litið a. m. k., og eg hefi ekki önnur kynni af þessum framkvæmd- um syðra, virðist ætlunin vera þar, að koma upp mörgum slíkum smávöll- um, svo að börnin úr 2—3 götum eigi aðgang að leikvelli. Rétt stefna. TjETTA SÝNIST VERA skynsam- legasta og bezta Ieiðin. í skipu- lagi Akureyrar er ennþá a. m. k. lítt gert ráð fyrir samastað fyrir börnin. En er ekki kominn tími til að yfir- völd bæjarins fari að hafa hönd í bagga með skipulagsmálunum? Er ekki nóg komið af því, að eitthvert „almáttugt vald“ í Reykjavík ráði því algjörlega, hvernig bærinn á að líta út og þröngvi vilja sínum upp á bæjarbúa, þegar því sýnist? — Eg beini þessu máli öllu til athugunar bæjarfulltrúa og annarra þeirra, sem láta sig framtíð bæjarins miklu skipta". Bæjarbúi. Fuglagarður í Laugarskarði. DÆJARSTJÓRN AKUREYRAR samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja fram nokkurt fé sem byrj- unarframlag til fyrirhugaðs fugla- garðs í Laugarskarði (Grófargili of- anverðu). Byggingafulltrúi hefir þeg- ar gert uppdrátt að fuglatjörninni, og mun ætlunin að hefja framkvæmdir þegar í haust. Þetta er þarft verk og gott, og er óskandi, að því verði sem fyrst hrundið í fulla framkvæmd og að það heppnist vel. Eg hefi áður hér í þessum pistlum mínum, skrifað um þennan ljómandi fallega stað, og hve sjálfsagt er að koma þar upp sér- ænnilegum og fögrum lystigarði fyriij ilmenning. Stakk eg upp á því, atf verði lokaS «8 ofsn me8 stll- hreinni byggingu, er í senn myndi göngubrú yfir gilið og rúmi innisund- laug til kennslu að vetrinum og nauð- synlega baðklefa og baðstofu í sam- bandi við sundstæði bæjarins. Er vonandi, að það komi fyrr eða síðar til framkvæmda. jþAÐ MUN HAFA verið Kristján Geirmundsson — fuglafræðingur- inn okkar og dýravinurinn góðkunni, — sem fyrstur stakk upp á því að nota volga afrennslið frá sundlauginni til þess að mynda þarna dálitla tjörn og halda henni opinni að vetrarlagi, svo að sundfuglar gætu hafzt þar við árið um kring. Það er ágæt hugmynd og mjög gleðilegt, að útlit er fyrir, að hún komi svo skjótt til framkvæmda. Sjálfur hefir Kristján gert nokkrar tilraunir með uppeldi og tamningu slíkra fugla undanfarin ár og hefir margt fróðlegt og skemmtilegt um það að segja. Eg hefi alltaf ætlað að hafa tal af honum í sumar og biðja hann að segja lesc-ndum blaðsins eitt- hvað um þessa reynslu sína og hug- myndir um fyrirhugaðan fuglagarð á þessum stað, en því miður hefir það farizt fyrir fram að þessu. En e. t. v. kemst það síðar í verk fyrir mér. Nafngiftir fyrr óg nú. TSLENZKIR LANDNÁMSMENN í fyrri daga kunnu að velja bæjum sínum nöfn óg öllum fyrirbærum náttúrunnar í byggðum og óbyggðum. Það er hljómur og kraftur, líf og saga í næstum öllum örnefnum frá þeirra dögum, en engin andlaus tilgerð eða flíruháttur. Flestar nafngiftir þeirra voru dregnar af sérkennum landslags- ins eða atburðum, sem gerzt höfðu á staðnum. Það er fyrst á síðari öldum — eða jafnvel síðustu árum, eftir að opinberar skipulagsnefndir og önnur slík menningarfyrirbæri nútimans koma til skjalanna — að andleysi og uppskafningsháttur gera vart við sig í þessum efnum. Lind hinnar frjóu og upprunalegu sköpunargáfu virðist þorrin. Ýmis nýbýli frá seinni árum eru heitin skrumkenndum og tildurs- legum nöfnum: Fagrihvarpmur, Fagra- nes, Grænihvammur, Grænidalur o. s. frv., þar sem hvorki er sérlega fag- urt né sérlega grænt, og e. t .v. hvorki hvammur, nes né dalur frá náttúr- unnar hendi. Klessumálverk eða (Framhald á 6. *íðu). HALDIÐ YKKUR TIL, HÚSFREYJUR! - Hefir þú nokkurn tíma orðið fyrir því, að vill- ast á húsfreyju og vinnukonu? En sú spurning! — Eg á við, hvort þú hafir nokkupn tíma spurt frúna eftir frúnni, af því að þú hél.zt, að hún væri vinnustúlkan, eða, hvort þú hafir heilsað vinnu- stúlkunni með brosi á vör: „Sælar, frú!“ Væri það nokkuð merkilegt, þó að svo væri? Væri það ekki ánægjulegt, ef vinnustúlkur væru svona frúarlegar? Jú, það væri það. En væri það eins ánægjulegt, að húsfrevjur litu út sem vinnu- stúlkur? Nú má enginn halda, að mér geðjist illa að vinnustúlkúm og þeirra stöðu, og að þetta sé sagt þeim til óvirðingar, síður en svo. En eg ber aftur á móti svo mikla virðingu fyrir húsmóður- stöðunni, og mér finnst húsfreyja í heimili vera svo „stórt og mikið", að ekki komi til mála að villast á henni og nokkurri annarri manneskju! En húsmúðirin verður að vera vel á verði. Það væri heimskulegt að ætlast. til þess, að hús- freyjan væri „fín“ við fiin daglegu störf heima. En hún á aftur á mótr að vera snyrtileg, greidd fog þvegin, lilifðarfötin sn#kkleg og morgun* ’kjólarnir „skemmtilegir", að minnsta kosti á þeim ungu. * Mörgum finnst þetta engu máli skipta og mesti hégómaskapur að hugsa um slíkt, en það er ekki rétt. Mennirnir vilja hafa konur sínar snyrtileg- ar, og enda þótt þeir tali ekki um það, þá mun þeim falla miður að hitta þær ógreiddar og illa búnar, þegar þeir konia heim, að miinnsta kosti mörgum hverjum. Það er sorgleg staðreynd, að margar konur hætta „að halda sér til“, sem kallað er, þegar þær giftast.. Hvílíkur misskilningur! Þá er einmitt hinn rétti tími kominn! Þá fyrst á allt slíkt rétt á sér. En sumum gleymist þetta, aðrar gefa sér ekki tíma til slíks, og enn aðrar láta sér nægja að „pússa sig“, þegar þær fara í boð, eða eiga von á gestum. Það er gott og blessað að svo sé, en það er bara ekki nóg. í huga húsfreyjunnar hlýtur eiginmaðurinn að vera öllum gestum ofar, og ef hún vill, halda sér til“ fyrir gestum, því þá ekki fyrir æiginmannin- um? Og með því „að halda sér til“ á eg ekki ein- göngu við að vera „fín“, eins og við segjum, held- ur fyrst og fremst snyrtileg og þokkaleg heima, og „fín“, þegar við á. Eg held að mörg hjónabönd myndu ekki „ryðga" eins fljótt, ef konan hugsaði oftar um þessi efni. — Það kostar ekki mikið: að sauma sér hvítan kappa á morgunkjólinn, „applikera" rauða rós í svuntuhornið, greiða hár- ið og binda um það silkislaufu, hreimsa og bursta neglurnar, púðra nefið o. s. frv., o. s. frv„ — en það borgar sig, — það hlýtur að borga sig, og því segi eg: Haldið ykkur til, Húsfreyjur! „Puella". GAMLIR SILKISOKKAR. Fleygið ekki gömlum silkisokkum, því að þeir eru til margra hluta nytsamlegir. Tilvalið er að vefa úr þeim gólfmottur, og þeir, sem ekki vefa, geta hekklað mottur úr þeim. Einnig er prýði- legt að nota þá til þess að pakka inn skó. Rennið fyrst öðrum skónum á tá ofan í sokkinn niður að hæl (á sokknum), snúið síðan upp á sokkinn og látið hinn skóinn ofan í (einnig á tá), að snún- ingnum og hnýtið svo saman sokktána og fitina. Þá er hægt að hafa pakkann hvar sem er í tösk- unni. RÁÐ. Gott ráð til þess að halda franskbrauði og rúg- brauði frá því að harðna, er að geyma það inni í bökunarofninum (á rafvélum). Betri er mánudagshnerri en móðurkoss. (Ísleníjtur t»l*hátíur).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.