Dagur - 07.09.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 07.09.1944, Blaðsíða 6
6 DAGUR Fimmtudaginn 7- september 1944 Richard Halliburton: Kóngavegur æfint)rranna náttúrunnar og dýrð almáttugs guðs myndu í næstu andrá fram- ganga af hans munni. Eg hélt niðri í mér andanum og hlustaði af fjálgri eftirvæntingu. — ,,Ó, Dick. Að lokum,“ hélt hann dreym- andi áfram — „að lokum er það að koma fram, sem mig hefir dj'eymt úm og þráð af hjarta öll þessi ár: Nú get eg í sannleika hrækt heila mílu!“ Fylgdarmennirnir komu í veg fyrir, að eg sparkaði honum fram af brúninni! Hér með er lokið köflum þeim úr „Kóngavegi æfintýranna“, sem birtir verða hér í blaðinu. — Ný framhaldssaga mun hefjast í næsta blaði. Jónas Jónasson Minningarorð Þann 25. júlí n.l. andaðist að heimili sínu, Stóra-Hamri í Eyja- firði, Jónas Jónasson, fyrrum bóndi þar, rúmlega áttræður að aldri, fæddur 26. okt. 1863. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Jónasson og Helga Sig- urðardóttir á Stóra-Hamri, er þar bjuggu á hálfri jörðinni á móti Sigtryggi, bróður Jónasar, og' Rannveigu konu hans. Ólst hann þar upp hjá foreldrum sín- um, ásamt systrum sínum tveim- ur, þangað til að faðir hans féll frá á bezta aldri á mjög’ svipleg- an hátt. Tók Jónas þá, aðeins tólf ára gamall. við búsforráð- um, ásamt móður sinni, og rak þar búskap með henni og á hennar nafni ti! 1895 og farnað- ist vel, en þá tók hann jörð og bú í sínar hendur og bjó þar til 1927, að hann afhenti Þórhalli syni sínum jörð og bú og dvaldi eftir það á vegum hans og konu hans, Dagnýjar Bogadóttur. Þótt Jónas væri barn að aldri, þegar faðir hans féll frá, og um- sjón og rekstur búsins hafi hlot- ið að leggjast með miklum þunga á hans ungu herðar, ber að geta þess, að Helga móðir hans var frábær dugnaðarkona og heimilið frá öndverðu fast- mótað af ráðdeild, framtakssemi og þrifnaði, og samkomulagið innbyrðis, bæði meðal fjölskyld- unnar og á milli búanna, hið á- kjósanlegasta, svo að orð var á gert. jónas var maður vel gefinn, en naut lítillar menntunar í æsku, las þó talsvert mikið og fylgdist vel með í almennum málum. Var félagslyndur og ein- dreginn samvinnumaður, sam- vinnuþýður í bezta lagi og hafði opið auga fyrir öllum nýjungum einkum i búnaðarmálum. En hann var fremur hlédrægur og hliðraði sér að mestu hjá að tak- ast opinber störf á hendur. — Heimilið var honum fyrir mestu, enda rækti hann það með prýði og var ágætur heimilis- faðir. Framan af búskaparárum hans var jarðnæðið lítið og bar ekki stórt bú, en skepnurnar voru vel fóðraðar og afurðamiklar, enda lagði hann sig fram um að kyn- bæta þær ,einkum sauðféð, og stórbætti jörð sína. Og þegar hann lét af búskap, var hann kominn í góð efni. Hann var hjálpfús og mörg- um hjálparhella, sanngjarn í viðskiptum, laus við knýfni og smásálarskap og naut hylli og trausts hvers manns. Gleðimaður var hann og gest- risinn í bezta lagi, glæsimenni í sjón og prúður í framgöngu, svo að af bar. Jónas giftist aldrei, en eignað- ist einn son: Þórhall bónda á Stóra-Hamri, sem áður getur, hinn mannvænlegásta mann. Jónas var til moldar borinn að Munkaþverá 3. f. m. að við- stöddu fjölmenn.i. Þann dag bað- aði sólin sveitina okkar í geisla- flóði ljóss og hlýju, og var það í samræmi við þær minningar, sem við geymum í brjósti um okkar kæra meðbróður og vin. D. J. ÚR ERLENDUM BLÖÐUM. (Framhald af 3. síðu). Nylon (nælon) hefir sézt hér sem spunaefni'eða garn, aðallega í kvensokkum. — En það er nú líka notað til að einangra raf- taugar og í fallhlífar. í þessari mynd (til vefnaðar og prjóns) þykir nylon að mörgu leyti læra af rayon (gervisilki), sem allir kannast við. En nylon er ekki eingöngu framleitt sem spunaefni, heldur einnig í föstu formi. Og má þá steypa úr því plötur og alls kon- ar hluti, eins og úr öðrum plast- efnum. Er það sagt framúrskar- andi seigt og hart, og einnig standist það vel sýrur og áhrif loft og lagar. Það má gera úr því mjög sterk burstahár, sem seint slitna. Einnig má fletja það út og búa til úr því þunn, gagnsæ rennitjöld fyrir glugga — og margt fleira mætti telja. Cerex heitir nýjasta plastið Það er gert úr kolefni, vetni og köfnunarefni, og er bæði sterkt, hart og létt í vigt, og auk þess þojir það vel hita. Það er nú not- að í ýmis konar verkfæri. fyrir herinn, t. d. ýmis raftæki og læknisáhöld. Skólatöskur Skjalatöskur fást í Brauns verzlun Páll Sigurgeirsson KELLOGG’S- CORNFLAKES ALL RRAN RICE KRISPIES KRUMBLES Kaupf jelag Eyf irðinga Nýlenduv.deild og útibú Nýkomið frá Ameríku: Karlm. vetrarfrakkar BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson r r r SURKAL I DOSUM TOMATSAFI SOYIABAUNIR Kaupfjelag Eyfirðinga Nýlenduv.deild og útibú Auglýsið i „DEGI 66 Fokdreifar. .(Framhald af 3. síðu). skrumauglýsingar og annað ekki. Og þó kastar fyrst tólfunum, þegar kemur að götunöfnunum í bæjunum, eða þó kannske alveg sérstaklega hér í bæn- um: Páls-Briems-gata, Þingvalla- stræti, Möðruvsllastræti, Munka- þverárstræti, Helga-magra-stræti o. s. frv. — allt nöfn, s:em gefin eru alger- lega út í hött og auk þess ýmist hljómlaus eða beinlínis ljót. Nöfn eins og Krappistígur, Gilsbakkavegur, Bjarkarstígur og Skipagata bera eins og gull af eiri, enda dregin af sér- kennum gatnanna sjálfra eða næsta umhverfis þeirra. Og þó er ekki hug- kæmninni fyrir að fara, þegar öll slík nöfn þurfa endilega að enda ó stræti, gata, vegur eða stígur! Þó hafa Reyk- víkingar þó reyn/.t frjórri í hugsun og tungutaki, er þeir völdu ýmis gatna- nöfn í höfuðstaðnum og létu þau enda ó aðra lund. J^Ú SÉ EG, að veganefnd vill endi- lega kalla skemmtigarðinn nýja Grænadal, en ekki Laugarskarð. Má kannske segja, að það sé bezt „í stíl“ við aðrar nýjar nafngiftir í bænum, því að orðið sé hæfilega sviplaust, hversdagslegt og kollótt í báða enda. Þarna er auðvitað hvorki dalur (að- eins dalverpi) né heldur stórum grænna en annais staðai á slíkum stöðum. Hitt nafnið, Laugarskarð, er hins vegar bæði dregið af einkennum landslagsins og sögulegu mannvirki og menningarstofnun, sem er á þess- um stað. En bezti kostur þess er þó sá, að í orðinu ei hreimur og sól og það er hæfilega sérkennilegt. Hafn- firðingar kalla sinn garð Helliséerði. Það er gott nafn og festist strax í minni. ísfirðingar nefna sinn nýja skemmti- og samkomustað StórurS. Við munum það strax og við heyrum það í fyrsta skipti, því að það er sterkt og upprunalegt, en ekki smíð- isgripui auglýsingamakara eða klessu- málara. Þeir myndu sennilega hafa kallað staðinn: Fögruvelli, Grænu- bórg, Bjarmaland eða álíka nöfnum, sem alveg væru út í hött — eins og Grænidalur bæjarstjómarinnar hér. Vonandi eru þó þar einhverjir þeir smekkmenn, að þeir fói valið þann kostinn, sem betri er: Laugarskarð skal staðurinn heita. Hann skírir aig sjálfur eins og allir þeir staðir, sem heita fögrum og sérkennandi nöfnum. Nokkrar stúlkur vantar að Kristneshæli 1. okt. næstk. — Hátt kaup. — Stuttur vinnu- tími. — Upplýsingar gefur yf irh j vikrunarkonan. TEK AÐ MÉR ÞVOTTA / Sigurlaug Sigvaldadóttir. Nýkomið Hinir marg eftirspurðu SHEAFFER’S-pennar og blýantar. Bókáverzlunin Edda Smábarnaskóli okkar hefst 1. október. JENNA & HREIÐAR, Eiðsvallagötu SO.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.