Dagur - 07.09.1944, Blaðsíða 7

Dagur - 07.09.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 7. september 1944' DAGUR TILKYNNING UM KARTÖFLUVERÐ. Verðlagsnefnd garðávaxta hefir tilkynnt ráðuneytinu, að hún hafi ákveðið að heildsöluverð á kartöflum skuli frá og með 30. ágúst 1944 vera kr. 138.00 hver 100 kg. og smásöluverð frá sama tíma kr. 1.70 hvert kg. og gildir hvort tveggja fyrst um sinn bar til öðru vísi verður á- kveðið. Ráðuneytið hefir í tilefni þessa ákveðið, samkvæmt heimild í lögum nr. 42 1943 um dýrtíðarráðstafanir, að smá- söluverð á kartöflum skuli ekki vera hærra fyrst um sinn en kr. 1 30 hvert kg. og heildsöluverð kr. 104.00 hver 100 kg. Jafnframt hefir ráðuneytið falið grænmetisverzlun ríkisins að kaupa, eft- ir því sem markaðsástand og aðrar ástæð- ur leyfa, eða semja við aðra um að kaupa þær kartöflur, sem framleiðendur í land- inu kunna að vilja selja af þessa árs upp- skeru. Grænmetisverzlunin getur sett nánari ákvæði um vörugæði, móttöku og annað, er við kemur kaupum á kartöflum. 29. ágúst 1944. Atvinnu* og samgöngumálaráðuneytið, NOTIÐ SJAFNAR-VÖRUR TILKYNNING Samkvæmt samþykktum bæjarstjórnar Akureyr- ar hefir stjórnarráð íslands staðfest þær breytingar á hafnarreglugerð og lögreglusamþykkt kaupstað- arins, að öll veiði með skotum og öll skot að óþörfu eru nú bönnum í landareign kaupstaðarins og inn- an takmarka hafnarinnar. Eggjataka í landareign kaupstaðarins er einnig bönnuð. STEINN STEINSEN. BOLLAPÖR fyrirliggjandi KAUPFÉLÁG EYFIRÐINGA Járn- og glervörudeild Kven- og karlmannaskór einnig inniskór á börn og fullorðna KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Skódeild GASHERN AÐUR ÞJÓÐVILJANS OG MBL. (Framhald a£ 2. sxðu). kvæmilega fiamkomu Þjóðvilj- ans og Morgunblaðsins í sam- bandi við forsetaförina vestur um haf. Menn skilja það, að hin fordæmanlega framkoma stjórn- ast af pólitískum og persónuleg- um illvilja þessaxa tveggja blaða til utanríkisráðherra, en ekki af umhyggju fyrir frelsi og sjálf- stæði íslands. Sannast sagt mun Mbl. líka hala áttað sig á því, áð gashernaður þess hafi verið nokkuð óvarlegur og því verkað öfugt við það, sem ætlazt var til, því að blaðið dregur skyndilega inn seglin og fer jafnvel að tala fremur hlýlega um fyri'verandi landiáðamann og föðurlands- svikara!! En samt eru nú heilind- in ekki meiri en það, að blaðið vegur aftur í hfnn sama kné- runn. En víst er um það, að þessi skötuhjú, Þjóðv og Mbl., fá eng- an hljómgrunn fyrir ófræging- ar sínar ,dylgjur og getsakir í sambandi við kurteisis- og vin- áttuheimboð foiseta Islands og föiuneytis hans til Bandarikj- anna. íslenzka þjóðin er ánægð yfir heimboðinu og förinni og þykir hún liafa tekizt prýðilega eins og vænta mátti. En Þjóðviljinn og Morgun- blaðið sitja uppi með skömmina og skaðann. (Framh.). Margir eldri menn kannast viö >yAldaskrá“ séra Jóns Ingvalds- sonar prests í Húsavík. Bækl- ingur þessi var eins konar bind- indispredikun, að sumu leyti í ljóðum, kveðnum aí góðum vilja að sjálfsögðu, en veikum mætti. Sagt er, að séra Jón hafi sent prófastinum í Laufási handrit sitt til yfirlestrar og um- sagnar ,en prófastur endursent það rrteð svohljóðartdi vitnis- burði: Þótt mér ei líki þessi stíll, því hann er stirður eins og fíll, á einu samt vildi eg eiga von exemplari — BjörnHalldórsson — til að hryggjast af heimsk- unrú — hérna prestur í Laufási. Eigi er annað vitað, en að prest- ur hafi látið sér þerman vitn- isburð vel lika. Að minnsta kosti kom ,gUdaskrá“ út á Akureyri 1856. Senrúlega hefir hann tal- itt pTQÍtst hryégjast með af vín- nautnarheimskunrú. Annars er vers séra Björns skopstæling á kveðskaparstíl séra Jóns. (Sbr.: Óskast þess af yðar vini Ing- valds- Jóni presti -syni. Eins og kunnugt er, greip talsvert magnaður Brasilíufar- arhugur menní Þingeyjarsýsluá síðari hluta 19. aldar. Var þá Brasilíu talið flest til kosta af fyrirsvarsmönnum hreyfingar- innar, en gallanna mun síður hafa verið getið. Mér sagði góð- ur vinur séra Björns, að harm hefði verið mjög andvígur Brasilíuferðum og haft drjúgum að háði allar lofræðurnar um velgengrúna þar vestra og land- kostina. Um þær mundir gengu skopvísur þær, sem hér birtast, bæ frá bæ í Laufásprestakalli og máske víðar. Almennt voru þær eignaðar séra Birni og tel eg víst að hann hafi ort þær, því að í handr. mínu nefrúr höf, sig Óspak á íslandi. Sneri hann lof- ræðunum um Brasilíu í svo ýkjuþrungin meðmæli með brottflutningi af Iandinu, að mertn tóku að „athuga sinn gang' betur en áður. Á þennan hátt vann prófastur málstað sín- um fullt gagn að sögn gamalla manna. — Eg er svo heppinn að eiga blaðið, sem gekk bæ frá bæ á Svalbarðsströndirmi og eftir því handriti eru vísurnar hér prentaðar. Rithöndina þekki eg ekki. — Til Brazilíu að bregða sér bezt er þegnum snjöllum; þar sælgæti eilíft er í rúsínufjöllum. Og við hunangselfurnar allir gleði njóta á því svæði sælunnar, sem að aldrei þrjóta. Margir sagnameistarar meining slíka bera: Ódáins- að akur þar inndæll muni vera. Ef sð reynist þannig, það þrautir myndi skerða: Islendingar í þeim stað ódauðlegir verða. Það er engin eftirsjá Islandsniðjum fríðum að kreika héðan köldum frá krækiberjahlíðum. Virða hrjáir hregg og hríð hér um vetrardægur; þar er sífelld sumartíð og sólarhiti nægur. Foldar aldrei fölnar þar fagur aldinblómi; grænar hlíðar glóbjartar gyllir uppheimsljómi. Slika votta firðar írægð frelsis löngun heita suður i þá sælugnægð, sem að héðan leita. (Framh.). Vantar RÁÐSKON U á fámennt sveitaheimili. Upplýsingar á afgr. Dags. $*$»$*$*$>*$*$+$*$»$»4»4»4> $*$*4»4»$»$»$»4»$»$»$»$»$»< 20-30 þúsund manns viCsvegar á landinu leea Dag að staðaldri. Auglýsendurl Athugið að Dagur er bezta auglýsingablað drelfbýllsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.