Dagur - 14.09.1944, Blaðsíða 1
*&
ANNALL
DAGS
Útgerðarmenn í Hrísey og Ól-
afsfirði hafa hafizt handa um
stofnun olíusamlaga samkvæmt
nýjum lögum þar um. Hafa þeir
þegar fest kaup á olíugeymum
til þess að setja upp á þessum
stöðum. Ef tií vill verður hið
þriðja samlag hér við Eyjafjörð
stofnað á næstunni. Er vonandi,
að þessar ráðstafanir verði til
hagsbóta fyrir útgerðina.
*
Enn berast blaðinu fregnir af
laxveiði í Eyjafjarðará. Fyrir
nokkrum dögum veiddist t. d. 15
punda lax í ánni skammt fyrir
framan Torfufell. — Það er full-
sannað örðið, áð klak það, sem
KEA efndi til í ánni fyrir
nokkrum árum hefir borið glæsi-
legan árangur, þar sem hér var
aðeins um byrjunartilraun að
ræða. Sýníst því sjálfsagður hlut-
úr Og hagsmunamál fyrir ey-
firzka bændur, að hef jast nú þeg-
ar handa um stofnun fiskirækt-
arfélags, efna til áframhaldandi
klaks í ánni og alfriða á og ósa
fyrir netaveiði og fyrirdrætti.
*
Nýtt fyrirtæki hefir hafið starf
hér á Akureyri. Er það niður-
suðuvérksmiðjan Síld h/f. Vinn-
uf verksmiðjan ýmsar niður-
suðuvörur og eru þær þegar á
boðstólum í verzlunum og þykja
reynast ágætlega.
*
Kartöfluuppskerán virðist ætla
að verða rýr hér norðanlands að
þessu sinni, þrátt fyrir gott sum-
ar. Stafar uppskerubresturinn af
næturfrostum snemma í ágúst og
um mánaðamótin síðustu. Féll
gras þá að mestu. Vinha við að
taka upp úr görðum er almennt
hafin hér í nágrenninu.
*
Armann Dalmannsson íþrótta-
kennari varð fimmtugur 12. þ.
m. Hann er Borgfirðingur að
ætt, nam búfræði á Hvanneyri
1916—'18 og stundaði íþrótta- og
fimleikanám í Öllerup á Fjóni
1924-'25 og kom hingað til Ak-
ureyrar þá um vorið. Síðan hefir
hann dvalið hér sem starfsmað-
ur Ræktunarfélags Norðurl. Um
skeið kenndi hann hér fimleika
og íþróttir, kenndi hér fyrstur
manna handknattleik, æfði
kvenfimleikaflokk um skeið og
fór með hann til Rvíkur í sýn-
ingarför 1929 og hlaut maklegt-
lof fyrir. Um íþrottamál hér í bæ
hefir hann verið mjög áhuga-
samur, var í íþróttaráði Akur-
eyrar um langt skeið og í stjórn
U. M. S. E. um hríð.
Ármann er einn þeirra manna,
sem ólst upp innan vébanda
ungmennafélaganna á blóma-
tíma þeirra, gerði hugsjónir
þeirra að sínum hugsjónum og
þroskaði skapgerð sítna og starfs-
hæfni við þegnskyldustörf þeirra.
Hann er ræktunarmaður í beztu
merkingu þess orðs. Eyfirzkir
bændur þekkja nákvæmni hans
og samvizkusemi við jarðræktar-
störf. t- íþróttavinir þekkja
störf hans í þágu æsku- og
líkamsmenntunar. Ármann er
hljóðlátur maður, sem heill
gengur að hverju starfí, og þann-
ig vínna okkar beztu menn. -
W*sP y^^^Éb ^SssP
XXVII. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 14. september 1944.
37.tbl.
Aukafundur sýslunefndarEyjafjarðarsýsluskor-
ar á Alþingi aðreisa ríkissjúkrahús á Akureyri
Bandalag til að vinna að framförum og
menningarmálum á Norðurlandi
Frá 3. ársfundi presta, kennara og leikmanna
Sunnud^aginn 10. september var settur hér í bærium 3. ársfundur
kennara og annarra leikmanna norðanlands, og hófst,með guðs-
þjónustu í Akureyrarkirkju kl. 1 síðd. Prédikun flutti séra Hall-
dór Kolbeins að Mælifelli, en vígslubiskup, Friðrik J. Rafnar,
þjónaði fyrir altari. Kl. 4 var svo settur fundur í kapellu kirkjunn-
ar af formanni undirbúningsnefndar, Friðriki A. Friðrikssyni, pró-
fasti í Húsavík og kvaddi hann til fundarstjóra Snoira Sigfússon,
skólastjóra, en fundarritara Hannes J. Magnússon kennara.
Þá flutt Páll Þorleifsson prest-
ur að Skinnastað erindi, er hann
nefndi: Fjórðungsbandalag
Norðlendinga. Kom hann þar
fram með þá tillögu, að fundur-
inn hefði forustu um stofnun
fjórðungssambands í Norðlend-
ingafjórðungi. Skyldi höfuðhlut-
verk þess vera að vinna að fram-
fara- og menningarmálum á
Norðurlandi, bæði á sviði verk-
legra framkvæmda og einnig í
uppeldismálum, skóla- ogkirkju-
málum. Kosin var þriggja
manna nefnd til að leita sam-
vinnu við sýslunefndir og bæjar-
stjórnir um að hrinda hugmynd
þessari í framkvæmd.
Kosnir voru í nefndina: séra
Pá]J Þorleifsson, Snorri Sigfús-
son og Friðrik J. Rafnar, vígslu-
biskup.
Viðskipti þings og stjórn-
ár í dýrtíðarmálunum
I útvarpsumræðum um dýrtíð-
arfrumvarp ríkisstjórnarinnar sl.
mánudagskvöld lýsti forsætisráð-
herra, dr. Björn Þórðarson, yfir
' því, að svo fremi, að Alþingi
. kæmi sér ekki saman um ráðstaf-
anir í dýrtíðarmálunum fyrir 15.
þ. m., á svipuðum grundvelli og
gert væri ráð fyrir í frumvarp-
inu og sem stjórnin gæti eftir
ástæðum sætt sig við, mundi hún
leggja lausnarbeiðni sína fyrir
forsetann.
Ennþá er eigi fullljóst hvern-
ig Alþingi muni snúast við þess-
um úrslitakostum, en dýrtíðar-
frumvarpið virðist ekki eiga
miklu fylgi að fagna á Alþingi.
Sennilegt er þó, að ekki komi til
stjórnarskipta, heldur muni Al-
þingi fá stjórninni fé í hendur
til þess að verðbæta þær vörur,
sem Jyrirsjáanlegt er að ella
myndu valda hækkun á visitöl-
unni nú í haustkauptíðinni. Er
talið að stjórnin muni „eftir
ástæðum" sætta sig við þá lausn
Og sitja áfrarú.
Kl. 9 síðd. flutti séra Benjamín
Kristjánsson á Laugalandi er-
indi, er hann nefndi: Börnin og
guðs ríki, snjallt erindi og
merkilegt um uppeldis- og krist-
indómsmál.
Fyrri hluta mánudags fóru svo
fram umræður um áðurnefnd er'-
indi og voru þar margar snjallar
ræður fluttar, en kl. 1 síðd. var
tekið fyrir málið:
Hvert stefnir? Frummælendur
voru séra Friðrik J. Rafnar,
vígslubiskup og EgiH Þórláksson
kennari. Bæði þessi erindi fjöll-
uðu um kristindóms- og uppeld-
ismál og urðu um þau miklar
umfæður.
Mætt'ur- var á fundinum bisk-
upinn yfir íslandi, herra Siguf-
geir Sigurðsson ög flutti^ hann
snjallt ávarp til fundarins.
Á mánudagskvöld fór fram
sameiginleg kaffidrykkja á Hótel
(FnuBhnld á 8. «í9u).
Chester W. Nimitz
Sýslunefndin samþykkir
fyrir sitt leyti skilnað
Eyjafjarðarsýslu og 01-
afsf jarðarhrepps
flotaforinéi, stjórnar sókn Bandaríkja-
manna á Kyrrahafi.
Umferð um Jökulsárbrú í
Axarfirði hættuleg?
Vegamálastjóri birtir þessa
dagana í Útvarpi aðvaranir til
landsmanna um að fara varlega
yfir hengibrýr. Er þetta gert í til-
efni af falli Ölvusárbrúar nú á
dögunum.
Vegamálastjóri varar sérstak-
lega óvarlegri umferð um Jök-
ulsárbrú í Axarfiiði. Skulu aldr-
ei fara 2 bifreiðar á brúna í
einu og aldrei þyngri bifreið en
5000 kg. Farþegar með stóru
áætlunarbifreiðunum skulu
ganga yfir brúna. Þessar ráðstaf-
anir allar gefa til kynna, áð um-
ferð um brúna sé hættuleg, og
er þess að vænta, að hafizt verði
handa um styrkingu hennar, áð-
ur en rekur í slóð Ölvusárbrúar.
— Jafnframt væri gott að fá upp-
lýst hvort ekki er ástæða til styrk-
ingar Hörgárbrúar, í tilefni af
áðvörun ve^gamálastjóra um var-
kárni á hengibrúm landsins yfir-
leitt.
HannesJ.Magnússon
settur skólast jóri
Barnaskólans
Bæjarstjórnin og ..skóla-
nefndin skora á Snorra
Sigfússon að starfa áfram
við skólann
PINS OG SKÝRT var frá hér
í blaðinu fyrir skemmstu
sagði Snorri Sigfússon skólastjóri
af sér embætti skólastjóra barna-
skólans hér frá 1. okt. og t'ók að
sér námsstjórastarf á Norður-
landi frá sama tíima.
í bréfi, dags. 9. þ. m., skorar
bæjarstjórn Akureyrar og skóla-
nefnd á Snorra Sigfússon að
halda áfram störfum við skól-
ann. Segir svo í bréfinu:
„Um leið og skólanefnd barna-
skólans og bæjarstjórn Akureyr-
ar þakka Snorra Sigfússyni ágæta'
stjórn og kennslu um langt skeið
og 'votta honum fyllsta traust
sitt, skora þær fastlega á hann,
ef hann telur sér ekki tjón að,
vegna framtíðarfyrirætlana
sinna, að starfa áfram við skól-
ann". Undir bréfið rita: Bryn-
jólfur Sveinsson, Þórarinn
Björnsson, Þorsteinn M. Jóns-
son, Friðrik J. Rafnar, Elísabet
Eiríksdóttir, Áskell Snorrason,
Á. Jóhannsson, Ö. Thorarensen,
Friðrik Magnússon, Erlin^ur
Friðjónsson, Jakob Frímanns-
son, Jakob Arnason, Indr.
Helgason og Steinn Steinsen.
Sn. Sigfússon svaraði þessari
(Fnuph, I 8, «öu).
Aukafundur sýslunefndar Eyja-
fjárðarsýslu var haldinn hér í
bænum sl. laugardag. Tilefni
fundarins yoru tvö mál: Sjúkra-
húsmál Norðlendinga og skiln-
aður Ólafsfjarðarhrepps og Eyja-
fjarðarsýslu. Sýslunefnd Þingey-
inga hafði þegar samþykkt áskor-
un til Alþingis um að reist verði
hið bráðasta fullkomið sjúkra-
hús hér í bærtum.
Sýslumaðurinn, Sig. Eggerz,
lagði fram eftirfarandi tillögu,
sem samþykkt var einum rómi:
„Það eru allir sammála um, að
sjúkrahúsið á Akureyri sé með
öllu ófullnægjandi, bæði gamalt
og úr sér gengið, og auk þess allt
of lítið.
Hitt er víst, að Akureyrarbær
og aðliggjandi sýslur, eru á eng-
an hátt færar um að byggja ný-
tízku sjúkrahús. Er því ein leið,
sem fær er í þessu máli, að ríkis-
sjóður byggi sjúkrahús og reki
það. -
Verður ékki annað séð en að
það sé sjálfsögð skylda hins op-
inbera, að taka forystuna í svo
þýðingarmiklu heilbrigðismáli.
Akureyrarbær er nú næst stærsti
bær á þessu landi og virðist því
eðilegt að ríkissjúkrahús sé
byggt hér. Mundi þetta hafa
mjög víðtæk. áhrif fyrir heil-
brigðismál þjóðarinnar. Ef hér
yrði byggt nýtízku sjúkrahús,
myndu læknar Norðurlands allt-
af við og við geta komið hér og
verið hér á sjúkrahúsinu og lært ¦
ýmislegt ,svo að þeir yrðu færari
að gegna störfum ,sínum. —
Myndast mundi með bygg-
ingu sjúkrahúss eins konar heil-
brigðismiðstöð fyrir Norðurland,
og því meiri nauðsyn er á þessu,
þar sem Landspítalinn er ekki
nógu stór fyrir allt landið. —
Sýslunefndin skorar því á Al-
þingi að taka mál þetta að sér,
nú þegar og láta byrja á bygg-
ingu sjúkrahússins, sem allra
fyrst".
Þá var rætt um skilnað Ólafs-
fjarðarhrepps, sem nú leitar eftir
að fá kaupstaðarréttindi, og
Eyjafjarðarsýslu. Féllst sýslu-
nefndin á skilnaðinn fyrir sitt
leyti, ef Alþingi samþykkir lög
um bæjarstjórn í Ólafsfirði, að
(Frsmh. á 8, aíflw),
J .