Dagur - 14.09.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 14.09.1944, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 14. september 1944 Stjórnarfrumvarp í dýrtíðarmálum lagt fram á Alþingi Landbúnaðarvísitalan hækkar um 9.4 stig 15. þ. m. Útbýtt var á Alþingi 4. þ. m. frumvarpi ríkisstjórnarinnar um dýrtíðarráðstafanir. Helztu atriði þess eru sem hér segir: 1. Landbúnaðarafurðir skulu. verðlagðar á þann hátt að reikn- að skal aðeins með 90% af vlsi- tölu landbúnaðarins, sem í gildi kemur 15. sept. 2. Engin dýrtíðaruppbót skal greidd með hærri vísitölu en 270 stig. 3. Laun og annað, sem dýrtíð- aruppbót skal greidd af, skal reiknuð/ með .95% af gildandi framfærsluvísitölu (þó aldrei hærri en 270 stig) fyrsta mánuð- inn eftir gildistöku laganna. Næsta mánuð eftir skal reiknað með 90%, og það gilda þar til nánar verður ákveðið. 4. Fari framfærsluvísitala yfir 270 stig, skal verð landbúnaðar- afurða til bænda lækka hlutfalls- lega við skerðingu dýrtíðarupp- bóta vegna hámarksbindingar vísitölu í sambandi við kaup- greiðslur. 5. Engin dýrtíðaruppbót skal greidd af kauphækkunum, sem fara fram frá 1. sept. 1944 til 1. júlí 1945. 6. Eignaaukaskattur skal lagð- ur á eignaaukningu áranna 1940, 1941, 1942 og 1943, sem samtals er yfir 50 þús. kr. Bréf hagstofunnar, sem er fylgiskjal með frumvarpinu, er svohljóðandi: Samkvæmt fyrirmælum fjár- málaráðherra hefir hagstofan safnað gögnum þeim, sem nauð- synleg eru til þess, að ákveðin verði landbúnaðarvísitala í ár samkv. reglum þeim, sem land- búnaðarvísitölunefndin í fyrra var ásátt um. Hefir nú verið unnið úr þeim gögnum og send- ist hér með niðurstaða þess út- reiknings. Þess skal getið, að samkv. til- lögu landbúnaðarvísitölunefnd- ar var skýrslum um kaupgreiðslu bænda leitað úr tveim hreppum í hverri sýslu á landinu í stað eins í fyrra eða alls úr 38 hrepp- um. Ekki var þó unnið úr skýrsl- um nema úr 34 hreppum, því að skýrslur þær, sem bárust eftir 20. ágúst (3 vikum síðar en tilskilið var) var ekki unnt að taka með. Landbúnaðarvísitölunefndin taldi einnig æskilegt, að skýrsl- urnar um tekjur verkamanna yrðu gerðar nokkruvíðtækari,ef kostur væri á, með því að taka með fleiri káuptún. Hefir það nú verið gert og bætt 5 kauptún- um við þau 6, senvtekin voru í fyrra. Þessi 5 kauptún eru: Ak- ureyri, Neskaupstaður, Sauðár- krókur, Eyrarbakki og ólafsvík. Hins vegar hafa ekki verið teknir með í þenna samanburð einhleypir menn, né heldur menn, sem hafa haft áhættu- þóknun eða yfirleitt aðrar tekjur en af eigin vinnu,-nema þá að mjög óverulegu leyti, og er það í samræmi við tilætlun landbún- aðarvísitölunefndar. Meðaltekjuupphæðir árið 1943, sem fengizt hafa upp úr framtöl- um fyrir verkamenn, sjómenn og iðnaðarmenn í annara þjónustu, í því úrvali, sem notað hefir ver- ið, voru sem hér segir: Reykjavík 20.135 kr. Kauptún, með yfir 1000 íbúa, 14.482. ‘ Kauptún, með undir 1000 íbúum, 9.968 kr. Kauptún alls (vegið meðaltal) 16.816 kr. Þessar tölur gilda fyrir alman- aksárið 1943, en við samanburð við kaup bóndans er notað tima- bilið september—ágúst. Fyrir því er meðaltekjuupphæðin hækkuð um það, sem framfærsluvísitalan er hærri fyrir það tímabil heldur en fyrir almanaksárið 1943. Sú hækkun nemur nú ekki nema tæpl. 2% (en í fyrra 25%), og kemst þá meðaltekjuupphæðin upp í 17.136 kr. Þar frá dregst svo 6.45% samkv. reglum land- búnaðarvísitölunefndar, og kem- ur þá út 16.031 kr., sem telst kaup bóndans. Viðxíkjandi verðlagningunni skal þess getið, að engin ull hefir verið flutt út síðan í fyrra, og hefir hún því verið sett með sama verði, en hins vegar hafa gærur verið fluttar út fyrir nokkru lægra verð en í fyrra, og hefir verð þeirra því verið lækk- að með hliðsjón af því. Ef hins vegar yrðu horfur á betri rnark- aði fyrir ull og gærur, svo að hækka mætti verð þeirra, þá mundi verðið á kindakjöti lækka sem-því nemur. — Af framangreindu bréfi hagstofustjóra má sjá, að land- búnaðarvísitalan er að þessu sinni reiknuð út á breiðari grundvelli og með meiri ná- kvæmni en í fyrra. Athugasemdir stjórnarinnar við lagafrumvarpið eru á þessa leið: Með frv. þessu er stefnt að því að stöðva verðbólguna. — Ríkis- stjórnin er þeirrar skoðunar, að nú séu síðustu forvöð til raun- hæfra ráðstafana í þessu efni, ef þess á að verða kostur að forðast þær hörmulegu afleiðingar, sem óheft verðbólga hlýtur að hafa í för með sér fyrir allan landslýð. Samkvæmt útreikningi Hag- stofunnar hækkar landbúnaðar- vísitalan um 9.46 stig hinn 15.' september næstkomandi. Þessi hækkun kemur öll fram í fram- færsluvísitölunni með verðhækk- un á kjóti og mjólkurafurðum. Til þess að halda framfærsluvísi- tölunni óbreyttri með framlagi úr ríkisstjóði, eins og hún var 1 lok ágústmánaðar, þrátt fyrir hina nýju verðliækkun, mundi þurfa svo mikið fé, að slíkt væri ríkissjóði ofviða. Er því ekki um að ræða, ef ekki á að gefa dýrtíðinni lausan tauminn, annað en það, að gerð- ar séu ráðstafanir, sem hefti verð- bólguna nú þegar, ásamt nokkru framlagi úr ríkissjóði um tak- markaðan tíma. Til þess að svo megi verða, þurfa landsmenn að sýna skilning og vilja til að taka á sig um stundarsakir nokkrar byrðar, svo að unt sé að setja skorður hinni hættulegu þróun, er nú ógnar öllu atvinnullfi þjóðarinnar. Með frumvarpinu er leitast við að ná þvi marki, að stöðva verðbólguna varanlega, en jafn- framt að láta byrðina koma sem jafnast á þegnana. Þeir, sem laun taka, verða að láta hlutfallslega af mörkum eins og þeir, sem framleiðslu landbúnaðarvara stunda. Og þeir, sem grætt hafa mikið fé á undanförnum ófriðar- SÖGN OG SAGA -------Þjóðfræðaþættir JDagsM----------- Strandamannasaga Gfsla Konráðssonar (Framhald). ast talin. Hann átti Margréti Jónsdóttur frá Kollafjarðarnesi1) Erlendssonar, Björnssonar frá Kambi í Króksfirði, Bjarnasonar á Brjánslæk,2) Björnssonar, og Sesselju, laundóttur Eggerts Hann- essonar lögmanns og héraðsstjóra. Það var nú um þessi misseri, 1717, að Sumarliði Klem^nsson lagði af Strandasýslu, eða hún var tekin af honum, því að í ærnum átti hann þá málaferlum og öðr- um þrætum. Þá tók hana Páll lögmaður Vldalín, en misseri síðar fékk haná Ormur sýslumaður Daðason, 1718. Sumarið eftir, 1719, varð heyskapur hinn bezti, bæði sökum grass og nýtingar. En kvefs'ótt mikil gekk um land allt, að nýbyrjuðum túnaslætti; lögð- ust margir, en fáir dóu nafnkenndir; en mannskæðari varð hún suður um land. Haustið var þá votviðrasamt, en þornaði meira, sem nær dró veturnóttum. Hinn næsti vetur, 1720, er talinn snjókomuvetur. Urðu þau misseri mörg tíðindi í öðrum sveitum, ®sem eigi teljast í þessari sögu; drukknun Jóns skálds Sigurðsson- ar í Haukadalsá og lát meistara Jóns biskups Vídalín. J) Jón Erlendsson býr 6 Kambi 1703, þá 53 ára, „veikur fyrir brjóstí. s) Bjami á Brjánslœk, maður SMSelju, vor so»ur Bjöma prests á Mel- stað, Jónssonar biskup* Arasonar. Siðbótastarf Sjálfstæðismanna Er það eitthvað mislukkað? Fyrir nokkrum árum tóku foringjar Sjálfstæðisflokksins sér fyrir hendur að hefja siðabóta- starf í verkalýðsfélögunum. Við erum „allra stétta flokk- ur“, sögðu Sjálfstæðismenn, og þess vegfta ber okkur skylda til að hugsa um velférð verka- manna ekki síður en annara. Það, sem knúði þessa foringja til afskipta af verkalýðsmálum var ófrelsi það og skoðanakúgun, er þeir kváðu ríkjandi í verka- lýðsfélögunum undir hand- leiðslu Alþýðuflokksins. Undan þessari skoðanakúgun sögðust Sjálfstæðisforingjarnir ætla að bjarga verkamönnum og gera þá að frjálsum þegnuin í þjóðfélag- inu í stað þess að þeir væru reyrðir í „pólitískar viðjar“ Al- þýðuflokksins. Aðferðin var sú að stofna „félög sjálfstæðisverka- manná' og eyðileggja með hjálp þeirra forustu Alþýðuflokksins jfá hana kommúnistum í hendur. Þetta tókst. Sjálfstæðismenn voru glaðir og reifir yfir siðabótastarfi sínu. í hrifningu gáfu þeir út svo- fellda fagnaðaryfirlýsingu á landsfundi sínum á Þingvelli í fyrrasumar: „Sjálfstæðisflokkurinn fagnar því, að árangur hefir orðið af starfi Sjálfstæðismanna að koma á algeru skoðanafrelsi innan Al- þýðusambands íslands og að það árum, verða að láta af hendi nokkurn hluta þess í því skyni að tryggja afkomu almennings í landinu eftir stríðið. Verður ekki hér gerð frekari grein fyrir einstökum atriðum frumvarpsins. (Framhald á 7. síðu). hefir verið slitið úr tengslum við ákveðinn pólitískan fiokk“. En nú er eins og Sjálfstæðis- menn séu farnir að fá einhvern grun um, að ef til vill sé árang- urinn af siðabótastarfi þeirra ekki sem æskilegastur. Aðalmál- gagn Sjálfstæðisflokksins er farið að ræða um „glundroða á sviði verklýðsmálanna“, því að „kommúnistar vaði nú uppi inn- an samtakanna", og ,,að fyrir þeim vaki allt annað en yelferð verkamanna". Um ástandið segir Mbl.: „Þegar fámenn kommrmista- klíka hefir í hendi sér að segja upp kaupsamningum án þess að leita samþykkis verkamanna og þeir eru- ekki hafðir með í ráð- um um samningu uppkasts að nýjum samningi, og vinna er loks stöðvuð án þess að álits þeirra sé leitað, þá er orðið eitt- hvað meira en lítið bogið við hlutina. En þannig er nú upp- lýst að olíuverkfallið er til kom- ið“. Já, það er eitthvað bogið við siðabótastarf Sjálfstæðisflokksins innan verklýðssamtakanna, því að hans verk er þetta samkv. Þingvallaryfirlýsingu flokksins. Á meðan Alþýðuflokkurinn leiddi þróun verklýðsmálanna, reyndist hún að öllum jafnaði farsæl fyrir verkalýðinn, en síðan íhaldið hljóp undir bagga með kommúnistum við að brjóta for- ustu Alþýðuflokksins á bak aft- ur, hefir glundroðinn fest rætur og ofbeldið vaðið uppi innan verkalýðsfélaganna. Það er ekki furða, þó að farið sé að slá flöskva á fagnaðareld Sjálfstæðismanna yfir árangrin- um af siðabótastarfinu. Mbl. ber þess vitni. Árið eftir, 1721, er talinn eldur uppi í Kötlugjá, en Jón ann- álaritari ólafsson á Grímsstöðum segir sagt sé í Mýrdalsjökli; gjörði það skaða víða, bæði austur og suður um land, en náði eigi lengra nörður en til Svarfaðardals, að því er ritar Eyjólfur prestur hinn fróði á Völlum. Nú var biskupslaust í Skálholti. Þorleifur prófastur Arason hafði siglt sumarið áður upp á biskupsdæmið og kom þetta sumar út á Eyrum, en náði eigi tigninni, því að herrar í Kaupmannahöfn kváðu hann of ungan, og aðra hina eldri hér á landi betur til fallna. Vildu prestar flestir í biskups- dæminu, að Jón prestur Halldórsson í Hítardal færi utan og næði biskupstign. Það vildi og Fuhrmann amtmaðflr, en Jón prestur taldist frekt undan fyrir aldurssakir, er hann var vel sextug- ur.1) Kom það þá upp að herrar tveir í Kaupmannahöfn hefðu skrifað til Jóni Árnasyni á Stað í Steingrímsfirði, að hann skyldi fá biskupsdæmið, ef hann færi utan. Mótmælti hann því ekki, og vissi vilja Jóns prests í Hítardal. Þá fór hann utan, þótt amt- maður héldi miklu minna fram með honum en Jóni presti í Hítardal. FRÁ JÓNI BISKUPI. HALLDÓR PRSETUR FÆR STAÐ. Jón prófastur Árnason hafði haldið Stað um 17 vetur, er hann fór utan til biskupsvígslunnar. Átti hann, 1703, Guðrúnu Ein- arsdóttur biskups á Hólum Þorsteinssonar; þeirra börn dóu ung. }ón biskup var sonur Árna prests á Mýrum Loftssonar, er átti í galdramálinu. Síðan var það (1724), að Halldór fékk Stað. Hann J) Síra Jón Halldórason var aðeins hálfsextugur, er Jón biskup Vídalin andaðist, og jafnaldra Jóni biskupi Ámasyni, bóðir fseddir 1665. (Framhald),

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.