Dagur - 14.09.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 14.09.1944, Blaðsíða 4
4 ÐAGUR Fimmtudaginn 14. september 1944 DAGUR Ritatióm: Ingimar Eydcd. Jóhcmn Frimann. Haukur Saorrason. Aígreiðslu og innheimtu annast: Sigíús Sigvarðsson. Skríístofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Bl«Sið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Bjömssonar. Rakað á móti vindi gÚ SAGA ER SÖGÐ um Símon heitinn Dala- skáld, að hann hafi einhverju sinni komizt svo að orði, er hann var að lýsa stúlku.semhannþótt- ist vera trúlofaður, að hún væri bezta sál, en rak- aði móti vindi. Lengra var ekki hægt til að jafna um einfeldni stúlkunnar, enda skildu allir strax, hvað Símon var að fara. Slík vinnubrögð, sem Dalaskáldið lýsti svo meistaralega með þessum fáu orðum, eru ekkert einsdæmi, þegar fullir fáráðlingar eiga í hlut. Hitt er furðulegra, þegar menn með fullu verks- viti og góðum gáfum gæddir að öðru leyti taka upp á slíkum ósköpum. Þó er það ekki dæma- laust heldur. J ÚTVARPSUMRÆÐUNUM sl. mánudags- kvöld talaði Einar Olgeirsson mjög fjálglega um hinn brennandi samstarfsvilja kommúnista við aðra flokka og nauðsyn þess, að friður og ágætt samstarf tækist í skyndi milli vinnuþega og framleiðenda f landinu. Auðvitað er þetta hverju orði sannara, en menn höfðu bara ekki búizt við því, að heyra fulltrúa þess flokks, sem harðast allra hefir ávallt gengið fram í því að blása að glóðum ófriðar og ýfinga milli þessara aðilja, tala á þessa leið. Að vísu slógu þeir kommúnist- arnir mjög á sömu strengi fyrir tvennar síðustu kosningar, að öðru leyti en því, að þá var ekki talað um frið við framleiðendur, en því háværar skrafað um nauðsyn samstarfs við aðra vinstri flokka í landinu, — myndun vinstri stjórnar, eins og það var orðað. Það leikur ekki á tveim tung- um, að einmitt þessu skrafi sínu áttu kommúnist- arnir að þakka fylgisaukningu sína við þær kosn- ingar. Alþýða manna óskaði einmitt eftir slíku samstarfi og skildi vel nauðsyn þess, að friður og samvinna tækist um lausn aðkallandi vandamála, og þá fyrst og fremst svo, að dýrtíðardraugurinn yrði kveðinn niður og grundvöllur skapaður fyr- ir heilbrigt og óhvikult atvinnulíf í landinu í framtíðinni. „ÞAÐ ER LANGT síðan þetta var“, og þó ekki lengra en svo, að alþýða manna ætti vel að géta munað, hvað gerzt hefir á því tímabili. Framsóknarflokkurinn lét kommúnistana ganga' undir próf með þeim árangri, að hverjum heil- skyggnum manni var ljóst, að allt friðar- og sam- starfsskraf þeirra var blekking ein og yfirdreps- skapur. Þeir vildu engan frið og ekkert samstarf, en allra sízt vildu þeir taka á sig nokkra ábyrgð með því að leggja til ráðherra í þá vinstri stjórn, sem þeir höfðu -hrópað svo hátt á fyrir kosning- arnar. Einar Olgeirsson reyndi á mánudagskvöld- ið að telja mönnum trú um, að samningatilraun- irnar hefðu strandað á því, að Framsóknarmenn hefðu sett þau skilyrði fyrir samstarfinu, að kaup- gjald launþega yrði lækkað. Allir, sem nokkuð fylgjast með opinberum málum, vita, að þetta eru helber ósannindi. Ekkert slíkt skilyrði var sett að hálfu Framsóknarflokksins. En samninga- tilraunum þessum lauk á þá leið, svo sem al- þjóð er kunnugt, að kommúnistar lýstu því yfir, að þeir væru því aðeins fáanlegir til þess að ganga til samvinnu við hina flokkana um myndun vinstri stjórnar, að þeir gengju að fullu og öllu inn á starfsgrundvöll kommúnistal Minna átti það ekki að kosta, og þvílíkur var friðarhugur og samstarfsvilji þeirra þá og ávallt síðanl KAÐ ER HÆGT að vinna einar kosningar á hreinum blekkingum. Það hefir reymlan Sendiherra fslands í Washington Þegar lítilmagninn beiðist hjálpar. pÓLITÍKIN ER ALLTAF söm við sig og þræðir ekki ávallt beinustu leiðir einarðlegrar hreinskilni og drenglyndis. — Segja má, að stund- um sé stjórnmálamönnunum nokkur vorkunn, að þeir láta tilganginn helga meðalið, þegar mikið er í húfi. Og vissulega er mikið í húfi, þegar um það er að ræða að tryggja fullan frið og samstarf milli Bandamanna, meðan þeir eru sameiginlega að ráða niður- lögum nazistanna og herveldisins þýzka. Bretar og Bandaríkjamenn verða t. d. að þola ým*ar skapraunir af Rússum án þess að mögla að sinni, svo að hið geysiþýðingarmikla sam- starf þeirra fari ekki út um þúfur, þegar verst gegnir. Þetta er vafalaust skýringin á því, hve hinni átakanlegu og hreinskilnislegu dagskipan Sosnkow- sky hershöfðingja, yfirmanns pólska hersins í Varsjá, var þunglega tekið í London og Washington, en í dagskip- an þessarí kvartaði hershöfðinginn áþreifanlega sýnt í þessu tilfelli. Og sjálfsagt er hægt að vinna aðrar kosningar á blekkingum og yfirdrepshætti. En það verða að vera nýjar blekkingar, ný teg- und yfirdrepsskapar, annars er hætt við að rakað sé móti vindi. Og Einar Olgeirsson rakaði vissulega á móti vindi á mánu- dagskvöldið, þegar hann leitað- ist við að telja almenningi trú um, að sundrungin og vinnu- ófriðurinn í landinu og aðgerð- arleysið í dýrtíðarmálunum sé Framsóknarmönnum að kenna. En auðheyrt var á tóninum í ræðu hans, að kommúnistar þykjast hafa veður af nýjum kosningum í haust, og bersýni- lega ætla þeir sér að hefja kosn- ingaáróður sinn algerlega á sama grundvelli eins og «íðast, þrátt fyrir þá átburði, sem gerzt hafa síðan í stjórnmálasögu okk- ar. Nú er eftir að vita, hvort síð- slægjan ódrýgist ekkert í hönd- unurn á þeirn, ef þeir ætla að raka henni langt í vindáttina. Sjálfstæðisflokkurinn má vera hreykinn af verklægni nýju kær- ustunnar, engu sfður en Símon forðum! yfir því, að Varsjárbúar aéu nú brytj- aðir niður varnarlausir, án þess að Bandamenn geri nokkra alvarlega til- raun til þess að koma þeím til hjálp- ar. Þó voru þeir hvattir til uppreisn- arinnar og lofað fullri aðstoð, en þeg- ar til kom, sviku Rússar það sam- komulag og neituðu meira að segja að leyfa Vesturveldunum að hafa nokkur afnot af rússneskum flugvöll- um, er þau hugðust koma uppreisnar- mönnum til hjálpar með flugher sinn. Og nú hafa pólskar konur snúið sér til páfa með alveg sams konar kvart- anir yfir því, að blóðfórnir manna þeirra, bræðra og sona séu að engu hafðar, heldur séu þeir miskunnar- laust og hjólparlaust brytjaðir niður, einir og yfirgefnir af öllum. En stjórn- málamennirnir þykjast verða að daufheyrast við öllum bænaráköllum, svo að Rússar stökkvi ekki upp ó nef sér yfir afskiptasemi þeirra. gTALIN MARSKÁLKUR ar vafa- laust einhver allra mikilhæfasti og raunsýnasti stjórnmólamaður sam- tíðarsögunnar. En hann er kaldrifjað- ur og síngjarn til hins ýtrasta fyrir hönd þjóðar sinnar og tekur lítt tillit til annars en þeirra hagsmuna einna. Um hann má segja hið sama og sagt var um Snorra goða forðum, að eng- inn frýr honum vits, en meira er hann grunaður um græsku. Vafalaust veit hann vel, hvað hann er að fara, þeg- ar hann heldur að sér höndum, með- an beztu og fórnfúsustu hetjur Pól- verja eru brytjaðir niður og höfuð- borg þeirra jöfnuð við jörðu. Sjálfsagt hefir hann hvorki ’skipt um skoðanir né tekið annað eðli, síðan hann stjórnaði rýtingslaginu, sem Rússar stungu í bak Pólverja, þegar þeir áttu í þrengstri vök að verjast gegn þýzka innrásarhernum að vestan órið 1940. £*N ÞÓTT STJÓRNMÁLAMÖNN- UM Vesturveldanna sé nokkur vorkunn, að þeim þyki ill nauðsyn brjóta hér lög — að þeir verða að láta svo í svipinn sem þeir viti þetta ekki — skilja menn það miklu síður, að íslenzk blöð, sem ekki er vitað að eigi neinna pólitískra hagsmuna að gætá í þessu efni, skuli nota tækifær- ið til þess að svívirða pólsku þjóðina og óska frelsishetjunum í Varsjá ósig- urs í uppreisn þeirra. Slík tíðindi hafa þó raunverulega gerzt og hafa að von- um hvarvetna vakið undrun, óhug og viðbjóð allra frelsisunnandi manna. — 8. þ. m. skrifaði t. d. „Timinn" um þetta mál m. a.: (Framhald á 5. slðu). Kaffl og kaffi er Ivntnl ólíkt. Hvernig stendur á því, að sunrar konur laga gott kaffi úr sama kaffi og aðrar laga vont? Það virðist sannarlega ekki vandasamt verk að hella á könnuna, og þó tekst þetta svo mjög mis- jafnlega, eins og þið kannist allar við. í sumum húsum er kaffið alltaf gott, í öðrum alltaf vont og í enn öðrum gott annan daginn en ódrekkandi hinn. Hvernig má þetta vera? F.g átti nýlega tal um þetta við húsfreyju nokkra, sem er ein þeirra, er alltaf lagar gótt kaffi og mikla reynslu hefir. „Það er ein gullin regla,“ sagði þessi frú mér, „sem mér er óhætt að rnæla með, og hún er að „hella á“ um leið og vatnið sýður. Láta það ekki sjóða um stund og hella. síðan á, heldur hafa gát á því og hella á könnuna um leið ög vatnið sýður“. Þessa reglu sendi eg sVo á'leiðis til þeirra, er reyna vilja, og eg vænti þess, að þær kornizt í hóp þeirra kvenna, sém alltaf og alls staðar er hrósað fyrir gott kaffi. Sama regla gildir, þegar te er lagað. Englendingar eru sagðir manna slyngastir v-ið að laga te og drekka það afar mikið. Ef þú spyrð- ir þá, hvernig þeir löguðu te, myndirðu fá sváV eitthvað á þessa leið: — Hitaðu teketilinn, láttu í hann eina tesköið af tei á mann og eina að auki fyrir ketilinn. Hafðu svo ketilinn fast við vatnspottinn oig helltu á um leið og sýður. — Þetta segja þeir um teið, en í kaffigerð. helýl" eg að við lærum lítið af þeim, því að þar segjast þeir vilja læra af okkur. • Reynið nú næst, þegar þið „hellið á“, — eða „hellið upp á“, eins og surpir segja, þessa gullnú reglu og vitið, lrver árangurinn verður! „Puella“. ★ Móðir, geymdu hjarta þitt ungtl Sú móðir, sem er ung í anda og tilfinningum, er mikil blessun fyrir börn sín. Hún getur verið barnaleg með þeim, og tekið þátt í skemmtunum þeirra og leikjum. Hún verður nokkurs konar eldri systir fyrir dætur sínar, þegar þær stálpast, og þær liafa hana að ráðunaut í öllu. Ung stúlka, sem á slíka móður, mun ekki flana hugsunarlaust út í hjónabandið. Sú móðir verður bezti vinur og félagi drengja sinna, og varðveitir þá þannig fyr- ir illum áhrifum annarra. Þeir verða stoltir af henni, elska hana, og heimilið verður þeirra kær- asti staður í heiminum. ★ Hver er meginregla reynds feröamanrvs? Því minpi farangur, því betra. ★ Kynning. Þegar þú kynnir mann og konu, þá kynnir þú manninn fyrir kontinni, nema ef maðurinn er konungur, forseti eða biskup, þá kynnir þú kon- una fyrir manninum. ★ Eldhúsið. Stríðs-terta. 100 gr. smjörlíki. — 3 dl. mjólk. — ^ egg. — 250 gr. sykur. — 375 gr. hveiti. — 2 tesk. hjartar- salt. — 1 tesk. natron. Smjörlíkið er linað í skál; hrært með sykrinum pg einu eggi í senn. Þá er mjólkin hrærð saman við, en sfðast hveitið og gerduftið. ★ Vingjarnlegt augnaráð gleður hjartað. Salómon.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.