Dagur - 14.09.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 14.09.1944, Blaðsíða 6
§ Hrösun Edwards Barnard Saga eftir W. Somerset Maugham Bateman Hunter svaf órólega. í hálfsmánaðar sjóferðinni, frá Taliiti til San Fransisco, hafði sagan sem hann átti fyrir höndum að segja, verið að brjótast um í huga hans og í þriggja daga járnbraut- arferðinni hafði hann lítið gert a-nnað en hafa hana yfir í hugan- um og hnitmiða orðin. En nú var aðeins þriggja stunda ferð til Chicago og efasemdir sóttu á hann. Samvizka hans, alla jafnan næm, var ekki í værð. Hann var ekki viss um, að hann hefði gert allt, sem hægt var, og raunar var heiðursskylda hans að gera meira en það; honum var ekki rótt, vegna þess, að í þessu máli, sem snerti hann persónulega svo náið, hafði hann skipað eigin hags- munum innar á bekk en riddaralegri framkomu. Sjálfsfórnin virt- ist honum svo eftirsótt í tilhugsuninni, að það fékk honum von- brigða, að finna, að hann var ekki megnugur að inna hana af hönd- um. Hann var að þessu leyti eins og góðgjörðarmaðurinn, sem fyr- ir örlæti hjartans lætur reisa bústaði handa þeim, sem ékkert þak eiga yfir höfuðið, og uppgötvar að hann hefir ávaxtað pund sitt vel. Hann gleðst þá í hjarta sínu yfir því að molarnir, sem hrutu þannig af borði hans, skiluðu tíu prósent vöxtum, þótt í innstu fylgsnum hugans grafi einhver ónota tilfinning um sig, rétt eins og þessi tíu prósent varpi skugga á góðsemi mannsins. Bateman Hunter vissi, að hjartáð var hreint, en hann var ekki eins viss um, að honum tækist að segja sögu sína augliti til auglitis við Isabellu Longstaff, án þess að blikna eða blána. Hann sá stóru, gráu augun hennar fyrir sér. Þau mundu sjá langt inn í hugarfylgsni hans. Hún iagði mælikvarða sinnar eigin fiekklausu framkomu á hegð- un annarra, og engu vildi hann síður rnæta, en ískaldri þögninni, sem var svar hennar til þeirra, sem ekki stóðust próf náinna kynna við hana. Og þessum dóm hennar varð ekki áfrýjað, því að þegar hún hafði kveðið hann upp í huga sér, breytti hún honum aldrei. Bateman hefði ekki viljað hafa hana öðruvísi. Hann elskaði ekki aðeins fegurð heijnar, mjukar línur líkama hennar og hnarreist höfuðið, heldur líka og.ekki síður hreinleika huga hennar. Honum fannst hún eiga alla kosti, sem amerískar konur prýða mest og bezt. Og stundum fannst honum jafnvel, að með henni byggi meira en það. Honum þótti hún svo sérstök, bera vott umhverfis síns og uppeldis svo greinilega, að vissulega hefði engin staður í veröldinni getað alið slíkan kvenmann, nerna Chicago. Sársauki greip hann um hjartaræturnar þegar hann mundi eftir því, að hann átti fyrir höndum, að særa stolt hennar svo djúpu sári, og bugur hans fylltist heift, þegar hann hugsaði um Edward Barnard. Og loksins þeysti járnbrautarlestin inn í Chicago. Hugur hans fylltist lotningu og hrifningu þegar hann leit breið strætin og langar raðir grárra húsanna. Hann fylltist óþolinmæði þegar hann hugsaði til þess, að brátt fengi bann að ganga um State og Wabash- stræti, innan um fjöldann, heyra umferðina, finna hjartslátt stór- borgarinnar. Já, nú var hann að koma h'eim. Hann var stoltur af því, að vera fæddur í merkustu borg Bandaríkjanna. San Fransisco var^raunar ekkert annað en sveitaborg og New York var óeðlileg. Framtíð Ameríku var vissulega tengd framför í verzlun og iðnaði, og Chicago var, fyrir legu sína og dugnað borgara sinna, hin sjálf- kjörna höfuðborg framtíðarinnar. „Eg ætla, að eg lifi nógu lengi til þess að sjá hana stærstu borg veraldar," sagði Bateman við sjálfan sig, um leið og hann steig út úr járnbrautarlestinni. Faðir hans var mættur til þess að fagna honum, og eftir hjartan- legar heilsanir gengu þeir báðir, hávaxnir, grannir, þunnleitir, óaðfinnanlega klæddir, út úr járnbrautarstöðinni. Einkabifreið herra Hunters beið þeirra og þeir settust báðir upp í. Hunter eldri sá þakklátt augnaráð sonar síps mæla götur og torg. „Gaman að vera kominn heirn, sonur sæll?“ spurði hann. „Gaman! Það er dásamlegt,“ svaraði Bateman. Hann horfði hugfanginn á iðandi lífið umhverfis. „Já, það er meira um að vera hér, en á kóralrifum Suðurhafsins,“ sagði eldri Hunter og hló við. „Og hvernig líkaði þér svo lífið þar?“ „Má eg velja mér Chicago, pabbi?“ sagði Hunter, ákveðinn á svip. „Þú kemur ekki með Edward Barnard með þér?“ „Nei.“ „Hvað er eiginlega um hann?“ Bateman var þögull andartak og skugga brá á laglegt, alvörugef- ið andlit hans. „Eg vildi helzt tala sem minnst um liann, pabbi,“ sagði hann loksins. „Eins og þú vilt, sonur. — Móðir þín verður hamingjusöm kona í dag.“ Þeir óku út úr ys og þys miðborgarinnar og héldu meðfram vatn- inu unz staðnæmst var við stórt, tígulegt hús, sem var nákvæm eft- irlíking á frönsku aðalssetri. Þarna hafði Hunter eldri reist sér heimili. Bateman var ekki fyrr orðinn einn á herbergi sínu, en hann greip símann og beið í þögulli eftirvæntingu eftir að númer það, sem hann hafði beðið úm, svaraði. Hann fann gleðistraum um sig aílan þegar hann þekkti málróm hennar. D A G U R Fimmtudaginn 14. september 1944 •4v 'iw/l W* i , - ! REGLUSAMUR, UNGUR MAÐUR getur komizt að sem lærlingur brauðgerð vorri nú þegar. — Upplýsingar á skrifstofunum. j Kaupfélag Eyfirðinga i Hugleiðingar pm samvinnumál. (Framhald af 3. síðu). heimili getur nú verið án. — Sama má segja um margt fleira | er innleitt var á þeirn árurn og pöntunarfélogin stóðu að. — En það atriði, sem eg tel að hafi haft mest menningarlegt gildi, voru áætlanirnar, sem þar voru út- færðar nákvæmlega eða áttu að vera, um vörumagn og vörukaup hvers einstaks félagsmanns. —- Þeirri aðferð mun að vísu lengi hafa verið haldið uppi í sUmum félögum, eftir að vörupönt-un einstaklinga var hætt; — og nú á þessum veltiárum mun þykja óþarft. En sennilega koma þeir tímar, áður langt líður, að sú kreppa kemur, máske meiri og alvarlegri en vér höfum áður þekkt, að þessa aðferð þurfi upp að taka, fyrir einstaklinga, félög og ríki ðállt. — Á það hafa bent fyrir löngu útlendir samvinnti- frömuðir. Þó pöntunarfélögin með þess- ari skipulagningu sinni, sem nokkuð liefir verið lýst hér, ynnu að bug á hinni útlendu verzlun, gátu þau eigi náð undir sig öllurn viðskiptunum á nokkr- um stað. Þau gátu ekki skipt neitt við utanfélagsmenn, og ætíð slæddust nokkrir félags- menn -inn í búðir kaupmanna og höfðu þar viðskipti meiri og minni. — Enda komst sú breyt- ing á félögin sem getið er um hér að framan um og eftir aldamót. — En þau höfðu unnið sitt hlut- verk, og tæplega gert það með öðru skipulagi en þau höfðu. — (Framhald). Ung, snemmbær kýr til sölu. — Afgr. vísar á. Segl hefir tapast á veginum SvalbarðBeyri—Akureyri. Finnandi gjöri svo vel að gera aðvart á „Bifröst“. Notað þakjárn I 1 (ógalv.) I I Plötustærð 10 fet. I | PLÖTURNAR EKKI BOGNAR. Selt ódýrt meðan birgðir endast. I Kaupfélag Eyfirðinga I X Byggingavörudeild. Hráolíuofn til sölu. Upplýsingar gefur BALDUR EIRÍKSSON, skrifstofum. KEA. Vil kaupa KERRU og AKTYGI. Valdemar Baldvinsson, KEA. '/ ————— Heimavist Menntaskólans vantar stúlku eða karlmann vanan matreiðslu. — Upp- lýsingar gefur ráðskonan, EINHILDUR SVEINSDÓTT- IR. — Sími 436. SJÓKORT, SKÓLATÖSKUR. Bókabúð Akureyrar (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.