Dagur - 21.09.1944, Blaðsíða 8

Dagur - 21.09.1944, Blaðsíða 8
8 DAGUR Fimmtudaginn 21. september 1944 ÚR BÆ OG BYCCÐ I. O. O. F. 126922-81/2. Messur í Möðruvallakl.presta- kalli: í Glæsibæ, sunnud. 24. sept., og að Bægisá, sunnud. 1. okt., kl. 1 e. h. Hjúskapur. Sunnud. 17. þ. m. voru gefin saman í hjónaband hér í bænum ungfrú Guðbjörg Kristjánsdóttir og Davíð Áskelsson kennari. Hjúskapur. Sl. sunnudag voru gef- in saman í hjónaband í Neskaupstað ungfrú Margrét Gísladóttir og Jón Egilsson kaupm. hér 1 bænum. Hjúskapur. Nýlega gaf sóknarprest- urinn að Skútustöðum, séra Magnús Már Lárusson, saman í hjónaband þau ungfrú Sigríði Ágústsdóttur frá Geiteyjarströnd og Gunnar Karlsson iðnverkamann, Akureyri. Athugasemd frá „J“ um íþróttamál verður vegna þrengsla að bíða næsta blaðs. Húsnæðisvandræðin. A síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt fundargerð fjárhagsnefndar, þar sem ákveðið var að láta innrétta 3 íbúðir í bráðabirgðaskálum bæjarins. Húsa- leigunefnd hafði með bréfi 9. þ. m. tilkynnt, að fjölskyldur þær, sem hús- næðislausar hafa verið, muni nú geta fengið húsnæði, að undanteknum 2— 3 fjölskyldum er bæjarstjórnin muni þurfa að sjá um húsnæði fyrir. Lagði húsaleigunefndin til að innréttaður yrði bráðabirgðaskáli með 3 íbúðum. Verður nú horfið að þvt ráði sem fyrr segir. Sjötugsafmæli átti á föstudaginn var Kristinn Einarsson, fyrrum bóndi á Draflastöðum í Sölvadal, nú til heimilis á Stokkahlöðum í Hrafnagils- hreppi. I tilefni af afmælinu heim- sótti f jöldi sveitunga og vina Kristinn að kvöldi afmælisdagsins og sátu veg- legt hóf hjá þeim hjónum fram til næsta morguns. Skemmti fólk sér hið bezta við veitingar, ræðuhöld og dans. Barst afmælisbarninu fjöldi gjafa og heillaóskaskeyta. Dansskemmtun heldur kvenfélagið „Voröld“ að Þverá laugardaginn 23. þ .m. er hefst kl. 10 e. h. — Góð músík. Veitingar á staðnum. FORELDRAR ^ KENNARAR (Framhald af 5. síðu). ir jól o. fl. Kynningin þarf að aukast. Sumum kann að virðast, að eg með þessu greinarkorni sé að biðjast miskunnar fyrir hönd okkar kennara. Má það skoðast sem vill, ef það bara veldur ein- hverju til bóta um viðhorf for- eidra í .þessum efnum. En fyrir mér vakir aðeins það, að við íslendingar munum nú og á næstu árum sannarlega þurfa á fyllsta manndómi, sannri mennt- un að lialda. Okkur — foreldrar og kennarar — er skylt að gera hvað við getum til eflingar þessu bæði hjá sjálfum okkur og þeim, sem okkur er fyrir trúað af guði og mönnum. Jónas Jónsson frá Brekknakoti. Skólapilt vantar herbergi í vetur. Gæti verið í félagi með öðrum. JÓNAS THORDARSON Kea. VIL KAUPA Rafmagnsbökunarofn KRISTJÁN HELGASON Kea. Preston frostlögurinn er kominn. Verð kr. 32.50 pr. gallonsdós. Kaupfélag Eyfirðinga Véla- og varahlutadeild. Hœnsnamjöl fæst nú hjá 1 VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. I. S. I. í. R. A. Knattspyrnumót Norðlendingafjórðungs hefst á Akureyri laugardaginn 7. október. Þátttaka tilkynnist íþróttafélaginu Þór fyrir 1. október. ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR. Náttúrulækningafélag Akureyrar heldur framhalds-stofnfund sunnudaginn 24. sept. kl. 5 e. h. í STARFSMANNASAL KEA. — Nýir félagar velkomnir. STJÓRNIN. H „Aladdin lampar Olíulugtir Lugtaglös fl. teg. Lampaglös 6, 8,10,12,14 og 20 Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild. Pergamentskermar mikið úrval. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeijd. A Útvarpstæki og kolaofn til sölu. Afgr. vísar á. — Slmi 96. Bókasafnendur! Verk Ágústar Strind- bergs, á dönsku, 8 bindi, innbundin m/ skinni á kili og horn- um, sem ný, til sölu. Afgr. vísar á. TIL SÖLU Húseign í Glerárþorpi, laus í haust, og hálfbyggt hús á Oddeyri. BJÖRN HALLDÓRSSON. Góða stúlku vantar okkur í vetur, þrennt í heimili, sérherbergi, gott kaup, getur komið til greina að hún megi hafa aðra stúlku með sér á herberginu. Afgreiðslan vísar á NÝKOMIÐ ★ OLlUBUXUR, OLÍUTREYJUR. VÖRUHÚS AKUREYRAR GARÐAKALK í 20 kg. dunkum. Bezt að bera það í garða að haustinu. SINDRI h.f. Sími 92. Skólatöskur Skjalalöskur fá«t 1 Brauns verzlun Pál! Sigurgeirsson TILKYNNING J’RYGGVI JÓNATANSSON, byggingameistari, Lundar- götu 6, mun gegna störfum byggingafulltrúa hér fyrst um sinn. Hann verður til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra kl. 11— 12 f. h. alla virka daga. Einnig má venjulega ná tali af honum í síma 225 fram til kl. 4 síðdegis, en eftir þann tíma sinnir hann ekki störfum byggingafulltrúa. Jafnframt eru byggingameistarar áminntir um að til- kynnna byggingafulltrúa með nægum fyrirvara, er hann þarf að mæta á byggingarstað, sbr. fyrirmæli byggingarsamþykkt- ar. Beiðnir um lóðir og byggingaleyfi, ásamt uppdráttum, verða að hafa borlzt skrifstofu bæjarstjóra fyrir hádegi á mið- vikudag, ef vænta á afgreiðslu þeirra á næsta fundi bygginga- nefndar, en fundir hennar eru venjulega hvern föstudag. Bæjarstjórinn á Akureyri, 19. september 1944. STEINN STEINSEN. „Frolté“ handklæði. nýkomin Brauns verzlun Páll Sigurgeirsson Vindrafstöðvar Þeir, sem hafa pantað hjá okkur VINDRAFSTÖÐVAR gjöri svo vel að vitja þeirra fyrir næstkomandi mánaðamót. Kaupf elag Eyfirðinga Véla- og varahlutadeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.