Dagur


Dagur - 28.09.1944, Qupperneq 1

Dagur - 28.09.1944, Qupperneq 1
ANNALL DAGS ..--iis-." Kristján X. Danakonungur varð 74 ára sl. þriðjudag. íslend- ingar notuðu tækifærið til þess að votta hinum aldna konungi og dönsku þjóðinni virðingu sína á þessum degi. Ríkisútvarp- ið minntist konungs í dagskrá sinni. Gísli Sveinsson, forseti sameinaðs Alþings og próf. Sig. Nordal fluttu snjallar ræður. — Hér í bænum voru fánar á stöng víða um bæinn í tilefni dagsins. ★ í 3. tbl. „Ófeigs“, sem nýlega hefir borizt hingað, skrifar ritstj., J. }., m. a.: Á Akureyri hefir nú verið reist mikil og glæsileg bygging lianda gagnfræðaskóla bæjarins, og er húsið að mestu fullgert. Hefir forráðamönnum skólans og áhugamönnum í bænuin komið til hugar að koma upp vísi að ínálverkasafni' Akureyrar í hin- um miklu salarkynnum skólans. Munu þeir fara þess á leit við ríkisstjórnina, að fá að láni norð- ur þangað, nokkuð af málverk- um ríkisins, og hafa þau þar til sýnis. Hvergi er til traustari geymslustaður en í þessari ný- byggðu steinhöll. Ef úr þessu verður, myndi bænum þar að auki áskotnast mörg listaverk, bæði með gjöfum og kaupum. ★ Sl. laugardag varð það slys á Þelamörk, að stór vörubifreið fór út af veginum og hvolfdi nið- ur í gil. Tveir menn voru í bif- reiðinni, Kristinn Jóhannesson, Akureyri, sem var við stýrið, og Pétur Jónsson á Hallgilsstöðum, eigandi bifreiðarinnar. Meiddist Kristinn talsvert og var fluttur í Sjúkrahús Akureyrar. Pétur slapp lítt meiddur. ★ Flugfélag íslands hefir keypt Catalina flugbát í Ameríku og mun Örn Johnson flugm. fljúga honum heim í byrjun næsta mánaðar. Báturjnn er ætlaður ti millilandaflugs. Hann tekur 22 —24 farþega og getur verið 22— 24 klst. á flugi í einu. Nýstárleg söngskemmtun á sunnudaginn Sex kunnir söngmenn hér í bænum, allir einsöngvarar í karlakórnum „Geysi", efna til söhgskemmtunar í Nýja-Bíó n.k. sunnudag kl. 5 e. h. til ágóða fyr- ir hljóðfærakaupasjóð „Geysis". Söngmennirnir eru: Guðm. Gunnarsson, Henning Kondrup, Hermann Stefánsson, Jóhann Guðmundsson, Kristinn Þor- steinsson og Ragnar Stefánsson. Undirleik annast Árni Ingi- mundarson. — Á söngskránni verða einsöngvar og dúettar og verkefni eftir innlenda og er- lenda höfunda. Nánari tilhögun verður auglýst á götum bæjarins. XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 28. september 1944 39. tbl. Bændur verða lyrslir fil að gera átak til lækkunar dýrtíðinni Sólarhrings hrakningur a Hólsfjötlum Akureyrarbíll lenti í stórhríðinni á Hólsf jöllum s.l. laugardag. Bílstjóri og farþegi höfðust við í sólar- hring á Hólssandi Agæt aðstoð setuliðsins við björgun bifreiðarinnar Óskar Sigurðsson bílstjóri héðan úr bænum er nýkominn heim úr sögulegri för austur á land. Lenti hann í ofviðrinu sem geisaði á fjöllum sl. laugardag og varð að hafast við í bílnum og í sælu- húsinu á Hólssandi í heilan sólarhring, matar- og svefnlaus, áður en hjálp barst. Tíðindamaður blaðsins hafði tal af Óskari í gær og bað hann að segja lesendum blaðsins af ferðinni. — Eg fór héðan sl. föstudag með farþega til Seyðisfjarðar. Gekk sú ferð að óskum og varð ekki söguleg. Komum til Seyð- isfjarðar um nóttina laust eftir kl. 3. Bar það helzt til tíðinda þar, að okkur var neitað um gistingu á hótelinu, eina gisti- Verkfallið hjá olíu- félögunum er gróða- brall kommúnista! Græða 8000 krónur á dag á verkfallinu Eitt af verkföllum þeim, sem kommúnistar standa fyrir í Reykjavík um þessar mundir er háð hjá olíufélögunum. Hefir það nú staðið langa hríð. Shell og BP fá ekki að selja benzín, en Nafta, sem gekk strax að kröfum kommúnista, starfar af marg- fölckim krafti að þessari sölu. Um þetta efni upplýsir „Vís- ir“ eftirfarandi: wKommúnistar eiga bróður- partinn í einu fyrirtæki hér, sem heitir „Nafta" og selur „benzín". Hlutaféð er 115 þúsund krónur. Einar Olgeirsson er eínn hlut- hafinn og á 1/7 hluta félagsins eða 15 þúsund krónur. Hann er einn af valdamestu mönnuni kommúnista. Nefnt félag befir til skanuns tíma verið minnsta benzín-sölufélagið á landinu. Nú er það orðið hið stærsta. Það sel- ur nú allt benzín í Reykjavík. Það gerðist með þeim liætti, að kommúnistar skipuðu nokkrum starfsmönnum hinna olíufélag- anna að gera verkfall og nú er þessum starfsmönnum greitt kaup frá verklýðsfélögunum, til þess að þeir geti haldið verkfall- inu áfram, þv\ að á meðan selur (Framhald á 8. sfðu) staðnum jiar. Var framkoma gistihússeigandans heldur lítið kurteisleg. Af þessum ástæðum urðum við að hýrast í síldar- verksmiðjiinni það sem eftir var nætur, og var heldur lítið um svefn þar. Á laugardagsmorgun- inn hélt eg af stað heim. Veður var þá gott fyrir austan og sób> skin á Héraðinu. Veður mátti heita gott allt til Grímsstaða, þótt smáél gengju yfir annað slagið. Eg fór frá Grímsstöðúm um kl. 1 og í Hólsseli tók eg einn farþega, Friðrik Jónsson póst frá Kraunastöðum. Lögðum við síð- an á Hólssand. Gekk ferðin vel framan af, en þó gekk á með hríðaréljum. Vegurinn er þarna allur niðurgrafinn og fylltist fljótt af snjó. Var færðin brátt mjög erfið. Ekki var um annað að gera en halda áfram. Ómögu- legt að snúa við þarna. Veður fór nú ört versnandi og um kl. 2.30 var komin iðulaus stórhrið og mikil fannkoma. Stöðvaðist bíllinn þá algjörlega. Ekki viss- um við gjörla hvar á Sandinum við vorum staddir. Hýrðumst við í bílnum um nóttina allt til kl. 7 á sunnudagsmorgun. Birti ji.'i wl. Fórum við þá að leita að sælu- húsinu og fundum það eftir tals- verða leit. Urðum við því fegnir, jiví að þar var hægt að kveikja upp eld í ofni, en ekkert var þar matarkyns. Við höfðum engan mat í bílnum og því orðnir mátt- farnir af hungri og svefnleysi. - Við dvöldum í sæluhúsinu til kvölds. í rökkurbyrjun bar jiár að Pál Sigtryggsson bílstjóra. Hafði hann farið frá Austara- Landi til jness að leita. okkar. Er hann hafði fundið okkur hljóp hann niður í Austara-Land, lét senda okkur kaffi til hressingar. Var síðan ekið á móti okkur í bíl frá Austara-Landi, en við gengum úr sæluhúsinu til móts við hann. Komumst við í Aust- ara-Land um nóttina og gisturn þnr. I.eið okkur þar ágætlega. — DJARFLEG ÁRÁS Amerísk flugvél gerði djarflega árás é þennan japanska tundurspilli á Bismarkhafi og sökkti honum. — Myndin er tekin úr flugvélinni. LEIKFÉLAG AKUREYRAR. Sýningar á „Brúðu- heimilinu64 hef jast væntanlega eftir mánuð Frú Gerd Grig annast leikstjórn £INS OG DAGUR hefir fyrr frá skýrt tók Leikfélag Ak- ureyrar boði frú Gerd Grieg á sl. vori um að annast leikstjórn hér á leikriti Ibsens „Brúðu- heimilinu" á jiessu hausti. Frú Grieg er nú komin hingað til bæjarins og er undirbúningur að | sýningum J^egar hafinn. Erií . Alda Möller leikkona úr Revkja- I vík, sem fara mun með aðalhlut- verkið, er og komin norður og eru leikæfingar um það bil að hefjást. Gert er ráð fyrir, að sýn- ingar hefjist um mánaðamótin okt,—nóv. næstkomandi. Hvað varð um bílinn á Sand- inum? — Vegurinn að bílnum var al- gjörlega ófær og er svo enn, fyrir alla venjulega bíla a. m. k. Það varð bílnum til bjargar, að setu- liðið veitti ágæta aðstoð til Jress að ná honum og draga hann til byggða. F.inn af bílum þeirra, með „kraft-talíu“ komst alla leið að bílnum á mánudaginn og dró hann yfir allar toýfærur á leið- á 8. u»u). Enginn árangur enn af viðræðum flokk- anna um stjórnar- myndun í síðustu viku var Búnaðar- þingið kallað saman til skyndi- fundar og \ar því lokið síðastl. laugardag. Á Búnaðarþinginu gerðist sá stórmerki atburður, sem við- kemur allri þjóðinni, að fulltrú- ar bænda samþykktu nær ein- róma að lýsa yfir því, að þeir gætu vegna nauðsynjar alþjóðar á því að stöðva verðbólgunæ landinu fallizt á að gera ekki kröfu til að fá endurgreidda þá 9.4% hækkun á söluverði fram- leiðsluvara þeirra, sem þeim ber frá 15. sept. 1944 til jafnlengdar 1945, samkvæmt útreikningi Hagstofunnar. Tilboð jretta er gert í trausti Jress, að hér eftir fari fram hlut- fallslegar kauplækkanir í land- inu. Fari liins vegar svo, að sam- ræmingar verði gerðar í kaup- greiðslum, skal Hagstofunni fal- ið að afla jafnóðum gagna til að reikna út, hvort þær hafi áhrif á verðlagsvísitölu landbúnaðar- vara, eða vinnslu- og sölukostn- að þeirra til hækkunar, og skal þá verð á þeim vörum þegar hækkað á innlendum markaði í samræmi við það. Framlag bænda, sem hér um ræðir, til stöðvunar verðbólg- unni, er bundið því skilyrði, að bændur fái greiddar uppbætur á útflutningsvörur sínar, sem koma á markaðinn eftir J5. sept. 1944 til jafnlengdar 1945, miðað við landbúnaðarvísitölu síðastl. tímabils. Það er kunnugt, að Alþingi og ríkisstjórn hafa setið langdvöl- um yfir lausn dýrtíðarinnar, sem sýnilegt var að mundi leggja at- vinnuvegi þjóðarinnar í rústir, yrði ekkert aðgert til bjargar, en það hefir engan árangur borið. Nú hafa fulltrúar bænda á Bún- aðarþingi leyst þetta vandamál á tveimur dögum þannig, að við- unandi er fyrst um sinn, svo framarlega að fulltrúar launa- stéttanna þekki sinn vitjunar- tíma og eyðileggi ekki allan árangur af fórnfúsu átaki bænd- anna. Fyrir frumkvæði bænda er nú fengið tækifæri til stöðvunar og lækkunar dýrtíðarinnar. Verði j:>að tækifæri notað með sam- stilltum kröftum allra aðila, er sigurinn vís. Verði það ekki not- að og allt látið reka á reiðanum (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.