Dagur - 28.09.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 28.09.1944, Blaðsíða 2
2 Fimmtudaginn 28. september 1944 DAGUR Klofningsstarf kommúnista í desembermánuði 1942 barst stjórn Búnaðarfélags íslands bréf frá Banadalagi starfsmanna ríkis og bæja. Var Búnaðarfélag- inu boðin þar þátttaka í viðræð- um við Bandalagið ásamt Al- þýðusambandi íslands og Fiski- félagi Islands um lausn í vand- ræðum þeirn, sem stöfuðu af verðbólgunni. Stjórn Búnaðar- félagsins kvað félagið reiðubúið að sinna tilboðinu um þátttöku í hinum fyrirhuguðu viðræðum. En þá brá svo við, að botninn datt úr öllum framkvæmdum þessa máls, og viðræðurnar fóru aldrei fram, hvað sem valdið hefir. Eins og kunnugt er, lagði Bún- aðarþing fyrir sitt leyti grund- völl að hinni svonefndu „frjálsu leið"‘ í dýrtíðarmálunum, sem það hugsaði sér á þann hátt, að fulltrúar bænda annars vegar og launþega hins vegar kæmu sér saman um niðurfærslu á verð- lagi landbúnaðarafurða og kaup- gjaldi launþega í réttum hlut- föllum. Alþingi lögfesti svo sex manna aeíndina, og var verkefni henn- ar að finna út þetta rétta hlutfall á þann veg, að bændur bæru hið sama úr býtum og aðrar vinn- andi stéttir. 1 nefndinni voru fulltrúar frá Búnaðarfélagi ís- lands, Alþýðusambandi Islands, félagi starfsmanna ríkis og bæja og auk þeirra tveir sérfróðir menn í verðlagsmálum. Samtsarfið í nefndinni varð hið ákjósanlegasta ,og urðu allir nefndarmenn sammála um nið- urstöðurnar. Síðar var svo önnur sex manna nefnd sett á laggirnar fyrir for- göngu ríkisstjómarinnar, og átti hún að sannprófa, hvort sam- komulag næðist milli réttra aðila um lækkun afurðaverðs og kaup- gjalds. Fulltrúar Búnaðarfélags íslands f nefndinni báru fram tilboð Búnaðarþings um lækkun afurðaverðs að því tilskildu, að kaupgjald yrði lækkað að sama skapi. Fulltrúar Alþýðusam- bandsins neituðu að fallast á nokkra kauplækkun og þver- girtu þar með fyrir allt sam- komulag í þessu efni. Næst gerist það frá hendi Al- þýðusambands íslarids, að það skrifar Búnaðarfélagi íslands bréf 19. júní 1943 og býður því þátttöku í „ráðstefnu", er hald- ast skyldi í Reykjavík í nóvem- bermánuði s. á., til þess að ræða um stofnun „Bandalags vinn- andi stétta". Eftir því sem Al- þýðusambandið skýrði frá, átti gríðarmikill félagssamtakagraut- ur að standa að þessari ráðstefnu, eða Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Bandalag íslenzkra listamanna, Félag róttækra rit- höfunda, Farmanna- og Fiski- mannasamband íslands, Kaupfé- lag Reykjavíkur og nágrennis, Ungmennafélag íslands, Sveina- samband byggingarmanna, Tré- smiðafélag Reykjavfkur, Lands- samband iðnaðarmanna, Verzl- unarfélag Reykjavíkur, Verzlun- arfélag Hafnarfjarðar, Samband íslenzkra barnakennara og auk allra þessara félagssamuka og | bandalaga: Alþýðuflokkurinn, Sameiningarflokkur Alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, Framsókn- arflokkurinn og Samband ungra Framsóknarmanna. 'Verkefni þessarar ráðstefnu átti, að því er Alþýðusamband- ið skýrði frá, að vera í því fólgið að „gera markmið verklýðshreyf- ingarinnar að veruleika". Skiljanlega leit stjórn Búnað- arfélagsins svo á, að verkefni hinnar fyrirhuguðu ráðstefnu lægi utan við verksvið Búnaðar- félagsins, þar sem ráðstefnan átti sýnilega að vera stjórnmálalegs eðlis. Auk þess gat stjórn Búnað- arfélagsins ekki gert sér nokkra von um raunhæfa niðurstöðu af stuttu fundarhaldi um svo óljós og yfirgripsmikil verkefni eins og hér var um að ræða, þar sem grautað var saman mörguiri ger- ólíkum félagasamtökum. Stjórn Búnaðarfélags íslands sá því enga ástæðu til að sinna tilboði Alþýðusambands íslands um þátttöku í þessari fyrirhuguðu fáránlegu ráðstefnu. Nú hefir stjórn Alþýðusam- bands íslands tekið á sig nýja rögg um samfylkingartilboð, en breytt um vinnuaðferð. Hún hef- ir tekið það ráð að skrifa laumu- bréf til hreppabúnaðarfélaga og einstakra bænda, þar sem reynt er að ófrægja forvígismenn Bún- aðarfélags Islands með ósönnum og illkvittnislegum áróðri og síðan er bændunum boðið til ráðstefnu, sem Alþýðusamband- ið kveðst ætla að halda i Reykja- wmmmmmmmmmmmsmmmmmmmm^mt vík í nóvember í haust, þar sem ræða eigi um hagsmunamál landbúnaðarins. Enginn þarf að efa, hvaðan þessi samfylkingartilboð Al- Jrýðusambands íslands eru runnin. Þau eiga rót sína að rekja til kommúnista, sem tekizt hefir að gera Alþýðusambandið að pólitísku áróðurstæki sínu. Og tilgangurinn með þessu laumuspili kommúnista er auð- ráðinn. Það er einn þáttur 1 klofningsstarfi þeirra, sem þeir leggja svo mikla rækt við. Þeim hefir tekizt að kljúfa verkalýðs- samtökin og sundra þeim. Þeir hafa gert ýtarlegar tilraunir í þá átt að kljúfa samvinnufélögin, en þar hefir þeim brugðist boga- listin, því að þar mæta þeir svo þroskuðum félagsskap, að hann lætur ekki ginnast til skaðsemd- arverka. Nú er röðin komin að búnaðarfélögum landsins, ef tak- ast mætti að tvístra þeim með nógu lymskulegum aðferðum. Stjórn Búnaðarfélags Islands, en í henni eru Bjarni Ásgeirsson, Pétur Ottesen og Jón Hannes- son, hefir skrifað hreppabúnað- arfélögunum bréf um þessar að- farir Alþýðusambandsins. Bréfið endar á þessa leið: „Fundarboð það, sem um get- ur í upphafi þessa bréfs, mun eiga að skoða sem áframhald af því samfylkingartilboði, sem nú hefir verið á minnzt, að öðru leyti en því, að nú snýr Alþýðu- sambandið til einstakra búnað- arfélaga, einstakra hópa manna og jafnvel einstaklinga í sveitum landsins í stað þess að snúa sér til Búnaðarfélags íslands, sem hefir SÖGN OG SAGA -------Þjóðfræðaþættir JDags“--------------- Strandamannasaga Gísla Konráðssonar (Framhald). björg, og dóu 4 af ,þeim af sjóvolki og frosti. Skiparinn og sonur hans koinust lífs af á land upp, en hvað um þá leið, vissi enginn síðan. Frændur tveir, bátsmenn, klifruðu upp bjargskoru eina; hröktust þeir í stórviðri og kafaldsfjúki, þar til þeir fundu eyði- kofa nokkurn. Lagðist annar þá fyrir uppgefinn og dó þar, en hinn gekk berhöfðaður' og berfættur, þar til hann hitti bæ fyrir sér. Hafði hann með þremur böndum reyrt stígvélin að fótum sér, svo að þeir dofnuðu og kólu. Komst hann einn lifandi af, kalinn til örkumla. Lá hann þar um veturinn í góðum bein og græddist; varð hann svo, að hann komst utan um sumarið. Nú vitum vér eigi tíðindi að telja á Ströndum um nokkra vet- ur, en margt var tíðinda í öðrum sveitum. Harður var hinn næsti vetur, 1723, og þau misseri drukknuðu Steinssynir í Skagafirði, Guðmundur skólameistari frá Hólum og Sigfús bróðir hans, unglingur einn. Ári síðar, 1724, dó Appolina Schwartzkopf, er mál amtmanns Fuhrmanns reis af. Næstu misseri þar eftir, 1725, var Oddur lögmaður Sigurðsson dæmdur frá mannvirðingum og fé; mörg voru þá fleiri mál uppi, Mála-Snæbjarnar og annarra. Ári síðar, 1726, drukknaði prestur sá, er Jón hét Jónsson frá Grímsey norður; vildi flytja konu sína til lands á nýju skipi, er Svanur hét; fórst það með allri áhöfn.1) Telur Þórður prestur Þórðarson í Hvammi í Hvammssveit, að nokkuð ræki af skipi því Talið er, að slys þetta hafi orðið árið 1737 (sbr.Skólaraðir Sögufál., bl«. Uí). Hjartans þakkir til allra þeina, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns og föður okkar, KRISTJÁNS SIGURJÓNSSONAR, Brautarhóli. Guð blessi ykkur öll. Kristín Kristjánsdóttir og börn. Sveitungum mínum, vinum, börnum og tengdabörnum, er íærðu mér stórgjafir, sendu skeyti og sýndu mér vináttu og virðing, með heimsókn sirmi á sextíu ára afmælisdegi rrúnum 17. sept. $1., votta eg mínar innilegustu hjartans þakkir. JÓN P. S. TRAMPE, Litladal. forgöngu í hinum skipulögðu félagssamtökum bænda. Stjórn Búnaðarfélags íslands lítur á þetta slðara fundarboð á sama hátt og hið fyrra, auk þess sem hún telur það bæði óeðli- legt og óviðeigandi, að lands- samtök heilla stétta eins og Al- þýðusamband íslands skuli beita sér fyrir því að kljúfa í smáhópa og einstaklinga heildarsamtök annara stétta, sem það leitar samstarfs við, og hasla þeim þannig völl gegn órofinni fylk- ingu sinna skjólstæðinga. Vitanlega er hver og einn sjálfráður um þátttöku í ráð- stefnu sem þessari, en stjórn Búnaðarfélagsins verður að skoða hana búnaðarfélagssam- tökunum með öllu óviðkom- andi, eins og til hennar er stofn- að“. 20-30 þúsund manns viÖ«vegar á lcaidinu l®sa Dag aG staðaldri. Auglýsendurl AthugiG að Dagur er bezta auglýsingablað dreifbýlisins. Tek menn í fæði Jóhanna Benediktsdóttir Lækjargötu 18. og farangri þess, bæði í Steingrímsfirði og Kollafirði. Vetri síðar, 1727, þriðja miðvikudag í þorra, drukknaði Þorleifur prófastur, frá Breiðabólsstað suður, í Markarfljóti. Annar vetur á eftir var harður. Kom hafís með sumarmálum fyrir öllu Norðurlandi, rak inn og lá til fardaga, og lengur með Ströndum. Voru þar, þessi misseri og hin næstu, harðindi mikil, einkum í Trékyllisvík. Næsta vor, 1729, eftir sumannál og lengi fram eftir, var mistur mikið í lofti, svo að sólin var ýmist dimm eða rauð, einkum á kvöldin eða með niðurgöngu. Hugðu menn helzt, að það orsak- aðist af eldi er brann norður við Mývatn, því að mjög þvarr þar silungsveiði og jörð umbreyttist og sást mistur þetta norður um landið. Næstu misseri (1730) ætluðu 4 Miðfirðingar að sækja við vestur; drukknuðu þeir allir á Steingrímsfirði, en 7 rnenn hrakti úr Grímsey og vestur á Skaga og fórust þar; var formaður þeirra Jón Björnsson. MAGNÚS PRESTUR FÆR ÁRNES. HALLDÓR PRESTUR DÓ. Halldór prestur sleppti nú Árnesi, og fékk það eftir hann Magnús sonur hans, 1731. Næstu misseri, 1732, dóu margir heldri menn, en engra tíðinda er getið á Ströndum, þá dó Páll prófastur Pétursson á Alþingi og Páll prestur á Upsum. Árið eftir, 1733, lézt Fuhrmann amtmaður, 19. júní, 48 ára, og Benedikt lögmaður úr fótaveiki um Mikaelsmessuleyti. Næsta ár dó Halldór prestur, er fyrr hélt Árnes, 1734. En þessi voru börn hans og Guðrúnar fyrri konu hans: 1. Magnús prestur í Árnesi, er fyrr var nefndur. 2. Árni Halldórsson, átti Bergljótu Oddsdóttur; voru þeirra börn: a. Guðni á Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd, átti Rannveigu, dóttur Jóns hrekks í Æðey; þeirra börn: aa. Eggert á Tyrðilmýri, átti Guðrúnu Jónsdóttur1 frá Lónseyri Jónssonar; þeirra börn: Rannveig, Bjarni, Indriði og Sigríður, bb. Jón Guðnason í Un- ’) Samkv. Sýslum.»fum III, 208; sbr. V, 144, var Quðrún Bjarnadóttir (fré Lónsayri) Jónssonar. (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.