Dagur - 19.10.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 19.10.1944, Blaðsíða 1
— ■ :............... - ANNÁLL DAGS Menntaskólinn á Akureyri var settur 5. þ. nr. . Skólameistarinn setti . skólann og ávarpaði nem- endur. Nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði skólans. Dr. Trausti Einarsson. og. sr. Magnús Már Lárusson hverfa frá skólanum til annarastarfa. Dr. Trausti kennir við verkfræðideild Háskólans og sr. Magnús. Már .er þjónaiyli prestur að Skútustöðum. í stað þeirra eru komnir tveir nýir kennarar að skólanum, báð- ir . frá . Háskólanum í Berkeley, Californiu. Eru það þeir Ingólf- ur Aðalbjarnarson B. S. frá Haínarfirði og Aðalsteinn Sig- urðsson, B. A., Sölvasonar hér í bænum. Þá er Brynleifur Tobi- asson, yfirkennaii, kominn að skólanum aftur eftir tveggja ára fjarvistir, og hefir tekið við kennslu. Stundakennarar í vetur verða stúdentarnir Páll J. Ardal cg Steingrímur Sigurðsson. Jón Sigurgeirsson mun og kenna þýzku í einni deild. ★ Barnaskóli Akureyrar var sett- ur 10. þ. m. Settur skólastjóri, Hannes J. Magnússon setti skól- ann og flutti ræðu, en Snorri Sigfússon ávarpaði börnin og viðstadda foreldi'a. — Um 750 börn verða í skólanum í vetur, þar af rúmlega hundrað úr efsta bekknum í húsrúmi í hinu nýja gagnfræðaskólahúsi. Kristján Sig son kennari hefir umsjón með Jreirri deild. Við þessar ráðstaf- anir hefir rýmkað mjög í barna- skólahúsinu, en þar var orðið svo þröngt, að til vandræða horfði. ★ Gagnfræðaskóli Akureyrar var settur 12. þ. m. Um 190 nemend- ur stunda þar nám í vetur. Er 1. bekkur skólans þrískiptur, en alls starfar skólinn í 7 deildum. Aðsókn að skólanum hefir farið ört vaxandi hin síðustu ár, en aldrei þó sem nú. — í skólasetn- ingarræðu sinni gat skólastjór- inn, Þorsteinn M. Jónsson, þess, að hið nýja skólahús væri nú því nær fullgert hið innra, þótt eftir væri að ganga til fulls frá lóð skólans og múrhúðun byggingar- innar að utan. Verður byggingin væntanlega vígð næsta haust. Er hér um að ræða eitt hið vegleg- asta skólahús landsins. Auk Gagn fræðaskólans hefir Iðnskóli Akureyrar fast aðsetur í byggingunni með sérstökum samningi, en 7. bekkur barna- skólans hefir og til bráðabirgða fengið 3 stofur í kjallara hússins til afnota. Er byggingin því not- uð til fulls nú þegar, og var þó upphaflega talið, að hún myndi vel við vöxt. ★ Iðnskólinn á Akureyri var settur 12. þ. m. Nemendur verða um 110 í vetur, þar af um 80 iðn- nemar. Sú breyting er orðin á kennaraliði skólans, að Halldór Halldórsson byggingafræðingur hcfir látið þar af kennslu og (Framhald á 4. síðu). XXVII. árg. Akurévri, fimmtudaginn 19. yóktóber 1944 40 tbl. Samfylking sjálfstæðismanna og kommúnista um stjórn landsins Olafur Tliors hefir tilkynnt, að samkomu- lag sé orðið með Sjálfstæðisflokknum, Kommúnistaflokknum og Alþýðuflokkn- um um samstarf á Álþingi og landsstjórn 6 ráðlierra stjórn tekur við í þessari viku Olafur Thors, form.'Sjálfstæð- isfloKksins tilkynnti s. 1. þriðju- dag, að samkomulag væri orðið milli Sjálfstæðisfl., Kommún- , istallokksins og Alþýðuflokksins um „málefnasamning" til sam- | starfs á Alþingi og myndun rík- ■ isstjórnar fyrir tilstilli þessara flokka. Þegar þetta er ritað hefur ráðherralisti Ólafs ekki verið jirtnr né heldur gerð opinber- lcga grein fyrir samningi þessara flokka. Er búizt við að stjórnin kynni sig á Alþingi nú um miðjá vikuna. Það fylgir fregnum þess- unt, að hver flokkanna leggi til 2 ráðherra. Verði ríkisstjórnin því skipuð 4 fulltrúum verka- mannaflokkanna og 2 sjálfstæðis- mönnum. Ólafur Thors verður væntanlega forsætisráðherra. Meðan málefnasamningurinn svonefndi hefur ekki verið birt- ur, er ekki unnt að gera sér neina ' grein fyrir því, livað liefur svo snögglega brúað bilið milli Sjálf- stæðis- og Kommúnistaflokk- anna, né heldur leggja neinn dóm á starfsgrundvöl.l hinnar nýju ríkisstjórnar. Lausafregnir, sem um ýms samnirigsatriði flokkanna ganga manna í milli, munu flestar óáreiðanlegar og á- gizkanir einar og ástæðulaust að hafa þær eftir. Hins vegar er það begar ljóst, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur teygt sig mjög langt til samkomulagsins, því að ráðgert er að hann fái aðeins 2 ráðherra af 6 og verkamannaflokkarnir tveir hafi 4 ráðherra og jní al- gjöran meirihluta í ríkisstjórn- inni. Vekur þetta almenna furðu, Jrar sem Sjálfstæðisflokk- urinn er lang-stærsti þingflokk- urinn og stærri en hinir ISáðir sanianlagðir. Mun brátt fást úr því skorið, er starfsgrundvöllur- inn verður opinber gerr hvort verkamannaflokkarnir hafa fórn- að einhverju af málum sínum, til jjess að ná þessum árangri, eða hvort gírugljeit Ólafs Thors í völdin hafa mestu um ráðið. Hvort heldur réttara kann að reynast, breytir ekki Jreirri stað- reynd, að samfylking Jjessi milli aðilanna sem stigu hrunadansinn fræga sumarið 1942 og settu jóðarbúið á heljarþröm, spáir engu góðu um framtíð hins end- urreista lýðveldis. Stjórnarferill Jtess manns, sem mestu hefur á- orkað um myndun þessarar sam- fylkingar, er ekki ~slíkur, að hugsandi menn sjái roða nýs dags og batnandi tíða við valda- töku hans. Lítil ástæða er og. til Jtess að ætla, að inryæti konnn- únista hafi tekið stórum fram- BREYTTIR TIMAR förum \ið Jjessa samninga við Olaf Thors. Sýnist fremur ástæða til að ætla, að Jieir áformi nti, eins og 1942,’ að nota Ólaf Thors og ístöðnleysi hans og stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins til þess að koma uþplausnará- formum sínum enn betur á framfæri. Framsóknarmenn starida utan við Jtessa fylkingu. Hið sarna munu allir Jjeir, sem hugsa vilja um þjóðmál með alvöru og ein- lægni vilja gera. Leynisamningar þeirra manna, sem vilja halda dauðahaldi í 19. aldar samkeppn- ishyggju annars vegar og konnn- únista, sem vilja ekkert fremur en fall núverandi þjóðskipulags sem undirbúning að innleiðingu austurlenzkrar einræðisstefnu hins vegar, verða ekki það plagg, sem hantingja og framtíð þjóð- legs, frjálslynds og lifandi lýð-. veldis vejðuv reist^á. - Þess vegna er bezt fyrir þá, et slíkt meta^að vera vel á verði. Sá hópur manna, sent nú hef- ur tekið við völdunum, er alls ekki ólíklegur til Jjess að vilja tryggja sér hald-á stjórnartaum- num í blíðu og stríðu með nýrri sókn á hendur sveitum og kaup- túnum landsins í stíl við herleið- ingu sumarsins 1942. Fyrir því skyldu allir, sem úti um land búa vera vel á verði. Væntanlega gefst tækifæri til þess að ræða þessi mál öll nánar á næstunni, þar eð ráðgert er að verkföllum létti við tilkomu stjórnarinnar. Verður þá' einnig hægt að greina frá samningaumleitunum þeim, sem fram fóru til myndun- ar allra flokka stjórnar, og tveggja flokka stjórnar og vinnu- þrögðum þeim sem þar voru ihpfð í frammi af líálfu-yjálfstæðis ^^tanna og kzjmmúmsta,* ' ' * m Þýzka útvarpið tilkynnir, að Rommel marskálkur hafi látizt nýlega. Fékk hann höfuðmeiðsli í Normandí í júní í sumár og hafa þau nú dregið hann til bana. Myndin að ofan er tekin, Jregar frægðarsól Rommels var hæzt á lofti. Her hans stóð Jrá á landamærum Egiptalands og hrun veldis Breta við austanvert i Miðjarðarhaf virtist yfirvofandi. | Um það leyti brá hann sér heim j til Þýzkalands og var vel fagnað, eins og myndin sýnir. G’réiSir ríkið byggiogarkosfn- aði jSkureýrgrspífala? Frumvarpinu um byggingu ríkisspítala hér verður sennilega breytt þannig, að hið nýja sjúkrahús verði eign hæjarins, en ríkið greiði 3/4 byggingarkostnað- arins og reksturshallann ♦ Nýr skiiður virðist nú vera að komazt á sjúkrahúsmál Norðlend- inga. Krafan um þátttöku ríkisins í byggingu sjiikrahúss hér á grundvelli fjórðungsspítala hugmyndarinnar, . sem oft hefir verið rædd hér í blaðinu, eða lausn málsins á annan þann hátt, sem jafn- ar það misrétti sem í gildi er milli Reykjavíkur og annara lands- hluta um sjúkrahrisakost, virðist loksins vera að vinna sér svo mik- ið fylgi meðal forráðamanna á Alþingi, að von sé um úrlausn á næstunni. HITAYEITA OLAFS- FJARÐAR TEKIN TIL STARFA Ólafsfjarðarkauptún hefur fyrst þorpa og bæja fetað í fót- spor Reykjavíkur unr hitáveitn- framkvæmdir. Hitaveita Ólafs- fjarðar er tekin til starfa. Hcitt vatn hefur Jregar verið leitt í 18 hús í Jrorpinu og verður lokið við að leiða vatnið í öll hús þorpsins fyrir áramót, að því er segir í fregn er blaðinu hefir lror- izt frá Ólafsfirði. Það sem af er hefur hitaveitan reynst ágætlega Frumvarp Jringmarins Akur- eyrar um byggingu ríkisspítala á Akureyri er kornið til 2. um- ræðu í Nd. Alþingis. Telja má víst, að meginefni frumvarpsins, bygging sjúkra- húss hér, nái fram að ganga, þótt óvíst sé, að Jrað verði í því formu sem ráðgert er í frumvarpinu. Eins og fyrr getur, er frumvarpið byggt á fjórðungsspítala hug- myndinni. Er lesendum Dags kunnug sú hugmynd, Jrví að henni mun fyrst hafa verið hreyft opinberlega hér í blaðinu og oft rædd síðan. Með fram- kvæmd þessarar hugmyndar fengjti aðrir landshlutar sömu aðstöðu og Reykjavík hefur um sjúkrahúsmál, en eins og kunn- ugt er rekur ríkið Landsspítal- ann, en bæir eins og Akureyri og Isafjörður reka spítala fyrir eig- in reikning, með stórtapi á ári hverju, og eru þó daggjöld hærri á þessum stöðum en í Reykjavík. Höfuðstaðurinn rekur hins- vegar engan spítala og ber Jjar af (Framhald á 4. síðu). FYRSTA ISLENZKA MILLILANDA FLUGVÉL- IN KOMIN TIL LANDSINS Catalina-flugbátur Flugfélags íslands kom til Rvíkur aðfara- nótt s. 1. mánudags. Örn Johnson flugmaður flaug bátnum frá Bandaríkjunum með aðstoð tveggja íslendinga og tveggja BandaríkjamaniSit. Er þetta í fyrsta skipti setn ís- lendingur stjórnar flugvél vfir Atlantshaf. Báturinn reyndist, prýðilega'l alla staði og gekk ferðin vel. Með komu bátsins (Framhald á 4. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.