Dagur - 19.10.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 19.10.1944, Blaðsíða 4
4 ÚB BÆ 06 BYCCÐ Kirkjan: Messað í Löginannshlíð n. k. sunnudag kl. 1 e. h. Á Akureyri sama dag kl. 5 e. h. Guðsþjónustur í Grundarþingapresta- kalli: Munkaþverá sd. 29. okt. kl. 12 hád. Möðruvölluin sd. 5. nóv. kl. 1 e. h. Hólum sd 12. nóv. kl. 1 e. h. Saurbæ sama dag kl. 3 e. h. Grund sd. 19. nóv. kl. 1 e. h. " Kaupangi sd. 26. nóv. kl. 2 e. h. Héraðsfundur Eyjafjarðarprófastsdæmis verður haldinn að Munkaþverá sunnu- daginn 29. þ. m. og hefst með guðsþjón- ustu kl. 12 á hádegi. Hjúskapur. Nýlega hafa verið gefin saman í hjóriaband af sóknarprestinunr, sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskupi, ung- frú Anna Friðriksdóttir, símamær, Ákur- eyri og Dagur Jónasson, gjaldkeri, Rvík; ungfrú Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Ak- ureyri og Björn Guðmundsson, lögreglu- þjónn, Akureyri; ungfrú Sigþrúður Helga- dóttir og Kristján Jónsson, verksmiðju- stjóri, Akureyri;* ungfrú Elin Hannes- dóttir frá Hleiðargarði og Haraldur Kjartansson, bifreiðastjóri, Akureyri; ung- frú Bergþóra Bjarnadóttir og Torfi Guð- laugsson, verzlunarmaður, Akureyri. Hjúskapur. Laugardaginn 7. þ. m. voru gefin saman í hjónaband á Möðruvöllum í Hörgárdal ungfrú Valgerður Kristjáns- dóttir og Júlíus Oddsson, verkstjóri, Ak- ureyri. Sama dag frú Valborg Árnadóttir, Ásgarði og Jón St. Stefánsson í Árgerði, Glerárþorpi. Laugardaginn 14. þ .m. ung- frú I’órunn Kristín Hallgrímsdóttir, Ak- ureyri og Sigurður Sigurðsson frá Einars- stöðum i Kræklingahlfð. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Bjöig Pélursdóttir frá Sauðárkróki og Jón Sigurðsson, Akureyri. Ámi Hólm Magnússon, kennari, til heimilis í Norðurgötu 11 hér í bæ, á átt- ræðisafmæli 22. þ. m. Áttræðisafmæli á í dag Sigurjón Rögm" valdsson, fyrrv. barnakennari, nú til heim- ilis hér 1 bænum. STÆKKUN LAXÁR- VIRKJUNAR TILBÚIN Bæjarbúar hafa ekki full not rafmagnsins fyrr en lokið er viðgerð bæjarkerf- isins. Laust eftir síðustu mánaðamót bauð. rafveitustjórinn,. Knut Otterstedt fréttamönnum austur að Laxá til þess að sjá hinar nýju framkvæmdir sem þar hafa verið gerðar að undanfömu................ Eins og kunnugt er hefur verið unnið þar að uppsetningu hinn- ar nýju 4000 ha. vélasamstæðu undanfarna mánuði og er því verki nú lokið. Vélarnar eru þeg- ar teknar til notkunar og nægi- eg rafmagnsframleiðsla frá stöð- inni til þess að fullnægja þörfum bæjarins en hins vegar hafa bæj- arbúar lítt orðið varir við aukn- inguna enn sem komið er sökum þess, að umbætur á bæjarkerfinu eru enn ekki fullgerðar og flytur það ekki nægilegt rafmagn til þess að svara álaginu. Er nú unn- ið að þessum umbótum og kemst væfítanlega í lag innan fárra daga. Fréttamenn skoðuðu hin nýju mannvirki fyriraustanoghlýddu á greinargerð rafveitustjóra um mannvirkið. Auk hans fluttu ræður Indr. Helgason, rafvirkja- meistari, Steinn Steinsen, bæjar- stjóri, Jónas Þór verksmiðjustj. ólafur Thorarensen bankastjóri og Þorsteinn Stefánsson, bæjar- gjaldkeri. Vegna prentaraverkfallsins hefur Dagur ekki getað gert grein fyrir þessu máli fyrr og a£ ® ' 2 * ANNÁLL DAGS (Framhald af 1. síðu). flutzt búferlum til Rvíkur, en hann hefir verið einn aðalkenn- ari skólans um 15 ára skeið. Héldu kennarar og skólanefnd iðnskótans ásamt Iðnaðarmanna- félagi Ak. honura og konu hans samsæti, áður en þau fóm héðan, og var Halldóri þar afhent að gjöf fagurt málverk af Akureyri eftir Jón Þorleifsson listmálara. Við kennslu Halldórs í Iðn- skólanum taka þeir Hjalti Esp- hólín vélfræðingur, Guðmund- ur Gunnarsson trésmíðameistari óg Halldór Helgason stúdent. Hafa þeir Hjalti og Halldór áður starfað við skólann. I skólasetningarræðu sinni gat Jóhann Frímann skólastjóri þess m. a., að . nemendur . Iðnskólans og Gagnfræðaskólans hefðu í sumar reist nýjan skíðaskála eða skólasel fram á Glerárdal, er vera skyldi til sameiginlegra afnota fyrir báða þessa skóla. Vinna nemendur að þessu í félagi sem sjálfboðaliðar. Er skálinn þegar kominn undir þak og verður væntanlega fullgerður og tekinn til afnota á þessum vetri. AKUREYRARSPÍTALI (Framhald af .1. síðu). leiðandi engan halla af spítala- rekstri. Ríkið hefur tekið það ó- mak af honum. Þetta hefur skapað hið herfi- legasta misrétti og verður varla lengur unað við óbreytt ástand. Krafa Norðlendinga hefur því verið, að ríkið reisi hér spítala fyrir fjórðunginn og reki hann með sömu daggjöldum og greidd eru á Landsspítalanum, eða veiti að öðrum kosti svo ríflegan styrk til byggingar og reksturs slíks spítala, að Akureyrarkaupstaður sjái sér fært að ráðast í fram- kvæmdir. Þessi síðast talda hugmynd mun nú eiga talsverðu fylgi að fagna á Alþingi og sennilegt, að frumvarpi þingmanns kaupstað- arins verði breytt í þá átt, að ríkið greiði % byggingarkostn- aðar hins nýja spítala og taki þar að auki að sér að greiða reksturs- halla, sem skapast af völdum utanbæjarsjúklinga, og sé dag- gjald á spítalanum það sama og greitt er við Landsspítalann. Bærinn láti reisa spítalann og reki hann. Næstu vikur munu skera úr því hvort samkomulag næst um þessa lausn málsins. sömu ástæðum verður ýtaflegri greinargerð um málið enn að bíða þess, að verkfallinu létti og blaðið hefji reglulega útkomu á nýjan leik. UNGLINGSSTÚLKU vantar hálfan eða allan dag- inn, þrent í heimili, sér her- bergi. Gott kaup. Afgr. vísar á. Gulrófur og laukur. Verzlunin Baldurshagi. Áheit á Swandarkirkjn frá K. C kr. 1S. DAGUR FYRSTA MILLILANDA- FLUGVÉLIN (Framhald af 1. síðu). hingað hafa íslendingar eignast fyrstu millilandaflugvélina. Catalina-báturinn getur flutt 22-24 farþega og flogið viðstöðu- laust. í sólarhring. Þykja flugbát- ar af þessari gerð hin traustustu faiartæki og hafa getið sér ágætt orð í stríðinu. Breytingar nokkrar þurfa að fara fram á bátnum • Rvík áður en hann hefur farþegaflug. Mun það taka nokkurn tíma. Að því búnu mun báturinn verða not- aður til flugs- með ströndum fram hér, unz unt verður að hefja millilandaflug. Catalina-báturinn er væntan- legur hingað til Akmeyrar um miðja vikuna. Gefst bæjarbúum þá tækifæri til þess að sjá hann. Þá er Grumman-flugbátur h. f. Loftleiða einnig kominn til landsins. Flaug Sigurður Ólafs- son flugmaður honum heim, yíir Grænland, með aðstoð tveggja Bandaríkjamanna. IJátur þessi getur flutt 6—8 farþega. ^ammm Nýja-bíÓ ■■ Fimmtudaginn kl. 6: Arabiskar nætur Fimmtudaginn kl. 9: Hermannaglettur Föstudaginn kl. 9: Pétur mikli Laugardaginn kl. 6: Hermannaglettur Laugardaginn kl. 9: Arabiskar nætur Sunnudaginn kl. 3: Hrakfallabálkur Sunnudaginn kl. 5: Arabiskar nætur Sunnudaginn kl. 9: Pétur mikli Skjaldborgarbíó Fimmtudag kl. 9: Sunnudag kl. 9: ÁSTFANGINN AFBROTAMAÐUR Föstudag kl. 9: MILJÓNAMÆRINGUR í ATVINNULEIT Sunnudaginn kl. 5: ÁSTIN ER BLIND F i ð u r h e 11 * I é r e f tj nýkomið.; |Einnlg Enskar húfur I verð frá kr. 7,90| »> s> iBrauns Verzlun |Páll Sigurgeirsson. mmmmmmm^^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmm .Hér með tilkynnist að móðursystir mín NANNA MÖLLER andaðist 14. þ. m. . . Jarðarförin er ákveðin laugardaginn 21. þ. m. og hefst með bæn á heimili mínu Aðalstræti 19 kl. I e. h. Sigríður Davíðsson Kaupmenn! Kaupfélög! Eg undirritaður hefi keypt heildsölulager I firmans „Tómas Steingrímsson & Co.“ og rek þar | framvegis heildverzlun og umboðssölu undir I eigin nafni. - Von á nýjum vörubirgðum næstu daga. Hringið í síma 333 - Heima 368 Virðingarfyllst VIGFÚS Þ. JÓNSSON Verzlunin HRÍSEY, Gránufélagsgötu 18 !; selur: nýlenduvörur, hreinlætisvörur, efnagerðarvörur, !; !; burstavörur, smávörur og vinnufatnað. Ennfremur gosdrykki, !; sælgæti og tóbaksvörur. Komið og reynið viðskiptin. Tak- . . ;j ;; sælgæti og tóbaksvörur. ;! Komið og reynið viðskiptin. ;; Takmarkið er að selja ódýrt en selja mikið. i; Virðingarfyllst BALDVIN SIGVALDASON. Glæsilegt happdrætti fyrir björgunarskútu norðlenzkra sjómanna 300 úrvalsbækur í skrautbandi í fallegum bóka- skáp. Skápurinn er úr eik, lagðun með mahogny- listum. Slípuð gler fyrir efri hillum, lokaðar hurð- ir fyrir neðri hillum. - Miðar fást hjá öllum slysa- varnadeildum norðanlands og í öllum bókabúðum / á Akureyri og á skrifstofu Utgerðarfélags K.E.A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.