Dagur - 09.11.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 09.11.1944, Blaðsíða 4
4 D AGUR Fimmtudaginn 9. nóvember 1944 DAGUR Sigraður frambjóðandi. Rltatjóm: Ingimar EydaL Jóhann Frímann. Haukur Snorrason. Aígreiðslu og Innheimtu annast: Marinó Pótursson Skrlístefa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Bl«Cið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Bjömssonar. Ný ríkisstjórn. jSLENZKA ÞJÓÐIN hefir hlotið nýja ríkis- stjórn. Nýju ráðherrarnir hafa allsterk'an þing- meirihluta að baki sér. Þeir hafa gert með sér a 11- ítarlegan málefnasamning, þar sem allar hættur og erfiðleikar, sem annars mætti ætla, að beðið hefðu þjóðarinnar á næstu tímum, eru vegnir — með fögrum orðum. Stjórninni er það mikill styrkur, að í henni eiga sæti fulltrúar allra þeirra aðilja í landinu, sem kunnir eru að því að sjást sízt fyrir og svífast einskis, þegar þeir eru í stjórn- arandstöðu, heldur láta ávallt pólitískan stund- arhagnað sitja í fyrirúmi gegn hag heildarinnar, þegar því er að skipta. Sannleikurinn er líka sá, að stjórnmálaástandið í landinu var á þann veg komið, að tæpast var hugsanlegt, að hér yrði mynduð nægilega starfhæf og sterk ríkisstjórn til þess að snúast öfluglega gegn aðsteðjandi vand- ræðum, án þess að einmitt þessir aðiljar yrðu knúðir til þess að taka á sig nokkra hlutdeikl í vanda þeim og ábyrgð, sem f'ylgir vegsemd ráð- herrastólanna á hverjum tíma. Segja má raunar, að nýja stjórnin hefði verið ennþá sterkari, ef annar stærsti þingflokkurinn, Framsóknarflokk- urinn, hefði ekki verið útilokaður frá stjórnar- samvinnu, og allt hið pólitíska vald í landinu hefði þannig náð að snúa bökum saman. Að vísu má ætla, að stefnuskrá stjórnarinnar hefði þá ekki verið alveg eins fagurlega orðuð, því að for- ráðamenn flokksins hefðu sennilega reynzt treg- ir til að lofa öðru en því, sem einhverjar líkur bentu til, að við yrði hægt að standa, þegar til framkvæmdanna og hins óskáldlega raunveru- leika kæmi. JPJN JAFNVEL ÞAÐ, að hinir nýju stjórnar- flokkar hafa þannig sett annan stærsta þing- flokkinn utangarðs, veikir ekki aðstöðu stjórnar- innar að verulegu ráði, á meðan skaplega horfir um framferði hennar og ráðsmennsku að öðru leyti. Framsóknarmenn eru alls ólíklegir til þess að efna til mótþróa, óspekta eða uppreisnar gegn löglegri og þingræðislegri stjórn. Þeir munu þvert á móti fúsir til að veita henni fulltingi sitt til þess að framkvæma allt það, sem til góðs mið- ar og hagsbóta fyrir þjóðarheildina. Á hinn bóg- inn er ekki nema gott til þess að vita, að til er að- ilji í landinu, sem fylgjast mun með framferði stjórnarvaldanna með vakandi gagnrýni og þora að segja þeim til syndanna, ef þörf gerist — og snúið er inn á hættulegar eða tvísýnar leiðir. jjAÐ HEFIR EKKI legið í láginni að undan- förnu, að þjóðin hefir — af alveg eðlilegum og sjálfsögðum ástæðum — óskað þess og krafizt, að mynduð yrði þingragðisstjórn í landinu. Meiri hluti þingsins hefir nú orðið við þessum almennu óskum og kröfum — á sína vísu. Það skortir held- ur ekki, að nýju stjórninni hafi verið vel og sæmi- lega fagnað. Hin óskyldustu og ólíkustu félög og samtakaheildir hafa keppzt við að votta henni þegnskap sinn og lotningu, lýst hástöfum yfir fylgi sínu við stefnuskrá hénnar og heitið stjórn- inni fullum stuðningi sínum.samtök hinna róttæk- ustu verkamanna og félög stórútgerðarmanna og stríðsgróðahölda virðast í þetta sinn hafa einn og sama himin höndum tekið. Drottinn láti gott á vita, að á þeim degi, sem kommúnistar setjast í fyrsta sinn í ráðherrastóla á íslandi undir forsæti ekki minna manns en Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, urSu allir Heródesar og Myndin er af Thomas E. Dewey, frambjóðanda Repúblikana í forseta- kosningunum s. 1. þriðjudag, fjölskyldu hans og sóknarpresti við sóknar- kirkju forsetaefnisins í Pawling í New York. Roosevelt sigraði í kosningun- um svo sem kunnugt er. Fokdreifar. Nýir gestir í Laugarskarði. pYRIR FÁUM DÖGUM var fyrsti fuglahópurinn fluttur á Andakíl- inn í Laugarskarði. Traustlegur torf- garður hefir verið hlaðinn þvert yfir gilið, og liggur mölborinn gangstígur eftir honum endilöngum. Ofan við garðinn myndast talsverð uppistaða af ylvolgu vatni, en í miðri tjörninni hefir verið hlaðinn upp dálítill hólmi úr mold og hraungrýti, og prýða fá- einar barrviðarhríslur hólmann. Um- hverfis tjörnina hefir svo verið komið fyrir bráðabirgðagirðingu undir gras- brekkunum. — Þótt margt sé þarna enn ógert, er þó þegar sýnt, að þessi staður getur orðið fagur og yndisleg- ur, er fram líða stundr, verði honum fullur sómi sýndur. Dálítill hópur af hnakkakertum og þriflegum öndum syndir nú þarna fram og aftur um tjörnina og virðist una vel hag sínum. Síðar verður vafalaust fleiri fuglateg- undum bætt við. Fjöldi bama hefir dag hvern safnazt saman umhverfis tjörnina og virt fuglana fyrir sér með mikilli ánægju og athygli. Ekki hefi eg enn séð nokkurt barnanna gera Pílatusár í ríkinu perluvinir. — Hér að framan hefir einkum verið lögð stund á að lýsa því, sem betur horfir um styrk og að- stöðu hinnar nýju 'stjórnar. En því miður er sagan þar með ekki nema hálfsögð og varla það. En hér skal þó staðar numið ið sinni. Kommúnistar munu hvísla næsta kapitula þeirrar frá- sagnar í eyru íhaldsmanna næstu mánuðina, og vísast er, að býsna óþægilegar staðreyndir muni segja öllum almenningi í land- inu síðasta þáttinn talsvert skil- merkilega áður en iýkur. Ham- ingjan gefi, að þar með verði ekki birt sögulokin í stuttri en átakanlegri harmsögu hins unga lýðveldis og nýfengna sjálfstæðis íslenzku þjóðarinnar. minnstu tilraun til að styggja fuglana eða hrekkja þá, t. d. með því að kasta smásteinum eða rusli í vatnið. Það færi líka einkar vel á því, að einmitt börnin tækju að sér að vaka yfir þess- um vinum sínum og gæta þess strang- lega, að enginn gerði þeim nokkurn miska. Þá væri fuglunum líka vel borgið, ef engin sérstök óhöpp kæmu fyrir og þeim yrði séð fyrir sæmilegri aðhlynningu að öðru leyti. Þjóðráð væri að planta sjaldgæfum og fögr- um íslenzkum jurtum í brekkurnar þarna umhverfis tjörnina, innan um runna og skógartré. Við Akureyringar værum þá sízt öllum heillum horfnir, ef okkur auðnaðist að skila svo menn- ingarlegum yndisauka í hendur fram- tíðarinnar. Andafyrirbrigði í Samkomu- húsinu. DLAÐINU HEFIR BORIZT eftir- farandi pistill frá „Auditor": — „Eg fór í leikhúsið á sunnudagskvöld- ið var og sá hið fræga „Brúðuheim- ili“ Ibsens á leiksviðinu. Leikfélagið hefir vafalaust lagt í mikinn kostnað og tekið á sig mikla áhættu vegna þessarar leiksýningar, og þökk sé því fyrir það. Stórbrotnu skáldverki eins mesta höfuðsnillings leikbókmennta allrar veraldarinnar að fornu og nýju hæfir ekkert annað en að allir beztu kraftar, sem fáanlegir eru á hverjum stað, séu ',il kvaddir, og ekkert'"spar- að, sem verða má til þess, að svo veg- legu og erfiðu verkefni sé skilað með fullri sæmd. Og hér hefir sannarlega tekizt vel til á okkar vísu. Frú Alda Möller leikur aðalhlutverkið af mik- illi snilld og okkar eigin leikarar standa sig framar öllum vonum við hliðina á henni. Sýningin öll er óvenjulega smekkvísleg og hnitmið- uð ó okkar mælikvarða, enda hefir enginn hversdagsmaður eða viðvan- ingur haft undirbúninginn og leik- stjórnina á hendi, þar sem frú Gerd Grieg er. Dugnaður hennar, smekk- vísi og kunnátta á því sviði er viður- kennd um öll Norðurlönd, enda vafa- laust frábær. Allt bar því hér að sama brunni: frægð höfundar og leik- (Framhald á 5. slðu). PARÍSARTÍZKAN í DAG. Það hefir verið hljótt um Parísartízkuna und- anfarin fjögur ár. Tízkan hefir komið úr annarri átt þessi ár, og fæstum hel'ir komíð París í hug í sambandi við tízkuna ,1 hinum ýmsti sviðum. Maður skyldi líka ætla að Parísarbúar hefðu haft annað að starfa undanfarin ár en að fást við tízku-teikningar og annað slíkt. Fn París hefir ekki gleymt frægð sinni sem tízkuborg. í öllum hörmungunum, sem stríðið og her- námið hafa haft í för með sér. hafa tízkusmiðirn ir ekki verið iðjulausir. Þeir virðast staðráðnir í því, að reisa við frægð Parísar sem tízkuborgar og gera hana að miðstöð tízkunnar að styrjöldinni lokinni. Nú, eftir að París hefir fengið frelsi sitt aftur, hafa hirzt greinar um þessi efni í enskuih blöð- um. í einni grein segir m. a. svo: „Gagnstætt því, er búast hefði mátt við, er Parísartízkan í dag eins glæsileg éins og hún hefir nokkru sinni verið áður. — Hún er eyð'slusöm bæði á efni og í sniði og þrátt fyrir skort á efnum hafa tízkuteiknararn- ir ekki sparað þau á neinu sviði. Víðar ermar, teknar sarnan með þröngri lín- ingu um úlnlið' eru mikið notaðar, bæði á kjól- um og kápum. Pilsin eru höfð víð og efnismikil og blússurnar teknar saman í mitti með þröngu belti, svo að pilsvíddin taki sig betur út“. Þá er sagt frá því að mikið sé notaður perlu- og „palliettu“-útsaumur á kjóla. — Einnig þykir ásaumur (application) afar fínn, og er mikið gert af því að sauma svart, gljáandi flauel á svart ull- arefni. | Svarti liturinn er, eins og oft áður, sagður hinn rík jandi litur og með honum notaðir ýmsir gráir, bláir og rauðir litir. Höfuðbúnaðurinn er afar hár, bæði hattar og „túrmanar", en þeir eru afar vinsælir i París í haust. Þá er einnig sagt frá því, að skósólar séu hafðir afar þykkir — til þess að vega á móti hinum geysiháa höfuðbúnaði. Nú ej' eftir að’ vita, hvort þeSi tízka fer víða um lönd eins og oft áður, — sumir efast, því að hún er, segja þeir, fyrst og fremst frönsk. En það má fullyrða, að París hefir ekki gleymt því, að hún var eitt sinn hin fræga tízkuborg, þótt hljótt hafi verið um það hin sfðustu ár. . „Puella“. ★ RÁÐ. Eg var að ganga upp brekkuna í hvassviðri miklu á dögunum. Hatturinn minn gerði sig líklegan til þess að fjúka af mér á hverju augna- bliki, og varð eg því að halda í hann af öllu afli. Allt í einu mætti eg frú nokkurri, sem stopp- að'i mig, þreif af sér hattinn og sagði: „Sjáðu til, svona skaltu fara með hattinn þinn“. Og hún sýndi mér, hvernig hún hafði saumað hárkamb fastan við borðann, sem er innan í hattinum. ,,Svo set eg kambinn fastan í hárið, og hatturinn rótast ekki“, bætti hún við. Mér þótti þetta afar snjallt og þakkaði frúnni heilræðið. Um leið og við kvöddumst, kallaði hún til mín: „Blessuð, settu þetta í ,,Dag“, ef einhverjar fleiri skyldu vera í vandræðum með hattana sína, þegar hvasst er“. P. ★

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.