Dagur - 16.11.1944, Síða 1

Dagur - 16.11.1944, Síða 1
i ■$> ANNALL DAGS • -..-ú=-- -T Frá hinu mikla Goðafoss-slysi er grein á 3. síðu blaðsins í dag. Fánar blöktu í hálfa stöng um gjörvallan bæinn sl. laugardag og allar opinberar skemmtanir féllu niður hér svo sem í öðrum kaupstöðum landsins. ★ M/b. Sæunn frá Litla-Arskógs- sandi, eigandi Jóhann Ásmunds- son, sökk á Haganesvík aðfara- nótt sl. mánudags. Var báturinn með fullfermi af kolum er áttu að fara til Hofsós. Mannbjörg varð. ★ Stefán Guðnason, fyrrv. hér- aðslæknir í Svaifaðaxdalshéraði er nýlega fluttur hingað til bæj- arins og hefir opnað lækninga- stofu hér, skv. auglýsingu í blað- inu í dag. — Daníel S. Daníels- son hefir verið skipaður héraðs- iæknir í Svarfaðaidalslæknishér- aði. - Akureyrarkaupstaður kaupir Hamra af ríkinu j^BÆJARSTJÓRNARFUNDI fyrra þriðjudag var sainþykkt álit Jaxðeignanefndar, Jxess efn- is, að bærinn skuli sæta tilboði frá dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu um kaup á jörðinni Hömmm við Akureyri fyrir sam- tals kr. 11.880.00. — Jörðin er seld í því ástandi sem hún er í, með mannvirkjum, en kúgildi fylgja engin. Með kaupum þess- um hefir ba?rinn fengið umráð yfir landi, sem fyrir margra hluta sakir er nauðsynlegt að hann eigi. Tún er tæpir 6 ha., en engi og b.eitiland er talsvert, til fjalls. Verðið, sem bærinn hef- ir greitt fyrir jörðina, er mjög lágt, miðað við migildandi verð- lag. Öxnadalsheiði fær bif- reiðum aftur Stórar farþegabifreiðir frá B. S. A. hér í bænum komu sl. þriðjudag frá Akranesi Iiingað til Akureyrar í einum áfanga. Voru bifreiðirnar kornnar hing- að um kl. 11 e. h. og má af því sjá, að færið hefir verið gott. — Vaðlaheiði er einnig fær bifreið- um aftur, og greiðfært að kalla til Húsavíkur. NYJA BÍÓ i ! sýnir í kvöld kl. 9: FLÓTT AFÓLK ! Föstudaginn kl. 9: j HETJUR Á HELJARSLÓÐ | Laugardaginn kl. 6: STJÖRNUREVÝAN : Laugardaginn kl. 9: FLÓTTAFÓLK j Sunnudaginn kl. 3: STJÖRNUREVÝAN j Kl. 5: j HETJUR Á HELJARSLÓÐ j Kl. 9: FLÓTTAFÓLK I .. \ XXVII. árg. AGLR Akureyri, fimmtudaginn' 16. nóvember 1944 42. tbl. V Iðnaður, siglingar og verzlun verða hornsleinar atvinnu 9UMBARTON OAKS. A ráðstefnu stórveldanna í Dumbarton Oaks voru lögð drög að samtökum sameinuðu þjóðanna til verndar friðinum, — undirbúnings stofnunar hins nýja þjóðabandalaés. Mennirnir á myndinni voru mestu ráðandi á ráðstefn- tlnni. Þeir eru, t. frá vinstri: Cromyko, fulltrúi Rússa, Stettinius, fulltrúi U. S. A. oé SirAIexander Cadoéan, iulltrúi Breta. FRÁ ALÞINGI Alþingi kom saman til funda á ný sl. föstudag, eftir hlé það sem gert var að ósk stjórnarinn- ar, til þess að henni gæfist tími til að undirbúa mál þau er af málefnasamningnum leiða og leggja þarf fyrir þingið. Fátt éitt er ennþá sjáanlegt af störfum stjórnarinnar. Helzt þetta: Frumvafp um nýsköpunarráð. Skal ráð þetta hafa með höndum undirbúning og ákvarðanir um framkvæmdir ríkisins við ný- sköpun atvinnulífs í landinu. Á það að ákveða um ráðstöfun þeirra 300 millj. króna af inn- stæðu bankanna erlendis, sem ákveðið er að setja á sérstakan reikning. Skal ráð þetta taka til starfa nú þegar. Þá hefir stjórnin skipað þá Jón Blöndal, hagfr. og Jóhann Sæ- mundsson, lækni, til þess að vera til aðstoðar þingnefnd þeirri, sem hefir tryggingarmálin til at- hugunar. Er ráðgert að hægt verði að leggja frumvarp að nýj- um tryggingalögum fyrir Al- þingi í febrúar næstkomandi. Þá hefir stjórnin lagt fram frumvarp um þátttöku íslands í I. L. O. (Alþjóðaverkamálaskrif- stofunni) og lagt til, að Lands- smiðjunni verði heimilt að verja til vélakaupa og húsabygginga allt að 1 mill j. kr. í stað 100 þús. kr., sem ráðgert er í. frumvarpi er nú liggur fyrir þinginu. Eru þá talin helztu afrek stjórnarinnar til þessa. Eysteinn Jónsson flytur tillögu til þingsályktunar um hlutleysi útvarpsins í fréttaflutningi, þar sem lagt er til að Alþingi reisi skorður við því, er útvarpið hef- ir að tindanförnu birt skrum- kenndar ályktanir og auglýsing- ar uin ríkisstjórnina, mengaðai; ádeilum og ásökunumígarðand- stæðinga hennar. Jafnframt neit- aði útvarpið að birta yfirlýsingu fimm-menninganna úr Sjálfstæð- isflokknum, um að þeir væru ekki stuðningsmenn ríkisstjórn- arinnar! ,.Nonni“ (Jón Sveinsson) dvelur nú í Þýzkalandi Utanríkisráðuneytið hefir und- anfayið gert fyrirspurnir um líð- an íslendinga í Mið-Evrópu. — Hafa þegar borizt upplýsingar fyá allmörgum þeirra. Er líðan þeirra yfirleitt góð segjast þeir ekki þurfa á fjárhagslegri aðstoð að halda. í bréfi frá Jóni Sveinssyni rit- höfundi (Nonna) segir að hann dvelji nú á sjúkrahúsi í Escli- weil'er nálægt Aachen í Þýzka- landi, en hann er nú nærri 87 ára. Skýrir hann einnig frá því að hann hafi nýlega liaft sam- bancl við skyldfólk sitt hér með aðstoð Rauðakrossins. — Nonni er heiðursborgari Akureyrar- kaupstaðar. „Tíminnu stækkaður um helming Hinn 10. þ. m, kom ,,Tím- inn“ fyrst út í hinum nýja bún- ingi, sem honum hefir verið val- inn. Er blaðið 8 bls. og kemur út lífs Akureyrar Áframhald á auknin«;u orkuversins við Laxá og bygging nvrra hafnarmann- virkja á Oddeyri, nauðsynlegir áfangar Frá umræðufundi Framsóknarmanna s.l. mánu- dagskvöld. pRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAll efndi til umræðu- fundar um bæjarmál í Samkomuhúsi bæjaiins sl. mánudags- kvöld. Var lunduiinn fjölsóttur og urðu fjörugar umræður um atvinnumál bæjarfélagsins og fiamtíðaihorfur. Málshefjandi var Jakob Frímannsson, framkvæmdastjóri, en auk hans tóku til máls Guðmundur Guðlaugsson, form. félagsins, Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri, Ámi Jóhannsson, forseti bæjarstjórnar, dr. Kristinn Guðmundsson, skattstjóri, Haukur Snorrason, ritstj., Haraldur Þorvaldsson, verkam., Þorsteinn Stefánsson, bæjargjaldkeri og Árni Jóhannsson, skipstjóri. Hér fer á eftir útdráttur úr ræðu Jakobs Frímannssonar. AKUREYRI Á „NYSKÖPUN- ARTÍMIBILINU*. Það er ljóst öllum þeim, sem hugsa um framtíð bæjarfélagsins, að mikil verkefni bíða Akureyr- inga, ef þeim á að takast að tryggja framtíð bæjarins á traustum grundvelli í því tíma- bili nýrra framkvæmda og tæki- færa, sem framundan er. Akureyri yrði að byggja fram- tíðaráætlanir sínar aðallega á iðnaði, siglingum og verzlun. Bærinn ætti þegar aðstöðu til þess að gera ný átök í þessurn greinum. Mætti þar til nefna legu hans, í miðjú auðugasta landbúnaðarhéraði Norðurlands og ágæt hafnarskilyrði, sem hlunnindi frá náttúrunnar hendi — en raforkuverið við Laxá, sem mikla framtíð ætti fyrir sér, sem tilbúin gæði, er mikla þýðingu hefði \ þessum málum. Má því með sanni segja, að bærinn hafi nú þegar allgóð skilyrði til þessa alls, iðnaðar, verzlunar og siglinga og það sem mestu máli skipti nú, væri að notfæra sér þessi gæði og bæta við jrau svo að Jrau gefi enn aukna möguleika til starfs og framkvæmda. Er þá að gera sér 1 jóst, hvað það er, sem við eigum að stefna að. SIGLINGAR. Ofarlega í þeim flokki mætti telja siglingar. Eins og nú standa sakir, eiga Akureyringar ekkert skip til vöruflutninga. Mætti að tvisvar í viku. Ýmsum nýjum liðum hefir verið bætt í efni blaðsins til þess að gera það fast- ára í formi og fjölbreyttara. Rit- stjóri er hinn sami og áður, Þór- arinn Þórarinsspn. nokkru leyti líkja því ástandi, sem nú ríkir í verzlun manna hér um slóðir) við þ átíma, er íslend- ingar áttu ekkert skip og urðu í öllu að sæta boði og banni út- lendinga í þeim efnum. Því að þótt íslendingar eigi nú skip, og hafi átt um áratugi, þá hefir sá galli fylgt jjessari skipaeign, að hún hefir nær öll verið í hönd- um Reykvíkinga og skipunum stjórnað fyrst og fremst með hag þess bæjai'félags fyrir augum. Þetta ástand hefir valdið okkur þungum búsifjum, sérstaklega eftir að styrjöldin hófst og Eim- skipafélagið varð einrátt um all- ar siglingar og hafði einkarétt til þess að leigja skip í Ameríku- siglingum. Fyrir stríðið áttum við þess kost hér að leigja erlend skip til vöruflutninga hingað, auk þess sem þá var hér til eitt slíkt skip og svo þyrfti það einn- ig að verða strax að stríðslokum, að Akureyri réði sjálf að meira eða minna leyti um erlendar siglingar hingað til bæjarins. ✓ HAFNARMANNVIRKIN NÝJU. Á sl. vori var hafizt handa um byggingu hafnargarðsins á Odd- eyri. Þessi hafnargerð hefir feng- ið ómilda dóma hjá ýmsum afturhaldssömum bæjarbúum. — En framtíðin mun leiða í ljós, að svo framarlega sem Akureyri er nokkur veruleg framtíð búin, jrarf hún að eignast dráttarbraut- ir, skipakvíar og olíu- og köla- höfn með því sniði, sem ráðgert er með hinum fyrirhuguðu mannvirkjum á Oddeyri. Það er langt frá því, að það sé hugmyndin, að við eigum að leggja nú Jregar í stórfram- kvæmdir á Oddeyri. „Að mín- (Frmmhald á 8. tlBu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.