Dagur - 16.11.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 16.11.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 16. nóvember 1944. DAGUR Þýzkt tundurskeyti grandar e. s. Goðafossi. 24 menm láta líf ið. KLUKKAN 6 e. h., laugardaginn 11. nóv., birtu hernaðaryfirvöldin blöðunum svofellda tilkynningu: „LAUST FYRIR HÁDEGI, föstudaginn 10. nóvember, skaut þýzkur kafbátur tundurskeyti á e.s. GODA- FOSS, er skipið var statt á Faxaflóa, innan ísl. landhelgi, um það bil tveggja stunda siglingu frá Reykjavík, og fórst skipið af völdum tundurskeytisins. Björgunarskip fór þegar á vettvang, og kom þáð til Reykjavíkur í gærkvöldi með 19 manns af e.s. Goðafossi. innanborðs — 2 farþega og 17 skipsmenn. 24 menn fórust, 10 farþegar og 14 skipsmenn. Hér á eftir fara nöfn þeirra, sem fórust: FARÞEGAR: Dr. Friðgeir Ólason, Rvík. Dr. Sigrún Briem, kona hans. Börn þeirra: Óli, 7 ára. Sverrir, 4 ára. Óskírð dóttir, 5 mánaða gömul. Frú Ellen Wagle Downey, (gift Capt. Downey). Sonur hennar: William, á þriðja ári. Halldór Sigurðsson, FreyjugÖtu 43, Rvík. Steinþór Loftsson, Akureyri. Sigríður Þormar (Pálsdóttir), Hringbraut 134. SKIPSMENN: Þórir ólafsson, 3. stýrimaður, Miðtún 15, Rvík. Hafliði Jónsson, 1. vélstj., Hringbraut 148. Pétur Hafliðason, kyndari, Hringbraut 148. Sig. Haraldsson, 3. vélstjóri. Víðimel 54. Guðmundur Guðlaugsson, 4. vélstjóri, Kjós. Eyjólfur Edvaldsson, 1. loftsk.m. (dó á leið til lands). Sig. Ingimundarson, háseti, Skólavörðustíg 38. Sig. Sveinsson, háseti, Leifsgötu 25. Ragnar Kærnested, háseti, Grettisgötu 77. Randver Hallsson, 1. kyndari. Öldugötu 47. Jón Kristjónsson, kyndari, Þingholtsstræti 12. Sig. Oddsson, matsveinn, Laugavegi 44. Jakob Einarsson, þjónn, Stað, Laugarnesvegi. Lára Ingjaldsdóttir, þerna, Bollagötu 7. Þessum var bjargað: FARÞEGAR: Áslaug Sigurðardóttir, Ásvallag. 28. Reykjavík. Agnar Kristjánsson, Hringbraut 32. SKIPSMENN: Sig. Gíslason, skipstjóri, Vesturg, 16, Rvík. Eymundur Magnússon, 1. stýrim., Bárug. 5. Stefán Dagfinnsson, 2. stýrim., Hringbr. 132. Hermann Bæringsson, 2. vélstjóri, Hringbraut. Aðalst. Guðnason, 2. loftsk.m., Dagverðareyri. Sig. Guðmundsson, háseti, Vesturg. 16, Rvík. Gunnar Jóhannsson, háseti, Ránarg. 10. Baldur Jónsson, háseti. Bárugötu 31. Ingólfur Ingvarsson, háseti, Öldugötu 4. Árni Jóhannsson, kyndari, TjarnargÖtu 10 B. Stefán Olsen, kyndari, Sólvallagötu 27. Guðm. Finnbogason, 2. matsveinn, Aðalstræti 8. Arnar Jónsson, búrm., Laugaveg 44. Guðmundur Árnason, þjónn, Laugaveg 11. Frímann Guðjónsson, bryti, Kaplaskjólsveg 1. . Jóhann Guðbjörnsson, háseti, Skeggjagötu 14. Stefán Skúlason, þjónn, Fálkagötu 27. Engin orð fá nógsamlega lýst því drengskaparleysi og grimmdaræði, sem birtist í þessari síðustu morðárás þýzkra vopna á friðsamlegt íslenzkt kaupfar og varnarlausa farþega og sjómenn. Sú staðreynd, að sMkt verk er unnið þegar styrjaldarlokin eru í augsýn og vald kúgunar og ofbeldis er í f jörbrotunum, færir okkur heim sanninn um það, að nazisminn er kominn á nýtt stig eyðileggingar og villimennsku, slíkt sem fáa mun hafa órað fyrir að fæðst gæti á þessari öld. Þjóðarsorg ríkir í landinu af völdum þessara hörmulegu tíðinda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.