Dagur - 16.11.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 16.11.1944, Blaðsíða 4
DAGUR Fimmtudaginn 16. nóvember 1944. DAGUR Ritsrjórn: laqimaz Eydal. Johaxm Frínscmn. Hccukur Snorrason. Ai«r»i8alu 09 innheiintu annast: Marinó H. Pétursson. Skriíatoto: viÖ, Kaupvcmgstorg. — Sírni 96. Blfltðið kernur út á hverjum Hmmtudegi. Árqrangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Bjömssonar. / En bilið er skammt - -. J^AUST FYRIR HÁDEGI síðastliðinn föstudag barst til Reykjavíkur fregn þess efnis, að e. s. Goðafoss, sem von var á úr Ameríkuferð, væri kominn undir Reykjanes norðanvert og væri skipsins von inn á höfn höfuðstaðarins að 2 til 3 klukkustundum liðnum. Ættingjar og vinir sjó- mannanna og farþeganna á skipinu vörpuðu léttar öndinni, er þeir heyrðu þessa fregn, og fannst sem af sér væri létt þungri möru áhyggna og kvíðboga, er þeir höfðu borið fyrir velferð og afdrifum ástvina sinna, meðan þeir velktust enn úti á heimshafinu og á hættusvæði styrjáldarinn- ar. Nú fannst þeim öruggt, að langferðamenn- irnir myndu ná-heilir i höfn. örar hendur og hlýir hugir bjuggust til að fagna eiginmönnum og sonum, feðrum og bræðrum. Og börn og barnabörn voru þarna á ferðinni heim til aldaðra foreldra, — dætur, systur og mæður voru á heim- leið til átthaganna eftir lengri eða skemmri dvöl í fjarlægri heimsálfu. Nú skyldi þeim ölium fagn- að hjartanlega, -er þau stigu á strönd fósturjarð- arinnar að vörmu spori að kalla.------ £N BILIÐ ER SKAMMT------. Fast í kjölfar þessarar gleðifréttar barst óvænt og átakan- leg harmafregn: Eftir iÖ komið var inn í íslenzka landhelgi og skipverjar og farþegar á Goðafossi uggðu sízt að sér, skutu óðir og blóðþyrstir morð- ingjar, er létu myrkur hafdjúpanna gæta sín, ó'gnþrungnu helskeyti að hinu varnarlausa fólki. Hljóðlega og fyrirvaralaust — eins og þjófur á nóttu — kom það utan úr sorta og hafróti og sökkti hinu fríða, íslenzka skipi í hafið á ör- skammri stundu. 10 farþegar og 14 skipverjar létu þar líf sitt, en þeh, sem af komust nauðug- lega, hlutu margir sár og allir hrakninga. Þetta hervirki var líkt öðrum „frægðarverkum" naz- istaböðlanna: Ómálga börnum og varnarlaus- um konum var drekkt ög vopnlausir sjómenn og farþegar vegnir úr launsátri í landhelgi Iilut- Iausrar þjóðar. Allur er blóðferill hinna nýju Húna 20. aldarinnar, skráður slíkum feiknstöf- um á spjöld samtíðarsögunnar. fcESSI VÁLEGU ÓTÍÐINDI - urh mesta og átakanlegasta afhroð, sem þjóð vör hefir enn hlotið að gjalda af völdum yfirstandandi heims- styrjaldar — koma mönnum því fremur á óvart sem talið var, að kafbátahættan væri að mestu úr sögunni hér í norðurhöfum, enda langt síðan, :ið nokkrar slíkar fregnir höfðu af henni borizt. Nú sjá menn, að því fer víðs fjarri, að sú meinvætt- ur sé enn að fullu niður kveðin. Sennilega geta sjófarendur aldrei verið algerlega óhultir fyrir henni, fyrr en öll hernaðarvél hins þýzka ríkis h«fir verið mulin mjölinu smærra og síðasta virki þess jafnað við jörðu. þá fyrst getur mannkynið vænzt þess að geta aftur lifað lífi sínu að hætti siðaðra manna — í öruggu skjóli laga og réttar, þar sem morðingjar og illræðismenn eru tryggi- lega geymdir undir lás og loku, en skipa ekki framar hásæti og valdastóla heimsveldanna. Öll íslenzka þjóðin harmar innilega fall hinna vösku sona sinna og dætra, er fórnað hefir verið saklausum á altari herguðsins, og vottar ástvin- um þeirra og aðstandendum dýpstu samúð sína og hluttekningu, VARAFORSETI BANDARÍKJANNA OG FJÖLSKyLDA HANS. * Myndin er af Harry S. Truman, óldungadeildarþingmanni, sem kjörinn var varaforseti Bandaríkjanna um leið oé Roosevelt var kjórinn forseti. Kona varaforsetans og dóttir eru með honum á myndinni. Hljóðfærin koma aftur á markaðinn. tJÉR í BLAÐINU var ekki alls fyr- ir löngu drepið á það, að hljóð- færi til heimilisnotkunar h'afa lengi verið lítt fáanleg í landinu nema af hreinustu hendingu og þá venjulega við óhóflegu verði. Síðan þetta var ritað^ hefir það borið til tíðinda í þessum efnum, áð Tónlistarfélag Reykjavíkur auglýsir nú í öllum dag- blöðum höfuðstaðarins, að það hafi nú þegar pantað allmikið af hljóðfær- um frá Englandi og Svíþjóð, og verði þau "afgreidd samstundis og eitthvað rýmkvast um útflutning og flutninga. Verði ef til vill bráðlega hægt að ná í nokkuð af mjög vönduðum hljóð- færum fyrir heimili, og þau seld við hóflegu verði. Lætur félagið þess getið, að takmark hinnar nýstofnuðu hljóðfæraverzlunar þess sé „hljóð- færij á hvert einasta islenzkt heimili í sveit og við sjó", en ágóðinn renni óskiptur til byggingar tónlistarhallar í höfuðstaðnum. Þá hefir það og vak- ið athygli, að bókaverzlun hér í bæn- um auglýstí nú nýlega, að hún muni hafa slaghörpur (píanó) til heimilis- nota á boðstólum innan skamms — jafnvel nú þegar fyrir næstu jól. Mörgum mun að vonum þykja það góð tíðindi, að almenningur á þess nú væntánlega bráðlega aftur kost að kaupa góð hljóðfæri við skaplegu verði á frjálsum markaði hér innan- lands. Heillaóskir og hjónabandserjur.' CAMFAGNAÐARSKEYTIN, traustsyfirlýsingarnar, heilla-ósk- irnar og loforðin um fullan stuðning og trúnað halda áfram að streyma inn til nýju ríkisstjórnarinnar frá fé- lagssamtökum kommúnista og íhalds- manna víðs vegar á landinu. Munu engin dæmi þess áður, að nýrri ríkis- stjórn hafi verið svo hávært fagnað sem þessari, né heldur, að nokkur ríkisstjórn hafi áður þótzt þurfa á svo væmnum og óhóflegum skrumauglýs- ingum að halda, áður en hún hefir að kalla hrært nokkurn sinn Hm, nema tunguna eina, til þess að andæfa að- steðjandi háska og vandræðum. Sam- tímis eru svo stjórnarblöðin komin í hár saman út af því, hver stjórnar- flokkanna hafi sett nefið á króann. Þökk og heiður mun 'ávallt fylgja minningú þeirra, sem féllu í þjónustu mannúðarinnar. Þeir áttu góða heimvon til síns jarðneska föðurlands. Nú hafa þeir stigið óhultir á strönd hins ejlifa friðarrikis. T. d. þykist „Alþýðublaðið" geta fært fyrir því óyggjandi rök, að öll helztu atriði stefnuskrárinnar eða málefna- samningsins fræga séu runnin undan rifjum Alþýðuflokksins, enda hafi kommúnistar ekki sett nein markverð skilyrði fyrir stjórnarsamvinnunni önnur en þau að fá að dingla sem virðulegast og vingjarnlegast aftan í íhaldinu. Virðist allt benda til þess, að Sjálfstaeðisflokkurinn og Sósial- istar hafi mjög átt sammerkt í því, að vilja flest til vinna að komast sem skjótast í hjónasængiha, en hins vegar hafi Alþýðuflokkurinn verið harla dýr á séf og gjarnan viljað halda meydómi sínum, meðan þess var nokkur kostur fyrir áhlaupum von- biðlanna. r»N EKKI ERU ÞÓ öll heillaóska- skeytin jafn hlýleg né allar traustsyfirlýsingarnar jafn vafalaus- ar, er stjórninni hafa borizt frá nán- asta venzlaliði sínu. Er nú t. d. bert orðið, að fleiri Sjálfstæðismenn en þingmennirnir fimm, sem neituðu for- manninum og bústýrum hans um blessun sína nú á dögunum, hafa sitt- hvað við ráðahaginn að athuga. Ann- að aðalmálgagn Sjálfstæðismanna, dagblaðið Vísir í Rvík, fer t. d. nú fyrir skemmstu svofelldum orðum um nýju stjórnina og stefnuskrá hennar: „Sé Htið á þá stefnuskrá eina, sem þegar hefir verið birt, virð- ist hún vera í meginatriðum í samræmi við kröfur og stefnu rauðu flokkanna. í henni felast stórkostleg þjóðnýtingaráform, sem sum eru þess eðlis að orka kann tvímælis hvort ekki brýtur með öllu í bága við gildandi stjórnlagaákvæði. Það er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins, sem þar kemur fram og er engu lík- ara en að flokkurinn hafi snúið við henni baki. . . Ritstjórn þessa blaðs vill enga ábyrgð taka á þessari stjórnarsamvinnu og telur sig óbundna með öllu af meirihluta samþykkt Sjalfstæð- isflokksins um stuðning við stjórnina. Blaðið mun gagnrýna gerðir hennar svo sem rétt þykir hverju sinni og láta sig engu skipta önnur sjónarmið en hag alþjóðar." Ekki verður um það kvartað, að „Vísir" sé hér sérlega myrkur í máli: Stjórnarskrárbrot og svik við yfirlýsta stefnu flokksins — það er, að dómi blaðsins, hin veglega morgungjöf for- sætisráðherrans til flokksmanna sinna og kjósenda! ^"meDJ" Dagur er bezta auglýsingablaðið »????»»????»?????»????»???( VILTU VERA HRAUST? Við skulum tala saman í hreinskilni. Þú veizt eins vel og eg, að það er ekkert töfra- lyf til við æsku, heilbrigði eða sterkum persónu- leika. • - Við getum ekki tekið þetta inn af flösku eða látið aðva gefa okkur það. Við verðum að vinna, til þess að eignast þetta, erfiða, læra að stjórna geði okkar og nota skyn- semina. Þú hel'ir alltaf vitað þetta. — En hfifir þú nokk-" urn tíma gert alvarlega tilraun til þess að gera líkama þinn að hraustum líkama? Hve lengi stóð sú tilraun? Viku? Mánuð? kannske tvo mánuði? Og hefir þú nokkurn tíma verið fús til að fylgja, þó að ekki væri nema að hálfu leyti, þeim heilbrigðisreglum, sem þú veizt með vissu að eru nauðsyn vellíðan þinni og heilbrigði? — Líttu á þessar greinir og athugaðu, hve margar þeirra þú brýtur daglega: 1. Dundarðu í herberginu þínu við hitt og þetta fram yfir miðnætti, og ferð svo á fætur kl. 7.30 eða 8 f. h. næsta morgun? Ef svo er, færð þú ekki nægan svefn. Konur þurfa meiri svefn en karlar — einkum eftir þrítugt, a. m. k. 8 eða 10 klst á nóttu. 2. Færðu mest af vökva þínum í kaffi, tei og súpum, eða drekkurðu átta glös af vatni daglega, eins og læknirinn þinn hefir ráðlagt? Enginn vökvi kemur að öllu leyti í staðinn fyrir hreint vatn. Aðrir vökvar, einkum þeir, sem eru bland- aðir sykri og rjóma, verða eftir í maganum til þess að flýta fyrir meltingunni og hreinsa ekki á móts við hreint vatn. 3. Er búðar-rölt eina hreyfingin sem þú færð úti? Súrefni er jafn mikilvægt og vatnið er til þess að halda „húsinu" hreinu að innan. Úrgangsefni líkamans losnum við við í gegnum lungun, nýr- un og svitaholurnar. Ef þú hefir hugann minna við lyf (meðul), en hugsar meira um hreint loft og hreint vatn, þá mun þrek þitt aukast og einn- ig mótstöðukraftur gegn sjúkdómum. 4. Ertu matvönd? Borðarðu hina fáu eftirlæt- isrétti þína og lætur hina ósnerta, eða borðar þú alla rétti og sem fjölbreyttasta fæðu, eins og þú veizt að þú átt að gera? Líkami þinn þarfnast kjarngóðrar og fjölbreyttrar fæðu, ef hann á að starfa happasællega. Þú getur ekki dregið úr fjöl- breyttni fæðu þinnar, án þess að eiga á hættu líkamleg óþægindi. 5. Ferðu alltaf út í sólina, þegar færi gefst og ertu úti eina klst, daglega? Móðir þarf þrjú sól- skinssumur til þess að endurlífga vefi líkamans, eftir hvern barnsburð. Konur, yfirleitt, þurfa klukkustundar sólskin daglega, ef vel á að vera. 6. Hve margar sigarettur reykir þú daglega? Ef þú hefir reykt meir en 1Q á degi hverjum í ár eða jafnvel lengri tima, geturðu búizt við að þú sért með nikotin-eitrun, þó að á vægu stigi sé. Ef svo er ástatt fyrir þér þá drekktu meira vatn og borðaðu C-vitaminríka fæðu. — Gerðu svo líkamsæfingar allra minnst vikulega, til þess að örfa svitastarfsemina. Þú ert hrein undantekning, ef þú hefir ekki brotið tvær eða þrjár þessara greina á hverjum degi árum saman. Ef þú ert hreinskilin, þá verðurðu að játa, að þú hefir vanrækt líkama þinn------heilsu þína. Svo fórstu að taka inn pillur og meðul, styrkj- andi eða „stemmandi" á víxl. Hugsaðuum þetta, góða, og minnztu þess, að hraustur líkami er dýrmæt eign.x. (ftýtt),

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.