Dagur - 16.11.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 16.11.1944, Blaðsíða 6
6 DAGUR Fimmtudaginn 16. nóvember 1944. HROSUN EOU)í)RD§ BERIMÍIRD. (Framhald). ist af heimþrá. Hann óskaði einskis frekar, en hverfa heim til Chi- cago aftur. Hún þráði heimkomu hans, en umhyggjan fyrir hon- um var svo mikil, að hún skrifaði honum hvert hvatningarbréfið af öðru um það, að veraltyrr og hafna ekki þessu ágæta tækifæri til frama, sem honum hefði fallið í skaut. Hún óskaði ekki að það vitnaðist, að elskhugi hennar ætti ekki karlmennsku og þrótt til þess að þola fjarvistirnar. Eftir nokkra hríð virtist svo sem hann færi að kunna bærilega við sig á eyjunni. Isabella tók eftir því, að áhugi hans fyrir verzl- unarmálum virtist vaxandi og að hann fann til gleði yfir því, að stuðla að útbreiðslu amerískra viðskiptaaðferða í þessum afkima veraldar. En þrátt fyrir þetta átti hún fastlega von á því, að innan eins árs, en það var allra stytzti tími sem hann gat búizt við að þurfa að dvelja á Tahiti, — mundi hún þurfa að tala mjög um fyr- ir honum til þess að aftra honum frá því að hlaupa þaðan á brott. Hún áleit alveg sjálfsagt, áð hann notaði tækifærið og lærði til hlítar allt viðkomandi viðskiptum fyrirtækisins vestur þar og fyrir sitt leyti taldi hún ekki eftir sér að bíða annað ár eftir heimkomu hans. Hún ræddi um þetta allt við Bateman Hunter, sem var alltaf tryggasti vinur hennar, og þeim kom hjartanlega saman um, að framtíð og frama Edwards bæri að setja ofar öllu öðru. Það vakti því óblandna ánægju í brjósti hennar, að tíminn leið án þess að hann ympraði nokkru sinni á því, að hann hefði í hyggju að hverfa heim. „Er hann ekki dásamlegur?" spurði hún Bateman. „Víst eru þið það bæði,“ svaraði hann. „Eg les það í milli línanna í bréfunum hans, að hann þjáist af- heimþrá, en harkar hana af sér vegna. . . . “ Hún roðnaði lítið eitt, og Bateman, alvörugefinn og lijálpsam- ur eins og ævinlega, lauk við setninguna fyrir hana: „. . . . Vegna þess, að hann elskar þig.“ - „Þú ert dásamleg, Isabella, blátt áfram dásamleg.“_ Og annað árið leið. í hverjum einasta mánuði fékk Isabella bréf frá Edward og þar kom, að henni fór að finnast það undarlegt, að hann minntist aldrei á heimkomuna til Chicago. Hann skrifaði eins og hann væri setztur að fyrir fullt og allt á Tahiti. Hann virt- ist una sér hið bezta þar. Óttablandin undrun greip um sig í huga hennar. Hún las öll bréfin hans aftur, sum oft. Við þennan yfirlest- ur varð henni ljóst, að Edward hafði breytzt. Hún las það í milli línanna. Síðustu bréfin voru eins einlæg og ástúðleg og þau fyrstu, en andinn var breyttur. Hún undraðist með sjálfri sér, að hún skyldi ekki hafa tekið eftir þessu fyrr. Hún þóttist skilja, að sá Edward, sem nú skrifaði henni, var ekki sami maðurinn, sem hafði kvatt hana fyrir nær því tveimur árum. Dag einn, þegar pósturinn frá Tahiti var nýkominn, sagði Baté- man við hana: „Sagði Edward nokkuð um heimför sína?“ „Nei, hann minntist ekkert á hana. Eg hélt kannske að hann hefði nefnt eitthvað í þínu bréfi.“ „Nei, ekki orð.“ „Þú veizt hvernig Edward er,“ sagSi hún, kát í bragði, „hann veit aldrei hvað tímanum líður. En þú gætir spurt hann að því, næst þegar þú skrifar, hvenær hann ætli sér að koma heim.“ Hún varpaði þessu fram léttilega, eins og það skipti raunar engu máli hvort hann færi að vilja hennar eða ekki. En Bateman þekkti hana og vissi, að í þessum yfirlætislausu orðaskiptum bjó heit bæn. „Já. Eg skal gera það," sagði hann. „Eg skil ekki hvað drengur- inn hugsar." Nokkrum dögum síðar bar fundum þeirra saman á nýjan leik. Hún tók fljótt eftir því, að honum lá eitthvað á hjarta. Þau höfðu verið saman mörgum stundum eftir brottför Edwards, höfðu talað um hann og framtíð þeirra svo oft, að hún skildi þegar, að áhyggj- ur Batemans mundu snerta þau Edward. Það tjóaði ekki fyrir hann að neita því, er hún gekk á hann, og hann varð að segja henni allt af létta. „Sannleikurinn er sá,“ sagði hann loksins, „að eg hefi frétt, að Edward er ekki lengur í þjónustu Braunschmidt &: Co. Eg vildi vita vissu mína um þetta, svo að eg fór í gær á fund Braunschmidts sjálfs og spurði hann um það.“ „Og hvað svo?“ „Edward fór úr þjónustu félagsins fyrir meira en ári síðan.“ „Það er undarlega, að Edward skuli ekkert hafa minnst á þetta í bréfum sínum." Bateman hikaði í frásögn sinni, en úr því að hann var búinn að segja upphafið var bezt að hún fengi að heyra alla söguna. „Hann var rekinn." „Drottinn minn dýri, — og hvers vegna?" „Mér er sagt, að þeir hafi aðvarað hann einu sinni eða tvisvar, (Framhald). Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við and- lát og jarðarför okkar hjartkæru móður og fósturmóður, HÓLMFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR. Fyrir hönd fjarstadds sonar, foreldra, systkina og annarra vandamanna. Sólveig Axelsdóttir. Björg Kofoed-Hansen. María Pétursdóttir. Dýpstu þakkir fyrir höfðinglegar gjafir og alla veitta vin- semd á sjötugsafmæli mínu þann 17. október síðastliðinn. Heilir virúr mínir. ÓLAFUR PÁLSSON, Sörlastöðum. Snyrtivörur, amerískar, fjölbreytt úrval. Stjörnu-apotek NÝKOMIÐ: Blandað grænmeti í dósum Gulrætur í dósum Tómatsósa Jarðarberjasulta Verðið mikið lægra en annars staðar þekkist KAUPFÉLAG EYFIRDIHGA Nýlenduvörudeild og útibú. Nýtt frá Ame- ríku: Rommdropar Kirsuberjadropar Jarðarberjadropar Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. AUGLYSING GUÐMUNDUR KJERULF fyrrum bóndi á Hafursá í Fljóts- dalshéraði, varð áttræður 26. okt. sl. Guðmundur bjó 45 ár í Vallahr^ppi í S.-Múlasýslu, lengst á Hafursá, og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hann er giftur Vilborgu Jónsdóttur frá Kleif í Fljótsdal, og hafa þau nú verið 55 ár í hjónabandi. Guð- mundur er vel ern og gengur enn að vinnu, enda hefir hann ætíð verið mikill eljumaður. Guðmundur er prýðilega greind- ur og margfróður, hefir lagt mikla stund á lestur fræðirita og er stálminnugur. Hann er nú fluttur hingað til Akureýrar ásamt konu sinni; dveljá þau hjón á vegum dóttur sinnar, Solveigar. sem gift er Gunnari Jónssyni spítalaráðs- manni. Börn þeirra hjóna, auk fyrr- greindrar dóttur, eru: Anna, gift Sveini Pálssyni bónda í Hábæ í Vogum, Guðbjörg, gift Oddi Kristjánssyni, byggingameistara á Akureyri, Jón Kjerulf á Eski- firði og Andrés bóndi í Reyk- holti. Niðursoðið grænmefi: Blandað grænmeti 3.25 Gnlrætur 2.90 Rauðrófur 2.80 Tomatpurre 4.35 Kjötbúð K.E.A. GIFTIN G ARHRINGUR með fangamarki fundinn í Ásbyrgi sl. sumar. Björn Jóhannsson, Ásbyrgi, pr. Skinnastað. Hveifiklíð í dósum, nýkomið Kaupfélag EyfirÖinga N)lenduvörudeild og útibú. 0 FRÍMERKI ERU VERÐMÆTI. KASTIÐ EKKI VERÐMÆTUM Á GLÆ. Kaupi íslenzk frímerki hæsta verði eftir innkaupslista, sem sendur er hvert á land sem er, ef óskað er. Leitið tilböða. — Upp- lýsingar greiðlega látnar í té. — Duglegir umboðsmenn óskast víðs vegar um land. ÓMAKSLAUN! SIG. HELGASON, P. O. Box 121. - Reykjavík. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦i RUGGUSTÓLL, rná vera notaður, en í góðu standi, óskast til kaups. Afgr. vísar á. VETRARFRAKKI, lítið notaður, til sölu. Afgr. vísar á. Auglýsið í DEGI <4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.