Dagur - 23.11.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 23.11.1944, Blaðsíða 1
 SÉÍSE ANNALL DAGS ¦ Ú Frá Húsavík. Sólríkt sumar er liðið. Svalur vetur genginn í garð. Sjá má líka þess merki, að vetur konungur sé tekinn við völdum. Hér hríðar nú á hverjum degi og má segja, að með komu sinni hafi veturinn breytt líkblæju yfir jörðina. Við hér í Húsavík og nærsveit- um þurfum þó engu að kvíða, þó að kalt blási í vetur. Hinn duglegi og árvakri framkvæmdastjóri Kaupfélags Þingeyinga er nýlega búinn að fá hingað 17 hundruð tonn af kolum. Eru það meiri kol en áð- ur hafa komið hingað á einn ári. Þeirri spurningu hefir líka verið varpað fram af æði mörgum hér í bæ að undanförnu, hvar við hefðu mnú verið staddir með einar 9—10 ónauðsynlegar verzl- anir en ekkert kaupfélag. Það hefði sennliega þá orðið æði kalt í margri íbúðinni hér í vetur. Er þetta eitt með öðru, sem sam- vinnan fær áorkað, en aðrir ekki. * Hér eru nú flestir bátar hættir róðrum og sumir komnir upp í fjöru. Er þetta eitt með allra mestu aflaleysissumrum, sem hér hafa komið lengi. Þegar aflinn brást í vor, vonuðust raenn eftir því, að fiskur kæmi með síldinni, eins og oft hefir verið, en þegar það reyndist ekki, bjuggust margir við afla í haust, en það fór á sömu leið ,enda þá miklar ógæftir. Hér £ Húsavík ganga sjómenn með alvarlega rýran hlut frá borði. Margir sjómenn hafa tjáð mér, að enginn vegur væri að gera þessa smærri báta út á fisk leng- ur, þar sem saman færi dýrtíð og aflaleysi. Enda ekkert fyrir þessa atvinnugrein gert undangengin ár, nema það, sem tekizt hefir að lama hana ár frá ári, með hækk- andi kaupgjaldi, hækkandi verð- lagi, hækkandi álögum, en fisk- verðið staðið í stað. En það sorglegasta af þessu er þó það, að sjómenn, margir hverjir, eiga sinn þátt í því, hvernig komið er með smáút- veginn, eða svo er það hér. * Seinnipartinn í sumar yar hér rétt úti fyrir stöppusíld, eins og í raun og veru er á hverju sumri. Það er eins og síldartorfurnar, sem vaða hérna rétt framan við höfnina, á hverju sumri, séu að minna á það, hvað nauðsynlegt það sé að byggja hér stóra síld- arverksmiðju, en hlaða ekki hverri verksmiðjunni ofan á aðra, þar sem skilyrðin eru verri og framtíðarmöguleikar minni. Eins og að undanförnu starf- aði þessi litla síldarverksmiðja hér í sumar og bræddi 11504 mál síildar. Var unnið við að bræða langt fram í september. í júlímánuði hófst hér vinna við undirbúning hafnarmann- virkja, sem byggja á hér á næstu árum. Verður garður byggður svo langur, að hann lokar alveg höfninni fyrir öllum stórsjóum. Skapast við það ágæt skilyrði fyrir vaxandi atvinnulíf hér við höfnina. Auk þess sent það (Framhald á 8. siðu). D A G y R XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 23. nóvember 1944. 42. tbl. Dýrtíð og aflaleysi eru að ráða niðurlögum ey- firzks smábátaútvegs Fiskveiðar á opnum vélbátum frá eyfirzkum ver- stöðvum munu leggjast niður að óbreyttum aðstæðúm Afkpma síðastliðið sumar svo léleg, að sjómennirnir eru tæpast matvinnungar 4fkoma þeirra manna, sem stundað hafa sjó á opnum vélbáfc um frá verstöðvum hér út með firðinum s. 1. sumar, er svo léleg, að útilokað er, að þessum atvinnurekstri verði haldið áfram að i óbreyttum aðstæðum. Er nú svo komið fyrir dýrtíðina í landi, að ef afli bregst að einhverju leyti eins og s. 1. sumar eru hluta- sjómennirnir og útgerðarmennirnir varla matvinnungar og þótt vel aflist er kaup þeirra tæpast jafn hátt og það, sem greitt er fyr- ir landvinnu. Eru því mestar líkur til, að þessi atvinnugrein, sem verið hefir lyftistöng sjávarþorpanna hér í nágrenninu, leggist niður, nema ráðstafanir verði gerðar til úrbóta af opinberri hálfu. Aflinn s.l. sumar var lítill og sú vertíð ein hin lélegasta, sem hér hefur verið um langt skeið. Opnu vélbátarnir eyfirzku eru venjulega gerðir út í'rá apríl til september, eða 5 mánuði ársins. Síðastliðið sumar hættu margir bátanna veiðum er síldarvertíð býrjaði, þar eð sjómennirnir gátu fengið skiprúm á síldarskip- um og bætt hag sinn á þann hátt. Aðrir bátanna hafa stundað þorskveiðar allt sumarið og er hagur þeirra . manna, sem þá veiði stunduðu, mjög bágborinn. Fiskurinn brást á grunnmiðum þrátt fyrir 5 ára togarafriðun af styr jaldarvöldum, og þegar hvort tveggja fylgist að, lítill afli og dýrtíð í landi, er raunar ekki ótrúlegt, að afkoma fiskimann- anna sé slæm, en þó munu fæstir gera sér grein fyrir, hvernig þess- um málum'er raunverulega far- ið. Því fer mjög fjarri, að sjó- mennirnir geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum á þessari at- vinnu. Virðist kominn tími til þess, að þessi mál verði tekin til athugunar af opinberri hálfu, ekki sízt, þar sem nú eru uppi áætlanir um að tryggja öllum at- vinnu við sem arðbærastan at- vinnurekstur, eins og segir í mál- efnasamningi stjórnarflokkanná, og forða því að nokkur líði skort. gLAÐIÐ HEFIR AFLAÐ sér upplýsinga um raunverulega afkomu eins 4 smálesta vélbáts, sem gerður var út úr verstöð hér við Eyjafjörð mánuðina apríl til september sl. sumar. Tölurnar, sem hér fara á eftir, eru allar raunverulegar, því að ekki er völ á skýrslu um afla allra bát- anna né heldur meðalafla á þessu tímabili. Báturinn, sem hér er greint frá var ekki hæztur að aflahlut, en heldur ekki lægst- ur; líklega verið heldur lakari en í rneðallagi ura afla. Víst er, að fjöldi annarra báta aflaði svipað á þessu tímabili. Heildaraflinn, fiskur og lifur, seldist fyrir kr. 21.589.42. Gjöld voru þessi: . Húsa-, og bryggjuleiga, vatn, raf- magn o. fl...... kr. 725.00 Línuvinna........ - 3605.90 Beita......... . -v 3154.00 Olía............. - 1380.00 Vélaviðgerðir og kostnaður vélar . . — 2484.00 Viðhald á bátnum. - 1120.50 Veiðarfærakostnaður — 2130.00 Slysatrygging ..... — 700.00 Greiddur hlutur unglings .-...... - 1000.00 Greiddur hlutur 2 háseta 1812.00 til hvors........ - 3624.00 Eftirstöðvar til útgerð- armannsins, sem jafnframt var form. á bátnum ...... - 1666.02 36389 nazistar gefast upp .... . .-.. ............. . .......¦¦. .,¦¦;¦¦¦ ...... ¦¦¦ ; •• Setulið Þjóðverja í Brest gaíst upp fyrir Bandamönnum 20. september s. 1. Þar tóku Bandamenn nær 40 þúsund fanga. ¦>*++++++++ Kr. 21.589.42 Éins og sjá má af þessu, vantar mikið á að þessir menn haf i haft Ufvænlega afkomu í sumar og ekki er glæsilegt að byggja fram- iðarvqnir á atvinnurekstri, sem ;vona horfir um. Utgerðarmaður þessa báts .vildi, að vertíð lok- inni, selja bátinn, sem hann átti skuldlausan, en fékk engan kaup- andann. Sama er að segja um imarga aðra, sem eiga og hafa gert út opna vélbáta. Þeir vilja gjarnan selja þá, en fá ekki kaup- endur að þeim. Það er vert að minnast þess, að' þótt einhverjum kunni að finnast það lítilsvert, hvort fleiri jeða færri trillur róa hér til fiskj- ar, þá voru það einmitt þessir bátar, sem bezt dugðu á.kreppu- árunum og gerðu mörgum fjöl- skyldum mögulegt að komast yf- ir þau erfiðu ár. Hinn sjálfstæði smábátaútvegur héðan úr firð- inum hefir verið til þessa einn (Framhald á 8. síðu). Minningarathöfn um þá sem fórust með „Goðaf ossi" f dag fer fram í Dómkirkj- unni í Reykjavík minningarat- höfn í tilefni hins hörmulega „Goðafoss"-slyss. — Eru allar verzlanir og stofnanir höfuðstað- arins lokaðar frá hádegi. Útvarp úr kirkjú hefst kl. 2 e. h. Hér á Akureyri verða allar sölubúðir og skrifstofur lokaðar frá kl. 1 til 4 e. h. ERLEND TIÐINDI Eisenhower hershöfðingi ræddi ið blaðamenn sl. þriðjudag um ;ókn Bandamanna á vesturvíg- stöðvunum, sem nú er komin í algleyming, allt frá vígsvæði Breta í Hollandi til svissnesku landamæranna. Eisenhower kvað Bandamenn mundu halda áfram iókninni, m.eða vaxandi þunga, unz varnir Þjóðverja brystu. Hann taldi líklegt að úrslit orr- ustunnar um Þýzkaland yrðu 'estan Rínarfljóts, því að austan Jljótsins hefðu Þjóðverjar ekki ;amfellt virkjakerfi svipað Sieg- fried-línunni yestan fljótsins. — Hins vegar hefðu Bandamenn slíka yfirburði í lofti, að Þjóð- verjar myndu vart treysta sér til þess að hörfa skipulega með her sinn austur fyrir Rín ,enda gætu Bandamenn eyðilagt brýrnar á fljótinu efwr vild, ættu Þjóðverj- ar því vart annars úrkosta, en berjast til þrautar, þar sem þeir nú stæðu. Yrðu úrslit Þýzka- landsorrustunnar -því á þeim slóðum. • Sókn Bandamanna færist enn (Framhald á 8. síðu). Sleifarlag á póstflutning- um f rá Reykjavík Mikil óánægja og réttmæt er ríkjandi hér út af fyrirkomulagi póstflutninga frá Reykjavík. — Þótt nær daglegar samgöngur séu nú og hafi verið um skeið með flugvélum milli Reykjavík- ur og Akureyrar, er seinágangur á flutningi póstsins, því að lítið eitt af bréfum er sent flugleiðis og alls enginn blaðapóstur. Mun þó nægilegt rúm fyrir miklu meiri póstflutning að jafnaði með flugvélunum. Þetta ástand sýnist allsendis óþarft og óréttmætt. Það sýnist vera skylda póststjórnarinnar að koma póstinum til ákvörðunar- staðar á sem skjótastan hátt, en að þessu leyti eru tækifærin til greiðari flutninga hingað norður (Framhald á 8. síðu). Akureyringur í Ameríku Myndin er af Lórusi Eggertssyni Stefánssonar kaupmanns hórí bæ, sem nú dvelur með strandvarnar- liði Bandaríkjanna við nám í alysavörnum og bjprgun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.