Dagur - 23.11.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 23.11.1944, Blaðsíða 2
t DAGUR Fimmtudaginn 23. nóvember 1944 Sjálfstæðismenn hafa horfið frá því að vinna bug á dýrfíðinni Til skamms tíma hafa Sjálf- stæðismenn verið sammála Framsóknarmönnum um það, að lífsnauðsyn væri að stöðva dýr- tíðina og að það yrði að sitja fyrir öllu öðru, þvj að ella væri voðinn vís fyrir atvinnulífið í landinu. Því kynlegra er það, að í mál- efnasamningi þeim, sem stjórn Sjálfstæðismanna og verkalýðs- flokkanna hafa gert, er með öllu gengið fram hjá þessu mikilvæga atriði. Enginn þarf að gera sér í hugarlund, að þetta hafi stafað af gleymsku, heldur hefir dýrtíð- inni verið sleppt af ásettu ráði úr samningnum, en það er hið sama og aðilar hafi komið sér saman um að sleppa dýrtíðinni lausri. Líklega er þetta eina krafan, sem kommúnistar hafa sett á oddinn við samningagerð- ina, og Ólafur Thors orðið að ganga að henni, ef honum yrði leyft að komast í stjómarfor- sætið. Það er því sýnilegt, að Ólafur Thors, og fylgdarlið hans í Sjálf- stæðisflokknum, er horfið frá stöðvun eða lækkun dýrtíðar- innar. Framsóknarmenn hafa ætið haldið því fram, og unnið að því, að lækkun verðlags og kaup- gjalds væri eina örugga ráðið gegn dýrtíðinni og hefði jafn- framt þann kost, að það skaðaði hvorki framleiðendur né verka- menn, því að framleiðendur ynnu upp lækkun verðlags á lækkuðum tilkostnaði, og lækk- un á kaupi spillti ekki hag verkamanna, þar sem kaupmátt- ur krónunnar yxi að sama skapi. Hefir þetta aldrei verið hrakið með rökum. Framsóknarmenn hafa marg- sinnis sýnt fram á það með gild- um rökum, að allt atvinnulíf okkar og fjármálasjálfstæði væri undir því komið, að við yrðum samkeppnisfærir með sölu á framleiðsluvörum okkar á út- lendum markaði að stríðinu loknu. Það gefur að skilja, að ef við getum ekki selt afurðir okk- ar til annarra þjóðafyrirdýrleika sakir, þá rekur brátt að því, að við getum ekki greitt þær vörur, sem okkur er nauðsyn að fá keyptar frá útlöndum, og að- flutningar til landsins teppast. Það verður skammgóður vermir að lifa í þeirri augnablikssælu, er við eigum nú við að búa í ut- anríkisverzlun okkar, því fyrr en varir skellur verðlækkunin á, en fyrir þessu loka allt of margir augunum og vilja fljóta sofandi að feigðarósi. Fulltrúar bændastéttarinnar á Búnaðarþinginu sáu hættuna framundan, sem beið þjóðarinn- ar, ef dýrtíðin yrði ekki stöðvuð, og buðust til að slá af kaupi bænda, er þeim hafði verið áskil- ið samkvæmt niðurstöðum sex manna nefndarinnar, allt að tíu milljónum króna í því trausti, að kaupgjald yrði fært niður að sama skapi, og létu bændur yfir- leitt sér þetta vel Uka, Þingflokk- arnir tóku þessu tilboði bamda fegins hendi, ekki sízt Sjálfstæð- isflokkurinn; blöð þeirra lofuðu bændur hástöfum fyrir víðsýni og fórnarlund, en tóku hitt jafn- framt fram, að nú mætti hlutur launamanna og verkamanna ekki eftir liggja, nú yrðu a. m. k. all- ar kaupliækkunarkröfur að vera úr sögunni og verkföll niður að falla. Foringjar- kommúnista voru strax á öðru máli. Samkv. þeirra kenningu mátti hvergi skerða kaupið, heldur átti að hækka það, en framleiðslukostn- aður átti að lækka með aukinni tækni við framleiðsluna. Málefnasamningur stjórnar- innar og staðreyndirnar bera það með sér, að sjónarmið kommún- ista hafa hvarvetna orðið ofan á í þessum efnum. Launahæstu stéttirnar hafa nú þegar fengið kauphækkanir og aukin fríðindi með stuðningi stjórnarinnar. Aðrar stéttir korna á eftir með sínar kröfur, sem líka verður sinnt, enda væri annað órétt- mætt í samanburði við það, sem á undan er gengið. Dýrtíðinni á að sleppa lausri. Þessi á niður- staðan að verða á stefnu Sjálf- stæðisflokksins í dýrtíðarmálinu eftir allar prédikanirnar um skaðsemi dýrtíðarinnar og lofs- yrðin um bændastéttina. Bændum einum á að blæða um 10 milljónir, en vinnlaun annarra við framleiðsluna eiga að hækka. Það er andi kommún- ista, sem svífur þarna yfir vcitn- unum. Nú munu lofdýrðarsöngvarar stjórnarinnar segja: Ekki hefir nú stjórnin aldeilis gleymt dýr- tíðinni og framleiðslunni, því að hún ætlar að leyfa mönnum kaup á framleiðslutækjum fyrir ‘100 milljónir króna. Það er með öðrum orðum auk- in tækni, sem á að halda at- vinnuvegunum uppi og yfý- buga alla dýrtíð. Svo má aukning á kaupi og launum hlaðast á framleiðsluna, því að hin full- komnu framleiðslutæki jafna jrað allt saman og koma til leiðar NÝSKÖPUN atvinnuveganna. Þetta segir nú blessuð nýja stjórnin. En því miður eru Jretta allt saman tómir loftkastalar. Aukin tækni við framleiðsluna er út af fyrir sig góð, fullkomin framleiðslutæki að vísu ágæt. En er stjórnin svo barnaleg að halda, að framleiðslutækin, sem við öflum okkur, skari það fratn úr sants konar tækjurn meðal ann- arra þjóða, að vegna þeirra einna verðttm við samkeppnis- færir á erlendum mörkuðum, meðan kaupgjald við fram- leiðslu okkar er tvöfalt eða þre- falt hærra en annars staðar? Sannleikurinn er sá, að þó ekki væri liægt að þverfóta hér á landi fyrir framleiðslutækjum, jafn- góðum og tíðkast með öðrum þjóðum, og lengra getum við ekki vænzt að komast, þá gætu atvinnuvegirnir engu að síður verið óstarfhæfir, ef framleiðsl- an ber ekki uppi kostnaðinn við haiia; þá værum vð jafn ósarn- keppnisfærir eftir sem áður. Svo verður það, ef allar fram- kvæmdir drukkna í dýrtíðar- lióði, en því miður virðist það vera stefna stjórnarinnar og flokka hennar. Það er eins og stjórnina sjálfa óri fyrir því, að þessi „plön“ hennar séu ef til vill eitthvað loftkennd. Hún gerir ráð fyrir að svo geti farið, að einstaklingar vilji ekki kaupa framleiðslutæk- in, sem þá myndi stafa af því, að þeim Jrætti framleiðslan á ein- hvern hátt ótrygg, Jrrátt fyrir tækin. F.n stjórnin ætlar ekki að deyja ráðalaus. Hún ætlar J)á að stofna til félagsmyndana til kaupa á tækjunum, en vilji fé- lögin heldur ekki sinna kaupun- um, þá er eitt ráð enn til að hlaupa upp á, og það er, að ríkið sjálft kauþi Jrau og starfræki, en þegar svo væri komið, væru at- vinnuvegirpir gerðir að ríkis- rekstri. Þá endaði nýsköpun Olafs Thors í ÞJÓÐNÝTINGU AT- VINNUVEGANNA. Þá yrði kommúnistum skemmt. Hver er stefna Sjálfstæðisflokksins? Það hefir ekki farið dult fram að allra síðustu tímum, að einn meginþátturinn í lífsskoðun for- ingja Sjálfstæðisflokksins væri fólginn í sterkri trú á framtak einstaklinganna. í samræmi við Jressa liugarstefnu hafa Sjálf- stæðismenn haft megna andúð gegn þjóðnýtingaráformum kommúnista. Nú er ástæða til að ætla, að hér sé orðin allmikil og skyndi- leg breyting á. Morgunblaðið viðurkennir, að ágreiningur eigi sér stað inn- an Sjálfstæðisflokksins, en reyn- ir að gera sem minnst úr honum o<r neitar, að nokkur málefna- ágreiningur sé fyrir hendi í flokknum, en allir flokksmenn séu einhuga um aðalstefnu flokksins. Blaðið Vísir skýrir nokkuð öðruvísi frá. Það segir, að fyrr- verandi stefna Sjálfstæðismanna sé ekki lengur ráðandi í flokki Jreirra, þetta komi fram í stjórn- arsáttmálanum, því að þar birt- ist stór Jtjóðnýtingaráform. Sam- kvæmt frásögn Vísis er því ekki um neinn lítilfjörlegan ágrein- ing að ræða í Sjálfstæðisflokkn- um, heldur verulegan málefna- ágreining um ekki minna efni en jxað, hvort einstaklingsfram- takið eigi að ráða framvegis í landi hér, eða taka eigi upp þjóðnýtingarstefnu kommúnista. Því verður alls ekki neitað að í stjórnarsáttmálanum gægist Jyjóðnýtingarstefnan allgreini- lega fram, jrar sem gert er ráð fyrir að fyrir geti komið að stjórnin láti ríkið kaupa frarn- leiðslutæki fyrir 300 milljónir kr. og starfrækja þau. Þessar bollaleggingar um ríkisrekstur á sviði framleiðslunnar benda til þess, að trú Ólafs Thors og Jreirra flokksmanna hans, er hon- um fylgja að málum, á einka- framtakið sé stórum biluð fyrir áhrif frá Brynjólfi og Áka. Það er því eðlilegt, að óbrotnir liðs- menn í flokki Ólafs Thors spyrji: Hver er stefna Sjálfstæð- flokksins gagnvart framleiðsl- unni. SÖGN OG SAGA ---Þ jóðfræða|)a*ttir ,J)ag - Strandainannasaga Gísla Konráðssonar (Framhald). Auðunssonar og Guðrúnar, er bjó eftir föður sinn á Melum. Átti hann fyrst Ljótunni Eyjólfsdóttur og síðan Guðrúnu Tómasdótt- ur og var þeirra sori Jón lögréttumaður, sem bjó á Melum. Það finnst ritað, að Jón Auðunsson hefði tvo vetur um nírætt, er hann dó. Það var veturinn eftir lát Jóns, 1737, Ji. 30. nóvember, að sá maður, er Þorlákur hét, varð úti á Kollabúðarheiði. — Sum- arið eltir, á Alþingi 1738, lýsti sá maður af Ströndum hvalskeyti sínu, er Sveinn Sveinsson hét, og Jón prestur Pálsson kaupi sínu á Tungu í Bitru.1) Ungur maður, er Þorlákur Þorleifsson hét, varð bráðkvaddur við Steingrímsf jörð. Þá önduðust úr sótt Einar Einarsson á Bíldudalseyri, móðurbróðir Einar ssýslumanns Magn- ússonar og Ásta Pálsdóttir í Holti við Önundarf jörð. Telur Þórð- ur prestur í Hvammi í annál sínum, að þau dæi hin fyrri misseri. LÁT HALLDÓRS PRESTS. JÓN PRESTUR FÆR STAÐ. ÓLAFUR BITRÚÞING. Halldór prestur Einarsson hafði nú haldið Stað í Steingríms- firði um 20 vetur. Andaðist hann þessi misseri. Var kona hans þá, Sigríður Jónsdóttir, tveim vetrum betur en fimmtug, og voru þeirra börn: 1. Björn, síðar prófastur í Sauðlauksdal, síðast á Setbergi, átti'Rannveigu, systur Eggerts Ólafssonar, skálds, vara- lögmanns; þau voru barnlaus. — 2. Guðrún, átti Halldór í Laug- ardælum Brynjólfsson.1) — 3. Guðrún yngri, átti Guðmund prest Jónsson, — 4. Rannveig, fyrri koria Guðbrands prests á Brjáns- læk. — 5. Einar, prestur í Hraungerði, ókvongaður og barnlaus. — 6. Jóri. — 7. Guðrun yngsta, átti Stefán Prest Högnason á Breiða- bólsstað í Fljótshlíð 1757; hann dó 1790;2) þeirra börn: a. Högni, prestur í Hrepphólum. b. Rannveig, fyrstá kona Þorvalds pró- fasts Böðvarssonar. c. Sigríður, átti Pál prest Þorláksson; hú ndó 1801. Páll prestur var bróðir Jóns prests Þorlákssonar, skálds á Bægisá.8. Sigríður Halldórsdóttir, giftist ekki, og dó öldruð á Stað hjá Hjalta prófasti Jónssyni. Jón prestur Pálsson hafði fengið Bitruþing eftir Ólafs prest, 1711, og prófastur var hann orðinn 1725. Þótti hann mikilhæfur maður og vel að sér. Hann var óskírgetinn sonur Páls Árnasonar úr Staðarsveit, frá Tungu, með Ingibjörgu Sigurðardóttur, lög- réttumanns úr Árnesþingi Guðnasonar. Ingibjörg átti síðan Sig- urð bónda Jónsson á Skúmsstöðum. Jón prófastur Pálsson átti Solveigu, dóttur Jóns prests á Breiða- bólsstað á Skógarströnd, Jónssonar á Narfeyri, Jónssonar, silfur- smiðs á Narfeyri, Árnasonar, Narfasonar á Geirröðareyri. Það er sagt að Geirröðareyri væri síðan kennd við Narfa þann; hann var af Kolbeinsstaðaætt. Þeir voru synir Jóns prófasts og Solveig- ar: 1. Jón, prestur í Grunnavík, er drukknaði. — 2. Ásgeir, prestur eftir föður sinn á Stað. — Fékk nú Jóh prófastur Stað eftir Halldór prest 1739 og fluttist þangað. En Bitruþing fékk Ólafur prestur Brynjólfsson; hann var bróðir Halldórs biskups Brynjólfssonar, lögréttu manns á Ingjaldshóli, Ásmundssonar, en móðir þeirra, kona Brynjólfs, var Vilborg Árnadóttir, prests Kláussonar. >) Halldór Brynjólfsson var prestur í Hraungerði (og Laugardælum) bæði á undan séra Einari mági sínum og eftir hann. 2) Síra Stefán Högnason dó 27. nóv. 1801. l) 1». e, Snartartungu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.