Dagur - 23.11.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 23.11.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 23. nóvember 1944 D A G U R 5 Ráðhildur Ingvarsdóttir frá Kalmanstjörn. síðar húsfreyja á Hrafnsstöðum Ráðhildur Ingvarsdóttir var orðin fulltíða að aldri, þá er eg sá hana í fyrsta sinni Það var eigi rniklu síðar en Örlög og eðli liöfðu ýtt henni út af gláfle'ti glaðrar æsku. Nú var hún komin yfir á vettvang fullorðinsáranna og var heitbundin kona. Fram- undan lá eljuferill og starfsvið eiginkonunnar, móður og hús- freyju. Þessa ungu myndarstúlku þekkti eg þá aðeins að nafni einu, en kunni engin skil á ætt liennar eða fortíð. Eg vissi ekki þá, að Ráðhildur var í móður- ætt einn af niðjurn Auðar í Hvammi, Þórðar gellis, Ara prests hins fróða og Þorkels Eyj- ólfssonar. Og í föðurætt í frænd- serni við Ólöfu ríku og afkom- andi Lofts á Möðruvöllum og Finnboga lögmanns Jónssonar hins gamla. En síðar þegar eg kynntist Ráðhildi betur, þótti mér sýnt að henni brigði mjög til ættar sinnar að skapgerð og hugðarefnum. Fór það að von- um, því að jafnaði eru niðjarnir forfeðurnir endurbornir og arf- takar að kostum þeirra og ó- kostum, göfgi og gauðar- mennsku. Ráðhildur Ingvarsdóttir er fædd 24. marz 1887 að Kalmans- tjörn í Höfnurn á Reykjanesi. Voru foreldiar hennar búandi hjón þar, Ingvar Ingvarsson og Kristín Stefánsdóttir. Hefi eg um það sæmilega öruggar heim- ildir að Ingvar á Kalmanstjörn og þeir ættmenn hans margir voru glæsilegir að vallarsýn all- stórbrotnir í skapi og háttum og í engu • smátækir, ,_djarfærir áræðismenn og sægarpar, miklir vexti og afrenndir að afli. Skag- firðingar að ætt og uppruna. Stefán fær þau eftirmæli hjá séra Pétri Guðmundssyni annálarit- ara, að hann væri „merkis- bóndi“. Kona Stefáns var Ráð- hildur Jónsdóttir, er svo sagt, að hún væri fósturdóttir séra Jóns Vestmanns í Vogsósum. Hún var þrígift og var Stefán miðmaður hennar. Fullvíst er að Ráðhild- ur Jónsdóttir væri atgerfismikil mannkostakona og skörungur að gerð. Væri freistandi að gera minningu hennar nokkur skil, þó eigi verði um sinn. Ráðhildur lifði menn sína alla og öll börn sín nema Kristínu eina. Var æfi hennar mannraunamörg og ör- lög rnikil og stórbrotin. Hún andaðist í hárri elli á Kalmans- tjörn og hélt virðingu, sæmd og góðu mannorði til æfiloka. Ráðhildur Ingvarsdóttir ólst upp með foreldrum sínum. Hlaut hún menntun nokkra, bæði hér og erlendis og rnannað- ist vel. Hún giftist Páli Frið- finnssyni, svarfdælskum mánni. í föðurætt kominn frá þeirn Hólsmönnum á Upsaströnd, en í móðurætt frá Atlastöðum í Svarfaðardal. Eigi löngu eftir giftingu sína keyptu þau Páll og Ráðhildur jörðina Hrafns- staði í Svarfaðardal og bjuggu þar síðan. Á síðastliðnu vori brugðu þau búi, en dvöldu þó kyrr á Hrafsstöðum. Hafði Ráð- hildur þá kennt vanheilsu um nokkurn tíma undanfarinn. Hún andaðist ,að heimili sinu, Hrafnsstöðum þ. 30. júní síðast- liðinn á 58. aldursári. Þau Páll og Ráðhildur eignuðust þrjú börn í hjúskap sínum. Lifa tvö þeirra, piltur og stúlka, bæði uppkomin. Ráðhildur Ingvarsdóttir var ein þeirra kvenna, er naumast gat dulizt samferðamönnunum. Bar til þess fleira en eitt. Hún var mikil að vexti, en þó við hæfi, beinvaxin, þykk undir hönd og hvelfdur barmurinn. Dökklitað hárið mikið og fór jafnan vel. Hörundsbjört og brúneyg, svipmótið drengilegt og gerðarþokki í framkomu og hreyfingum. Ráðhildur var prýðilega verkhög, híbýlaprúð og hreinlát. Hún var greind kona og vel fær til bókar, skildi erlend bókmál og ritaði fallega hönd. Brátt eftir það, að þau Páll og Ráðhildur komu að Hrafnsstöð- um byrjuðu þau rnargar og miklar unrbætur á býli sínu. Reistu bæ allan frá grunni og nokkurn hluta peningshúsa. Mátti líka segja að stórfelldar umbætur væru gerðar þar í tún- rækt, svo að töðufall margfaldað- ist. Þá höfðu þau og garðyrkju allmikla Um mörg ár. Sjávarút- gerð hafði og Páll með höndum um langt skeið. Dvaldi hann þá oft langdvölum fjarri heimili sínu til umsjónar þeim atvinnu- vegi og öðrum tekjustörfum. Féll það þá oft í lilut húsfreyj- unnar á Hrafnsstöðum að hafa forsjá og umsjón með þeim störfum, sem húsbóndinn hefir að jafnaði á hendi. Varð Ráð- hildi því nokkru annsamara en annars mundi. Var hins vegar áhugasöm og skyldurækin og vildi allt vel af liendi leysa. Skap- höfnin rismikil og aðfarir ákveðnar og nokkuð umvöndun- arsöm, fór þá stundum, sem oft vill verða, að fólk þoldi mis- jafnt. Lundin hins vegar einlæg og trygg, gestrisin og góð úr- lausna og aldrei fús til þess að varpa skarni að mannorði ann- arra. Er þetta að vísu ósvikin konungslund, en eigi kotungs- háttur. Ráðhildur Ingvarsdóttir. Þú komst hfngað í hérað þetta á blómaskeiði æfinnar, full áhuga og lífsþróttar. Þú gerðist að nokkru leyti landnemi í útsveit á meðal allra ókunnugra, fjarri átthögum og.frændliði. Þér tókst að þínum hlut að hefja til virð- inga og orðsemi ábýli þitt og þurftir eigi til þesis erfð eða ívilnanir. Svarfaðardalur varð að miklu leyti arfþegi að athöfn- um þínum. Þig bar ætíð hátt í húsfreyjusætinu á Hrafnsstöð- um, en lézt af hendi forráð öll þá er þú kenndir vanmáttar, svo sem gerði Auður hin kristna, ættmóðir þín í Hvammi. Þú komst hingað til þess að starfa og deyja. Dulvaldur alheims leysti þig af varðbergi áður en elli félli þér á hönd. Þykir mér því serti á þér hafi sannazt það, sem höfð- ingnin þeirra Norðmanna sagði forðum: ,,Til frægðar skal kon- ung hafa meira en til langlífis“. Hvíli duft þitt í friði. Og fari andi þinn frjáls og léttfleygur um uppsali æðri heima. Hafðu hjartans þökk fyrir mig. Runólfur í Dal. FRÁ BÓKAMARKADINUM eeæassis'^isym Jan Valtin: Úr álögum. Síðara bindi. Emil Thoroddsen þýddi. Reykjavík 1944. Bók þessi var á. sínum tíma metsölubók í hinum enskumæl- andi heimi og vakti þá alheims- athygli. Og enn skýrir hún á áhrifamikinn og hármsögulegan hátt aðdraganda hinna harm- sögulegu og einstæðu atburða, sem nú eru að gerast í heimin- um. Þetta er sjálfsæfisaga bylt- ingamanns, sem frá blautu barnsbeini að kalla lifir og hrær- ist í undirheimum ofstækis og byltingaáróðurs og er því öllum hnútum kunnugur í Jreim ó- hugnanlega og gerspillta svikavef, sem hin leynilega og ólöglega utanríkisþjónusta kommúnista- ríkisins spann sem víðast um heiminn síðustu áratugina fyrir heimsófriðinn síðari. Frásögn lians leiðir í ljós, að hinir óbreyttu liðsmenn og lægri for- ingjar þeirrar starfsemi eru yfir- leitt einlægir og fórnfúsir hug- sjónamenn, sem trúa enn á hreystiyrðin og auglýsinga- raupið, — berjast djarflega og æðrulaust af „heilögu ofstæki" í þjónustu málefnis, er þeir telja rétt, En hins vegar þafa þeir dyggilega tileinkað sér hina jesúistisku lífsreglu og baráttu- aðferð, sem telur, að „tilgangur- inn helgi meðalið“. En þegar til kasta hinnar æðstu forustu kem- ur, er Jrað kaldrifjuð, miskunn- arlaus, síngjörn og óheiðarleg stórveldastefna og jafnvel þrengstu og persónulegustu eig- inhagsmunir hinna æðstu leið- toga, sem skjóta skyttunni og slá vefinn. í þessu síó'ara bindi bókarinn- ar segir frá ástandi og viðburð- um í Þýzkalandi um og eftir valdatöku Hitlers og hans nóta. Þeir hafa lært ljótustu og áhrifa- mestu klæki andstæðinga sinna og bætt þeim ofan á sínar eigin glæpaaðferðir. Og þeir fram- kvæma verk sitt með allri snilli og dugnaði liinnar alþekktu Jrýzku skipulagningargáfu og vís- indalegu tækni. Naumast mun nokkrum rithöfundi öðrum lrafa tekizt betur eða trúlegar en Jan Valtin að lýsa dvöl sinni í þýzk- um fangabúðum og pyndingar- aðferðum nazistanna. Það er ljót- ur lestur, en þó fróðlegur fyrir þann, er girnist að gera sér ljósa og rétta hugmynd um þann ægi- lega myrkraheim, sem yfirstand- andi heimsstyrjöld á upphaf sitt í fremur en á nokkrum stað öðr- um. — Það er sannkölluð „nótt hinna löngu hnífa“. Fyrra bindi bókarinnar kom út fyrir þremur árum síðan, og seldist þá í þúsundum eintaka. Þetta síðara bindi — sem er öllu merkilegra og tilkomumeira hinu fyrra — mun einnig vafa- laust verða mikið keypt og lesið, Jrótt fylgjendum ofstækisstefn- anna— kommúnistum og nazist- um — muni þykja að því lítill fengur, að svo rækilega, rólega og ofstækislaust sé flett ofan af klækjum þeirra og starfsaðferð- um. „Sannleikanum er hver sár- reiðastur", og bókin er ekki verri fyrir það, þótt hún muni strang- lega bannfærð og forboðin í þeim löndum, þar sem skoðana- og ritfrelsi er ekki lengur til annars staðar qn á pappírnum. Búnaðarfélög Svínavatns- og Ból- stðarhlíðarhreppa. Aldarminn- ing. Útg.: Sögufélagið Húnvetn- ingur. Akureyri. 1944. í riti þessu er á ljósan og greinargóðan hátt rakin saga búnaðarfélaga, sem rnunu vera einhver elztu félög þeirrar teg- undar hér á landi. Segir Jónas B. Bjarnason frá Litladal hina sameiginlegu sögu beggja félag- anna frá því, er Jarðabótafélag Svínavatns- og Bólstaðarhlíðar- hreppa var stofnað árið 1842, fram til þess tíma, að leiðir skildu, og sögu Svínvetningafél- agsins . síðan. En séra Gunnar Arnason á Æsustöðum ritar sögu Búnaðarfélags Bólstaðarhlíðar- hrepps frá upphafi til þessa dags. Eru báðir Jressir höfundar rit- færir og skilmerkir í bezta lagi. Og í höndum þeirra verður frá- sögnin ekki aðeins saga tveggja fámennra og fátækra búnaðar- félaga í fremur afskekktum sveitum, heldur einnig fróðleg og gagnmerk lýsing á aldarfari búnaðarháttum og þjóðlífi við upphaf tímabils stórstígustu breytinga eða byltinga, sem orð- ið hafa í landi hér frá upphafi. I — Fjöldi mynda prýðir ritið. FOKDREIFAR. (Framhald af 4. $íðu). um góðum. Ur sumum brunnum var vatnið salt, úr öðrum með járnláar- bragði, auk þess spilltist það æði mik- ið við það að standa tímum saman í tunnum í upp og ofan þrifalegum húsakynnum. Eins og gefur að skilja’voru engin vatnssalerni, þar sem hvorki var vatnsveita né neðanjarðar frárennsli. Eldsneytið var kol og mór, oft illa þurr og stundum allerfitt að kveikja upp eldinn. Allt eldsneyti þurfti að bera inn daglega úr kofa eða framhýsi, en öskuna út í haug að húsabaki eða þar sem bezt lét, í tunnu. Svo var öskunni ekið burt í hjólbörum. Það var einstaklings framtak, eins og vatnsburðurinn. — Steinolíulampar höfðu fyrir nokkru leyst af hólmi lýs- islampana og þóttu að vonum mikil framför. Sums staðar voru ballans- lampar og dammbrennarar. Það var hámarkið. Olíulamparnir þurftu mikla hirðingu til þess að þeir gæfu sæmilegt ljós.... J-jÁ VAR „HÖFNIN opin enn“, og hafaldan brotnaði á malarkamb- inum í víkinni norðan Austurvallar og Arnarhvols, eins og hún gerði á dög- um Ingólfs, skvakaði við bátabryggj- urnar og Battaríið eins og forðum í stjórnartíð Jörundar. Lára og Vesta lágu langt úti á víkinni, og skúturnar settu sinn svip á voga og eyjasund. Engir togarar voru til. Ekkert Eim- skipafélag. Sameinaða trónaði yfir öllum siglingum. Milljónafélagið var ófætt og Kvöldúlfur blundaði ennþá í móðurskauti hinnar ósköpuðu til- veru. Uppskipunarbátarnir ösluðu fram og aftur með fólk og vörur, og stundum var „busl við bryggjuna". Það gat vel komið fyrir að sjóferðin frá bæjarbryggjunni um borð í far- þegaskipið væri hættulegasti spölur- inn á hinni löngu sjóferð um Leith til Kaupmannahafnar, en þangað var ferðinni oftast heitið. Útlönd og Kaupmannahöfn var hér um bil eitt og hið sama. Þar var frama- og frægðarvon. Þaðan komu allir lærðir menn. Kaupmanahafnarháskóli var hinn eini sanni Mímisbrunnur á þess- ari jörð. Sú var trúin í þá daga og það er talsvert eftir af þeirri trú á íslandi enn í dag. pRÉTTIR VORU FÁAR og strjál- ar, enginn sími til útlanda og eng- in lína um landið, nema frá Reykja- vík til Hafnarfjarðar. Þrjú eða fjögur vikublöð komu út, engin dagblöð. Póstferðir út um land seinfarnar og örðugar, fáir vegir akfærir, nema Suð- urlandsbraut til Þjórsár og Þingvalla- vegur um Mosfellsheiði. Farartæki voru þau sömu og á landnámstíð. Það var hesturinn „þarfasti þjónninn" og vinur í hverri raun. Reiðhjólin voru að ryðja sér til rúms og einstaka sinn- um sást heldra fólki bregða fyrir í „lystivagni“, ýmist á tveiihur eða fjór- um hjólum, þeir síðartöldu nefndust „drossíur“. Allt gekk hægt og rólega, árekstrar þekktust ekki, Hæfileg reið á sjö klukkustundum 'frá Reykjavík til Þingvalla. Sjö kílómetrar á klukku- stund. Svo settu hjólamennirnir metið á þremur og hálfri. Nærri fimmtán kílómetrar á klukkustund. Þetta var nú meiri hraðinn. Enda komu nú stundum fyrir árekstrar í smáum stíl. Engin lífshætta samt. Aðeins örlítil vísbending um meira í framtíðinni. þÁ VAR EKKERT BÍÓ. Hvernig for fólkið að lifa? En þá var leik- félag og þá voru góðir leikendur. Nei, þá var ekkert bíó...... en þá var grammofónninn kominn til sögunnar. Thomsens Mag^sin átti einn slíkan. Á Þorláksmessukvöld flæddi tóna- flóðið með braki og brestum út um hina miklu trekt, yfir Hafnarstræti. Fólkið var frá sér numið og gatan tfoðfull af áheyrendum. Þannig byrj- uðu fyrstu jólin mín í Reykja- vík......“ Frá Leikfélagi Akureyrar. Brúðu- heimilið verður sýnt næstk. laugar- dags- og sunnudagskvöld. — Þetta verða síðustu sýningarnar, því að að- alleikandinn, frú Alda Möller, er á förum héðan. Aðgöngumiðar eru seld- ir í Samkomuhúsinu leikdaginn frá kl. 1 e. h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.