Dagur - 23.11.1944, Blaðsíða 8

Dagur - 23.11.1944, Blaðsíða 8
8 Fimmtudaginn 23. nóvember 1944 ÚR RÆ OC BYGGÐ I. O. O. F. 126241181/2. KIRKJAN. Messað á Akureyri n. k. sunnudag kl. 2 e. h. (Fermingar- börn beðin að mæta). Messur í Möðruvallakl.prestakalli. Á Möðruvöllum sunnudaginn 26. nóv. og í Glæsibæ sunnudaginn 3. desem- ber (aðventa). Áheit á Akureyrarkirkju. Kr. .50.00 frá N. N. Þakkir. — Á. R. Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam- an í hjónaband af sóknarprestinum, sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubikupi, ungfrú Sigurbjörg Guðmundsdóttir frá Stokkseyri og Brynleifur Jónsson, Sigurðssonar litara hér í bænum, til heimilis að Selfossi. Ungfrú Frey- gerður Bergsdóttir, Sæborg, Glerár- þorpi og Finnur Sigurðsson, Sval- barði, Gelrárþorpi. Ungfrú Sigríður Bjarnveig Guðmundsdóttir frá Olafs- firði og Garðar Björnsson, bakari, Akureyri. Látin er hér í bænum ekkjan Helga Sigfúsdóttir, gift Kristjáni Markús- syni, smið, hér í bænum, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Helga var 67 ára gömul. Kveníélaé Akureyrarkirkju biður blaðið að færa beztu þakkir öllum þeim, sem aðstoðuðu við kirkjukvöld- ið 17. þ. m. Fimmtuésafmæli átti Benedikt Baldvinsson, bóndi á Dálksstöðum á Svalbarðsströnd, sl. sunnudag. Stúkan Ísaíold-Fjallkonan rtr. 1 heldur fund í Skjaldborg næstk. þriðjuddag kl. 8.30 síðd. Fundarefni: Ólokin mál frá síðasta fúndi. — Framhaldssagan. — Tvö stutt erindi. — Hagnefnd skemmtir. — Söngur. Barnastúkan Samúð heldur fund í Skjaldborag næstk. sunnudag kl. 10 árd. — Fundarefni: Inntaka nýrra fé- laga. — Sögð saga. — Leikrit. — A- flokkur skemmtir og fræðir. Húsmæðraskólafélaé Akureyrar hefir kaffisölu til ágóða fyrir hús- munakaupasjóð húsmæðraskólans að Hótel Akureyri næstk. sunnudag, frá kl. 2 e. h. — Ennfremur verða seld merki á sunnudaginn til ágóða fyrir þetta mál. Bæjarbúar munu enn sýna góðvild sína til þessa máls með því að sækja kaffisöluna og kaupa merk- in. Hjúskapúr. Sunnudaginn 19. þ. m. voru gefin saman í hjónaband á Möðruvöllum i Hörgárdal ungfrú Þórgunnur Jóhannsdóttir og Jónas Hermannsson, sjómaður, bæði til heimilis í Hrísey. Sleifarlag á póstflutningum frá Reykjavík. (Framhald af 1. síðu). látin ónotuð. Því fremur er ástæða til óánægju út af þessu, að póstmálastjórinn lýsti því eitt sinn yfir í viðtali við Dag, að póststjórnin gerði allt sem í hennar valdi stæði til að greiða fyrir póstfiutningum og notaði flugvélarnar hvenær sem það væri hægt. Virðist talsvert ósam- rærni í þessari yfirlýsingu póst- málastjórans og framkvæmdum undirmanna hans, sem afgreiða póstinn frá Reykjavík og væri þörf skýringa. Dansleik heldur Umf. Ársól að Munkaþverá laugard. 25. nóv. og hefst hann kl. 10 e. h. Veitingar á staðnum Kerrupoki til sölu. til sölu. Uppl. í síma 264 ANNÁLL DAGS. (Framhald af 1. síðu). tryggir bátaflotanum örugga höfn. í sumar var aðallega unnið að því að brjóta skarð í Höfð- ann hér norðan við bæinn og koma akfærum vegi þar upp; einnig tekið upp grjót og lagðir vegir að því. ■ Vann þarna stór flokkur manna fram í október. Virðist þessu verki hafa miðað vel áfram í sumar. ★ Fyrsta þ. m. var settur hér í Húsavík Iðnskóli. Starfar hann í vetur í fundarsal Kaupf. Þing- eyinga. Skólastjóri er séra Frið- rik A. Friðriksson. Laugardaginn 4. þ. m. var hér til moldar borin Björg Sigur- pálsdóttir, fyrrum húsfreyja á Kvíslarhóli á Tjörnesi, hin mesta sæmdarkona. — Nýlega er látinn á Ha 11 dórsstöðurn í Laxár- dal Baldvin Jónatansson skáld, í hárri elli. — Baldvin var víða kunnur fyrir ljóðagerð sína, og munu vísur hans og ljóð lengi lifa hjá þeim, sem ljóðum unna. Margt er nú skrafað liér um hina nýju ríkisstjórn, og mun svo víðar vera á landinu. Enda engin furða, þó að svo sé, þar sem þeir hafa nú gengið í sömu sæng Korpúlfsstaðadrengurinn og kommúnistaforinginn. F.n framkvæmi þeir öll Iiin mörgu gefnu loforð, þá er vel. ERLEND TÍÐINDI. (Framhald af 1. síðu). í aukana, sérstaklega á vígsvæð- inu fyrir norðan og austan Aachen og allt til Metz og Bel- fort ,en báðar þær borgir liafa verið leystar úr ánauð. Herir Banadamanna eru komnir inn í Elsas og Saar. • Þjóðverjar halda áfram að beita hinu nýja vopni sínu, V-2, gegn London. Bretar nefna vopn þetta „símastaurinn f]júgandi“. Er því líklega skotið frá stöðvum í Hollandi, fer allt að 100 km. í loft upp og fer hraðar en hljóð- ið, svo að enginn verður þess var, fyrr en sprengingin verður. Mun vopn þetta vera skætt eign- um og lífi Lundúnabúa, þótt Bretar sjálfir hafi verið fátalaðir um slíkt. Engan veginn mun Þjóðverjum þó takast, að breyta gangi styrjaldarinnar með vopni þessu, því að því að því er ekki beitt gegn herjum á víostöðvun um, heldur borgúrúm og borg- aralegum eignum'. Nefna Þjóð- verjar vopnið sjálfir „hefndar- vopn“. • Eftir að rússneskir herir brút- ust inn á sléttur Ungverjalajads og nálguðust Budapest hafa ekki orðið miklar breytingar á þeim slóðum, né heldur nálægt landamærum Austur-Prússlands, þótt orrustur hafi víða verið harðar. — Þrengja þó Rússar æ meir að Þjóðverjum í Ungverja: landi og í Kúrlandi. • Á Balkanskaga er Grikkland allt laust úr þýzkri ánauð og mikill hluti Jugoslafíu og Al- baníu. Þjóðverjar hörfa sem þeir mega í átt til Ungverjalands. • DAGUR DÝRTÍÐ OG AFLALEYSI. (Framhald af 1. síðu). ! af þeim þáttum, sem afkorna ^ sjávarþorpanna hér byggðist á. 1 Það er þess vegna engan veginn lítilsvert frá þeirra sjónarhóli séð, ef ekki verður hægt að stunda þennan atvinnuveg áfram með lífvænlegu móti. Að vísu er nú mikið talað um „nýsköpun" í útgerðarmálum, nýjar skipa- byggingar o. s. frv. Er raunar allt gott um það að segja, en slík plön réttlæta á engan liátt, að horft verði aðgerðarlaust á það, | að þessi sjálfstæði atvinnurekst- ur ieggist niður. Eftir sl. surnar erú þessir menn svo illa leiknir, að ef þeir fá ekki aðstoð, er óhugsandi að þeir geti hafið út- gerð að sumri. Til þess að gera þeim það kleift þyrftu þeir að £á upjrbót, sem svaraði a. m. k. 10 aurum á hvert fiskkg., eða ca. 4000 krónur á bát, sem aflað liejði svipað og bátur sá, sem getið er um hér að framan. Ríkisvaldið verður að taka þetta mál til athugunar. Hér hefir verið nefnt eitt dæmi, en af nógu er að taka. Afkoma hlutasjómannanna um land allt er svo bágborin nú, að nærri stappar að útgerð stöðvist víðast livar. Ef slíkt verður að nokkru ráði, sjá allir hverjar afleiðingar Jrað hefir fyrir afkomu og fram- tíð þjóðarinnar. Dýrtíðin er hér, sem víðar, meginbölið. Þessi mál verða aldrei leyst á rneðan glím- an við haiia takist vel. Ekki horf- ir ]>ó vel í þeirri viðureign sem stendur, en á meðan svo er verð- iir ríkisvaldið að reyna að fleyta atvinnuvegunum áfram, svo að allt komizt ekki í þrot. Uppbótargreiðsla til hlutasjó- mannanna væri til þess gerð og ekki síður réttlætanleg en marg- ar aðrar ríkisgreiðslur, þótt hitt sé og rétt, að ríkissjóður hefir í mörg horn að líta og er þess ekki megnugur, sem ekki er vonlegt, að standa til lengdar undir at- vinnuvegum, sem ekki bera sig af völdum dýrtíðar. Gufupressun Akureyrar Skipagötu 12 Kemisk fatahreinsun Litun Ein fullkomnasta fata- hreinsun landsins Reynið viðskiptin! Fljót afgreiðsla! ’ Gufupressun Akureyrar Pepsi-Cola — Póló Appelsín — Kist Öl- og Gosdryklcir h. f. Sími 337. Á Filijrpseyjum eru harðar orrustur háðar á Leyte-ey og þjarma Bandaríkjamenn að Jap- önum, sem verjast af miklum móði og grimmd. HJARTANS ÞAKKIR öllum þeim, er auðsýndu okkur | vinarhug á silfurbrúðkaupsdag okkar. MAGNÚSÍNA KRISTINSDÓTTIR. JÓN SIGURÐSSON. Silkiléreft ★ ljósblátt, ljósgrænt, ljósgult nýkomið BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson Sulta, Hunang, Syróp, Saft, Súpur, Soupmix, Kakaó/ Krydd Kjólföt á meðalmann til sölu Gufupressun Akureyrar Skipagötu 12 Verzlun Jóns Egils. Tannburstar, Tannkrem, Krem, Talcum, Kinnalitur Púður, Hair Tonic, Hárolía, Brylcreme, Hárkrem, Shampo, Sápur i Verzlun Jóns Egils. Dömurykfrakkar Herrarykfrakkar Skíðastakkar Hanzkar Verzlun Jóns Egils. Hver hefir efni á að sleppa hag- kvæmum kaupum í dýrtíðinni? Allur kornmatur með gamla verðinu Verzlun Jóns Egils. Sími 475. AUGLÝSING FRÍMERKI ERU VERÐMÆTI. KASTIÐ EKKI VERÐMÆTUM Á GLÆ. Bollapör, aðeins kr. 3.00. Vatnsglös, sykurkör, og rjómakönnur, sérstaklega ódýr en smekkleg. Hnífapör og skeiðar (silfurplett) Margt fleira nýkomið. Söluturninn við Hamcirstía sýnir í kvöld kl. 9: Kvenmaður í kröggum Föstudaginn kl. 9: Listamannalíf Laugardaginn kl. 6: Sunnudaginn kl. 3: Stjörnurevýan Laugardaginn kl. 9: Kvenmaður í kröggum Sunnudaginn kl. 5 Hetjur á heljarslóð Kl. 9: Listamannalíf MRNASTAKKAR 2ja til 14 ára. Kaupi íslenzk frímerki hæsta verði eftir innkaupslista, sem sendur er hvert á land sem er, ef óskað er. Leitið tilboða. — Upp- lýsingar greiðlega látnar í té. — Duglegir umboðsmenn óskast víðs vegar um land. ÓMAKSLAUN! SIG. HELGASON, P. O. Box 121. - Reykjavík. Verzlun Jóns Egils. Fimmtudag kl. 9, Föstudag kl. 9, Laugardag kl. 9, Sunnudag kl. 9: Góður gestur Sunnudag kl. 5: Sá hlær bezt, sem síðast hlær

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.