Dagur - 30.11.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 30.11.1944, Blaðsíða 1
ANNALL DAGS ------— Ú^== Frá ræðismanni fslands í Edin- borg hefir borizt fregn um, að Valgarð Ólafsson, hálfbróðir Ragnars heit. Ólafssonar kon- súls, hafi farizt í umtferðarslysi þar í borginni. Valgarð var fæddur á Akureyri 1897 og hafði verið búsettur í Edinborg um 20 ár. Hann var ókvæntur. * Ritstjórnin hefir ákveðið að birta ekki, að svo stöddu, meira af Strandamannasögu Gísla Kon- ráðssonar. Fellur birting sög- unnar því niður með þessu tbl. DA mm XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 30. nóvember 1944. 44. tbl. Smjörskömmtun og mjólkurhækkun Nauðsynlegar umbætur á pósfflufningðkerfl iaodsins Vikulegar póstferðir árið um kring um öll héruð landsins. Daglegar póstferðir um greiðf ær byggðarlög. Póststjórnin komi upp póstkössum við hvern bæ við þjóðbraut. Alit milliþinganefndar í póstmálum. „Dagur" hefir orðið þess var, að Mjólkursamlag K. E. A. hefir aúglýst skömmtun á smjöri og verðhækkun á mjólk hér á Ak- ureyri frá 1. des. næstk. Þar sem þessar ráðstafanir varða mjög allan almenning í bænum, hefir blaðið snúið sér til Jónasar Kristjánssonar forstj. Mjólkur- samlagsins og hefir hann góðfús- lega látið blaðinu í t'é eftirfar- andi upplýsingar hér að lútandi: Smjörskömmtunin. Eins og flestir Akureyringar hafa orðið varir við að undan- förnu hefir eftirspurn eftir smjöri verið mjög mikil, og miklu meiri en hægt hefir verið að fullnægja. Þó hefir Mjólkur- ' samlagið selt meira smjör hér í bæinn að undanförnu ,en nokk- urn tíma áður, auk þess sem nokkuð af heimagerðu smjöri hefir komið j verzlanir eða verið selt af einstaklingum. — Smjör- inu hefir verið dreift í 4—5 út- sölustaði í bænum og það selt einu sinni eða tvisvar í viku og aðeins Yi kg .á mann í einu, í þeim tilgangi, að láta sem flesta fá einhverja úrlausn. Þrátt fyrir þetta hefir safnazt sívaxandi mannfjöldi að smjörútsölunum og troðningur þar orðið svo mik- ill, að ,-við slysum hefir legið. Menn hafa veitt því athygli, að sumar fjölskyldur hafa teflt fram. allmiklu liði í hverjum „smjör- slag" og hjá þeim hefir fengur- inn orðið að sama skapi stór sem fleiri fóru. Önnur heimili í bæn- um hafa aftur á rnóti ekki haft mannafla eða aðrar ástæður til þess að geta gengið hart fram á þessum stöðum og hafa þá orðið frá að hverfa án þess að fá nokk- urn smjörbita. Dreifing smjörs- ins á þennan hátt hefir því ekki gengið jafnt yfir, svo sem ætlazt var til, og það er því miður ekki útlit fyrir að þetta ástand breyt- ist neitt til batnaðar í nánustu framtíð, ef ekki er tekin upp ný aðferð við úthlutun smjörsins, einkum þar sem framleiðsla þess er mjög minnkandi á þessum tíma árs. Af framangreindum ástæðum hefir nú verið ákveðið, að hefja almenna smjörskömmtun til neytenda á Akureyri frá 1. des. næstk. Ætlast er til að hver mað- ur í bænum geti fengið 250 gr. af smjöri á mánuði fyrst um sinn, hvort sá skammtur hækkar eða lækkar þegar fram í sækir, verður tíminn áð leiða í ljós. Fyrirkomulag skömmtunar þessarar verður með mjög svip- uðum hætti og verið hefir með hinar almennu skömmtunarvör- ur. Gefnir verða út smjör- skömmtunarseðlar, sem eiga að gilda fyrir 6—7 mánaða tímabil. Skömmtunarskrifstofa Akureyr- arkaupstaðar annast úthlutun skömmtunarseðlanna gegn því að sýndir séu stofnmiðar mat- vælaskömmtunárinnar. — Eftir þessum smjörmiðum verður svo smjörið afhent alla daga á hin- um venjulegu útsölustöðum. Með þessu fyrirkomulagi mun smjörið dreifist jafnara en áður og allur troðningur við smjörút- sölurnar hverfa úr sögunni. Gert er ráð fyrir að fólk vitji smjörskammtar -síns á tímabil- inu frá 1. til 20. hvers mánaðar. • Nýmjólkurverðið hækkar. Samkvæmt auglýsingum, er festar hafa verið upp í öllum mjólkur- og brauðútsölum bæj- arins er ákveðið, að útsöluverð mjólkur á Akureyri hækki frá 1. des. næsfk. um 5 aura á lítra og verði kr. 1.45, eða með sama verði og verið hefir á mjólk í öllum kaupstöðum landsins síð- an 15. september í fyrra. Mjólk- urverðlagsnefndif landsins ákváðu þá, að útsöluverð á mjólk skyldi vera kr. 1.65—1.70 á lítra. Hins vegar hafði ríkis- stjórnin mælt svo fyrir, að út- söluverðið skyldi vera kr. 1.45 á lítra og verðmismunurinn greið- ast bændum úr ríkissójði. Þó því aðeins fá bændur þessa uppbót úr ríkissjóði greidda að fullu, að útsöluverði mjólkurinnar sé haldið í hámarksverði. En þetta hafa eyfirzkir bændur ekki gert að. undanförnu. Mjólkin hefir verið seld hér á kr. 1.40 og af þessum ástæðum fá þeir ekki fulla uppbót úr ríkissjóði og fá þannig lægra heildarverð en áðr- ir bændur. Þetta kann sumum m.önnum að þykja næsta einkennilegt, að bændur skuli ekki hafa selt mjólk sína hér á Akureyri með hámarksverði á sama hátt og gert hefir verið í öðrum kaup- stöðum landsins, en skýringin á þessu er sú, að bændum hér í Eyjafirði hefir alltaf staðið ógn (Framhald á 8. síðu). Milliþinganefnd í póstmálum hefíir gert ýtarlegar tillögur um nauðsynlegar umbætur á póstflutningakerfi landsins. Eru umbæt- urnar miðaðar við daglegar póstferðir um byggðalög, eins og Eyjafjarðarsýslu, þar sem góðir vegir eru greiðfærir að kalla allt ár- ið, — en vikulegar ferðir mlinnst til afskekktari byggðarlaga. Er ætlunin, að pósti verði skilað í póstkassa, sem póststjórnin láti koma upp við alla bæi, sem liggja við þjóðbraut, og mjólkurbílar og önnur flutningatæki, sem daglega fara um þessi svæði, skálji eftir póst í pósthylkjum þessum. Af þeim nýmælum, sem felast í -tillögum nefndarinnar, mun ráðagerðin um þessa póstkassa við þjóðvegi vekja mesta athygii hér um slóðir. Eins og nú standa sakir er póstflutningum hér í sýslunni og nálægum sveitum hajög ábótavant. Þótt samgöngur séu tíðar til bréfhirðingastöðv- anna í einstökum hreppum skortir á,. að póstur berist þaðan greiðlega til viðtakenda á ein- stökum bæjum. Liggur póstur- inn oft dögum saman, jafnvel vikum saman, á bréfhirðinga- stöðunum. Þetta hefir ekki sízt komið niður á blöðunum. Má nefna þaf um mörg dæmi. Ef horfið verður að því ráði, að koma upp „vatrisheldum, og traustum kössum, tvíhólfuðum", þar sem bæir eiga sameiginlega viðkomustaði við vegina með mjólk sína, mundi stórlega úr þessu vandræðaástandi bætt, því að svo er ráð fyrir gert, að mjólkurbílstjórar afhendi póst- inn í kassa þessa jafnfrarnt því er þeir skila mjólkufdunkum, en áður hafi pósturinn verið lesinn sundur og knippaður með tilliti til þessarar afgreiðslu, á aðal- bréfhirðingastöðvum. Þá gerir nefndin ráð fyrir því, að póstflutningar með sérleyfis- bifreiðum verði auknar frá því sem nú er, sérstaklega með tilliti til afgreiðslu póstsins á fleiri staði frá langferðabifreiðum. Má telja að nokkur nauðsyn sé á því, enda þótt erfitt muni reyn- ast að samræma slíkt löngu og ærið erfiðu ferðalagi og nauðsyn farþega að komast fljótt og tafa- lítið á ákvörðunarstað. Nefndin ráðgerir, að aukinn kostnaður ríkisins af þessum umbótum muni nema rösklega hálfri fnilljón króna árlega. Enn- fremur ráðgerir nefndin, að kosta muni um 225000 krónur að koma upp nægilega mörgum póstkössum meðfram aðalvegum landsins. Frá nánari tilhogun póstflutn- inga í einstaka hreppa Eyjaf jarð- arsýslu og nærliggjandi héraða, samkvæmt tillögu nefndarinnar, er greint á 3. sílðu blaðsins í dag. Póstleiðin Akureyri—Reykjavík. Nefndin lítur svo á, að þann tíma, sem ekki er hægt að hafa daglegt samband með* bílum milli Reykjavíkur og Akureyrar, þá megi alls ekki minna vera en að tvær fastar ferðir vefði á hverri viku milli þessara staða. Auk þess verði stuðlað að reglu- bundnum flugferðum; þegar veður leyfir, eigi sjaldnar en tvisvar til þrisvar í viku. Eins og sjá má af þessu leggur nefndin næsta lítið til málanna um bættar samgöngur milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur. Því að í ofangreindri ályktun nefndar- innar felst ekkert nema almenn vitneskja og engin breyting á nú- verandi ásigkomulagi. Hins veg- ar er núverandi ástand ekki þannig, að ekki verði á betra kosið. Má þar fyrst til nefna, að ekkert fast skipulag virðist vera ríkjandi um flutning pósts með flugvélum, þegar aðstæður leyfa. Það ber oft við að vetrinum, að daglegar flugferðir eru hingað, stundum samfleytt í viku og lengur. Reynslan hefir sýnt, að þessar flugferðir eru ekki notað- ar eins og skyldi til þess að koma póstinum hingað. Sökin liggur hjá forfáðamönnum póstmál- anna í Reykajvík. Þrátt fyrir yf- irlýsingar um að flugvélarnar skuli notaðar, eftir því sem fært er til póstflutniriga, kemur að- eins örsjaldan fyrir að t. d. blaðapóstur sé fluttur með þeim, þótt rúm væri fyrir hann. Nefnd- in nefnir bág afgreiðsluskilyrði við-pósthúsið í Reykjavík og tef- ur að umbætur á því séu raunar undirstaða þess, að tillögur hennar nái tilætluðum árangri. Telja verður líklegt, aðíþrengsl- um á aðalpósthúsi landsins sé að finna lykilinn að ýmsu þvf. er miður fer í póstflutningum landsins, og er vitaskuld bráð nauðsyn að kippa því í lag. Virð- ist þó auðsætt, að fastara skipu- lagi mætti koma á flutning pósts með flugvélum milli höfuð- póststöðva eins og Reykjavíkur og Akureyrar nú þegar, þótt húsakynnum póstafgreiðslunn- ar syðra sé mjög áfátt og þrengsli þar úr4iófi fram. Póststjórnin hefir nýlpkið við myndarlegt átak til bættra skil- yrða fyrir póstafgreiðslu hér, með byggingu. hins veglega póst- og símahúss hér í bænum, sem þegar er tekið í notkun. Slíkt átak ætti e,inmitt að verða til þess, að enn meiri áherzla en áð- ur sé lögð á bættar póstsam- göngur. Vissulega verður ekki komizt hjá því, að reisa hús fyrir afgreiðslu pósthússins í Reykja- vík, svo veglegt og rúmgott, sem hæfir aðalpósthúsi landsins og undirstöðu bættra póstsam- gangna, eins og segir í áliti nefndarinnar. En misráðið væri, að láta þær umbætur, sem þegar er mögulegt að gera, bíða þeirrar framkvæmdar. Ef tillögur nefndarinnar ná fram að ganga í höfuðatriðum er stórt spor stigið í framfara- og menningarátt. f Iðnaðarmannafél. Akureyrar minntist 40 ára afmælis síns með fjölmennu og veglegu hófi, er haldið var að Hótel Norður- landi sl. laugardag. Undir börð- um um kvöldið minntist formað- ur félagsins, Indriði Helgason rafvirkjameistari, félagsins og rakti sögu þess frá upphafi til þessa dags í allítarlegri ræðu. Jó- hann Frímann skólastjóri flutti ræðu fyrir minni Iðnskólans, er nú hefir starfað á vegum félags- ins í 39 ár. Stefán Árnason for- stjóri, gjaldkeri félagsins, minnt- ist fósturjarðarinnar og Kristján S. Sigurðsson trésmíðaameistari talaði fyrir minni Akureyrar. Þá fluttu þeir ræður Sigurður Egg- erz bæjarfógeti og Vigfús Frið- riksson ljósmyndameistari, ritari Iðnaðarmannafélags Akureyrar, en að lokum söng „Smára-kvart- ettinn" nokkur lög við ágætar undirtektir og hrifningu veizlu- gesta. Eftir að borð voru upp tekin,. stigu menn dans af miklu fjöri, unz skammt lifði enn næt- ur. Talsvert á 3. hundrað manns sat hóf þetta, og fór það hið bezta fram.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.