Dagur - 30.11.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 30.11.1944, Blaðsíða 4
4 DAGUR Fimmtudaginn 30. nóvember 1944 DAGUR Ritstíórn: Ingimctr Eydal. Jóhann Frímann. Hcrukur Snorrason. Aígreiðslu og innfreimtu annast: Marinó H. Pétursson. Skriístofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Blaðið kemur út ó hverjum fimmtudegi. Argangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Bjömssonar. Ójöfnuður „jafnaðarins64 jpRAMTlÐIN VIRÐIST standa í tákni hinnar alþjóðlegu samvinnu nm það, að helzt muni friðar og farsældar að leita á þeim vett- vangi, þar sem stórveldin og smáríkin mætist á grundvelli bróðurlegra viðskipta og samstarfs og snúi þar bökum saman til þess að varðveita frið- inn og tryggja rétt og afkomu allra — einnig hinna „fáu, fátæku og smáu '. Hinar sameinuðu þjóðir, sem fórna nú blóði sínu og fjárm.unum á vígvöllum heimsins til viðnáms gegn ofríki yfir- gangsmanna og griðníðinga, stofna nú þegar til hverrar ráðstefnunnar á fætur annarri til þess að ráða ráðum sínum um helztu vandamál nútíðar og framtíðar. Og alls staðar eru vinsamlegar smá- þjóðir kvaddar með til skrafs og ráðagerða og til þess ætlazt, að einnig þær taki á sig sinn hluta af vand'anum og ábyrgðinni, skyldum og réttindum. yíST MUN FRÓÐLEGT og nauðsynlegt fyrir menn að veita því fulla athygli, hvernig „hugsjón lýðræðisins“ muni tryggð í framkvæmd í þessu nýja samstarfi þjóðanna. Mundi t. d. „höfðatölureglan" — sem ráðandi þjóðmálamenn íslenzkir virðist nú telja, að bezt muiii fullnægja öllu réttlæti og tryggja örugglegast fullan „jöfn- uð“ og „þegnrétt" í lýðfrjálsu landi — vera látin allsráðandi um fulltrúafjölda, vald og réttindi þjóðanna á þessum þýðingarmiklu ráðstefnum? Það mundi þýða, að á móti hverjum einum full- trúa, er færi þar með umboð og atkvæði hins ís- lenzka lýðveldis, kæmu nálægt því 1400 fulltrúar fyrir Sovét-Rússland, nokkuð á 12. hundrað full- trúar fyrir Bandadríkin, fast að því 4000 fulltrú- ar færu þar með atkvæðisrétt fyrir Bretaveldi, og þrír tugir Dana mættu þar á móti hverjum ein- um íslendingi, svo að örfá dænri séu nefnd um styrkleikahlutföll þau, sem ætla mætti, að ís- lenzkir stjórnmálamenn teldu réttlátust og eðli- legust á slíkri samkundu, ef þeir væru sjálfum sér samkvæmir. En svo lítur út sem forvígis- menn stórþjóðanna hafi enn ekki komið auga á hið „algera réttlæti“, er þessir herrar telja að fylgja muni „jöfnum kosningarétti" og „höfða- tölureglunni" ágætu! Það mun nefnilega sönnu nærri, að svipuð regla gildi á þingum þessum og viðhöfð var í Þjóðabandalaginu sæla,þarsemhver þjóð, smá og stór, fór með eitt atkvæði og meira ekki, og er hvert dvergríki þannig gert, að því leyti, jafn rétthátt stórveldunum á þessum þing- um. gTJÓRNARFLOKKARNIR NÝJU hafa lýst yfir, að þeir hafi gert „jöfnun kosningarétt- arins“ eitt aðalatriðið í stefnuskrá sinni og mál- efnasamningi. Á þennan hátt hyggjast þeir sölsa undir Reykjavíkurvaldið síðasta rétt og aðstöðu dreifbýlisins í landinu til þess að hafa nokkur áhrif á stjórnarmálefni ríkisins. Stjórnarskránni hefir verið og verður breytt í þessu skyni, unz „höfðatölureglan" hefir tryggt fjölmenninu í Reykjavík óskorað vald yfir öðrum landsmönn- um. Þegar svo er komið, er loks öllu réttlæti full- nægt í þessu blessaðæ landi hins fullkomna lýð- ræðis og jafnaðar! Stórveldin virðast óttalaus um, að þau geti ekki á annan hátt tryggt sér hæfilegan íhlutanarétt um málefni veraldarinnar, þótt þau tefli ekki á hverri alþjóðaráðstefnu hundr- uðum og þúsundum fulltrúa fram á móti hverj- um einum fulltrúa smáþjóðanná,' En stjórn Reykjavíkurvaldsins lætur sér sannarlega ekki < Þanrtig íögnuöu Parísarbúar de Gaulle þegar hann kom til Parísar etfir 4 ára útivist 25. apríl 1944. ÞEGAR DE GAULLE KOM TIL PARÍSAR. Nýr „fánadagur" á morgun. OTJÓRNARVÖLD RÍKISINS hafa látið það boð út ganga, að 17. júní skuli eftirleiðis vera þjóðhótíðardag- ur íslendinga, en 1. desember skuli bætt í tölu hinna svokölluðu ..fána- daga“, og þá væntanlega verða al- mennur frídagur eftirleiðis sem hing- að til. Þetta er eðlileg og sjálfsögð róðstöfun. 17. júní er tvímælalaust miklu betur fallinh til þess — fyrir margra hluta sakir og þó fyrst og fremst vegna sögu og árstíðar — að vera þjóðhátíðardagur okkar en 1 desember. Hins vegar er þó sá dagur helgaður minningu svo þýðingarmik- ils áfanga í sjálfstæðisbaráttu þjóðár- innar, að eðlilegt má teljast, að hon- um verði 6g eftirleiðis nokkur sómi sýndur. Nýjar tillögur um orkuvinnslu. pRÓÐUM MÖNNUM og framsýn- um mun koma saman um það, að Laxárvirkjunin — þótt góð sé og ágæt — muni ekki lengi einhlít til þess að sjá fyrir allri orkuþörf Akur- eyrar og næstu sveita og sjávarþorpa, og muni því óhjákvæmilegt að fitja innan skamms að nýju upp á stór- kostlegum framkvæmdum til þess að afla nægilegrar orku til þessara þana. Eru forráðamenn bæjarfélagsins vafa- laust nú þegar teknir að svipast um eftir heppilegustu úrlausnum þessa vandamáls. Menn hafa óvallt fram að þessu einblínt á fallvötnin á landi hér, þegar um slíkt hefir verið að ræða, en vissulega geta aðrir möguleikar einn- ig komið til greina í þessu sambandi. — Á fundi Verkfræðingafélags Is- lands, er haldinn var í Rvík 12. apríl sl. flutti Gísli verkfræðingur Hall- dórsson athyglisvert og stórfróðlegt erindi um virkjun jarðgufu til raf- magns og hitanotkunar, og hefir er- indi þetta nú verið birt í heild 1 síð- asta hefti Tímarits Verkfræðingafé- lagsins. Sé þess gætt, að ýmis jarð- hitasvæði eru hér í næsta nágrenni bæjarins og eitt helzta jarðhitasvæði landsins í álíka fjarlægð frá bænum og Laxárfossar, virðist sjálfsagt, að forráðamenn þessara mála kynni sér álit og tillögur þessa hugkvæma verk- fræðfngs, áður en endanlega verður gengið frá áætlunum um nýjar fram- kvæmdir á þessu sviði. Athuganir hans virðast benda í þá átt, að jarð- gufa geti undir ýmsum kringumstæð- um verið stórum ódýrari og hag- kvæmari en vatnsaflið til þess að knýja aflvélar raforkuvera, auk þess sem gufuna má nota til fjölmargra annarra nytsamlegra hluta. Jón Hjaltalín um gufuhveri. pjIÐ FYRSTA, sem ritað mun hafa verið um virkjunarmöguleika ís- lenzkra gufuhvera, er að finna í bréfi, sem Jón Hjaltalín ritaði Jóni Sigurðs- syni, liklega árið 1851, og birt er í Nýjum félagsritum árið 1853. Athug- anir hans virðast enn í fullu gildi í flestum greinum. Þar segir svo: „Hverarnir gætu verið einhver hin mestu hlunnindi á landi voru, ef vér kynnum með að fara, því þá mætti hafa til ærið margs, sem kostar ærna peninga í útlöndum. Þann veg er eg sannfærður um, að við þá mætti hafa ýmislegar stórar verksmiðjur með þeim mesta ábata, ef menn hefðu hugmynd um hvílíkur kraftur í þeim er, og hvern veg hann ætti að nota í gufuvélar, sem nú tíðkast erlendis í öllum verksmiðjum, en sem þó jafnan eru býsna kostnaðarsamar, af því þær þurfa mikið eldsneyti, og er þó elds- neytið ekki haft til annars en til að afla vatnsgufunnar. Nú með því að vér höfum næga gufu nærfellt við alla hvera, þá er auðvitað að við þyrftum langtum minna til að kosta en aðrar þjóðir til að koma upp gufuvélum og láta þær erfiða af sjálfsdáðum bæði nótt og dag, yrðu verksmiðjur vorar þá þar í frábrugðnar öðrum verksmiðjum, að ekki þyrfti að eyða einum kolahnefa upp í þær, þó þær gengi ár eptir ár og afköstuðu allteins miklu og verk- smiðjur erlendis, þær eyða mörgum þúsundum steinkolatunnum á ári hverju.“ Ekki þótti Jóni Hjaltalín skilning- ur landsmanna vera mikill á þessum möguleikum, enda eru nú liðin rúm- lega 90 ár síðan þetta var, og fyrst nú virðist áhuginn fyrir alvöru vaknaður hjá þjóðinni fyrir þessum merkilegu virkjunarmálum. Nýkomið: GRAMMOFÓNAR. Mikið úrval af plötum, sungn- um af: Deanne Durbin, Anne Shelton, Bing Grosby, Alan Kane. Brynjólfur Sveinsson h.f. Hafnarstræti 85. nægja svo ófullkominn. jöfnuð og. lýðræði! „Jafn“ kosningarétt- ur eftir ýtrustu „höfðatölureglu" er æðsta boðorð stjórnarliðsins — annars er hætt við, að réttindi og áhrifavald höfuðborgaranna verði fyrir borð borið af ofríki hinna dreifðu, íslenzku byggða! VINDLAKVEIKJAR með tilheyrandi vökva: „Kvik Lite“, nýkomnir. VERZLUNIN L0ND0N JÓLIN NÁLGAST Enn líður að jólum. Flestir, a. m. k. þeir, sem eiga stóra fjölskyldu og fjölda vina, eru farnir að hugsa lyrir jólagjöfunum. Það er heldur ekki ráð nema í tíma sé tekið, og miklu betra að vera snemma á ferð með slíkt, og geyma ekki til síðustu daganna, sem venjulega eru þeir annrík- ustu. Eg hefi einhvern tíma áður skrifað í dálkinn um gjafir, í sambandi við sumardaginn fyrsta. Eg gæti skrifað langt mál til viðbótar við það, en ætla þó að láta mér nægja fáar línur, í þeirn von að sumar ykkar, a. m. k„ muni éitthvað úr fyrra skrafi um þetta. Við íslendingar lifum í friði Og öryggi, utan liinnar hrottalegu styrjaldar, sem nú þjakar rnest- an hluta heims. Að vísu höfum við einnig orðið fyirr stóru tjóni af völdum ófriðarins, — þurft að sjá á bak fjölda ágætra manna, og er hið síðasta þessara átakanlegu slysa öllum í fersku ntinni. En ef við beruTn kjör okkar saman við kjör frændþjóða okkar, þá munum við komast að raun um, að við lifurn í allsnægtum og öryggi. íslenzkar konur hafa menn sína, unnusta, bræð- ur og syni heima um jólin. Þetta ætti, í raun réttri, að vera nægileg jóla- gjöf okkur öllum. En það er önnur jólagjöf, sem eg hefi verið að hugsa um þessa síðustu daga. Það er sagt að það sé meiri ánægja fólgin í því að gefa en þiggja. ,, — --^Það er, í raun réttri, ekkert til, sem heitir: „að gefa“, því að „að gefa“ er að þiggja, aðeins í víðari skilningi,“ segir Dickens. Þess vegna væri það bezta jólagjöfin, sem við gætum fengið, að okkur hlotnaðist að veita ein- hverjum bágstöddum jólagleði. Eg hefi verið að hugsa um norska flóttafólkið í Svíþjóð. Hvers vegna eru ekki gerðar ráðstafanir til þess að við, sem erum eina Norðurlandið (auk Svíþjóðar), sem ekki á í stríði, tækjum eitthvað af þessu bágstadda fólki heim til okkar og hjálp- uðum því, þar til Iand þess verður aftur frjálst? Eg get ekki hugsað mér sannari jólagleði fyrir okkur íslendinga, en ef þetta væri gert. Er þetta ekki hægt? Eg spyr, og ef það er hægt, hvers vegna gerum við það ekki? Og þó að þetta væri ekki hægt, þá hljótum við að geta gert meira en við gerum til þess að lina þjáningar þessara bág- stöddu frænda.okkar. Getur það verið að okkur vanti viljann? ★ Kannske eg snúi mér að-irinum smærri og jólagjöfum. Ef þú vilt gleðja vini þína á jólunum með gjöfum, þá gefðu þeim eitthvað, sem þú hefir sjálf gert. Nú reynir á hugvitið. — Kannske þessi hanzkápoki sé hentugur handa einhverjum? Þú notar 2 herðatré og mislitán silkistúf, eða annað efni. — Búturinn á að vera 60 cm. á lengd og töluvert breiðari en lengd herðatrésins (ca. U/4 lengd trésins). Trén eru klædd ræmu af efninu og saumað fyrir endana. Síðan er efnið smáfellt þannig, að breidd efnisins verði jöfn lengd trésins. Þá er efn- ið fest við tréð með örsmáum nöglum, einn nagli í hvert fall. Hliðarnar eru dregnar saman með teygju. Puella.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.