Dagur - 30.11.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 30.11.1944, Blaðsíða 6
Fimmtudaginn 30. nóvember 1044 D AGUR HRDSIM b8rS :r <*>? (Framhald). félaginu. Það mundi hann geta séð um. Honum fannst það blátt áfram fallegt, að hann skyldi geta komið þessu til leiðar fyrir þau tvö, sem hann elskaði bæði, þótt honum sjálfum blæddi inn á meðan. Hann mundi aldrei geta litið neina aðra konu augum, fyrst hann fékk ekki ísabellu. Hann mundi fá að halda börnum þeirra Edwards undir skirn og eftir mörg, mörg ár, þegar hann væri orðinn grár og gamall, og hjónin komin undh' græna torfu, mundi hann segja dóttur ísabellu frá því, að hann hefði alla tíð elskað móður hennar. Honum vöknaði um augu, þegar hann dró þessa mynd upp í huga sér. Hann ætlaði að koma Edward að óvörum og þess vegna hafði hann ekkert látið vita um ferðir sínar. Þegar hann loksins kom til Tahiti lét hann flytja sig til De la Fleur gistihússins. Edward mundi sannarlega verða hissa, |>egar liann sæi liver væri kominn til eyjarinnar! „Geturðu sagt mér hvar eg get hitt Edward Barnard?" spurði hann fylgdarmanninn á leið til gistihússins. „Barnard?" sagði fylgdarmaðurinn. „Eitthvað kannast eg við nafnið.“ „Hann er Ameríkumaður, hávaxinn, jarphærður og bláeygður. Hann hefir verið hér meira en tvö ár.“ „Eigið þér við bróðurson Jacksons?" „Bróðurson hvers?“ „Broðurson Arnolds Jaeksons.“ „Við getum varla verið að tala um sama manninn,“ sagði Bate- man, og talið féll niður. Honum var ekki rótt. Það var skrítið, að Arnold Jackson skyldi búa hér áfram undir hinu alræmda nafninu sínu. Allir hlutu að vita um glæpaferil hans og þó hann gerði sér ekkert far um að dylj- ast. Bateman gat ómögeulega gert sér grein fyrir hvaða mann hann gæti nefnt bróðurson sinn, því að hann hafði aldrei átt neinn bróð- ur og Mary Longstaffe var eina systirin. Þegar Bateman hafði komið sér fyrir á hótelinu, spurðist hann til vegar til verzlunarhúss Braunschmidt & Co Það var aðeins skammur spölur þangað. Verzlunin var við aðalgötuna, niður við höfnina. Bateman var feginn að vera kominn á þurrt land aftur, eftir átta daga sjóvolk, og var í bezta skapi, þegar hann lötraði niður sólheita götuna í átt til hafnarinnar. Þegar hann hafði fundið húsið var hans fyrsta verk, að spyrja eftir framkvæmdastjóranum, og innan lítillar stundar var honum vísað inn í búðina, sem var sambland af vörukeymsluhúsi og sölubúð. Þar inn af var skrif- stofan og við skrifborð þar sat feitur, sköllóttur maður með gler- augu. Bateman varpaði kveðju á manninn. „Þér getið.sagt mér hvar eg get fundið Edward Barnad?“ Mér skilzt að hann hafi um skeið unnið hér á skrifstofunni.“ „Það er rétt, en eg veit ekki hvar hann er núna.“ „En kom hann ekki hingað með sérstök meðmæli frá Brauns- chmidt sjálfum? Eg þekki húsbónda yðar mjög vel.“ Maðurinn við skrifborðið leit efasemdaraugum á Bateman. Því næst kallaði hann fram í búðina: „Hérna, Henry, — veiztu hvar Barnard er niðurkominn núna?“ „Eg held að hann vinni hjá Cameron," kallaði einhver frammi í búðinni. Maðurinn við skrifborðið kinkaði kolli. „Verzlun Camerons er hérna rétt hjá, þriggja mínútna gang neð- ar í götunni." Bateman kinkaði kolli. „Edward Bateman er bezti vinur minn,“ sagði hann Ioksins. „Mér kom það mjög undarlega fyrir sjónir, þegar eg heyrði að hann væri farinn frá Braunschmidt &: Co.“. Maðurinn við skrifborðið leit enn rannsakapdi á Bateman. Hon- um leið illa undir þessu augnaráði og hann fann sér til skelfingar, að hann roðnaði. „Eg geri ráð fyrir, að Braunschmidt & Co. og Edward Barnard hafi ekki átt skap saman,“ svaraði sá þykkholda, eftir stundarþögn. Bateman fannst lítið til um kurteisi þessa náunga. Hann stóð á fætur, talsvert þóttafullur á svip, bað hann afsaka ónæðið og kvaddi. Hann gekk út úr búðinni og Iiann þóttist finna, að náunginn á bak við skrifborðið-hefði ekki verið eins fáfróður um hagi Edwards og hann lét, en hins vegar engan veginn tilleiðanlegur til þess að leysa frá skjóðunni. Hann gekk niður götuna, eins og honum hafði verið sagt, og eftir örskamma stunr kom hann að sölubúð Camerons. Þetta var lítil búðarhola og á leiðinni niður að höfn- inni hafði hann gengið fram hjá fjölda slíkra búða. Þegar inn úr dyrum kom sá hann, að maðu rstóð við búðarborðið og mældi baðmullardúk. Hann þekkti þegar Edward og honum hnykkti við, er hann sá vin sinn önnum kafinn við svo lítilmótlegt starf. En (Framhald). Þökkum innilega samúðarskeyti, minningarspjöld, heim- sóknir og á hvern annan hátt vottaða hluttekningu, í tilefni fráfalls okkar hjartkæra sonar og bróður, STEINÞÓRS. Guð blessi alla hlutaðeigendur. Hansína Steinþórsclóttir. Loftur Guðmundsson. Guðný Loftsdóttir. Þórarinn Loftsson. Eiríkur Loftsson. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem á einn og ann- an liátt veittu hjálp og auðsýndu samúð við andlát og jarðar- för okkar hjartkæru móður, HELGU SIGFÚSDÓTTUR. Börn hinnar látnu. LÖGTAK Manntalsbókagjöld, svo sem fasteignaskattur, tekju- og eignaskattur og stríðsgróðaskattur, lestagjöld og lífeyrissjóðs- gjöld, hundaskattur og námsbókagjöld á Akureyri fyrir árið 1944, skulu tekin lögtaki á kostnað gjaldenda viku eftir aug- lýsingu úrskurðar þessa. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstaðar, 27. nóvember 1944. Sig. Eggerz. '^h>fiH>fiB>fiH>fiH>fiH>fiHÍH>fiH>fiH>fiH>fiH>fiH>fiH>fiH>fiH>fiH>fiH>fiH>fiH>fiH>fiBÍH>fiH>fiH>fiH>fiH>l 9 C>Q><S>Q><S><&S><S><S><S><S><$><&&S><$><Í><$4><&$><$><&&$>Q><M>4><S><$><$><$><$><M^ Tilkynning frá ríkissfjórninni Brezka flotastjórnin hefir tilkynnt íslenzku ríkisstjórn- inni, að nauðsynlegt sé, að öll íslenzk skip, 10 til 750 smál. að stærð, fái endurnýjuð, eins fljótt og hægt er eftir 1. desember 1944, ferðaskírteini þau, sem um ræð- ir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar, dags. 7. marz 1941. Skírteini þessi verða afgreidd sem hér segir: í Reykja- vík hjá brezka aðalkonsúlnum, á Akureyri hjá brezka vicekonsúlnum, á Seyðisfirði hjá brezku flotástjórninni og í Vestmannaeyjum lijá brezka vicekonsúlnum. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið 17. nóv. 1944 Mölbrjófar Mölbrjófasköff Jámkarlar Kaupfélag EyfirÖinga Járn- og glervörudeild. UKIÐ: MIKIÐ ÚRVAL AF ALLS KONAR SNYRTIVÖRUM Stjörnu Apótek VETRARFRAKKI, mjög vandaður, á meðal- mann, til sölu og sýnis á afgreiðslu Dags. Af sjónarhóli. . framh. af 2. síðu fyrir þá, sem sumarið 1942 studdu Reykjavík til enn meiri áhrifa á málefni þjóðarinnar með kjördæmabreytingunni óheillavænlegu. Hvernig snúast þeir, sem á „landsbyggðinni“ búa, við hinum nýju áform.um stjórnarflokkanna, um að vega enn í hinn sama knérunn, — „jafna kosningaréttinn“ enn, yeikja enn áhrif byggðanna á gang þjóðmálanna? Merkileg nýjung. í öllu nýsköpunarmoldviðri stjórnarflokkanna má koma auga á einn fastan punkt, sem er mik- iisverður og til framfara horfir. Það er stofnun fullkominnar rannsóknarstöðvar fyrir land- búnaðinn. Búfjársjúkdómarnir eru eitt af meginvandamálum komandi tíða. Þær aðgerðir, sem hingað til hafa verið reyndar, liafa engan veginn gefizt vel og hafa þó kostað of fjár. Ef til vill verða vísindin þess megnug að koma hér til hjálpar og að því miðar þessi framkvæmd. Aljtingi hefir J^egar veitt 1 millj. króna til fyrirtækisins og Rockefeller- stofnunin í Bandaríkjunum sem styrkir vísindastarfsemi víða um heim, mun leggja frarn helming stofnkostnaðar. Forsaga málsins er sú, að í sumar, er landbúnað- arráðherrann, Vilhjálmur Þór, var vestur í Bandaríkjunum, hóf hann máls á þessu við Rockefell- erstofnunina og fékk góðar und- irtektir. Lagði hann síðan málið fyrir fjárveitinganefnd Alþingis, sem flutti tillögu um fjárveit- ing uþá, sem nú hefir verið sam- þykkt. Hefir þessu máli livar- ‘ vetna verið vel fagnað og Vil- hjálmi Þór vel þakkað ’ians framtak í málinu. Ein undan- tekning er þó. Morgunbl. segir frá nýmæli þessu í „bréfi frá Al- þingi“. Er þar Pétri Ottesen þakkað fyrir flutning hans á mál- inu' og Pétri Magnússyni I jár- málaráðherra fyrir mikilsveiðan stuðning við það. Mun það sjálf- sagt verðskuldað. Hins vegar er að engu getið um þátt fyrrv. landbúnaðarmálaráðherra, sem er þó sýnu mestur og drýgstur. Slíkar eru leikreglur Mbl. Ný tækni enn. En svo aftur sé vikið að hinni nýju tækni, sem mjög er nu rómuð, þótt lítið sé hún áþreif- anleg ennþá, er rétt að vekja at- hygli á einu atriði. Hér í blaðinu var nýlega sagt frá fundi Fram- sóknarmanna á Akureyri og um- ræðum þeirra um bæjarmál og framtíðarhorfur bæjarfélagsins. Meðal annars var rætt um nauð- syn þess ,að hefja þegar undir- búning að nýrri aukningu Lax- árvirkjunarinnar. í þeim um- ræðum kom fram tillaga, sem vel er Jress verð að henni sá gaumur gefinn. Hún var um það, að rétt væri að rannsaka hvaða mögu- leikar væru í hveragufunni tii rafvirkjunar. Eins og kunnugt er hefir nýlega verið gerð athygl- isverð tilraun með slíkt fyrir sunnan. Hveragufa hefir verið látin reka gufuvél, sem síðan hefir framleitt rafmagn. Væri ekki ástæða til að athuga hvaða möguleikar til rafvirkjunar búa til dæmis í afli Uxahvers, sem er að finna einmitt í nágrenni Lax- árstöðvarinnar? Norðlendingur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.