Dagur - 07.12.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 07.12.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 7. desmeber 1944 D A G U R 3 Dýrtíð -- Stjórnskipan Sigrún Blöndal látin i. Mörg orð eru viðhöfð um dýr- tíð. Vísitalan stendur sem fleinn í heilum stjórnmálaleiðtoganna. Ýmsar tillögur koma fram. Allt lendir í skrafi, kröfum og stöðv- un. í nóvember 1918 lauk fyrri heimsstyrjöldinni. í desember sama ár varð ísland fullvalda ríki. Þá var dýrtíð. Sú dýrtíð hefir haldið áfram og stendur enn. Á tímabili því, sem liðið er síðan, liafa verið gerðar ýmsar tilraunir til þess að halda jafn- væginu í því ölduróti, sem hef- ir geisað. Enda þótt þessar til- raunir hafi stundum verið illa þokkaðar af sumum, hafa þær þó fleytt þjóð vorri fram á þenna dag og skapazt hefir glæsileg ein- ing um að stofna frjálst og óháð lýðveldi, sem flestum mun vera í fersku minni. Hugsandi menn, sem staðið hafa í eldinum allan þenna tíma, minnast að sjálf- sögðu margs. Minnast þess, er dýrtíðin tekur á sig mynd verð- bólgu, minnast þess, er hún birt- ist í mynd kreppu. Nú virðast allir sammála um, að dýrtíðin sé ófreskja, sem kveða beri niður, en menn greinir á urn leiðir. Menn greinir á um leiðirnar, af því að flestir hugsa sér að ná ávinningi við ráðstafanir þær, sem nauðsynlega þarf að beita. hað er staðreynd, að afkomu- möguleikar þjóðarinnar eru háð- ir því, hvernig tekst um hagnýt- ingu auðlinda landsins. Með öðrum orðum: Það er undir því komið, að framleiðslustörfin séu rækt sem bezt, hvað góð lífsskil- yrði þjóðin getur skapað sér. Fólkið, sem vinnur að landbún- aði, fiskveiðum, iðnaði úr inn- lendum hráefnum, er að lang- mestu leyti þeir aðilar, sem framfleyta lxfi þessarar þjóðar og skapa þá peninga, sem þjóðin hefir yfir að ráðá. Það er nauð- synlegt fyrir fólk að hugleiða þessa hluti, svo að það skilji það, livað fáránleg sú meinloka er, þegar talað er um bændur sem ölmusumenn, eða aðra þá sem þjóðfélagið veitir fé til fram- leiðslustarfa. Slík framlög eru því aðeins möguleg, að þessir sömu fiamleiðendur hafi haft svo mikla framleiðslu, að hún hafi nægt til þess að greiða allar þær kvaðii', sem á henni hvíla, svo sem kaupgjald allra laun- þega, bæði beint og óbeint. Framlög þessi til atvinnurekend- anna eru því í raun og veru end- urgi'eiðsla á því, sem þeir hafa lagt fram. Greiðsla stórveldanna fyrir dvöl setuliðsins í landinu liggur fyrir utan þetta að veru- legu leyti, þó ekki að öllu leyti. Endæliafa skapazt af þeim ástæð- um óvæntar kiöfur á hendur þeim, svo að mörgum' hundruð- um millj. króna nemur. Það er því eingöngu þær söluhæfu framleiðsluvörur þjóðarinnar, sem fjárhagsgrundvöllur vor hvílir á. í stuttri blaðagrein er ekki hægt að gera þessu atriði full skil, en mér þykir hlýða að vekja athygli á því, sem hér hefir verið sagt. Þegar-taka á upp bar- áttuna við dýrtíðina í fullri al- vöru, verður að korna að henni þar, sem hún á upptök sín. Handahófslegar bxáðabirgðaráð- stafanir eru skammgóðar, þær leiða til nýs öngþveitis, sem aft- ur þarf að fást við, fyrr en varir. Verðlag og kjör verður að færast á raunhæfan grundvöll. Það verður að skiljast fólki, að kjöt- pund og mjólkurpottur er hið sama hvað sem það kostar, og að vinnustund sláttumannsins og sjómannsins er sú sama, hvað sem hún kostar o. s. frv. Glíman, eins og hún er háð nú við þetta viðfangsefni, líkist því, er vit- lausir menn væru látnir bera vatn í botnlausa tunnu. Sneypa hins upplýsta nútímamanns er meiri fyrir það, að forfeður vor- ir hafa vísað veg, sem við höfum villzt frá í leit að gullkálfinum. Hinn forni landaurareikningur var undirstaða, sem stóðst margra alda reynslu og mun standast enn í dag ,ef hann væri notaður. Það er þó ekki meining nxín, að við eigum að nota hina gömlu aðferð í daglegum við- skiptum. En alveg áreiðanlega eigum við að festá verðið á grundvallarauðæfum vorum, en ekki’ láta það stíga og falla eins og loftvog í íosafenginni tíð. Það, sem erfiðast yrði í þessu, er að meta afstöðu verðmætanna hvers til annars, en þó hygg eg, að það verði auðveldara að skapa regluv fyrir því, sem ti'yggari reyndust en öngþveiti það, sem nú ríkir í veiðlags- og kjaramál- um. Sérstökum aðferðum yrði að beita í verðlagi vara, sem fluttar eru til landsins og frá því. Með verðmætum á eg einnig við vinnu. IL Lýðveldið íslenzka hefir verið endurreist. En stjórnaiskrána sitjum við enn með, með allra nairðsynlegustu breytíngum og þeirri veigamestri, að forsetinn er þjóðkjörinn. Það spáir góðu um, að stjórnskipan ríkisins batni, að sú tilhögun varð ofan á. Við höfum séð hvert stjórn- arskrá sú, sem gilt hefir, hefir fært vald hins opinbera lífs. Það er nú komið að langmestu leyti í hendur einnar miðstöðvar, með þeim árangri, að Alþingi hefir ekki tekist að skapa landinu stjórn.*) Einræðið blasir við, ef ekki tekst að gxeiða úr því stjórnmálaöngþveiti, sem nú er i landinu. Eina leiðin til að tfyggja íslenzka lýðveldisboigar- anum fullkomið frelsi ér að taka stjórnarskrána til endurskoðun- ar og breyta henni þannig/'að tryggt sé að vald og fjármunir færist ekki í hendur ofbeldis- hneigðum klíkum. Samfaia því að vald og lífsþægindi hníga til þessarar áðurgetnu niðurstöðvar, fækkar þeim mönnum óðfíuga, sem vinna að framleiðslu grund- vallarauðæfa þjóðarinnar, og er það bein afleiðing af því, hvern- ig hin stjórnmálalegu átök beita sér. Ríkið hefir á prjónunum ýmsar tillögur til þess að treysta framleiðslu þjóðarinnar, t. d. aukningu skipastólsins, stór- *) Greinin er skrifuð um miðjan okt. aukna ræktun landsins o. s. frv. En allt er þetta unnið fyrir gíg, meðan ekki er tryggt á stjórn- skipulegan hátt, að fólkið starfi að þessum verkefnum. En til þess virðist vanta það jafnvægi í lífjþægindum, sem fólkið óskar eftir. Stjórnskipan sú, sem við tekur, vexður að tryggja það, að auðlindir landsins verði hagnýtt- ar með það fyrir (augum, að fólk það, sem það gerir, hafi viðun- andi lífskjör og þægindi hvar á landinu sem er og njóti þess arðs, sem fæst, og geti sjálft ráð- stafað gjaldeyri þeim, er það skapar. Þar með er þó ekki sagt, að hver einstakur eigi að hafa full umráð alls þess, er hann aflar. Það er verkefni stjórn- skipulegs eðlis að kyeða á um hlutdeild hvers og eins í fram- leiðslu þjóðaibúsins. En þess verður að gæta, að framleiðslu- stöðvar fái í réttum framleiðslu- hlutföllum sinn eigin gjaldeyri. Því aðeins getur þióun atvinnu- veganna farið fram með eðlileg- um hætti, að fé sé ekki flutt að þarflausu úr þeim eða frá upp- runa fjárins, en fái að vinna sitt hlutverk við fiamleiðsluna. Til þess að skýra nánar, hvað við er átt hér að framan, leyfi eg mér að benda á annars vegar Kefla'- vík, sem framleiðslustöð til sjáv- arins, og Suðurlandsundirlendið til landsins. Hins vegar Reykja- vík, þessa miklu miðstöð, sem er hlutfallslega þýðingarlítil í framleiðslustarfi þjóðarinnar og hagnýtingu auðlinda hennar. Ríkið tók á sig ábyrgð til að auka þægindi miðstöðvarinnar með rafveitu og liitaveitu. Þeir, sem sjá sækja úr Keflavík, búa enn við hafnleysi og fara enn á mis við rafmagns- og hitaveitu o. s. frv. Eins er með sveitirnar austanfjalls. Mig minnir þó, þeg- ar ábyrgðin fyrir Sogsvirkjunar- láninu var veitt, væri talað um það sem sjálfsagðan hlut,Vað raf- magnið yrði notað til að auka þægindi sveitanna. Miðstöðin er Þann 28. f. m. flutti síminn þá fregn um landið, að frú Sigrún Blöndal á Hallormsstað, for- stöðukona húsmæðraskólans þar, hefði andast aðfararnótt þess dags eftir örstutta legu í blóð- eitrun. Með liinu sviplega andláti hennar er ein af merkustu og menntuðustu konum þessa lands hnigin í valinn. Frú Sigrún fæddist 4. apríl 1883 á Hallormsstað. Foreldrar hennar voru Páll Vigfússon stú- dent og kona hans, Elísabet Sig- urðardóttir, prófasts Gunnars- sonar á Hallormsstað. Voru þau hjón bæði vel mennt og Hall- ormsstaður á þessum tímum eitt helzta menningarsetur í sveit austanlands. í þeim jarðvegi óx Sigrún upp, þar sem „fagur er dalur og fyllist skógi". Hún hlaut ágæta menntun, fyrst á heimili sínu og síðan utan þess, bæði innanlands og erlendis. Mun óhætt að fullyi'ða, að hún var í hópi hinna bezt menntu k’venna á landi hér. Og hún setti ekki ljós sitt undir mæliker. Æfi- starf hennar var að fræða ung- dóminn bæði bóklega og verk- lega, með sívakandi áhuga og þreki, og þessu mikilvæga starfi látin sitja fyrir, framleiðslu- stöðvarnar koma ekki fyrr en seinna, þegar fólkið er flúið framleiðsluna. Þetta er gamla yfirráðastefnan í almætti síhu. Það er eins konar nýlendustarf- senxi, íekin af ráðamönnum þjóðarinnar gagnvart fram- leiðsluhéruðunx þessa lands. Það er bieytixxg á þessu ástandi, sem verður að fást og tryggja með stjórixskipan hins íslenzka lýð- veldis. (Framlxald). Sig. Vilhjálmsson. sínu hélt hún áfram, meðan dag- arixir entust. Árið 1918 giftist Sigrún Blön- dal Benedikt Magnússyni Blön- dal, búfræðikandídat og kennara við búnaðarskólann á Eiðum og síðaix nokkur ár við héraðsskól- ann þar, miklum áhugamanni og vel menntum. Voru þau hjón samvalin að álxuga fyrir fræðslu alþýðu. Eftir að þau fóru frá Eið- um, reistu þau bú í Mjóanesi á Héraði og stofnuðu þar til ungl- ingaskólahalds. Þegar svo hús- mæðraskólinn á Hallormsstað var settur á stofn, tóku þau við forstöðu hans, og var þá draum- ur Sigrúnar um að fá að vinna að hugðarmálunx sínum á hinu kæra æskuheimili sínu oiðinn að veruleika. En skyndilega dió ský fyrir sólu á gleðihimninum. Benedikt Blöndal varð úti á Þórudalsheiði ixxilli Reyðarfjarðar og Héraðs á leið til heimilis síns í janúar 1939. Það var þungt áfall fyrir konu hans, senx nú stóð ein uppi; með skóla sinn og heimili. Þó lét hún ekki bugast, en hélt starfinu áfraixx með óbilandi þreki til æfiloka. Einn son eignuðust þau hjón, Sigurð að nafni. Hann stundar nám í Menntaskólanum á Akur- eyri. Nú drúpir Austurland við frá- fall Sigrúnar Blöndal, og þó fyrst og fremst Hallormsstaður. Piano til sölu. Til sýnis í Bi'ekku- götu 13, efri hæð, eftir kl. 6. CHKHKHKHKHÍXKHKHKKKHÍXKHKaKH: -tHJXKHKBKHKHKHKHHKH>XHH>mKHKH>XKHKH«KHKHKHKH>m><H>XKH>X><Hj«HKHKHKHKHWmKHHKBKHKHÍ<HKHKH: I. Bréfaskóli S. í. S. er ætlaður jafnt ungum og gömlum. Nánxið er stundað heima, frjálst val uixx námsgreixxar og námshraði við hæfi hvers nem- anda. Lágt kenxislugjald. — Leitið upplýsinga hjá Bréfaskólan- unx, Sambandshúsinu, Reykjavík eða sambandsfélögunum. II. Bréfaskóli S. í. S. kennir þessar námsgreinar: Bókfærslu, íslenzka réttritun, ensku lianda byrjeixdum, búreikninga, fundai'stjórix og fundarreglur, skipulag og starfshætti samvinnufélaga. Á næsta ári verður bætt við flokki uxxx íslenzka bókxxxenntasögu. ffl. Samvimramenn, aukið þekkingu yðar á skipulagi og starfsháttum samvinnufélaga. Hjá Bréfaskóla S. í. S. eigið þér kost á fræðslu um þetta efni. IV. Vitið þér hvernig stiórna skal fundi? Er yður kunnugt um venjulegar fundarreglur? Reynið námskeið Bréfaskóla S. í. S. — Fundarstjórn og fundarreglur. Kennslugjald aðeins 20.00 kyónur. Upplýsingar á skrifstofu K.E.A. öxKhKhKbKhkhKhkhKhkhkhKhkhkhkhKhkhkhkhKhkhKhKhkhkhkh^hkhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhkÍi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.