Dagur - 07.12.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 07.12.1944, Blaðsíða 4
4 D A G U R Fimmtudaginn 7. desember 1944 DAGUR Ritstjórn: Ingimar Eydal. Jóhann Frímann. Haukur Snorrason. Aígreiðslu og innheimtu annast: Marinó H. Pétursson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Bjömssonar. „Sameiningin" í sjón og raun þAÐ ER MISSKILNINGUR - eða þó miklu fremur vísvitandi tilraun til lýðblekkingar — þegar stjórnarliðar halda því fram, að Framsókn- armenn vilji skerða lífskjör og afkomu verka- manna og annarra launþega frá því, sem nú er. Þeir vilja auðvitað þvert á móti tryggja afkomu þeirra og bæta kjör þeirra, svo sem framast er unnt á hverjum tíma. Hitt ætla þeir verkamönn- um og öllum launþegum að skilja, að hagur alls landslýðsins byggist á afkomu atvinnuveganna, og því vilja þeir tryggja gengi þeirra og framtíð með því m. a. og ekki sízt að færa niður dýitíðina — þar með talið kaupgjald og afurðaverð — svo að íslendingar geti gert sér einhverjar vonir um að geta selt afurðir sínar á erlendum markaði við samkeppnishæfu verði á eðlilegum tímum. — Af sömu rótum er það runnið, þegar stjórnarliðar leitast við að telja ahnenningi trú um, að Fram- sóknarmenn séu á móti nýsköpun atvinnuveg- anna. Þeir hafa raunar fyrr en nokkur annar flokkur bent á þýðingu hennar og nauðsyn, og þeir reistu á sínum tíma skorður þær við óhæfi- legum og ótímabærum flutningi stríðsgróðans inn í landið til brasks og gegndarleysis á inn- lendum markaði, sem hin fyrri stjórn Ólafs Thors lét verða sitt fyrsta verk að rífa niður — samkvæmt kröfum braskaraliðgins, en þvert á móti vilja og ráðum gætinna og liygginna manna. — Þangað er ekki hvað sízt að leita skýringa og orsaka verðbólgu þeirrar, sem síðan hefir dunið yfir þjóðina. — Og Framsóknarmenn eru enn fylgjandi eðlilegri og stórtækri þróun og nýsköp- un atvinnuveganna, þótt þeir hins vegar telji glögg takmörk fyrir því sdft, hve háa’n turn sé mögulegt að reisa á botnlausu feni. gíZT AF ÖLLU trúa Framsóknarmenn því, að nokkur „þjóðleg eining“ urn nýsköpun at- vinnuveganna, né nokkuð annað, er til heil- brigðrar þróunar geti talizt, muni takast í sam- vinnu við — eða jafnvel undir forystu þeirra manna, sem þekktastir eru að fjandskap við at- vinnulífið og alla eðlilega þróun — kunnastir að ófriði, skemmdarverkum og sundrungarstarfi hvarvetna þar, sem þeir koma nokkuð við sögu. — Kommúnistar hafa jafnan hrópað hátt um „sam- einingu verkalýðsins" og nauðsyn þess, að Al- þýðusambandið yrði losað úr tengslum við hina pólitísku flokka í landinu. Nú er Ijóst orðið, hvað fyrir þeim hefir vakað með þessu fagra frið- artali. Alþýðusambandið hefir nýskeð verið soðið upp eftir þeirra eigin kokkabók, og þrír flokkar — allir núverandi stjórnarflokkarnir — gengið til samstarfs um stjórn þess. Nú s'kyldu menn halda, að kommúnistar hefðu gengið ötullega að því verki að treysta þessa sameiningu og auka sant- starfið og bróðurþelið. En viti mennl Nýaf- stöðnu sambandsþingi breyttu þeir í harðvítugri og illvígari pólitíska orrustu en um getur nokkru sinni fyrr í sögu nokkurra samtaka á íslandi. Þeir undirbjuggu þá orrustu með því að svíkjast aftan að sínum kæru samstarfsmönnum — póli- tískurn andstæðingum, sem þeir höfðu áður ginnt í flatsængina til sín — nreð því að dreifa út ógeðslegu leynibréfi og launráðum gegn þeim um land allt. Ekki var samkunda þessi heldur fyrr sett en kommúnistar hófu þar magnaðar pólitískar deilur og árásir á Alþýðuflokkinn. Þeir náðu undirtökunum á þinginu með fá- heyrðum ójöfnuði, ofbeldi ög lögleysum. — Sú Krónprinsessa Norðmanna í U. S. A. Myndin sýnir Mörtu, krónprinsessu Norðmanna, ásamt norskum og amerískum ílotaforingjum við skóla hins útlæga, norska ílota í Travers Island í Bandaríkjunum. Norskir flotaliðar hafa verið þjálfaðir þar undaníarin ár. Jónas Jónsson frá Brekknakoti sendi blaðinu eftirfarandi pistil fyrir skemmstu: „Vinsamlegast, — lokið útvarpinu! IKIÐ var um dýrðir hjá mörgum Islendingi, þegar fyrst var opnað útvarpstækið á heimilinu. Viðbrigðin voru gleðileg og undramikil: horfið frá heimi þagnar og fásinnis til þessa dásamlega sambands við ólgandi líf umheimsins, og fá þannig notið furðu margs, bæði til fróðleiks og skemmtunar. Útvarpsráði o. fl. hefir orðið það ærið áhyggjuefni, hvemig til skuli hagað dagskrá, svo að allir hlustend- ur séu ánægðir. Það er náttúrlega vonlaust mál að ná því marki ,allra sízt er von um það nú á dögum, þeg- ar skemmtana-úrvalið er víðast mjög mikið, og peningar nógir til þess að nota tækifærin, þótt fjárfrekari séu en það, að opna útvarpið sitt. Allsnægtir skapa oft vanmat á verð- mætum. Útvarpið er áreiðanlega tvíeggjað sverð, á bæði möguleika til að bæta og skaða, byggja upp og brjóta niður, jafnvel þótt 'þaðan heyrðist aldrei saga er fróðleg, þótt ófögur sé, en of löng'til þess að rekja hana hér nánar að sinni. — Og að lok- um klykktu þeir út með því að kjósa gamlan nazista-Iiðþjálfa og sundrungar-postula sem forseta alþýðusamtakanna á íslandi! — Karl gamli Marx skaut ekki Ijarri markinu forðum, þegar hann sagði: „Þeir, sem hæst gala um einingu, eru sjálfir oft örg- ustu sundrurigarsveppirnir." QG SVO ER þessum ntönnum — sem ekki reynast færir um að ráða sínum eigin málum til lykta á annan veg en þennan — ætlað að taka höndum sarnan og mynda „þjóðlega einingu" um stórfellda nýsköpun og friðsam- lega þróun atvinnuveganna^og forystu allra þjóðmála á íslandi. Trúi þeim hver, sem vill, til góðra og happasælla verka. Framsóknarmenn treysta þeim ekki. annað en það, sem gott mætti teljast. Skaðsemin liggur í því, að við, sem „eyrum höfum, heyrum ekki“, þótt útvarpið sé í gangi (hér er notað hið daglega mál) rétt hjá okkur. Það er víst næsta algengt, að út- varpið flytur okkur fréttir, erindi, söngva, aríur og hljómkviður, meðan við mösum og hlæjum — höfum hátt — og vitum lítið og ekkert hvað um er að vera í útvarpinu. AÐ ERU sennilega fleiri en við_ kennararnir, sem veitum því at- hygli, að það er oft næsta erfitt að vekja áhuga og eftirtekt barnanna á því, sem verið er að segja þeim, biðja þau eða kenna þeim. Gildir ekki nokkuð það sama um unglinganá — og jafnvel fullorðna? Erum við ekki mörg farin að heyra án þess að taka eftir, — láta okkur á sama standa hvað sagt er í útvarpinu og svo líka annars staðar? Er ekki algengt að börnin og unglingarnir fari — alveg ósjálfrátt — að masa sín á milli i kennslustundinni? Má ekki og heyra málanda og klið í fundarsalnum með- al fullorðinna, þótt ræðumaður rembist í stólnum? Úrræði kennarans er að þagna sjálfur, láta nem. átta sig við þá breytingu. En ræðumaðurinn vill ógjarna hætta — og fólkið hlust- ar — sumt vel, — en sumt með öðru eyranu aðeins — eins og á útvarpið. Er hér ekki um breytingu að ræða, afturför frá því, sem áður var, — og að einhverju leyti útvarpinu að kenna? Eg álít það. Þó ekki þannig að skilja, að útvarp og dagskrá geti ekki verið í bezta lagi, heldur hitt, að við mörg kunnum ekki að notfæra okkur þessi ágæti. Við skrúíum of sjaldan iyrir’. Engir endist til að hlusta að gagni á allt saman, en það er mannskemmandi að hafa útvarpið í gangi og hlusta ekki, ‘en reyna ósjálfrátt að yfirgnæfa það með masi eða öðru. Það sljóvgar eft- irtektina, venur á skeytingarleysi, ókurteisi og hávaða. þAÐ ER MJÖG eftirtektarvert, hve mikið af undraverðum uppgötv- unum snillinga síðustu tíma miða að því — beint éða óbeint — að brjóta niður, gjöreyða efnislegum og and- legum verðmætum. Menning, sem við enn fáum varla skilið, hefir fyrir árþúsundum ríkt í heiminum og um hana byggst stór- veldi mikil. En hvort tveggja, þessi menning og stórveldin, hafa hrunið til (Framhald á 6. síðu). „Hver maður sinn skammt“ Nýlega hefir verið tilkynnt að alger smjör- skömmtun yrði sett á laggirnar hér á Akureyri. Sumir hafa beðið fyrir sér og barmað sér á alla lund, en aðrir hafa tekið þessum tíðindum með karlmennsku, eins og norrænum hetjum sæmir, og ekki látið á neinu bera! Þessi ráðstöfun er tvímælalaust til bóta, því að með henni er tryggt,. að hver fái sinn skammt og það er það, sem þarf að tryggja. Að vísu er skammturinn lítill og mun eflaust víða reynast ónógur, en mér finnst það ekki vera til þess að gera veður út af, eða ákalla hina heilögu guðsmóður. Því miður veit eg ekki live stór smjörskamnrt- urinn er í Englandi eða nágrannalöndunum hin- um, en eg gæti bezt trúað, að okkar myndi ekki reynast minristur. — Eg veit að einhver mur segja, að ekki tjói að bera okkur saman við þjóð- ir, sem eigi í styrjöld. Það kann rétt að vera. — En það getur samt sem áður, oft verið lærdóms- ríkt að bera hagi sína saman við annarra manna á:stæður, og okkur ætti sannarlega ekki að vera vandara um en öðrum. Annars voru þessar línur ritaðar til þess. að gefa ykkur ráð, hvernig þessi skammtur verð- ur drýgður á sem beztan hátt. Húsfreyja nokkur hér í bæ var svo elskuleg að gefa mér þessa uppskrift á dögunum, og leyfi eg mér að senda hana áleiðis til ykkar. Smjör og plöntufeiti er blandað til helminga þanmg: Eitt stykki (J4 kg.j af plöntufeiti er sett í skál og skálin látin ofan í pott með heitu vatni í. Þannig er plöntufeitin brædd. — Þá er skálin tekin af og látið rjúka um stund. Síðan er feitin þeytt (með venjulegum rjómaþeytara) og !4 bolla af heitri mjólk bætt út í smám-saman. Þegar feitin er vel þeytt, er eitt stykki (}/•> kg.) af smjöri hnoðað sérstaklega. Þá er feitinni og smjörinu blandað saman og hnoðað þar til það er vel jafnt. — Betra er að salta þetta örlítið. Þakka eg svo frúnnu, er ráðið gaf, hjartanlega og vona, að sem flestar ykkar megið af þessu gagn hafa. „Puella“. ★ Þessi mynd er af ofnurn munum á handavinnu- sýningunni í Laugalandsskóla sl. vor. Myndina tók E. Sigurgeirsson ljósmyndari. ★ Ráð. Haltu saman telaufum í eina viku. Láttu þau í skál og heltu á þau ca. Y> lítra af sjóðandr vjtni. Þetta á svo að standa í eina klst. Síaðu laufin frá, og héltu síðan vökvanum í flösku. Þessi lögur er ágætur til þess að gljáfægja spegla, glugga og annað gler. Einnig er mjög gott að þvo barnavagna, reið- hjól, bíla o. s. frv. upp úr þessum lög. ★ Langar ermar eru óhentugar . fyrir hendurnar og auðæfin fyr- ^ ir sálina. (Sókrates).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.