Dagur - 07.12.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 07.12.1944, Blaðsíða 6
6 DAGUR HROSUN " 60MER8 EDIUDRDS BORIMÍIRD. (Framhald). hann hafði varla gengið eitt skref inn eftit gólfinu, þegar Edward leit upp og hrópaði óðara upp yfir sig af fögnuði: „Bateman! JÞað var sannarlega óvænt ánægja, að sjá þig.“ Hann rétti höndina yfir búðarborðið og tók þétt og innilega í hönd vinar síns. Framkoma hans var blátt áfram og eðlileg og blygðunin út af niðurlægingu hans var öll hjá Bateman. Edward virtist ekki finna til þess. „Bíddu andartak meðan eg geng frá þessum pakka,“ sagði hann og vafði bómullarstrangann innan í pappír og fékk hörundsdökk- um viðskiptamanninum, sem beið fyrir framan. Því næst sneri hann sér brosandi að vini sínum. „Hvernig komst þú og hvenær? Herra minn trúr, eg er feginn að sjá þig! Fáðu þér sæti, Bateman." „Við getum ekki talað saman hér. Komdu með mér á gistihúsið. Þú getur vonandi fengið frí?“ spurði Bateman hikandi. „Auðvitað á eg frí, þegar eg vil. Hér á Tahiti er nægur tírni til alls.“ Hann sneri sér að Kínverja, sem stóð innan við búðarborðið. „Ah-Ling,“ sagði hann. „Þegar húsbóndinn kemur, þá segðu hon- um, að eg hafi skroppið frá með kunningja mínum, sem er ný' kominn frá Ameríku." „Allt í lagi,“ sagði Kínverjinn bipsandi. Edward snaraði sér í jakka og setti upp hatt, og þeir Bateman skunduðu út úr búðinni. „Eg átti ekki von á, að sjá þig mæla baðmullardúk í hendurnar á óþrifalegum negra,“ sagði Bateman, hálfhlæjan’di. „Braunschmidt rak nrig úr vistinni, — og eitthvað verður maður að gera.“ Bateman fannst Edward taka niðurlægingunni undarlega létti- lega, en hann kunni ekki við að lengja samtalið um þetta efni að svo stöddu. „Mér þykir ósennilegt, að þú safnir miklu fé í þessu embætti," sagði hann þó, eftir dálitla þögn. „Nei, fé safnar maður ekki. En maður hefir til hnífs og skeiðar, og eg er ánægður. „Þú hefir tæplega verið ánægður með það fyrir tveimur árunr.“ „Nei, — en maður vitkast með aldrinum," svaraði Edward. Bateman leit rannsakandi á hann. Edward var kæruleysislega klæddur; hann var í ljósunr baðnrullarbuxum, — ekki yfrið hrein- um að sjá, og með ódýran, innlendan stráhatt á höfðinu. Hann var grennri en hann átti vanda til, hörundið dökkbr^nt af völdum sólarinnar og víst var hann fríðari en nokkru sinni fyrr. Eitthvað var það þó í fari hans, sem konr Batenran ókunnuglega fyrir sjónir. Hann steig léttilega til jarðar, — nær því kæruleysislega, — virtist kátur og léttur í skapi án nokkurs sérstaks tilefnis. Bateman fannst framkoma hans öll undarleg. „Eg veit ekki yfir hverjum fjáranum hann er svona kátur,“ sagði lrann við sjálfan sig. Þeir komu brátt að gistihúsinu og fengu sér sæti við borð á svöl- unr hússins. Kínverskur þjónn kom nreð drykkjarföng. Edward var nrjög ákafur að lreyra fréttir frá Chicago og lét spurningujjr rigna yfir vin sinn. Áhugi hans fyrir því, sem heima gerðist, virtist einlægur og eðlilegur. En Bateman fannst undarlegt að áhuga hans að þessu leyti, virtist deilt jafnt niður á milli ýnrsra óskyldra efna. Hann vildi eins og ólnrur vita um hagi fjölskyldu Batemans og líð- an Isabellu. Hann talaði um hana blátt áfram og eðlilega, eins og hún væri systir hans frekar en lreitmey. Og áður en Bateman fékk nokkru um sanrtalið ráðið, hafði það snúist að fyrirtækjum föður hans og nýbyggingurtr. Hann var staðráðinn í því, að leiða viðræð- urnar aftur að Isabellu og/sambandi þeirra Edwards, en áður en hann fengi ráðrúm til þess, sá hann að Edward veifaði hendinni í kveðjuskyni. Einhver gekk að borði þeirra, en þar sem Bateman sneri baki að honum gat hann ekki séð hver maðurinn var. „Komdu og fáðu þér sæti,“ sagði F.dward. Hinn ókunni maður stóð við hlið þeirra. Hann vdr mjög hár, grannvaxinn og með mikið og fagurt snjóhvítt hár. Andlitið var toginleitt en þó mikilúðlegt. „Þetta er fornvinur minn, Bateman Hunter. Eg hefi oft sagt þér frá honum,“ sagði Edwárd. „Það gleður mig að kynnast yður. Eg var eitt sinn kunnugur föð- ur yðar.“ Ókunni maðurinn rétti Bateman hönd sína og það var ekki fyrr en þá, að Edward sagði nafn hans. „Þetta er Arnold Jackson." Bateman fann, að hann hvítnaði í andliti og honum fannst allt í einu heljarkulda leggja frá handtaki mannsins. Þetta var þá fals- arinn og svikarinn Arnold Jackson, móðurbróðir Isabellu. Hann reyndi að leyna fátinu. Arnold Jackson leit glottandi á hann. „Mér þykir ólíklegt, að þér kannist við mig,“ sagði hann. (Framhald). Fimmtudaginn 7. desember 1944 ALÚÐARÞAKKIR til vina minna, ástvina og samstarfs- manna íyrir hugheilar árnaðaróskir lottleiðis eða með hlýju handtaki heima hjá rnér hirtn 3 .desember síðastliðinn. Sérstaklega þakka eg vinum mínum og sveitungum í Hrafnagilshreppi fyrir veglegt samsæti mér og mírmm til hartda, ásamt kærkomirmi gjöf. Hjartans þakkir fyrir gengnar götur. HÓLMGEIR ÞORSTEINSSON Hrafnagili. Kaupið jólagafirnar á meðan úrvalið er fjölbreyttast, nýkomin afar falleg silkiteppi, vattteppi, silkináttkjól- ar, silkiijndirföt, dömu-greiðslusloppar, herra- og dömuskinnhanzkar, fóðraðir og ó- fóðraðir, nýmóðins kjólautau, vasaklútar í skrautöskjum, dömuveski og töskur, hv. og misl. silki- og ullartreflar, hæstmóðins herra- bindi, manchettuskyrtur og axlabönd. BALDUIN RYEL H.F. Þökkum innilega öllum þeim, sem veittu hjálp, og auðsýndu vináttu, við útför JÓHANNESAR HELGASONAR, Ytra- Laugalandd. Aðstandendur. HERRAR, FRÚR, UNGFRÚR! Góðar snyrtivörur eru kærkomnar jólagjafir. Höfum í f jölbreyttu úrvali, alls konar snyrtivörur fyrir kvenfólk. Einnig mjög skemmtilega gjafakassa fyir herra. STJÖRNU APÓTEK FOKDREIFAR. (Framhald af 4. síðu). . grunna, kollhlaupið sig gjörsamlega, fyrir misbeitingu þess, sem snilling- arnir sáu og sköpuðu fólkinu til handa. Á ennþá sama raunasagan að ger- ast? ;— Erum við í nokkurri hœttu hér á Islandi? — Hver svarar því? En mér virðist sem við mættum skrúfa fyrir útvárp- ið, svolítið oftar en við gerum — njóta oftar en er, þagnar og næðis til að hugsa sjálf og álykta stund og stund. — Eins og eg hefi þegar tekið fram er eg með þessu ekki að deila á starf- semi útvarpsins íslenzka. Vitanlega hefir það sína ágalla meðal mikilla kosta eins og gengur. •p|INHVER var t. d. að undrast það í samtali við mig á okkar „vegi og degi“ fyrir nokkru, að stórlærðir menn og foringjar meðal þjóðarinnar — á sínum sviðum — væru að fjöl- yrða í útvarpssal um það dásamlega Húsmæðrakennara-skólaslátur „sem að“ annar hafði verið svo heppinn að fá að smakka, og hinn lofaði sjálfum sér og alþjóð, að hann skyldi líka ná í bita af „ef að“ hann sæi sér nokkurt færi. Gott og vel; málið er nú svíina og svona — eins og gengur á al- mannavegi — en hitt er gleðilegt að mega í framtíðinni eiga von þess að frúm og freyjum landsins verði kennt að búa til svona inndælt slátur! Hitt þótti mér verra er doktor Björn tók upp þá kennsluaðferð, í sínum góðu tímum: „Spumingar og svör um ísl. mál“, að útreka illt með illu. Þ. e.: segja sjálfur vitleysu, til þess að láta fólkið hætta við aðra! Þótt margir hlusti á dr. Björn, munu þeir þó til, sem aðeins heyra vitleys- una, vita ekki hvernig á henni stend- ur, og bera hann svo fyrir henni sem ágætu máli og segja að hverju góðu kvöldi loknu „góðu nóttina“. Eg veit að dr. Bjöm mun fá að lesa þessar línur, en verður þá vonandi alveg hættur með þessa kennsluaðferð. Nóg um það, segjum við báðir. Sem sagt, — útvarpið býður okkur tækifæri. En hugsunarlaust og án at- hygli fáum við ekki notið þeirra okk- ur til menningarauka. Við skulum loka fyrir um stund, lesa dagskrána, velji og hafna, hlusta eða opna ekki. Annars virðist mér sem við „fljót- um sofandi"-------eitthvert.“ Allt til jólabakstursins á einum stað Vöruhúsið h/f. sýnir í kvöld kl. 9: Gög og Gokke og galdrakarlinn Föstudaginn kl. 9: Pittsburg Laugardag kl. 6: * A vængjum vindanna Laugardaginn kl. 9: Gög og Gokke •Og galdrakarlinn Sunnudaginn kl. 3: Gög og Gokke . og galdrakarlinn Sunnudaginn kl. 5: Listamanrialíf XI. 9: Á vængjum vindanna Ýmiss konar Jólatrésskraut svo sem: KÚLUR, margar stærðir ENGLAHÁR og SILFUR- RÆMUR o. fl. JÓLAPAPPÍR, margar tegundir | JÓLABÖGGLAMIÐAR ýmiss konar JÓLASVEINAR úr post- ulíni GERFI-JÓLATRÉ á • veizluborðið JÓLAKORT, ótal gerðir. Mjög falleg tegund kem- ur um helgina ásamt ENSKUM BÖGGLAMIÐ- UM og UMBÖNDUM o. fl. o. fl. Bókaverzlun Þ. Thorlacius Gerist áskrifendur að ÆFISÖGU EINARS JÓNSSONAR og STURLUNGASÖGU Bókaverzlun Þ. Thorlacius V

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.