Dagur - 07.12.1944, Blaðsíða 9

Dagur - 07.12.1944, Blaðsíða 9
Fimmtudaginn 7. des'meber 1944 DAGUR 9 Mataræði og lífskjör þjóðanna. Styrjöldin hefir kennt okkur að skoða stefnur, sem fýrr á árum þóttu gánga byltingu næst, eins og sjálfsagðan hlut. Hernám og herútboð lieilla þjóða hafa beint athyglinni að nauðsyn þess, að skoða mataræði og viðurværi, með tilliti til líkamlegrar lireysti þeirra rnanna, sem tefla á út í mikla baráttu. Mataræði hefir alltaf verið talið stórmikilsvert atriði í stríði af þessum ástæðum, en þegar friður hefir ríkt hafa þjóðirnar haft nokkra tilhneig- ingu til þess að leggja þessi mál á hilluna og láta einstaklingana um að bjarga sé'r á eigin spýtur. Nú virðist aftur á móti komið svo, að þetta stríð hefir náð nógu djúpt rótum þjóðlífsins til þess að gróðursetja varanlega umbótaskoðanirnar. Ráðagerð- irnar um velferð neytandans eru bæði á þjóðlegan og alþjóðlegan mælikvarða. Stefnan virðist vera Jiríþætt. Fyrst, að tryggja beri nægar birgðir lífsnauðsynlegrar fæðu, svo sem mjólkur, svo að þeir, sem mest þurfa hennar við —; svo sem mæður og börn — fái nægju sína. Sé þetta gert með ríkisstyrk ef með þarf. Annar þátturinn er trygging öryggis þegnanna, hvort heldur sem þeir eiga að stríða við sjúkdóma eða atvinnuleysi. Fyrirætlanirnar um almennar tryggingar eru fram- kvæmd þessa atriðis. Hinn þriðji þáttur er sá, að það er að verða almennt viðurkennt, sem einn liður áætlunarhagkerfis Jijóð- anna, að ríkisstjórnir, en ekki verzlunarsamtök ,skuli vera aðil- ar við ákvörðun verðs og hafa vald á vöruskiptum milli þjóða. Segja má, að eftir þessum þremur farvegum liggi nú sá straumur gagngerðra breytinga í félags- og viðskiptamálum Jrjóð- anna, sem spenna mun um öll lönd jarðar á næstu árum. Þetta er ljóst af yfirlýsingum alþjóð- legra ráðstefna og stofnana. Mat- vælaráðstefnan í Hot Spring mælti með því, að stjórnir land- anna tækjust á hendur „skuld- bindingu gagnvart þjóðum sín- um og hverri annarri um það, að vinna saman að bættu mataræði og viðurværi og gefa hver um sig skýrslu um árangurinn". Enn- fremur taldi ráðstefnan, að nauðsyn væri að efla svo hag- kerfi þjóðlandanna, að nægileg kaupgeta væri jafnan fyrir hendi til þess að viðhalda liægilega góðu mataræði fyrir alla ein- staklinga. Nú má e. t. v. deila um það, hvað sé „nægilega gott matar- æði.“ En benda má á í Jrví sam- bandi, að árið 1940 gaf kana- diska læknasambandið út eftir- farandi skilgreiningu á þessu hugtaki. Er miðað við fimm manna fjölskyldu, hjón með þrjú börn, og á skammturinn að vera hæfileg vikuneyzla fjöl- skyldunnar. Nýmjólk 21,5 ltr. — Ostur 680 grömm. — Smjör 1,6 kg. — Kar- töflur 8,6 kg. — Nýtt grænmeti 10,9 kg. — Þurrk. grænmeti 680 grönun. — Nýjir ávextir 3,6 kg. — Þurrk. ávextir 900 grömm. — Kjöt og fiskur 4 kg. — Egg 18 stk. — Brauð 10 kg. — Annar korn- matur 3,2 kg. Þetta mataræði er vitaskuld íangtum betra en-mikill fjöldi fólks átti völ á, jafnvel í hinum fremstu þjóðlöndum. En með Jressa þörf fyrir aug- um, annars vegar, og nauðsyn Jiess hins vegar, að viðhalda kaupgetu fólksins, er það skoðun margra, að tryggja verði öllum lágmark í mataræði, með ríkis- styrk ef með þarf. Yrði þá bænd- um tryggt ákveðið lágmarksverð fyrir afurðir sínar og þannig fyr- irbyggð vandræði þeirra á meðal Jiótt nauðsyn krefði, með tilliti til allsherjar hagkerfis þjóðanna, að takmarka og skipa niður út- flutningi og innflutningi ýmsra vörutegunda. (Úr grein í Internat. Coop. Review). Kveðjuorð Hinn 17. nóv. þ. á. andaðist í Húsavík ekkjan Guðný Jóhanns- dóttir í hárri elli. Dvaldi hún síðustu æfiárin á heimili sonar síns, Jóhanns Sigvaldasonar báta- smiðs og Sigríðar systur lians, við góða aðbúð, sem hún og verð- skuldaði. Mann sinn, Sigvalda Kristjáns- son, rnissti hún árið 1940, en son sinn, Davíð, árið 1930 í blórna lífsins, bráðduglegan hagleiks- mann, vel látinn af öllum. Guðný sáluga var fágæt kona og hefi eg enga maneskju þekkt, karl né konu, sem taka mundi henni fram að fórnfýsi og gjaf- mildi, Jrví að öll hennar langa æfi var ein fórn og umhyggju- semi um líðan og hag annarra, ekki einasta sinna nánustu, held- ur allra jafnt, sem hún náði til og lrafði kynni af og eigingirni fannst ekki í hennar fari, en það er meira en sagt verður um okk- ur flest mannanna börn. Utan síns heimilis var Guðný lítið þekkt, nema þá af afspurn, því að víðförul var hún ekki. — Heimilið og Jieir, sem í nánd við það komu, áttu hug hennar allan og starfskrafta meðan entust, en það voru ærið margir, því að hún bjó löngum í þjóðbraut. Ekki veit eg til þess að nokkrum hafi haldist uppi með það, að koma undir hennar þak, án þess að Jiiggja einhverja fyrirgreiðslu, kaffi, mat, gistingu og oft allt þetta í sama sinn, og er mér það löngum ráðgáta, hvernig hennar fátæka heimili gat undir slíku risið, þó vitað væri að hún sást aldrei fyrir þó hana sjálfa skorti allt, mat, fatnað og svefnpláss, aðeins ef hægt var að veita gest- unum beina. Og fram á síðasta dag æfi hennar var sama um- hyggjan um vinina, en vinir hennar voru raunar allir, þó að henni væri að sjálfsögðu eitthvað misjafnlega annt um þá og næði ekki að breiða sig jafnt út yfir alla. Þessi fáu orð eiga hvorki að vera æfisaga né fullkomin eftir- mæli, heldur aðeins lítilfjörleg- ur þakklætisvottur og kveðjuorð til hinnar látnu sæmdarkonu, frá einum af mörgum, sem áttu Fornir stofnar falla Hinn 16. nóv. 1944 andaðist að Brettingsst. í Flateyjardal, rændaöldungurinn Páll Guð- mundsson, rúmlega 95 ára að aldri,: fæddur 12. nóv. 1849 að Brettingsstöðum, og ól þar mest allan aldur sinn. Foreldrar lians voru Guðmundur Jónatansson .róndi á Brettingsstöðum og kona hans Steinunn Þorkels- dóttir. Páll stundaði bæði land- búkap og sjósókn, var mjög góð selaskytta og lekk oft mikla björg í bú með byssu sinni. Páll var kvæntur Sigurbjörgu Isaksdóttur, ættaðri úr Norður- Þingeyjarsýslu, mikilli dugnað- arkonu; missti hann hana 1924. Þau eignuðust þessi börn: Þór- hall bónda á Brettingsstöðum, tvæntur Petijínu Sigurgeirsdótt- ur frá Flatey, Guðmund bónda á Brettingsstöðum, ókvæntur. Morsilínu, sem var gift Jóni Stefánssyni kennara á Djúpa- vogi. ísgerði, gift Gunnari Árna- syni bónda á Þverárdal í Húna- vatnssýslu, Elísu, gifta Guð- nrundi Jónssyni verzlunarstjóra í Flatey, Jakobínu, gift Sigur- óni Jónassyni oddvita frá Flat- ey og Jóhönnu, ógift heima að Brettingsstöðum, eru þau öll á lífi nema Elísa, senr andaðist í janúar 1943. Eru barnabörn Páls heitins nú 36 á lífi. Mörg síðustu árin- var Páll blindur og rúmfastur nokkur ár. Þau Brettingsstaðahjón voru mjög gestrisin og greiðasöm, vel- metin og vinsæl. — Þá létust á næstliðnu hausti, gömul hjón, með stuttu milli- bili, sem íengi áttu heinra í Flat- ey, Guðni Jónsson, 75 ára og Marsilía Friðriksdóttir, rúmlega áttræð. Dó hún á elliheimilinu í Skjaldarvík, en Guðni varð bráðkvaddur í Flatey. Guðni var duglegur verkmaður, sérstakléga þótti hann ágætur f iskimaðuT, enda var hann oft á fiski- og há- karlaskipum. Þau hjón reistu ný- býli í Flatey 1912, er Jrau nefndu Garðshorn, og ræktuðu þar lít- inn reit, er-sonur þeirra, Gunnar stækkaði og endurbætti húsa- kost. En Gunnar dó 1940 rúm- 'ega fertugur að aldri. Hann var iftur Kristínu Gísladóttur frá 71atey, sem nú býr á nýbýli Jressu með börnum þeirra hjóna. Tvö börn eiga þau Guðni og Marsilía á lífi, og eru Jrau Guðni erkamaður á Siglufirði, og Hall lóra, gift vestur í Skagafirði. J.B. því láni að fagna, að njóta hlý- huga hennar og fórnfýsi, er hlaut að bæta hvern mann, sem slíku hugarjreli kynntist. Enga ósk á eg betri en þá, þjóð vorri til handa, en að henni mætti auðnast að ala sem flesta, menn og koniy, Guðnýju heit- inni líka að mannkostum; jafn lausa við sjálfselsku og þrungna mannkærleika og fórnfýsi. Eigi nokkur vísa sæluvist ann- ars heims sakir verka sinna og hugarfars, mun gæðakonan Guð- ný Jóhannsdóttir ein meðal Jreirra. Friður sé með henni. Húsavík, 22. nóv. 1944. S. E. Norski herinn gefur Akureyri minning- artöflu úr silfri. Hátíðleg afhending gripsins í Akureyrarkirkju n.k. miðvikudagskvöld. Norski herinn, sem dvaldi hér í bænum árin 1941—1943, hefir látið gera vandaða og fagra silf- urtöflu til minningar um dvöl sína hér í bænum. Er taflán gef- in Akureyrarkaupstað, og er svo ráð fyrir gert, að lnin verði sett upp í kirkjunni. Næstkomandi miðvikudagskvöld fer fram há- tíðarsamkoma í Akureyrarkirkju og mun norski konsúllinn hér í bænum þá afhenda gjöfina form- lega. Verður tilhögun hátíðar- samkomu þessarar nánar auglýst síðar. Taflan er, sem. fyrr segir, úr silfri, stærð ca. 40x50 cm. — Þessi orð eru letruð á hana: I TAKKNEMLIG ERIN- DRING TIL AKUREYRI BY FRA NORSKE STYRKER STASJONERT HER I KRIGS- ÁRENE 1941-1943. Ofan við áletrunina er upp- hleypt ríkisskjaldarqierki Nor-' egs. Nýkomið: Kven-silkisloppar Barnasloppar Barnaundirföt (kjóll og buxur) Kvenundirföt Kvennærföt Kanpfélag Eyfiröinga —Vefnaðarvörudeildin NOTIÐ SJAFNAR-VÖRUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.