Dagur - 07.12.1944, Blaðsíða 10

Dagur - 07.12.1944, Blaðsíða 10
10 DAGUR Fimmtudaginn 7. desember 1944 Heimsókn að Gunnarshólma (Framhald af 1. síðu). legasti samastaður. HyggjaSt skátarnir á næstu árum koma upp gróðurreit umhverfis skál- ann, auk annarra starfa. — Þrátt fyrir allar þessar framkvæmdir hefir félagið enn ekki þurft að nota neitt af fé því, er það fékk í arf, enda hefir öll vinna verið sjálfboðaliðsstarf skátanna sjálfra. Eftir að gestirnir höfðu skoð- að Gunnarshólma og hlýtt á skýrslu skátaforingjans hér, Tryggva Þoisteinssonar kennara, um framkvæmdir og fyrirætlan- ir félagsins, stigu þeir ásamt nokkrum hinna eidri félaga upp í bifreið og óku vestur á Þela- mörk og þágu þar veitingar í skálanum hýja. Stóðu skátarnir sjáifir fyrir öllum beina af mik- illi prýði. Bæjarfógeti og bæjar- stjóri þökkuðu boðið fyrir hönd gestanna og fóru viðurkenning- arorðum um hið mikla og thann- bætandi.starf skátanna hér í bæn- um. Á sunnudaginn kemur, kl. 1— 7, munu skátarnir hafa „opið hús“ í Gunnarshólma og gefst þá foreidrum skátanna kostur á að sjá húsnæði skátanna og kynnast félagsstarfsemi þeirra nokkru nánar en áður. H*H><H*íxH><Mx$xH><H>3>«xHxH><$><Hx8> Tekjur Áfengisverzl.: 27 milljónir! I útvarpstimræðunum sl. þriðjudagskvöld gaf fjármála- ’ráálierrann, Pétur Magnús- son, þær upplýsingar, að tekj- ur Áfengisverzlunar ríkisins á yfirstandandi ári mundu [verða 27 milljónir króna. ! I ljósi þessarar vitneskju er !það því, sem stjómin hefir í hækkunum sínum á tekjulið ■um á fjárlagafrumvarpi því, ér Bjöm Ólafsson lagði fyrir þingið, látið áfengið taka ;bróðurpartinn. Öngþveitið í fjármálum ríkisins (Framhald af 1. síðu). frumvarpið sjálft, mátti þó gera sér þess grein, að fjármál ríkisins eru, að dómi þingmanna, þegar að komast í algert öngþveiti og stjórnarflokkarnir gátu ekki bent á nein úrræði til þess að bæta þar úr. Fjármálaráðherr- ann flutti 25 mínútna ræðu, en drap lítt á fjárlögin sjálf eða ástandið í fjármálum ríkisins. — Þessi atriði komu þó fram í ræðu ráðherrans, sem eru þess verð að þeim sé á lofti haldið: Hann viðurkenndi, að „nokk- urt öngþveiti væri ríkjandi í fjár- málum ríkisins". Fjárlagafrum- varpið gerði nú ráð fyrir 106 milljón króna gjöldum en 100 milljón króna tekjum, eftir að áætlunarliðir hafa verið hækk- aðir frá því, sem gert var ráð fyr- ir í frumvarpi Björns Ólafsson- ar, — væntanlega til þess að vega á móti ýmsum útgjaldahækkun- um, sem ýmsir ráðherrar hafa sérstaklega beitt sér fyrir. En hann viðurkenndi jafnframt, að þá væri eftir að taka á gjaldahlið frumvarpsins nokkra liði, sem þar ættu að koma. Taldi hann þar fyrst uppbætur á landbúnað- arafurðir og áætlaði þær 18 milljónir króna. Ennfremur út- gjöld vegna hins nýja launa- frumvarps, sem, ætlað er að nenti 5—6 milljónum. Eru þar þegar fengnar 23—24 milljónir. Auk þessa eru ýmsir aðrir útgjaldalið- ir, svo og sú staðreynd, að upp- bæturnar munu nema allmikið hærri upphæð en þeirri, sem ráðlierran nefndi. Þykir því sýnt, að vanta muni 30—40 milljónir króna til þess að unnt sé að af- greiða tekjnhallalaus fjárlög. Er þá ekki gert ráð fyrir neinu fé til „nýsköpunarinnar". SKATTAR. Ráðherrann hoðaði nýja skatta, svo sem ráð var fyrir gert í mál- efnasamningnum. Verði skatt- greiðendur beðnir að láta ríkið hafa „bróðurpartinn af tekjum sínum“ í 1 til 3 ár. Um skattamálin er þá hið sama að segja og um „nýsköpun- aráætlanir“ stjórnarinnar, þar eru allt orð og hálfkveðnar vísur, en engar staðreyndir. Menn vita ekki hvernig ríkisstjórnin'ætlar að afla tekna, hvaða nýja skatta hún hefir í hyggju, né heldur, hvernig hún ætlar að fram- kvæma „nýsköpun" atvinnuveg- anna, sem þegar eru að komast í rekstursþrot vegna misræmis á kaupgjaldi og útflutningsverði framleiðslunnar. Þessi málin skipta mestu og um þau voru minnstar upjrlýs- ingar gefnar. Umræðurnar voru því næsta fátæklegt svar við gagnrýni Framsóknarflokksins og lítil ujrjilýsing um raunveru- lega stjórnarstefnu, að öðru leyti en því, að vandamálin eiga að hvíla sig enn um sinn og ráðleys- ið frá 1942 á enn að gilda um ófyrirsjáanlega framtíð. Beztu Jólabækurnar: Ritsafn Einars H. Kvaran Ritsafn Jóns Trausta Heimskringla Bertel Thorvaldssen Alþingishátíðin Þósund og ein nótt I—II Friheten Nordahl Grieg Hallgrímsljóð Ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar Ljóðmæli Davíðs Stefánssonar Ljóðmæli Páls Ólafssonar Þymar Ástaljóð Lögreglustjóri Napóleons Jömndur hundadagakóngur Niels Finsen ' Minningar Sig. Briem Laxdæla Katrín Móðirin Donquixote Óður Bemadettu Jón Sigurðsson í ræðu og riti Nýjar sögur, Þórir Bergsson Dáðir voru drýgðar EINNIG MIKIÐ ÚRVAL AF BARNA- og UNGLINGABÓKUM Bókabúð Akureyrar Sími 495 ■ Skjaldborgarbíó- Fimmtudag kl. 9, Föstudag kl. 9, Laugardag kl. 9, Sunnudag kl. 9: Séður sökudólgur Sunnudag kl. 5: r Astfangnir unglingar —'N GJAFAKASSAR (AÐEINS KR. 15.50) SPILAVESKI SEÐLAVESKI (nafn gyllt á ef óskað er) SPIL MYNDARAMMAR LEÐURTÖSKUR (afar vand- aðar) JÓLASOKKAR, o. fl., o. fl. BÓKAVERZLUNIN EDD A SÍMI 334. AUGLYSING FRIMERKI ERU VERÐMÆTI. KASTIÐ EKKI VERÐMÆTUM Á GLÆ. Kaupi íslenzk frímerki hæsta verði eftir innkaupslista, sem sendur er hvert á land sem er, ef óskað er. Leitið tilboða. — Upp- lýsingar greiðlega látnar í té. — Duglegir umboðsmenn óskast víðs *vegar um land. ÓMAKSLAUN! SIG. HELGASON, P. O. Box 121. - Reykjavík. <$x$*Sx$*$x.x§x.*$><S>'$xSx$xJx.x$>^x$*§x$x.x.x.><§x$xí <$>^xS^xSxí><$xSxí>^>^>^xíxSx$xSxS>^xJ^><S^ Gefj unardúkar | Ullarteppi j Kambgarnsband I Lopi . w I er meira og minna notað á hverju heimili f á landinu. Gefjunar-ullarvörur eru þjóðkunnar fyrir gæði. | Gefjunar-vörur fást hjá öllum kaivpfélögum | landsins og víðar. Ullarverksmiðjan GEFJUN i X Að tilhlutun Fiskifélags íslands heíst á Akureyri hið minna vélstjóranámskeið í janúarmánuði næstkomandi. INNTÖKUSKILYRÐI 1. Að nemandinn sé eigi yngri en 18 ára að aldri. 2. Að hann sé ekki haldinn næmum sjúkdómi, eða hafi líkams- galla, sem orðið geti honum til tálmunar við starf hans. 3. Að hann hafi óskert mannorð. 4. Að hann kunni sund. Umsóknir séu komnar til undirritaðs erindreka Fiskifélagsins fyrir 20. des. n. k.. og gefur hann allar frekari upplýsingar. Helgi Pálsson. ITil jólagjafa! Skjalatöskur Snyrtikassar (dömu- og herra)! Vasaklútamöppur I |o. m. fl vörur væntan- llegar með næstu skipum Litla Búðin <$x$x$xíx$x$xí>^x$xJ><$x$x$x$xSxíx$^xJxíx5x$x$x$x$>^ Húsmæðraskólafélagið heldur Baz- ar í Verkalýðshúsinu n. k. sunnudag 10. þ. m. kl. 4 e. h. Bamastúkan „Bemskan", heldur fund í Skjaldborg n.k. sunnudag kl. 1 e. h. A-flokkur skemmtir. GIBSPLÖTUR til innanþiljunar. Ýmsar stærðir og þykktir. KAUPFÉLAG EYFIRDINGA Byggirigarvörudeild. PRJÓNAKONUR, sem geta tekið að sér að prjóna heima, sokka, leista vettlinga o. fl. Svo og KONUR, sem vilja taka ofan af ull í ákvæð- isvinnu, leggi nöfn sín í umslag merkt: Pósthólf 142, ATHUGID! Verðlækkunl á öllum prjóna-| vörum. DRÍF Al ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■frN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.