Dagur - 14.12.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 14.12.1944, Blaðsíða 1
12 síður. ANNÁLL DAGS » tfn Bréfkafii úr Fnjóskadal. . . Héðan úr sveit er fremur fátt að frétta. Það er jafnan tíðinda lítið á þessum vígstöðvum. Það má að vissu leyti telja gott, því að stórtíðindi eru oft voðatíð- indi. Er þess skemmst að minn ast, er E. s. „Goðafoss" fórst. — Þau tíðjndi olhi þjóðarsorg og eru raunar „þyngri en svo, að tárum taki". Tíðarfar hefir mátt telja mjög gott sl. sumar og haust og það sem af er vetrinum. Margir heyj- uðu mjög vel, þrátt fyrir lítið lið og nýting heyja var yfirleitt góð. Fé var vænt í haust og fallegt undan sumrinu. í stórhríð þeirri er gjörði aðfaranótt 27. okt. fennti fé allvíða hór um slóðir, meginið af því fannst þó með lífi næstu daga á eftir, en allmargar kindur mun þó hafa fennt til lauða. Góð hláka kom strax á eftir þessum hrMarhvelli, svo að jörð kom upp og er nú víða bú- in að vera góð jörð um lengri tíma, annars staðar sæmileg og all sstaðar eitthvert bragð. Mild staðviðri hafa verið hér nú dög- um saman, til óþæginda og ang- urs þeim er hafa vindrafstöðvar á heimilum sínum, — en hinum þykir lognið gott og aldrei um of. Vindrafstöðvar eru hér nú víða; komu margar í haust, þ. á. meðal ein til notkunar fyrir barnaskóla sveitarinnar. „Breta- skúrar" hafa þotið upp eins og görkúlur sl. sumar og haust. Þykist nú sá bóndi vart með bændum geta talizt, sem ekki hefir slíkan kumbalda á bæ sín- um. Er vafalaust ekki nema gott um það að segja á margan hátt, en ekki er hægt að segja, að þetta setji neinn fegurðarsvip . á „bændabýlin þekku", né fari vel í íslenzku landslagi. Sími kom á fimm bæi hór í haust, er nú orð- inn sími á flestum bæjum hér og er hann alveg ómetanlegur í strjálbýlinu. Skólabörn á Akur- eyri gefa 10.000 kr. til hjálpar norskum börnum Hátíðleg afhending gjaf- arinnar s. 1. mánudag gARNASKÓLI AKUREYRAR hóf í fyrrahaust fjársöfnun til styrktar börnum. á Norður- löndum, er síðar varð að al- mennri söfnun um land allt síð- ari hluta vetrar. Nú fyrir nokkr- um dögum hófu skólabörn á Ak- ureyri söfnun á ný, sem stóð yfir í þrjá daga. Var fyrirfram ákveð- ið að fé því, sem safnaðist, skyldi varið til styrktar norskum börn- (Tramhald á 4. síðu). XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 14. desember 1944. 46. tbl. ReykjaYÍkuryaldið í þinginu stöðvar áburðar- verksmiðjumálið Norðlenzkir leikarar búa yfir miklum hæfileikum Samtal við frú Gerd Grieg um sýningar „Brúðuheimilisins" og önnur störf hennar hér á Islandi Hin glæsilega, norska leik- kona, frú Gerd Grieg, sem hér hefir dvalið að undanförnu og haft á hendi leikstjórn „Brúðu- heimilisins" fyrir Leikfélag Ak- ureyrar, er nú á förum héðan. — „Eg bíð eftir ferðaleyfi til Eng- lands," sagði frúin, er Dagur kom að máli við hana fyrir skemmstu. — „Einhverjir erfið- leikar eru á því, að ferðaleyfi séu yfirleitt veitt til Englands um þessar mundir, af hverju sem það kann nú að stafa, en eg bíð eftir að úr rætist. — Annars er langt frá því, að mér leiðist hér á Fatnaðarsöfnun til handa íbúum Norð- ur-Noregs Akureyrardeildir Rauða- krossins og Norræna fé- lagsins láta húsvitja i bænum n.k. sunnudag Akureyrardeild Rauðakrossins og Norræna félagsins hafa gefið út svohljóðandi ávarp til bæjar- búa: — Vegna þess neyðarástands, sem nú ríkir í Noregi, hefir Rauðikross Noregs snúið sér til Rauðakross íslands og tjáð hon- um, að mjög tilfinnanlegur fata- skortur sé nú í Noregi. Hefir því Rauðikross íslands, ásamt Norræna félaginu, hafizt þegar handa um frekari söfnun á fatn- aði handa hinu klæðlausa fólki. Leyfum vér oss hér með að leita til yðar, góðir Akureyring- ar, í því skyni, að þér látið af hendi rakna það af fatnaði, er þér sjáið yður fært. Einkum er brýn þörf alls konar ullarfatn- aðar og skjólfatnaðar, notaðra sem nýrra, hverrar tegundar sem er, en þarf að vera hreinlegt og sæmilega- útlítandi og vel frá gengið. Ákveðið er, að sunnudaginn 17. þ .m. verði menn sendir um bæinn til að safna saman fatnaði. Er því mælst til þess, að menn hafi fatabögglana til — þegar (Framhald á 4. síðu). Akureyri," bætti frúin við bros- andi. — „Mér finnst Akureyri indæll bær, minnir mig skemmtilega á heimabyggð mína í Tromsö. Norðmenn köll- uðu Tromsö París norðurvega, — og það sama mætti segja um ykkar' bæ. — Svo er og hitt, að sú vinsemd og samúð sem við Norð- menn og hinn norski málstaður hefir átt að mæta hér í bænum hefir snortið mig mjög. — í morgun var mér afhent banka- ávísun, að upphæð 10.000 krón- ur, sem gjöf frá skólabörnum á Akureyri til norskra barna. — Áður hafði mér borizt 4000 króna ávísun frá Menntaskóla- nemendum og kennurum á Ak- ureyri, sem er gjöf til Noregs- hjálparinnar. Þessi vinsemd og höfðingsskapur er þó ekki nýr. Við höfum fyrr hlotið héðan góð- an stuðning og mikla samúð." Talið berst að störfum frúar- innar hér á landi. — Hvernig atvikaðist það, að þér tókuð fyrir hendur að kynna norska leiklist á íslandi? „Starf mitt i Bretlandi var í (Framhald á* 4. síðu).. Fullyrðingar Morgunblaðsins um lélegan undirbúning málsins fyrirsláttur einn. Málið er rækilega undirbúið af færustu mönnum í þessari grein Hin raunverulega ástæða stöðvunarinnar er sú, að hlutlaust álit sérfræðings gefur til kynna, að verksmiðjan verði bezt sett hér á Norðulandi TkAU TÍÐINDI hafa nú gerzt á þingi, að Reykjavíkurvaldinu hefir tekist að stöðva framgang áburðarverksmiðjufrumvarps fyrrv. atvinnumálaráðherra. Meiri hluti landbúnaðarnefndar Nd. Alþingis, sem hafði málið til meðferðar, hefir lagt til, að núverandi rlkisstjórn sé falið að gera nýja áætlun um stofn- og reksturskostn- að fyrirtækisins, og ætlast til að framkvæmdum verði slegið á frest. Fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, Bjarni Ásgeirsson, svo og Jón Sigurðsson á Reýnistað, hafa snúizt gegn þessari stöðvunar- tilraun stjórnarflokkanna og leggja til að frumvarpið verði sam- þykkt og framkvæmdum í málinu hraðað. Stjórnarflokkarnir hafa það að yfirskyni, að málið sé lélega und- irbúið. Morgunblaðið hefir lagt mjög mikla áherzlu á að út- breiða þessa kenningu, án þess þó, að birta nokkurt orð úr greinargerð frumvarpsins, eða álitsgerðum innlendra og er- lendra sérfræðinga, sem fylgja því. Fjáimálaráðherra ríkisins Fyrsta umræða um fjárhagsáætlun kaupstaðarins fyrir 1945 Hækka útsvörin um ca. 15% Uppkast að fjárhagsáætlun fyr- ir Akureyrarkaupstað var til 1. umræðu á bæjarstjcrnarfundin- um sl. þriðjudag. Samkvæmt uppka'stinu eru tekjur og gjöH bæjarfélagsins áætlaðar 3.071.- 700.00. Er þá gert ráð fyrir, að jafnað verði niður eftir efnum og ástæðum kr. 2.094.700.00, eða um það bil 15% hærri upphæð en í fyrra. Þess ber þó að geta, að þótt endanleg niðurstaða fjár- hagsáætlunar verði svipuð þesssu, er ekki þar með sagt, að útsvör einstaklinga hækki yfir- leitt um 15%. Gjaldendum hefir fjölgíið og mun það vega eitt- hvað gegn hækkuninni. Þá er og þess að geta, að í fyrra voru út- svörin lækkuð um rösklega 10% frá því sem var 1943. Við samning áætlunarinnar hefir fjárhagsnefnd lagt til grundvallar vísitölu 300 og jafn- framt reiknað með núverandi grunnlaunum bæjarstarfsmanna. He.fir því ekki verið tekið tillit til væntanlegra grunnkauþs- hækkana, er kiða af launalaga- frumvarpi því, sem nú er fyrir Alþingi og samið hefir verið um samþykki á, af núverandi stjórn- arflokkum. Helztu gjaldaliðir eru þessir: Vextir og afb. af lánum kr. 56.600. — Stjórn kaupstaðarins 178.400. - Löggæzla 80.000. - Heilbrigðismál 28.700. - Þrifn- aður 107.200. — Vegir og bygg- ingamál 194.800. — Nýir vegir kr. 300.000. - Kostnaður við fasteignir 86.700. — Eldvarnir 57.000. - Framfærslumál 370.- (FramhaW á 4. síðu). eyddi talsverðu af tíma þeim, sem honum var fyrir skemmstu ætlaður til þess að tala um f jár- lög ríkisins og nýjar skattaálögur á þegnana í útvarpi, til þess að ófrægja fyrrv. atvinnumálaráð- herra fyrir þátt hans í undirbún- ingi málsins og fara með stað- lausa stafi um málið í heild, og verður síðar vikið að því. Ofurkapp í málaflutningnum. Það er augljóst orðið, að stjórnarflokkarnir leggjg mjög ríka áherzlu á að útbreiða þá trú, að áburðarverksmiðja ríkis- ins, eins og gert er ráð fyrir að hún verði reist samkv. frumvarp- inu, sé hið mesta glæfrafyrirtæki. Skrif Mbl. og ræður fjármála- og forsætisráðherra í eldhúsumræð- unum um daginn, sanna þetta. Þessi málflutningur allur á það sameiginlegt,. að forðast. er að koma að kjarna málsins, — birta niðurstöður og rökstuðning sér- fræðinganna sem um málið hafa fjallað. Það eitt látið nægja, að fullyrða, að málið hafi hlotið lé- legan undirbúning. Hvað veldur því, að sókninni gegn málinu er svo hagað? Það er ekki erfitt að gera sér grein fyrir því. „Útskækla"sjónarmiðið. Það vakti nokkra athygli hér fyrir norðan fyrir einum tveimur árum, er Morgunblaðið komst svo að orði, að brátt mundi „rísa upp í nágrenni Reykjavíkur (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.