Dagur - 14.12.1944, Blaðsíða 8

Dagur - 14.12.1944, Blaðsíða 8
8 DAGUR (Framhald). Bateman vissi ekki hvort hann ætti að svara játandi eða neitandi og óskemmtilegast var, að bæði Edward og Jackson virtust hafa gaman af þessum óvænta fundi.„Það var nógu illt út af fyrir sig, að vera neyddur til þess að tala við eina manninn á eyjunni, sem hann hafði verið staðráðinn í að forðast eins og heitan eldinn, en þó kastaði tólfunum, að þeir skildu leyfa sér að draga dár að lionum. Og áður en hann hafði ráðrúm til þess að gera upp við sig hvernig ætti að taka þessum vanda, hélt Jackson áfram samtalinu, eins og ekkert hefði í skorist. ,;Þér eruð kunngur Mary Longstaffe, er það ekki? Hún er systir mín.“ Bateman spurði sjálfan.sig að því í hljóði, hvort Arnold Jackson gæti í rauninni verið svo heimskur að halda, að hann vissi ekki um feril frægasta svikahrapps Chicagoborgar. Jackson lagði höndina á öxl Echvards. „Eg má ekki stanza, Eddi,“ sagði hann. „Eg þarf að flýta mér. En þið ættuð báðir að koma heim í kvöld og borða með okkur.“ „Það væri ágætt," sagði Edward. „Þetta er vel boðið,“ sagði Bateman, „en eg hefi hér mjög stutta viðdvöl, — skipið siglir á morgun, og þér verðið þess vegna að af- saka þótt eg geti ekki komið.“ „Hvaða vitleysa. Þið fáið ágætan, innlendan mat. Konan mín er sérfræðingur í þeirri list. Eddi ratar heim. Komið bara svo snemma, að þið getið notið sólarlagsins." „Auðvitað komum við,“ sagði Edward.',,Þú helzt ekki við á gisti- húsinu í kvöld. Þar gengur allt af göflunum ævinlega þegar skip er í höfn. Heim hjá Jackson getum við spjailað í ró og næði.“ „Eg get ómögulega látið yður fara svo héðan, Hunter, að þér segið mér ekki nýjustu fréttirnar frá Chicago og af systur minni,“ sagði Jackson, mjög vingjarnlega. Hann kinkaði kolli og gekk á brott áður en Bateman hafði ráð- rún til þess að segja meira. „Það þýðir ekkert að afþakka heimboð á Tahiti. Slíkt er ekki tekið í mál,“ sagði Edward hlæjandi. „Þar að auki færðu bez.ta kvöldverð, sem völ er á í landinu." „Hvað meinar maðurinn með því að segja, að konan sín sé sér- fræðingur í matartilreiðingu? Mér er nefnilega kunnugt um, að konan hans er austur í Svisslandi þessa stundina." „Ojá. Ekki beinlínis á næstu grösum. Og það er orðið langt síðan hann sá hana. Ætli það sé ekki önnur kona, sem hann var að tala um?“ Bateman var þögull um stund. Hann var í senn, alvarlegur og vandræðalegur á svipinn. Þegar hann leit upp, sá hann glettnis- legt augnaráð vinar síns. Hann stokkroðnaði. „Arnold Jackson er andstyggileg bulla,“ sagði hann, þykkju- þungur. „Því miður er eg hræddur um að það sé rétt hjá þér,“ svaraði Edward og brosti. „Mér er ómögulegt að sjá hvernig nokkur heiðarlegur maður getur haft nokkuð saman við hann að sælda." „Ef til vill er eg ekki í tölu heiðarlegra manna.“ „Umgengst þú hann talsvert, Edward?“ „Já talsvert, hann kallar mig bróðurson sinn.“ Bateman hallaði sér áfram í sætinu og leit beint í augu Edwards. „Og ertu hrifinn af honum?“ „Já, mjög.“ „En veitztu ekki, og vita ekki allir hér, að hann er svikari og falsari og hefur setið í tugthúsi? Hann ætti að vera rækur gerr úr hverju siðuðu þjóðfélagi." Edward horfði á eftir reykhring, frá vindlinum sem hann hélt. á, leysast upp í tæru, ilmandi loftinu. „Eg geri ráð fyrir, að hann sé óþokki á sína vísu,“ sagði hann loksins. „Og eg get varla sagt, að iðrun hans fyrir drýgðar syndir sé slfk, að hún geti réttíætt vinsamlega kynningu. Hann var fals- ari og ómerkingur. En eg hefi aldrei fyrir hitt ánægjulegri félaga. Hann hefur kennt mér allt, sem eg hef numið hér.“ „Hefur hann kennt þér? Ósköp eru að heyra þetta, — og hvað mætti eg spyrja?" „Kennt mér að lifa.“ Bateman hló háðslega. „Dálaglegur lærimeistari. Þáð er þá líklega fyrir hans tilverkn- að, sem þú kastar frá þér tækifæri til fjár og frama, en dregur fram lífið með því að mæla baðmullardúk í ómerkilegri búðar- holu.“ „Persóna mannsins er sérlega aðlaðandi og skemmtileg," sagði Edward, rólega og góðmótlega. „Kannske skilur þú hvað eg á við í kvöld.“ „Eg hefi ekki hugsað mér að heimsækja hann í kvöld, ef þú átt við það. Enginn gæti fengið mig til þess að stíga fæti inn fyrir þröskuld þessa manns.“ (Framhald), Fimmtudaginn 14. desember 1944 Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að föðursystir mín, Halldóra Helgadóttir, andaðist að.heimili mínu, Teigi, 4. þ. m. Jarðarförin fer fram írá Munkaþverárkirkju laugardaginn 16. þ. m., kl. 1 síðdegis stundvíslega. Helga Jónsdóttir. HJARTANLEGA ÞÖKKUM við öllum þeim, sem heim- sóttu okkur, færðu okkur gjafir og sendu okkur skeyti í til- efrú af 25 ára hjúskaparaímæli okkar, hinn 6. desemher sl. Hóli, Ólafsfirði, 9. desember 1944. KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR. GÍSLI S. GÍSLASON. KHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKHKHKHKHKHKHKI bKhKhKhKhKhKhKhKbKhKhKbKhKHKhKhKhWKhKhKhKhKbKbKHKb>(K( JÓLASKÓRMR <5£> eru í bezta úrvali hjá okkur Kaupfélag Eyfirðinga SKÓDEILD KHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKK í JÓLAMATINN Svínasteik Lambasteik Svínakótellettur Lambakótellettur Rjúpur Kjúldingar Hangikjöt | ÁLLS KONAR GRÆNMETI, niðursoðið. Súpur þurrkaðar og niðursoðnar. Búðingur, ótal tegundir. Saft, sykuvatn og sósur í búðinga. PANTIÐ í TÍMA: Hangikjöt, smjörlíki, jarð- epli og annað það, sem þér getið geymt heima. SÍÐASTA HEIMSENDING er á ÞQRLÁKSDAG KJÖTBÍJÐ K.E.A. Áburðarverksmiðjumálið. (Framhald af 7. síðu). 7000 X 9/2.25 x 10 = 280 sellur. Til að framleiða 3150 smál. með samfelldu álagi þarf aðeins 68 sellur. Aukastofnkostnaður fyrir 212 sellur, stærra straumskiptisett, vetnisgeymi og annan útbúnað mundi verða nálægt 400 000 dollarar. Orkukostnaður á ári með næt- urstraumi áætlast á ,f 0.0017 á kwst. $ 23 800. Oduikofitnaðiir á ári með samr felldu álagi, reiknaður á 0.0045 á kwst. 3150 X 3800 x 0.0045 .$ 54 000. Sparnaður við að nota nætur- straum: $ 54 000 -f- $ 23 800 — $ 30 200. Þessi sparnaður borgar ekki vexti né afskriftir af $ 400 000 stofnfé. Eins og að ofangreindar til- vitnanir bera með sér, eru stað- hæfingar stjórnarliðsins um lé- legan undirbúning málsins, reykský eitt, sett í loft til þess, að hylja þann megin sannleika, nð sérjrmðUegur undirhúningur málsins leiðir það í Ijós, að d- burðarverksniiðja rikisins yrði mun betur sett á Oddeyri en við Elliðadr. Það er þessi staðreynd, sem stjórnarliðið ekki vill að verði. almenningi Ijós. Og það er til þess að hylja hana, sem frum- varþið er nú stöðvað og stjórn- inni falið að láta gera nýjan málamyndaundirbúning að stofnun vérksmiðjunnar. Það er næsta sennilegt, að það álit verði þannig úr garði gert af hálfu þeirra reykvísku ,,sérfræðinga“, sem án efa verða til þess valdir, að áburðarverksmiðja sé hvergi betur sett en í Reykjavík. Nú er vald Reykjavíkur ekki svo sijiá- vaxið í þinginu, að hún gæti ekki barið málið í gegn frá sín- um sjónarhól, — livað sem allar sérl'ræðilegar athuganir segja. Síður en svo. F.n hitt mun aftur í móti þykja „praktískara“, að liylja málið í reykbombu, sem síðan er látin fæða af sér nýtt .,sérfræðilegt“ álit, sem betur lientar hagsmunum Reykjavík- ur. Allt virðist benda til þess, að það sé þetta, sem nú vakir fyrir fulltrúum kommúnista, jafnað- ar manna og Sjálfstæðisflokksins (að undanteknum Jóni á Reyni- stað, sem fyrr segir) í landbúnað- arnefnd Nd. og í hinum kapps- fulla málatilbúnaði stjórnar- flokkanna gegn áburðarverk- smiðjufrumvarpinu. Þegar grein var gerð fyrir frumvarpi fyrrv. atvinnumála- ráðherra hér í blaðinu í haust, var því spáð, að Reykjavík mundi á einhvern hátt reyna að sporna við því, að stjórn verk- smiðjunnar veldist þannig, sem ráð er ^gert.. fyrir í frumvarpinu, vegna þess, að dreifbýlið mætti treysta þeim aðilum, sem þar eru nefndir, til hlutlausrar á- kvörðunar í málinu, og mundO þeir láta staðreyndir og hag fyr- < irtækisins ráða ákvörðunum sín- um um val verksmiðjustaðar. Þessi spá er nú orðin að veru- leikal, svo að dllir landsmenn mega sjá. Reykjavik cellar að nota póli- tiska aðstöðu sina til þess að knýja sitt mál fram, hvað sem liður sérfrceðilegum staðreynd- um eða vilja annarra lands- manna. Áburðarverksmiðjumálið er að þessu leyti ekkert einsdæmi, þótt að það sé ljóst dæmi um það, hvernig málefnum byggð- anna er nú komið á Alþingi. Sem betur fer er nú að hefjast almenn vakning um byggðir landsins, sem miðar að auk- inni andspyrnu gegn ofurvaldi Reykjavíkur. Þetta er ekki að- eins nauðsynlegt vegna hags- muna einstakra byggðarlaga. Þetta er þjóðarnauðsyn. Ef hald- ið verður áfram í því horfi, sem núverandi stjórnarflokkar sigla, er stefnt að hruni alls atvinnu- reksturs úti um land og auknum fólksflótta til höfuðborgarinnar, sem þegar er hlutfallslega alltof mannmörg, og þó hlutfallslega ennþá áhrifameiri á málefni al- þjóðar. Barátan um áburðarverk- smiðjumálið er einn þáttur þess leiks. Þetta atriði er öllum 1 jóst orðið af málatilbúnaði stjórnar- flokkanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.