Dagur - 21.12.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 21.12.1944, Blaðsíða 1
IÓLABLAÐ ,,Ö. drottinn kær! hyað veiztu vel vankvæði genöll mín; mér ltjálpar æ, hvar helzt eg dvel hjástoð og gæzkan þín, halt mér slöðngnm við þinn veg víst þín af hjarta’ ef leita eg, ró gefst, en raunin dvín.“ (J. Þ.). Eílífi guð og faðirl Helga oss þessa há- tíðar- og minningarslund í ht'tsi þínu. Gef, að hún verði oss öllum til einhverr- ar hlessunar, en þér lil dýrðar. Bænheyr það í Jesú nafni. Amen. „Menn horfðu á för þina, ó guð, för guðs míns og konungs i heilagleik: Söngvarar eru i fararbroddi: „Tjáið guði dýrð,“ hann veitir lýðnum mált og megin. Lofaður sé guð!“ Sálm. 68. Þessar fögru hendingar, sem valdar eru úr einum Davíðs- sálminum, bregða upp fyrir oss algengri og sígildri mynd þessara ævafornu trúarljóða heilagrár ritningar. Skáldið hefur í liuga dýrlega helgiför. Að líkindum eru það einhver sérstök liátíðarhöld í sambandi við sjálft musterið í Jerúsalem, sem ltér er verið að lýsa. Ekki aðeins höfðingjar landsins eru komnir á vettvang, heldur líka jafnvel fulltrúar annarra þjóða, sem bera fram gjafir sínar, eins og segir annars staðar í sálmin- um. En í augum skáldsins er þetta þá fyrst og fremst lielgiför guðs, hátíð, sem á að gera nafn hans vegsamlegt og blessað. Og vafalaust er það svo einnig að skoðun fólksins. Það hefur mætzt J^enna dag um dýrar minningar liðinnar sögu og bjartar vonir framtíðarinnar. En, hvort sem litið er til baka, eða horft frant, er guð allt í öllu, hans mátturinn og hans dýrðin. Og því er hann tilbeðinn þessa hátíðlegu stund, sem skart- ar öllu því fegursta og bezta í eigu þjóðarinnar. Ótölulegur mannfjÖldi er kominn sarnan til jíess að lofsyngja guði og tjá hon- um takmarkalausan fögnuð sinn og tilbeiðslu. Og „söngvartir eru i farar- broddi.“ Fyrir þúsundum ára var list söngs og ljóðs höfð í slíkum há- vegum. Þeir, sem iiörpuna slógu, fóru á undan öðrum. Og án efa vegna þess, að þeir túlk- uðu bezt tilfinningar mannlegr- ar sálar. Þeir lyftu ltuga í hæð og fengu hjörtun til að brenna. í helgiför guðs, vísuðu þeir því veginn. Svo þýðingarmikið og örlaga- ríkt var hlutverk söngvarans. Þau sannindi virðast hafa ver- ið harla augljós og auðskilin þeirri fornu, og frægu menning- arþjóð, sem hér um ræðir. Það er engin tilviljun, að ástsælasti konungur hennar var líka ást- sælasta skáldið. Hörpusláttur Davíðs var m. a. undursamlegri en öll hans herfrægð og hreysti- afrek. „Söngvarar eru i fararbroddi." Það átti vissulega við hann, og svo margra aðra leiðtoga ísraels, fyrr og sfðar. Ekki aðeins sálrna OAGLIR XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 21. desember 1944. 47. tbl. „SONGVARAR I FARARBRODDI" Tveggja alda afmælisminning síra Jóns Þorlákssonar á Bægisá (13. desember 1744—13. desember 1944) Ræða flutt í Bægisárkirkju sunnudaginn 10. desember 1944 af síra Sigurði Stefánssyni og ljóð Gamla-testam. vitna um þá staðreynd, heldur mörg önn- ur hin veigamesttx og sí-gildustu rit þess. Þau eru þfungin víða svo Jjróttmikilli og skáldlegri fegurð, að andans menn allra tíma hafa ausið af þeirn nægta- brunni. En frá Jesúm sjálfum og læri- sveinum hans, geymir Nýja- testam. ljóðrænar líkingar og orðskviði, sem hljómað hafa í eyrum kynslóðanna um aldarað- ir, og „ei lieyrist fegra í heimi mál.“ —■ „Söngvarar eru i farar- broddi,“ segir skáld í Israel. Svo var það á öndverðum tím- um, þegar sagan getur fyrst uni þá helgiför, sem mennirnir fóru til móts við guð sinn og drottin, að leita lians samfélags og þjóna honum. Og svo hefur það verið æ síð- an. Engir hafa flutt mönnunum boðskap guðs á áhrifaríkari hátt og ógleymanlegri, heldur en ein- mitt þeir, sem sungið hafa hann inn í hjörtu þeirra. Það ætti sú þjóð að jjekkja, sem á Lilju Ey- steins og Ljóma Jóns Arasonar, Passíusálmana og trúarljóð síra Matthíasar. Fróðir menn telja, að ef til vill hafi ttinga Hebrea lotið ein- hverjum svipuðum bragreglum og þeim, sem algildar eru enn og sérstæðar í skáldamáli voru, en hvergi eru til annars staðar. Víst er það, að þeir mátu þessa list óvenju mikils og skipuðu söngvurum sínum og ljóðsnill- ingum framar öðrum mönnum. Og svo höfum vér íslendingar raunar gert líka, þó að á stund- um hafi sú viðurkenning komið helzt til seint. í för genginna kynslóða ber skáldin hátt með þessari þjóð. Og þegar vér virð- um fyrir oss sögu íslenzkrar kristni, sjáum vér þar vissulega víða söngvara i fararbroddi. En ómetanlega þakkarskuld eigum vér þeim að gjalda. Um það, sem þeir hafa gefið þjóð- inni, mætti vel hafa þessi al- kunnu orð: „hennar brjóst. við hungri og , þorsta, hjartaskjól, þegar burt var sólin, hennar Ijós i lágu hreysi, langra kvelda jólaeldur!“ Gleðiboðskapur f r i ð a r i n s mildinnar og kærleikans, átti sér enga slíka fulltrúa og þá. Rödd llians, sem „veitir lýðnum mátt og megin“,. bem gegnum. nið aldanna úr hörpu þeirra. En ís- lenzkt mál lætur ljúft í mörgum þeim strengjum, svo að óvíða er fegurra og hreinna. Tungan væri snauðari eftir og menning vor fátækari, ef vér ættum engin Sólarljóð, enga Lilju, enga Pass- iusálma. Ef Kolbeinn Tumason hefði aldrei kveðið þessa dýrlegu bæn á „grimmri Sturlungaöld": „Ileýr himnasmiðr, hvers skáldið biðr, komi mjúk til min miskunin þín,“ eða Matthías aldrei lofsönginn fagra unt guð vors lands. Jú, söngvarar eru i farar- broddi, það fær oss eigi dulizt, er vér virðum fyrir oss þjóðar- söguna. Og heldur ekki hitt, hve margir þeirra, sem þar be^a hæst merki listarinnar, eru einmitt starfsmenn kirkju og kristni. — Jöfnum höndum sungu þeir guði lof og gáfu þjóð sinni menningarleg verðmæti, sem seint eða aldrei fyrnast. Og einn Jjessara manna er tvímælalaust sira Jón Þorláks- son. Eg veit að vísu, að nú, eftir tvær aldir frá fæðingu þessa sér- kennilega skálds, er mjög tekið að hljóðna um söngva hans ýmsa. Næsta fáir eru þeir sjálfsagt á vorum dögum, sem verulega handgengnir eru Ijóðum lians og Iist, eða þekkja nokkuð að ráði þau verk, sem á sínum tíma gerðu hann að öndvegisskáldi og brautryðjanda í heimi bók- mennta vorra. En þó er það vissulega enn gott hverjum þeim sem listrænum kveðskap ann, að eiga sálufélag við þenna söngv- ara vorn og kynnast því bezta, sem til er frá hans hendi. Og að vísu verður ekki hjá því komizt fyrir þá, sem vilja átta sig til nokkurrar hlítar á ís- lenzkri ljóðagerð og þróun henn- ar á útlíðandi átjándu öld og í byrjun hinnar nítjándu. Þar er hlutur Jóns Þorlákssonar svo á- berandi stór, að eigi verður unr^ villzt, að þjóðskáld er á ferð, söngvari i fararbroddi samtíðar sinnar, með flest einkenni auð- ugs anda og snilldarlegrar tungu. < Og maklégt er það Jjví, að hans sé getið nú, ekki sízt hér að Bægisá, þeim stað, sem geymir svo margar minningar frá ævi hans, hér, Jjar sem mestu afrek listar hans voru unnin og bein lians hvíla. Á aldar ártíð síra Jóns, haust- ið 1919, var hans og minnzt hér á* mjög virðulegan hátt. Vegleg- ur varði hafði þá verið reistur á gröf hans hér framan kirkjudyra i Jjví tilefni og Ijóðmæli lians gef- in út í höfuðstaðnum, og sá um þá útgáfu einn niðja hans, gagn- merkur og Jjjóðkunnur fræði- maður. . En eins og þá kom vel í ljós, að nafn Jóns Þorlákssonar var ekki með öllu í fyrnsku fallið, skulum vér vona, að nú á 200 ára fæðingarafmæli hans, muni hann og margir, ekki aðeins hér heldur hvarvetna um land, Jjví að allri þjóðinni er það raunar jafnskylt, að heiðra minningu slíkra manna. Síra Jón Þorláksson þjónaði Bægisár-prestakalli (Bægisársókn fornu og Bakkasókn) frá því á jólaföstu 1788 þar til, er hann lézt 21. okt. 1819, en hélt aðstoð- arprest í Öxnadal 16 síðustu ár- in. Gegndi þeirri þjónustu lengst Jjann tíma síra Hallgrím- ur Þorsteinsson faðir Jónasar skálds, eins og kunnugt er. Jón Sigurðsson telur í ævisögu skáldsins, að ekkert sérstakt orð hafi farið af kennimennsku síra Jóns. Og þjóðin virðist hafa lagt rækt við annað meira í minn- ingu Jóns Þorlákssonar en trú hans og klerkdóm. Sannmælis er þó rétt að láta hann njóta í Jjví efni einnig. Síra Einar Thorlacius í Saur- bæ í Eyjafirði, yngri samtíðar- maður síra Jóns, segir svo um hann í bréfi til Jóns Sigurðsson- ar: „Eg sé. . . . að yður hefir ver- ið tjáð, að hann hafi ekki verið mikill kennimaður. Hvernig get- ur þetta verið satt? Hver, sem heyrði hann tala, gat ekki annað um það sagt, en að Svada (Jj. e. mælskvdistin) sæti á vörum hans. Svo var honum létt um mál. Sæt- ur, lipur og streymandi talandi spilaði á vörum hans. Augun tindruðu tær og skær, eins og silfurlit stjarna í heiði, sem gerðu mikil áhrif á þeim, er hann sá.“ Er ekki ólíklegt, að hér sé ein- mitt dregin upp hin rétta mynd af kennimanninum Jóni Þor- lákssyni. A. m. k. kemur hún harla vel heim við það, sem vér vitum um hann annars, gáfur hans og orðsnilld. En var þá síra Jón rnikill trú- maður? Eg hygg, að flestir séu þeirrar skoðunar, að þessi óskmögur andans hafi fyrst og fremst verið heimsins barn. Tvisvar áður en hingað kom norður, hafði hann misst prest- skap fyrir brot á lögum kirkj- unnar. Og ýmsar sögur hafa löngum gengið manna á milli um fjöllýndi hans og reikult ráð. En hvernig sem það var, bera þó dýpstu og fegurstu ljóð hans vitni um kristilega auðmýkt og innilegt trúarþel í ríkum mæli. Sálmar hans eru að vísu ekki margir né stórbrotnir. Og lík- lega aðeins einn þeirra, sem hlot- ið hefir varanlega hylli, haust- sálmurinn angurblíði og fagri: „Sjá»nú er liðin sumartið". Enda var illa búið að þessari grein skáldlistar Jóns Þorlákssonar. í Aldamótabókinni svonefndu var sálmum hans snúið og breytt og særði Jjað tiltæki hina viðkvæmu lund skáldsins því sári, er seint vildi gróa. En trúarskáld er hann samt, hinn snjalli þýðandi Para- • dísarmissis Miltons og Messíasar- kviðu Klopstocks. Þar er lt'ka Jón Þorláksson mestur söngvar- inn i fararbroddi, er hann gefur þjóð sinni þessi óviðjafnanlegu verk hinna miklu meistara og fullnægir um leið listgáfu sinni og trúarþörf. Og þetta glæsilega afrek, sem lengst mun halda minningu hans á lofti, vann hann hér, hniginn að aldri, á þeim árum, er ungur sveinn, sem síðar varð „lista- skáldið góða“, var að alast upp hér frammi í dalnum. Þroska- saga Jónasar Hallgrímssonar verður ekki sögð, nema Jjess sé getið. Það er staðreynd, að kveð- skapur síra Jóns hafði djúptæk áhrif á hann og yfirleitt þá skáldakynslóð, sem á morgni nýs tíma endurvaíkti og skóp það bezta í íslenzkri Jjjóðarsál og ís- lenzkri menningu. Það má ekki (Framhald á 4. síðu). I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.