Dagur - 21.12.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 21.12.1944, Blaðsíða 2
t DAGUR Fimmtudaginn. 21. desmeber 1944 Jólaæfintýrid Eftir CHARLES DICKENS ChtifítuaJ Carol f v# Charle^ Dichens /nARLEY var dauður. ^ En' vissi Scrooge, að Marley var fallinn frá? Auðvitað vissi hann það manna bezt. Því að Scrooge var einast arftaki hans, eini vinur og eini syrgjandi. Og sannast bezt að segja, var Scrooge gamli alls ekki yfirkominn af sorg vegna þessa dauðfalls. Því að Scrooge gamli var ekki gefinn fyrir tilfinningasem- ina. Hann var harðlyndur, samansaumaður, þröng- sýnn og ágjarn gamall svíðingur og syndari. Einu sinni fyrir löngu, löngu síðan, — á aðfanga- dag — sat Scrooge gamli við skrifborð sitt og taldi peninga. „Gleðileg jól, frændi sæll. Megi Drottinn vera með þér.“ Það var systursonur hans, sem varpaði þessari kveðju á hann, hjartanlega og glaðlega, eins og hans var vandi. „Svei!“ sagði Scrooge. „Gleðileg jól! — ekki nerna það þó. Helber heimska, — ekkert annað." Rétt í þessu komu tveir velbúnir menn inn á skrifstofuna. „Á þessari gleðihátíð," sagði annar þeirra, „eru venjufremur ástæða til þess að hlynna að fátækling- um og sjúklingum. Hvað ætlið þér að láta af hendi rakna í þetta sinn, herra Scrooge?“ „Ekkert," svaraði Scrooge. „Eg greiði m'ína skatta til fátækraframfæris eins og hver annar, — og sann- arlega eru skattarnir nógu ltáir. Þeir, sem ekki hafa neitt fyrir sig að Ieggja, geta leitað á náðir hins op- inbera.“ Þetta aðfangadagskvöfd sat gamli Scrooge, einn síns liðs, á veitingakrá, borðaði kvöldverðinn og las blöðin. Síðan fór Iiann lieim í herbergi sitt og hátt- aði. Urn leið og hann lagði Iiöfuðíð á koddann varð honum litið á gamla, fornfálega bjöllu, sfem hékk í einu horni stofunnar. Sér til mikillar furðu sá hann, að kólfur bjöllunnar var á hreyfingu. Rétt í sama rnund heyrði hann glamur og hávaða einhvers staðar langt niðri í húsinu; það var engu líkara en einhver væri að draga keðjur og hlekki yfir tunn- urnar í kjallara vínkaupmannsins á neðstu hæðinni. Hávaðinn leið gegnum dyrnar og inn í herbergið til Scrooge. Herra minn trúr! Marley stóð þarna á miðju gólfinu. Hann var heftur og hlekkjaður, og við hlekkina voru festir peningakassar, lyklar, lásar, skuldabréf, höfuðbækur, pyngjur og verðbréf, allt mótað í stál. Scrooge lét fallazt á hnén. „Miskunn!“ sagði hann. „Því ásækir þú mig?“ „Þess er krafist af hverjum rnanni," svaraði draug- urinn, ,,að andinn senr !í honum býr skuli birtast meðbræðrum hans. Ef hann gerir það ekki í lifanda lífi, er hann dæmdur til þess að birtast þeim eftir dauðann. Ö, hörmungartilvera! Slíkt er nú hlut- skipti mitt. Því að nú má eg líta það, sem eg ekki fékk notið í jarðnesku lífi, en hefði veitt mér rnikla hamingju, ef eg hefði skilið það þá. „Þú munt hljóta heimsókn þriggja anda. Án þessara heimsókna geturðu ekki gert þér neina von um, að forðast þá ógæfubraut, sem eg er nú á. Og þú skalt búast við hinni fyrstu heimsókn þegar klukkan slær eitt.“ lf*p% ChtÍJÍmíit Carol Charles Dicken$ CROOGE vaknaði þegay klukkan sló einmana- legt, þyngslalegt högg. Hún var eitt. í sama mund var brugðið upp skærri birtu í herberginu og rúmtjöldunum var svipt til hliðar. Lítill álfur stóð á rúmbríkinni. „Eg er andi liðinna jóla,“ sagði hann. Um leið og hann sagði þessi orð, liðu þeir báðir í gegnum vegginn og innan augabragðs voru þeir staddir á þjóðvegi, þar sem tré uxu á vegarbrún- unum. „Herra minn trúr,“ sagði Scrooge. „Hér átti eg heima sem drengur." Þeir komu inn í líítið fátæklegt herbergi. Þár var fátt til þæginda, — nokkrir harðir stólar og borð. Á einum stólnum sat lítill drengur og reyndi að orna sér við hálfkulnaða aringlóð. Hann hélt á bók og var að reyna að lesa. Scrooge vöknaði um augu, þeg’ ar hann sá þessa gleymdu mynd eigin barnæsku. Þannig hafði hann eitt sinn verið, — lítill drengur. Hann leit til dyranna. Þær opnuðust, og inn kom lítil stúlka. Hún var yngri en drengurinn. Hún hljóp til drengsins við aringlóðina, lagði hendurn- ar um hálsinn á honum, og sagði: „Elsku, elsku bróðir minn. — Eg er komin til þess að taka þig með heim. Heim fyrir fullt og allt. Pabbi var svo góður, að eg var ekkert hrædd við að biðja hann ennþá einu sinni um, að þú mættir koma heim. Og hann sagði já. Og hann sendi mig í vagninum til að sækja þíg-“ „Hún var góð systir," sagði Scrooge. „Og hún dó, uppkomin stúlka," sagði andinn. „Og var gift og átti börn.“ „Eitt barn,“ sagði Scrooge. Þeir héldu áfram, og nú staðnæmdist andinn við dyr verzlunar einnar og spurði, hvort hann kannáð- ist við húsið. „Nei, það er Fezziwig gamli! Blessaður karlinn! Hann er þá lifnaður aftur!“ Nú vatt fiðlungur sér inn í búðina, og tónarnir hans voru skrækir eins og kattasöngur að kvöldi til. Gamli Fezziwig kom askvaðandi og brosti aftur fyrir eyru. Dæturnar hans þrjár kornu svífandi, broshýr- ar og yndislegar, og á eftir þeirn sex ástfangnir ungl- ingar. Allt unga fólkið, sem vann við verzlnmna, streymdi inn. Það tók að dansa, svo fékk það sér hressingu, því næst fór það aftur að dansa. Allir voru glaðir á jólunum. „Tími minn er á förum,“ sagði andinn. „Við skulum vera fljótir.“ Scrooge stóð; nú við hliðina á ungri og bjart- hærðri stúlku, og hann sá tár í augum hennar. „Það skiptir litlu máli“, sagði hún, „það skiptir litlu máli fyrir þig, en annað átrúnaðargoð er komið í minn stað. Samt hef ég enga ástæðu til að kvarta, ef þetta goð þitt veitir þér gleði og gæfu á komandi árum, eins og ég hefði reynt að gera.“ „Fyrir hvaða goði hefir þú orðið að víkja?“ spurði hann. „Gullkálfinum.“ „Andi!“ hrópaði Scrooge, „sýndu mér ekkert framar! Farðu með mig heim. Hvers vegna hefirðu gaman af að kvelja mig?“ Brenna hjörtu okkar? Frásögnin um för tveggja læri- sveina Krists til Emmaus er ein af perlunum í Nýja testament- inu. Að efni til er hún á þessa leið: Þeir voru á leið frá Jerúsalem til þorpsins Emmaus, daprir I bragði. Ástæðan til dapurleikans var sú, að lærimeistari þeirra og vinur, hafði orðið að þola dauða á krossi, og um leið höfðu allar háleitustu vonir þeirra hrunið í rústir. Það er ein hin sárasta rauo, að standa yfir hrostnum vonum. Allt í einu slæst þriðji | maður í för með þeirii, sem þeir könnuðust ekki við, af því að augu þeirra voru haldin. Hann tekur að spyrja þá um orsök dap- urleika þeirra, en þeir segja hon- um allt af létta um atburð þann, er skeð hafi: að Jesús frá Naza- ret, sem var spámaður, máttugur í verki og orði fyrir Guði og öllum lýðnum, hafi verið líflát- inn á krossi fyrir tilstilli æðstu prestanna og höfðingjanna. Að- komumaðurinn bendir þeim þá á, að allt þetta hefði þeim átt að vera vitanlegt áður, ef þeir hefðu trúað orðum spámann- anna, því að þeir hefðu verið búnir að segja þetta fyrir, og síðan útlagði hann fyriy þeim allt það í ritningunum, sem hljóðaði um þetta efni, en þeir hlustuðu hugfangnir á útskýr- ingarnar. Þegar þeir voru komnir á leiðarenda og ætluðu inn í þorp- ið, en aðkomumaðurinn bjóst til að halda för sinni áfram, báðtt lærisveinarnir hann ákaft um að (Framhald á 4. siðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.