Dagur - 21.12.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 21.12.1944, Blaðsíða 4
4 DAGUR JólasiSir í ýmsum löndum „Sinn ei' siður í landi hverju“, er haft að máltæki, og það með réttu. — Mun þessi talsháttur, ekki hvað sízt, geta átt við, um jólasiði og venjur í hinu,m ýmsu löndum, sem eru afar margs konar og skemmtilega skáldlegar sumar hverjar. r I Danmörku Það munu ekki vera mörg heimili í Danmörku, sem láta gæsina eða flesksteikina vanta á jólaborðið. Á sumum heimilum eru sagð- ar sögur eftir máltíðina, meðan beðið er eftir því, að húsfreyjan sé laus úr eldhúsinu — á öðrum er lesin upp jólasaga. Þá raða börnin sér fyrir framan hurðina á herbergi þvi, er geymir hið fagurskreytta og ljósum prýdda jólatré — þau minnstu fremst, en þau stærri aftar. Á sumum heimilum tíðkast sú venja,- að fela jólagjafir barn- ann um allt húsið, og láta þau sjálf finna þær. Skemmtilegur siður' er, að leyfa bömunum að baka „köku- fólk“, á meðan á jólabakstrin- úm stendur. Þetta eru 4—5 rnenn og konur með möndlu- augu og rúsínuhnappa. Þessu „kökufólki“ er kornið fyrir á hyllu eða öðrum stað, og fær það að taka þátt í jólagleð- inni, því að enginn má smakka á því fyrr en jólin eru úti. í Svíþjóð í Svíþjóð er tákn jólannaá jólahafur, sem er fléttaður úr hálmvisk. Það er sagt að. hann flytji heimilinu frið og fögnuð. Til þess að allir— jafnt fá- tækir sem ríkir — geti eignast jólahafur, eru gerðar af þeim ýmsar stærðir, frá agnarlitlum, sem hægt er að kaupa fyrir fáa aura, upp í geysistóra, eða á við stóra hunda. Jafn mikil hamingja fylgir höfrunum, hvort sem þeir eru stórir eða smáir. Skemmtilegur siður lí sveitum er að „doppa i Gryden". Um kvöldið fer allt heimafólkið út í eldhúsið, sker sér þar rúg- brauðssneið og tekur sér undir- skál í hönd. Þá er læðst að hin- um rjúkandi potti með svínslær- inu í, og brauðinu dýft ofan í. Síðan borðar það brauðið, sem „forsmekk" af allri jóla- dýrðinni. Annars borða Svía mikið „lútfisk", sem er nokkurs konar saltfiskur, er látinn hefir verið liggja í „lút“ 4—5 vikur og er síðan soðinm Unr kvöldið, þegar gjafirnar hafa verið afhentar er drukkið sænskt „púns“ úr litlum könn- um. Börn hafa afar gaman af grísn- um með 24 fæturna. Grísinn ,er gerð úr stóru jarðepli og er 24 eldspýtum stungið neðan í liann. Grísinn er settur upp 1. des. og á hverjum degi fær barnið að taka burtu eina spýtu. Eftir því, sem á líður, verður grísin valtari á fótunum, og þegar síðasta spýt- an hefir verið tekin, eru jólin komin. • r I Noregi í Noregi er jólatréð stór liður jólahátíðahöldunum, eins og í hinum Norðurlöndunum. En það er sérstakur norskur siður að bera gamalt vagnhjól inn í stofu rétt fyrir jólin, skreyta það með greni og rauð- um silkiböndum og setja ljós við hvern hjólpíl. Þessi einkenni- leg)a ljó^akrória, sem látin er hanga yfir hátíðina, setur hlýlegan jólablæ á heimilið. í Frakklandi Jólanótt kl. 12 er farið til kirkju um allt Frakkland. Kirkjan er fagurlega lýst með hundruðum ljósa, — og snjórinn marrar undir sleðunum. Hér hengja börnin ekki sokk- ana sína á rúmstöplinn, eins og í Englandi, heldur láta skóna sína við ofninn eða arininn, en þó með sömu óskum og vonum. í stórborgunum skemmta menn sér úti á aðfangadagskvöld — ýmsir furða sig á því, því að Frakkar eru yfirleitt afar heima- kærir. En þetta kvöld fara allir út, er vettlingi valda — og freyðir þá víða kampavínið. Söngur og hlát- ur hljómar á götum úti, og allir skemmtistaðir eru fullir af spari- búnu fólki. Minnir þetta mjög-á gamlaárs- kvöld í Danmörku. Fimmtudaginn 21. desember 1944 I Póllandi Talið er að pólsku jólasiðirnir séu með allra skáldlegustu jóla- siðum í Evrópu. Þeir eru auðvitað sóttir úr sveitinni, þar sem gamlir siðir geymast bezt, eins og allir vita. Jólaundirbúningurinn stend- ur yfir í hálfan mánuð og oft lengur — allt húsið er þvegið og hreinsað — allur málmur gljá- fægður, gluggatjöldin þvegin, og einiberjakvistum stráð fyrir framan dýrnar. í eldhúsinu hefir verið bakað og steikt, svo að matur er nógur til allra jólanna. Þegar aðfanga- dagur rennur upp er lagt á borðið. — Rauðrófusúpa .uppvafin síld- arflök í línolíu, bókhveitigraut- ur með hunangi og angandi hveitibollur með valmúafræjum. Allt eru þetta pólskir Jrjóðar- réttir. Á bekk eða rúm er látið hey og Jrar ofan á er látinn óbleiktur líndúkur — í einu horninu er kornknippi — all* á Jretta að minna á fjárhtisið, sem Jesús fæddist í. Öll fjölskyldan safnast saman við glugga og bíður eftir því, að sjá hina fyrstu stjörnu blika á himninum. Þesar allir hafa komið o auga á hana má setjast að borðinu. Einnig þessi stjarna, sem beðið er eftir, á auð- vitað að minna á stjörn- una, sem vísaði veginn Betlehem. Eftir máltíð- ina heimsækir húsbónd- inn kýrnar sínar, því að þetta er eina kvöld árs- ins, sem þær skilja mannamál. Kýrnar voru líka hinir þöglu vottar að fæðingu Jesú-barnsins, og því fá þær nú væna auka- tuggu. Um miðnætti er farið til kirkju — og síðan koma hinir rólegu jóladagar. Þá una margir heima í hinu hreina og hlýja heimili en aðrir heimsækja ætt- ingja sina og góðvini. „Söngvarar í fararbroddi" Eramhald af 1. síðu nndan fella.er vér minnumst Jóns Þorlákssonar og metúm lífsstarf hans. Og ævintýri er Jrað líkast, að honum skyldi auðnast slíkt, skáldprestinum útskúfaða, sem loks fann hér friðland og verk- efni við. hæfi listgáfu sinnar, fjarri því, sem hann hafði unnað heitast og þráð mest. Nú sjáum vér hann í fyrstu fylkingu þeirra, sem á umliðn- um tíma hófu Jressa þjóð til meiri menningar, því söngvarar eru í fararbroddi. Það skilst oss svo vel, er vér virðum fyrir oss sögu vorrar litlu þjóðar, sérkenni hennar og helgustu dóma tilveru hennar í blíðu og stríðu um Jnisund ár. I óslítandi för kynslóðanna, í sí- þyrstri leit Jieirra eftir öllu því góða og sanna, fagra og full- komna, eru skáldin kjörsynir anda og snilldar, fremst allra. En skærast ómar harpa þeirra og fegurst, er lnin lofsyngur Guði, og dýpstan hljómgrunn finna Jreir tónar að lokum í sál vorri. Og öll skáld kristinnar Jrjóðnr ætti raunar í einhverjum skiln- ingi að vera trúarskáld. Annars brestur leiðsögn þeirra. Slíkir voru þeir sönguarar flestir, sem áður voru í fararbroddi með Jyjóðinni. Og vonandi verður svo alltaf. Lofgjörðin frannni fyrir honum, sem „veitir lýðnum mátt og megin", má ekki Jragna. Það er svo undursatt sem vér syngj- um í þjóðsöngnum til hans: — „Vér deyjum, ef pu ert ei Ijós það og lif, að sem lyftir oss duft- inu frá.“ Án hans fulltingis er- um vér ekkert. En studd krafti hans og kærleika göngum vér styrk að starfi og mætum örugg og óttalaus liverju, sem að hendi kemur. Þá reynum vér, að trú vor er ennþá siguraflið, sem Brenna hjörtu okkar? (Framllald af 2. síðu). skilja ekki við þá. „Vertu hjá oss, Jrvlí að kvelda tekur og degi hallar,“ sögðu þeir. Eitthvað var Jrað, sem laðaði þenna gest að þeim, er þeir gátu ekki gert sér grein fyrir. Hann varð við bón Jjeirra og fór með Jreim inn í þorpið. En er þeir voru •setztir að snæðingi, Jretta sama kvöld, tók förunautur þeirra brauðið, blessaði og braut J)að og fékk þeim. En J)á var eins og ský hyrfi af augum þeirra, og J>eir Jrekktu að þetta var Jesús sjálfur. Jesús, meistari þeirra og ástvinur. En Jrá hvarf hann Jreim sýnum jafn skyndilega, og hann hafði birzt þeim á veginum. Nú snerist sorg lærisveinanna tveggja upp í fögnuð. Nú vissu |>eir, að Jesús var lifandi, þó að líkamslíf hans hefði I jarað út á krossinum. Þeir sögðu hvor við annan: „Brann ekki hjartað í okkur, meðan hann talaði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur ritningunum.“ Og þeir gátu ekki haldið kyrru fyrir, heldur flýttu sér samstundis til Jerúsalem aftur, til að segja fé- lögum sínum þar frá því, hvað lyrir Jrá lrefði komið. # :J: :J: Um þessar mundir eru marg- ar Jrjóðir og fjöldi einstaklinga á nokkurs konar för til Ennnaus að Jrví leyti, að J)jóðivnar hafa verið sviptar því, sem Jreim er knýr fram allt það dýrmætasta sem vér eigum, mennirnir. Þá er lífið fyrst orðið í augum vorum helgiför sjálfs Guðs, Jvess konungs, sem vér lofsyngjum, en innsta þrá hjarta vors að gera hans vilja og þjóna honum ein- um. Vegsamað og blessað sé hans heilaga nafn! kærast, en það er frelsið. Þær eru Jrví í sorgarmyrkri og daprar 'í liuga. En allir Jseir, sem í J>ví myrkri ganga, mega vænta jvess, að frelsarinn sláist í för með þeim, og ef þeim auðnast að Jrekkja hann, þá breytist sorgin í fögnuð, og Jveir geta surigið: „1 dag er glatt i döprum hjört- urn.“ Allir þeir, sem „eiga Jesú, einkavin 'i hverri þraut,“ stand- ast allar raunir, því „ekkert böl i heimi hér haggar farsœld þess, sem ber hamingjuna í sjálfum sér.“ Guðstraustið er dýrasta eign hverrar mannveru. Jesús Kristur vísaði mönnunum á veg- inn, sem leiðir til sambandsins við guð, hann kenndi okkur að treysta Jveim föður, sem er í senn kærleikurinn sjálfur, almættið og alvizkan. Þar höfum við hús, byggt á bjargi, sem stendur ör- uggt, J)ó að fellibyljir lífsins geisi og steypiregn hörmung- anna dynji yfir. * :I= :S Jólin eru enn í nánd. Við von- um, að það verði síðustu jólin, sem styrjaldarmyrkrið grúfir yfir heiminum. En öll sárin og ör- kumlin, sem ógnir stríðsins valda, verða lengi að gráa, tára- flóðið lengi að þorna. En með hvaða hugarfari tökurn við á móti jólahátíðinni, að þessu sinni? Brenna hjörtu okkar, þegar við hugsum um barnið í jötunni, eins og hjörtu lærisvein- anna brunnu á veginum til Emm- aus? Brenna hjörtu okkar, þegar við hugsum um líf Jesú Krists og starf hér jörðu og hlustum á kenningar hans? Brenna hjörtu okkar af tilfinningunni fyrir því, að hann er enn mitt á meðal okkar og starfar í mannlífinu með krafti sínum. og kærleika? Eða eru augu okkar haldin, svo að við þekkjum hann ekki, þeg- ar hann mætir okkur á veginum, og eyru okkar svo sljó, að við nemum ekki rödd hans, jafnvel ekki á sjálfum jólunum? Undir þessu er jólafagnaðurinn og sönn jólagleði komin. Einnum viðengan yl Ieggjast um h jartað í sambandi við "jólaboðskapinn og fagnaðaferindi Krists, þá er- um við ekki menn til að halda jólin eiris og vera ber. Og ef persóna Krists stendur okkur ekki nærri á jólunu'm og áhrifin frá orðum hans gagntaka okkur á engan hátt, þá er jóla- fögnuðurinn lítils virði. Þeim á- hrifum hefir eitt af góðskáldum okkar lýst m. a. á þessa leið: Eg heyrði hann tala. — Aðeins augnablik. — Það er mér nóg: Það tærnir dauðans höf. Ég vildi’ að þetta eina augnablik þér allir fengjuð nú í jólagjöf! — Ó, hlustið, hlustið! — Hann er meðal vor, og hann er enn að gefa blind- um sýn og blómum strá í barna sinna spor og biðja, hvísla: Kornið þér til mín! Að endingu skal sú jólaósk fram borin, að allir þeir, sem eru á sorgargöngu til Emmaus, megi snúa fagnandi aftur heim tii j Jerúsalem.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.