Dagur - 21.12.1944, Blaðsíða 8

Dagur - 21.12.1944, Blaðsíða 8
8 D A G U R Fimmtudaginn 21. desmeber 1944 ÚR BÆ OG BYGGÐ I. O. O. F. 12612228VÍ! Kirkjan. Hátíðamessur: Aðfanga- dagskvöld kl. 6, jóladag kl. 2 e. h., annan jóladag, Lögmannshlíð kl. 1 e. h. og Akureyri kl. 5. Munið jólamerki Rauðakrossins. Áheit á Akureyrarkirkju: Kr. 100 frá N. N., kr. 50 frá N. N., kr. 5 frá N. N. — Þakkíir. — Á. R. Noreéssöfnunin. Þakksamlega mot- tekiið frá Sævaldi Valdemarssyni, Sigluvík, kr. 100.00. — Ólafi Jóns- syni, Skjaldarst., kr. 100.00. — Gam- alli konu, kr. 50.00. — Akureyrar- deild Norræna félagsins. Noreéssöfnunin. Þessar gjáfir hafa borist: Frá frk. Önnu Laxdal kr. 1000.00. — Frá N. N. kr. 50.00. — Arfur kr. 590.85. — Frá kennurum, nemendum, skólanefnd og skólastjora Gagnfræðaskóla Ak. kr. 3280.00. — Samtals kr. 4920.85. — Norsk vice- consulat. Jólasamkomur i Zíon: Jóladag kl. 8.30 e. h. — Gamlaárskvöld kl. 11 e. h. — Nýjársdag kl. 8.30 e. h. Noreéssötnunin. Um leið og ver þökkum meðteknar gjafir til Noregs- söfnunarinnar ,skal það tekið fram, að söfnunin heldur áfram og má af- henda gjafir, fatnað og peninga til Sveins Bjarmans, skrifstofu KEA. — Stjóm Rauðakrossdeildar Akureyrar. Akureyrardeild Norræna félagsins. Nýstárleé bók. Nýlega er komin út á forlagi Árna Bjarnarsonar hér í bænum, fyrsta íslenzka kennslubókin í flugi. Bókin heitir „Lærið að fljúga“ og hefir frægur, enskur flugmaður, Frank A. Swoffer að nafni, ritað hána, en Helgi Valtýsson rithöf. snúið á ís- lenzku. Bókin er einkum ætluð ungu fólki, sem hefir í huga að kynnast fluglistinni. Mjög hefir verið til útgáf- unnar vandað og hefir útgefandinn haft samráð vdð íslenzka flugmenn um útgáfuna. Bókin er hin prýðileg- asta að frágangi og eiguleg. Smárakvartettinn hélt söngskemmt- un hér í bænum sl. sunnudag við ágæta aðsókn og viðtökur. Áskell Jónsson og Jón Þórarinsson aðstoð- uðu söngvarana. Meðlimir Smárá- kvartettsins eru allir afbragðs radd- menn og eru vel þjálfaðir. Sungu be:r af mikilli smekkvísi og góðum tilbr'% um á sunnudaginn. Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam- an í hjónaband af sóknarprestinum, sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskupi, ungfrú Ólöf Jónsdóttir Trampe frá Litla-Dal og Karl Bárðarson, iðnnemi, Akureyri. FOKDREIFAR. (Framhald af 4. slðu). enda munu flokksbræður ritstjórans vera að vinna að því, að svo megi takast, með því að egna hvarvetna til uppþota og byltinga að baki víglín- anna, strax og hernumdu löndin eru hrifsuð úr heljargreipum nazistaherj- anna. „Larfar Chamberlains“. T7ERKAMANNINUM" líkar það, " að vonum lilla, ef Churchill gamli skyldi „íklæðast lörfum Cham- berlains", eins og blaðið orðar það svo einkar smekklega. Sennilega gerir það sér vonir um, að Stalin muni á sínum tíma geta sent gamla mannin- um einhverjar aflóga buxur af sér til þess að skýla með nekt sinni. Kann- ske gætu þær orðið fyrsta afborgun hans upp í vopna- og vistasénding- amar Vesturveldanna til Rússa hér á dögunum, þegar þýzka vígvélin var að „þumlungast" áfram, — en ekki aftur á bak — austur á Volgubökkum. Von- andi man ritstjórinn eftir því að líma viðeigandi jólamerki á pakkann, áður en hann skilar honum til gamla mannsins. En sjálfur ætti hann að biðja um andlegar lokubuxur með ný- tízku rennilás, svo að hann eigi hægr.i með að hleypa þeim niður við öll möguleg og ómöguleg tækifæri, þe ’ar hann þarf að dingla skotti sálaunnar framan í blessaðan húsbóndann. Nýja útsaumsbókin eftir Arndísi Björnsdóttur og Ragnheiði O. Björnsson er komin aftur. Fæst á Akureyri aðeins í Hannyrðaverzlun Ragnh. O. Bjömsson. Send í póstkröfu út um land — KONFEKT-kassar með leikaramyndum o. íl. í miklu úrvali. Aðrir GJAFAKASSAR handa herrum döm- um og telpum. Sölutuminn við Hamarstíg Skemmtisamkomíi — hlutavelta og -dans, — heldur U.M.F. Ársól, að Munkaþverá á ann- an í jólum, og hefst kl. 9.30 e. m.d. — Veitingar. m soiu nýtt stofuborð (reykborð) — mjög ódýrt — Uppl. í Aðalstræti 16 (uppi). Sjúkrahússmálið (Framhald af 1. síðu). og bezt undirbúið, — næði fram að ganga á viðunandi liátt. Á það virðist mjög skorta með þeirri afgreiðslu, sem gert er ráð fyrir í frumvarpi nefndarinnar. Dagur mun síðar r’æða þessi mál nánar, en vill að þessu sinni benda á eftirfarandi, sem mis- smíði á frumvarpi þessu: Byggingastyrkur er ráðgerður að 3/5 hlutum. Þess hafði verið vænzt, að styrkurinn yrði að 3/4 hlutum. Má færa að því gild rök, að sanngjarnt sé. í frumvarpinu er heimild fyr- ir ráðherra, þess efnis, að hann geti gert það að skilyrði fyrir xiðurkenningu fjórðungssjúkra- húsa, að nærliggjandi sveitir taki þátt í byggingu sjúkrahússins og rekstri þess. Y'irðist þetta mjög óheppilegt. Ber margt til þess, svo sem lítil aðstaða sveitar- og sýslufélaga til þátttöku, vegna fjárskorts. Sýslufélögin hafa sára- lítil fjárráð. Þó er eins og lög- gjafinn sé alltaf að ætlast til þess af sýslusjóðum, að þqir taki á sig ábyrgðir og útgjöld, sem eru ekki í neinu samræmi við getu eða gjaldþol þeirra. Meðan hér- uðunum er ekki veitt meiri hlut- deild í sköttum og öðrum tekj- um, er íbúarnir inna af höndum til hins opinbera og ríkið tekur að nær því öllu leyti, er órétt- mætt og óheilbrigt, að gera ráð fyrir slíkum skuldbindingum. Þá er óviðkunnanlegt, að ekki skuli vera svo frá gengið í lögun- um , að fjórðungssjúkrahúsi Norðurlands skuli ekki valinn staður á Akureyri, heldur sé það komið undir ákvörðun ráðherra. Sýnist þetta augljóst, þar sem hér hefir farið fram mikill undirbún- Fjárlög afgreidd. (Framhald af 1. síðu). Þá er ein sparnaðarráðstöfun stjórnarinnar þess verð, að henni sé á lofti haldið. Felld var niður fjárveiting til áburðarverk- smiðju, 2 milljónir króna, en í stað þess sett ákvæði í heimildar- grein frumvarpsins, þess efnis, að ríkisstjórninni heimilast að greiða 2 milljónir til stofnunar áburðarverksmiðju, ef fjárhagur- inn leyfir, og er lítil von til þess, eins og fjárlagafrumvarpið allt er úr garði gert. Má því telja víst, að stjórnarflokkarnir hafi þar með gengið af þessu máli dauðu í bráðina að minnsta kosti. í þinghléi því, sem nú fer í hönd, mun stjórnin ætla að glíma við tekjuöflun í ríkissjóð til þess að standast þau útgjöld í sambandi við dýrtíðarráðstafanir og launalög, sem flokkarnir hafa skuldbundið sig til að fram- kvæma. Fjárveiting vegna fyrir- hugaðra launalaga er áætluð 4]/2 milljón króna og mun það a. m. k. 2 milljónum króna of lágt, ef öll fyrirheit um aukin fríðindi til starfsmanna ríkisins verða efnd á hinu nýja ári. Lang sennilegasta bjargráð stjórnarinnar í þessari glímu við dýrtíðina og ofvöxtinn í útgjöld- um ríkisins er ríkislántaka til þess að standazt fyrirsjáanleg út- gjöld. „Nýsköpunin" og tryggingar- löggjöfin, sem reisa á ofan á dýr- tíðarkastalann, koma ekki til greina af fé því. Mun þar þurfa nýrra ráða við. Er öll stefna rík- isstjórnarinnar og framkvæmd í fjármálum ríkisins, þegar i upp- hafi lýðveldisins, ekki til þess fallin, að vekja traust né öryggi, hvorki meðal þegnanna né við- skiptaþjóða landsins. ingur og fjársöfnun fyrir málið, nauðsynin s iðurkennd, m. a. af Alþingi og þremur sýslufélögum Norðanlands. Þetta er e. t. v. smekksatriði, en hitt er alvar- legra missmíði á frumvarpinu, að gefa einum manni, þ. e. ráð- herra, heimiild til þess að standa í vegi fyrir framgangi málsins, ef eitthvert nærliggjandi sveitarfé- laga treystist ekki til þátttöku í starfrækslu og byggingu. Með þessu móti má og ségja, að sveit- arfélögum, sem annars vildu standa utan byggingar og rekst- urs, s,é þröngvað til þátttöku, ella stöðvist málið. Sjúkrahússmálið er ekki nauð- synjamál Akureyrarkaupstaðar eingöngu. Aðsóknin að sjúkra- húsínu hér sannar það, og gefst e. t. v. tækifæri til þess að rekja það nánar síðar. En með þessa staðreynd fyrir augum verður ekki komizt hjá því að álykta, að ennþá skorti sorglega á skilning alþingsmanna og heilbrigðisyfir- valda fyrir aðkallandi nauðsyn framkvæmda og haganlegri lausn málsins. Stangast þessar undir- tektir á Alþingi og mjög á við þá stefnu, sem þingið hefir tekið upp í sjúkrahússmálum Reykja- víkur, m. a. nú síðast með stór- felldu fjárframlagi til byggingar fæðingardeildar í Reykjavík, þótt það sé vitaskuld einnig nauðsynjamál út af fyrir sig. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hjálp við jarðarför okkar hjartkæru móður og eiginkonu, Guðfinnu Þorláksdóttur, Hofi. Feðginin. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda sam- úð við andlát og jarðarför Halldóru Helgadóttur, Teigi. Helga Jónsdóttir. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu samúð við andlát og jarðarför eiginkonu og móður okkar, Dagmar Helgadóttur, og heiðruðu minningu hennar á annan hátt. __ Sigurbjörn Friðriksson og böm. Eg bið Guð að launa, af ríkdómi náðar sinnar, öllum þeim mörgu, sem hafa borið með mér og börnunum mínum, okkar átakanlega þungu sorgarbyrði, við fráfall elsku vinarins okkar, Þóris sonar míns, stýrimanns á Goðafossi. Við þökkum hlýju handtökin, samúðarskeytin og minningargjafimar. Enn fremur votta eg mitt innilegasta þakklæti öllum vinum mínum, bæði hér norður frá, og mínum mörgu vinum í Reykja- vík, fyrir hugheilar óskir, heillaskeytin og gjafirnar á sjötíu ára afmælinu mínu, núna 1. desember. Þann dag var eg staddur í Reykjavík. — Guð blessi ykkur öll. Ólafur Tryggvi Ólafsson, Spítalaveg 15, Akureyri Sxíxí><SxSxS^x$>3x$x£<SxSx®«MxSx$xS>4xSxÍ><£<$<$xíxS^x$x$xJx^>3xSxSx£<$kS>^3x®k^$xS>3><$xík$>^><$>« Alfalfa kemur með Esju Verzlunio Eyjafjörður h/f I Kaupið jólagjafirnar í ÁSBYRGI FYRIR BORN: Brúður Brúðumublur Sprellikarlar Knattspyrnuspilið Kappflugið kringum Island Jólatréspokar Kertaklemmur Kertastjakar Jólakerti Spil Myndabækur o. fl. FYRIR DÖMUR: Hringar Púðurdósir Eymalokkar Hálsfestar Westmore snyrtivömr Silkisokkar Kjólaefni Undirföt o. m. fl. FYRIR HERRA: Fataefni Leðurjakkar Hattar Nærföt Ullarsokkar Hanzkar Treflar Vindlakassar Cigarettukveikjarar o. m. fl. ENN FREMUR: Suðusúkkulaði Konfect í kössum og pokum Brjóstsykur í miklu úrvali Tyggigúmmí Brenni Meggezones pillur Egilsbjór og Ávaxtadrykkir. Asbyrgi - Skipagötu 2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.