Dagur


Dagur - 29.12.1944, Qupperneq 1

Dagur - 29.12.1944, Qupperneq 1
•' iVlBT l'T?!i^»SS8M|y4J ANNALL DAGS Það sorglega slys varð við Reykjanes á’Þorláksdagsmorgun, að vélskipið „Búðaklettur" frá Hafnarfirði strandaði við sunn- anvert Reykjaries. Áhöfnin bjargaðist íl land við illan leik, en tveir farþegar, sem með skip- inu voru, fórust. Hétu þeir Björn Benediktsson, aldraður verkamaður úr Reykjavík og Friðrik Sigurjónsson, ungur sjó- maður úr Vestmannaeyjum. — Versta veður var, er skipið strandaði og algjör hafnleysa, þar sem það bar að landi. „Búða- klettur“ var 100 smálestir að stærð, hét áður „Skagfirðingur“ frá Sauðárkróki. Skipið var gam- alt, en vélar þess nýlegar. Skipið er gjörnóýtt. ★ Tíð hefir verið mjög um- hleypingasöm að undanförnu. Á annan jóladag og aðfaranótt 28. þ. m. kingdi niður snjó, en í gær gerði asahláku og stórrigningu. í morgun gerði norðan hríð á nýjan leik. Síðasta förin. Fljúéandi virki steypist brennandi til jarðar, eftir að það hefir orðið fyrir þýzku loftvarnaskeyti yfir Merseburg í'Þýzkalandi. 6640 stk. alls konar fatn aðar bárust Noregssöfn- uninni hér í bæ, fyrra sunnudag Fatásöfnun sú, er Akureyrar- deildir Norræna félagsins og Rauðakrossins efndu til meðal bæjarbúa, til að hjálpa bág- stöddu fólki í Noregi, bar hinn glæsilegasta árangur. Fatnaður- inn var sendur héðan með Esju fyrir jólin til Reykjavíkur. Við sundurgreiningu gjafanna kom í ljós, að alls höfðu safnazt hér, 6640 stk. af hvers konar fatnaði. Nánar tiltekið voru gjafirnar þessar: 349 stk. kvenpeysur, 369 — karlmannapeysur, 337 — barnapeysur, 100 — karlmannaskyrtur, 784 — karlmannasokkar, 530 — barnasokkar, (Framhald á 4. slðu). XXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 29. des. 1944. 49. tbl. Stjórnarmyndunin hrein „kollsteypa" í slefnu Sjálfstæðisfl. Rafmagnsskortur á Akureyri um jólin af völdum vafnsþurrðar í Laxá Stjórnarsamningurinn líkastur „víxli, sem kommúnistar hafa fengið meirihluta Sjálfstæðisfl. til að ábyrgjast greiðslu á“. Nauðsynlegt að byggja stíflugarða við upptök árinnar Rafveita Akureyrar brást bæjarbúum herfilega um jólin. Á að- fangadag og jóladag var spenna svo lág, að tæpast var lesljóst aí ljósunum og rafmagnssuða var illmöguleg víða. Ástæðan til þessa var vatnsþurrð í Laxá, er stafaði af stíflu, þar sem áin rennur úr Mývatni. Var vatnsmagnið í ánni svo lítið á tímabili, að vélar vtrkj- unarinnar stöðvuðust því nær alveg. Þetta atvik leiðir ótvírætt í ljós, að nauðsynlegt er að gera varnarráðstafanirviðupptökárinnar. Mun stjórn rafveitunnar hafa gert sér það ljóst fyrir nokkru og lreíir látið framkvæma mælingar og annan slíkan undirbúning við árupptökin með það fyrir augum, að byggja þar stíflugarða til Ur bréfum 5-menninganna til kjósenda sinna. Talsvert hefir verið um það rætt, hver væri afstaða hinna svo- kölluðu fimmmenninga í þingflokki Sjálfstæðismanna til ríkis- stjórnarinnar, en þeir hafa lýst því einu yfir opinberlega, að þeir styddu ekki stjórnina og væru óbundnir af stjórnarsamningunum. Þar sfcm þeir hafa enga opinbera grein gert fyrir þessari afstöðu sinni, hefir ýmsum sögusögnum verið haldið á loft, og það jafnvel komið fram í stjórnasrblöðunum, að þeir væru stjórninni og stefnu hennar frekar hliðhollir en hitt. Nýlega er kunnugt orðið um bréf, sem tveir þessara þingmanna, Gísli Sveinsson og Pétur Ottesen, hafa sent kjósendum sínum. Þau taka af allan efa um þetta og þykiir því rétt að birta úr þeim nokkra kafla, þar sem sérstaklega er vikið að stjóminni og stefnu hennar. varnar. Nánari atvik að vatnsþurrð- inni um jótin eru þessi, sam- kvæmt fregnum sem blaðið hefir frá forráðamönnurn rafveitunn- ar: Þar sem Laxá rennur úr Mý- vatni eru grynningar, sem tak- markast af tveimur nesjum frá aðalvatninu. Nefna Mývetningar grynnsli þessi Breiðu. Þegar svo ber við, að aftaka veður gerir af vestri er eins og vatnið á Breið- unni blási í aðalvatnið, og stóðv- ast þá að miklu leyti rennsli í Laxá. Aðfaranótt 24. þ. m. gerði vestan hvassviðri mikið við Mý- vatn og stöðvaðist aðrennsli ár- innar þá svo mjög, að um morg- uninn varð vatnið í ánni mikils of lítið fyrir stöðina. Þegar lægði, frysti, og safnaðist þá krap og klaki í Breiðuna, svo að úr- rennslið stíflaðist og varð vatns- skorturinn þá engu minni en fyrr. Starfsmenn rafveitunnar fóru með sprengiefni upp eftir á jóladag og jtókst þeim að sprengja stífluna burtu. Þar sem frárennsli Mývatns liafði verið stöðvað svo langa ntíma, hafði vatnið hækkað eitthvað og varð því vatnskrafturinn í frárennsk- inu mikill eftir sprenginguna. Sópaði áin krapinu og klakanum með sér og varð það till þess að stífla aðrennslið í þrýstipípur stöðvarinnar. Þetta olli raf- magnsskortinum á þriðja í jól- um, en þann dag unnu margir menn við að leiða krapið trá innrennslinu og tókst það, svo að sæmileg spenna var komin á að kvöldi þess dags. Má svo heita nú, að þetta sé komið í lag og hættan á stöðvun liðin h já í bili. Hins vegar er ljóst, að gera þarf ráðstafanir ti'l þess að fyrir- byggja endurtekningu þessara atburða. Mun það vera hægt með því, að byggja stíflu við kvíslarnar allar til þess að hækka vatnsborðið á Mývatni. í veðr- um og frostum, sem þeim, er nú hafa gengið yfir, mundi þá vera hægt að veita nægilegu vatni í ána, þótt einhverjar stíflur mynduðust á Breiðunni. Raf- veitan lét gera mælingar og teikningar um þessi mannvirki á sl. sumri, en ekki var hægt að hefja framkvæmdir þá. Er aug- !jóst, að ekki verður hjá því komizt, að leggja í þær fram- kvæmdir. Þótt þær komi til með að kosta talsvert fé, tjóar ekki að horfa .í það. Það er brýn nauð- syn að búa svo um hnútana, að bæjarbúar geti haft fulll not raf- magnsins með eins litlum töfum og truflunum og frekast er unnt. Að því verður að vinna þegar á ’iæsta vori. Eldur í Húsavíkur" kirkju á aðfanga- dagskvöld Laust fyrir klukkan 6 á að- fangadagskvöld, þegar hringt hafði verið tvisvar til messu í Húsavíkurkirkju og fólk var að streyma til kirkjunnar, varð þess vart, að eldur var laus í lík- húsinu, sem er áfast kirkjunni. Var þegar brugðið við og náð í slökkvitæki. Tókst slökkviliðinu að ráða niðurlögum eldsins. — Kirkjan fylltist af reyk og féll guðsþjónustan niður. Skemmdir urðu engar á kirkjunni sjálfri, en líkhúsið skemmdist mikið. — Óv.íst er um dldsupptök. Viðgerð er þegar hafin og verða ekki guðsþjónustur í kirkjunni fyrr en henni er lokið. Bréf Gísla Sveinssonar, sem er % dagsett 24. okt., hefst á allræki- legum inngangi um nauðsyn á samvinnu borgaralegra viðreisn- arafla, en síðan er vikið að stjórnarsamvinnunni nýju. Gísli segir ni. a.: ,,Það þarf vart að taka fram, að þetta stjórnarmyndunartil- tæki meirihluta þingflokks Sjálf- Breyting á ritstjórn „Dags“ pRÁ 1. jan. næstk. verður sú : breyting á ritstjórn „Dags“, að Haukur Snorra-; son verður einn ritstjóri blaðs- ins, en Ingimar Eydal' og Jó-; hann Frímann láta af störfum ; sem ritstjórar. Báðir hafa þeir; þó, Ingimar og Jóhann, lofað : að skrifa í blaðið framvegis: svipað og verið hefir. Útgáfustjórn blaðsins þakk-; ar þeim báðum fyrir ágæta; ritstjórn og á allan hátt; ánægjulega samvinnu og von-; ar að hún megi sem lengst! njóta aðstoðar þeirra við 1 blaðið. Vonar blaðstjórniin jafn-; framt, að blaðið njóti hér eftir ; sama vaxandi álits . og vin-; sælda og það hefir notið und-; anfarið. Mun öll áherzla verða \ á það lögð, að gera blaðið svo 1 læsilegt, f jölbreytt að efni og; myndarlegt, sem föng frekast standa til. Útgáfustjórn „Dags“. Jakob Frímannsson. Þorsteinn M. Jónsson. Guðmundur Guðlaugsson. Bernharð Stefánsson. Hólmgeir Þorsteinsson Elías Tómasson. stæðismanna, er hrein kollsteypa í stefnu og starfi flokksins, hvernig svo sem það kann að verða gyllt af hlutaðeigendum i áróðri og blöðum. Gefur þetta einnig að líta í sjálfri starfsskrá hinnar nýju ríkisstjórnar, því að þar er svo sem algerlega gengið inn á stefnuskrár, rauðu flokk- anna og munu þeir þó ýta enn meira á en orðin greina, enda þykjast þeir nú „ráða yfir“ miljónum fjár (innstæðum lands- manna), um ileið og tugi miljóna vantar í ríkissjóðinn vegna fjár- laga-útgjalda, sem nú verður að afla með nýjum sköttum — og þó er þar svo sem ekkert talið af þeirri ógnarbyrði, sem þau stór- málefni ýms krefja af opinberu fé og af einstaklingum, er stjórn- in hefir nú bundizt fyrir að framkvæma. Öll þessi tekjuöflun er gersamlega óundirbúin af stjórninni. Svo mikið lá á að komast saman, að aðstandendur hennar gáfu sér engan tlíma til að ákvarða einu sinni neitt um það, hvernig nýir stópskattar skyldu ílögleiðast og leggjast á, blátt áfram vegna eðlilegs jafn- aðar á fjárlögunum, sem þingið verður nú að afgreiða, hvað þá fyrir annað. Og nú er komið fram á vetur. Það er að okkar dómi því mið- ur áreiðanlegt, 5-menninganna og fleiri, að menn mega vera við ýmsum ófarnaði búnir, vegna þessarar stjórnarmyndunar, sem eg tel að orðið hafi með undar- legum og nærri óskiljanlegum hætti, og á þetta allt eftir að draga örlagaríkan dillk á eftir sér, bæði fyrir flokkana og þjóðina í heild....“ I bréfi Péturs Ottesen, sem er dagsett 1. nóv., segir svo um stjórnarsamningana: (Framhald á 4. slðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.