Dagur - 29.12.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 29.12.1944, Blaðsíða 4
4 DAGUR Föstudaginn 29. desember 1944 ðK BÆ OC BYCCÐ KIRKJAN. Messað á gamlaársdag í Glerárþorpi kl. 1 e. h. — Akureyri kl. 6 e. h. — Nýjársdaé: Messað á Akureyri kl. 2 e. h. Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam- an í hjónaband af sóknarprestinum, sr. Friðrik J. Rafnar vígslubiskupi, ungfrú Ingibjörg Stefánsdóttir, Akur- eyri og Ingólfur Á. Guðmundsson, Akureyni. Með þessu tbl. lýkur 27. árgangur blaðsins. Tölublöðin á liðnu ári verða því aðeins 49. Stafar þetta af prent- araverkfallinu í október. Hins vegar hefir blaðið nokkrum sinnum verið mun stærra en ráðgert var í upphafi, mun það vega fullkomlega upp á móti því, sem vantar á tölubl.fjöldann. / dag verða gefin saman í hjóna- band í Reykjavík ungfrú Sólveig Ax- elsdóttir, Kristjánssonar kaupmanns og Gísli Konráðsson, Vilhjálmssonar frá Hafralæk. Ingimars Eydal, fyrsta ritstj. blaðs- ins, og starfa hans í þágu Dags, verð- ur minnzt í fyrsta tbl. eftir nýjár, í til- efni þess, að hann lætur nú af rit- stjórn við blaðið. Noregssöínunin. Þakksamlega mot- tekið frá Þorsteini Sigurgeirssyni kr. 100; Benedikt Þorleifssyni kr. 20; Jóni Helgasyni, Eyrarlandi, kr. 100; Sigurði Vilhjálmssyni kr. 50; Davið Eggertssyni kr. 100; Guðm. L. Frið finnssyni kr. 50. — Akureyrardeild Norræna félagsins. I. O. G. T. — Jólatrésskemmturt halda allar barnastúkurnar hér í bæn- um fyrir meðlimi sína í Skjaldborg dagana 2. og 3. jan. næstk., sem hér segir: Þriðjudaginn 2. jan. komi börn 11 ára og eldri úr öllum stúkunum. — Miðvikudag 3. jan. komi börn 10 ára og yngri úr öllum stúkunum. — Skemmtanimar hefjast kl. 4 síðdegis báða dagana. — Allir barnastúkufé- lagar sæki aðgöngumiða sína í Skjald- borg þriðjudaginn 2. jan. kl. 10—12 árd. og greiði þá um leið, ef þeir skulda ársfjórðungsgjöld. /. O, G. T. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg þriðjudag- inn 2. jan. kl. 8.30 e. h. — Venjuleg fundarstörf. — Þriðji flokkur fræðir og skemmtir. — Framhaldssagan. — Dans. Athygli skal vakin á auglýsingu frá Skattstofu Akureyrar, sem birtist hér í blaðinu í dag. Hjónaefni. Á aðfangadagskvöld op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Birna Þorsteinsdóttir frá Hrólfsstöðum í Skagafirði og Sigurður Magnússon frá Bíldudal. 1. tölublað næsta árgangs kemur út föstudaginn 5. janúar næstkomandi. BRÉF: / LEIKHÚSINU. Eg er ekki tíður gestur í leikhúsinu hér, en allt í einu datt mér í hug, að það væri ekki svo vitlaust að bregða sér þangað og sjá og heyra þann leik, sem sýndur er þar nú, „Leyni- mel 13“. Og þar sem leikstjóri og leiðbeinandi, Guðm. Gunnarsson, er hagleiksmaður mikill, vséri gaman að sjá, hvernig honum hefði tekizt að móta og þjálfa persónur leiksins. Og eftir að hafa séð leikinn, tel eg alveg óhætt að fullyrða, að honum hafi tekizt það með ágætum, því að leik- urinn er útfærður í einn bezta skop- búning, sem hér hefir verið sýndur, eða eg hefi a. m. k. séð hér. Það fólk, sem skilar beztri útkomu í leik sín- um — enda hefir það aðalhlutverkin í leiksýningunni — eru: Frú Jónína, frú Kristín, frk. Freyja, Jón Kristins- son, Þórir Guðjónsson og Snorri Lár- usson. Leikritið er þanniig úr garði gert frá höfundanna hendi, að það skilur lítið eftir hjá manni, en það vekur hollan og hressandi hlátur. Og þeirri kvöldstund er vel varið, sem eytt er til þess að fara í leikhúsið. Þið, sem ekki hafið séð leikinn, ættuð að gera það heilsunnar vegna, með því sparið jsið' líka nokkur glös af vítamínum. Leikhúsgestur. Stí ornarmyndunm (Framhald af 1. síðu). ..Samningarnir um stjórnar- samvinnu milli þessara flokka tókust fyrir mikla eftirgangs- muni við kommúnista og Al- þýðuflokkinn, sem neyttu þess og settu Sjálfstæðisflokknum kostina, er skuldbinda flokkinn tiíl að koma fram áhugamálum þessara flokka, hvað sem það kostar. ... Það, sem réði þvf, að eg neit- aði að samþykkja áðurgreinda samninga og beygja ntig fyrir meirahlutasamþykkt Sjálfstæðis- flokksins, voru fyrst og fremst eftirgreindar ástæður: 1. Að meðan Kommúnistafl. er yfirlýstur byltingaflokkur, sem vinnur að fullkominni upp- lausn ogsíðan einræði þess flokks, tel eg það gæti ekki samrýmst stefnu Sjálfstæðisíilokksins að taka upp við hann nána sam- vinnu, sent veitir þessum flokki ómetanlegan stuðning og tæki- færi til þess að koma ár sinni vel fyrir borð. 2. Ég tel hlut Sjállstæðisflokks- ins í ríkisstjórninni svo veikan að ekki sé viðunandi, þar sein flokkurinn hefir aðeins 2 af 6 ráðherrum stjórnarinnar og það því fremur, þegar svo er ákveðið, að öll mikilvæg mál og nýmæli skuli borin upp á ráðherraftmd- um, en af því leiðir, að Komm únistar og Alþýðufl. geta liaft ölj Noregssöfnunin (Framhald af 1. síðu). 182 — kvennærfatnaður, 174 — karlmannafrakkar, 220 — karlmannanærfatn., 397 — kvenkápur, 18 — karlmannastakkar. 327 pör vetlingar, 311 stk. húfur, 201 sett karlmannafatnaður* 35 stk. kvenbnxur, 531 — barnaföt, 327 — kvenkjólar, 40 — drengjaföt, 92 — barnakápur, 535 — barnanærföt, 340 — karlmánnatreflar, 125 —, kvend.ragtir, 145 — Ýmsar vörur, 171 pör skófatnaður. Enn fremur bárust eftirtaldar peningagjafir frá ýmsum bæjar- búurrí þennan dag: Guðm. Pétursson, útgm. 500.00 Kjart. Sigurtryggvas. Odd. 50.00 Kristín Sigurbj.d. Oddeyri. 50.00 ráð á þeim fundum, ef þeir verða sammála. 3. Meiri Jiluti ríkisstjórnarinn- ar, Kommúnistar og Alþýðufl., og blöð þeirra, hafa verið mjög óvinveitt bændum og landbún- aðinum á undanförnum þing- um. Ég tel því mikla hættu á, að hlutur sveitanna verði fyrir borð l)orinn, og þótt ráðherrar Sjálf- stæðisfl. vilji vel, þá verði þeir ofurliði bornir um það er máli skiptir, eins og stjórnin og stuðn- ingslið hennar er nú skipað. 4. Ég óttast enn fremur mjög, að fjármálaráðherra verði bor- inn ráðum og fái við ekkert ráð- ið, þrátt fyrir ein'lægan vilja til að halda í jármálum okkar á rétt- um kili. Þessi ótti er byggður á því, að í stuðningsfl. stjórnarinn- ar eru sem kunnugt er, aðal- eyðslumenn þingsins í yfirgnæf- andi meirihl. og geta með atkv.- magni ráðið öllu innan stjórnar- flokkanna um afgreiðslu fjárlaga og annarra stórútgjalda. Það spá- ir heldur ekki góðu, að Sjálfstæð isfí. meirihlutinn varð að skuld- binda sig til að samþykkja ný 'aunalög, þegar allt er á há- punkti dýrtíðarinnar, og sem ^osta ríkið um 5 milj. kr. í aukn- um launagreiðslum og enn frem- ur atvinnuleysistryggingar með meirti, Jöggjöf, sem ætlaði nokkru eftir éyrri heimsstyrjöld að setja brezka heimsveldið á höfuðið, og svo I járfrek reyndist hún, að hætta varð við hana þá um sinn. Tekjur ríkissjóðs fara sýnilega þverrandi á næstu árum. Til þess að mæta þessu og stór- auknum.útgjöldum, verður ekki komizt hjá að leggja á nýja skatta, sem áætlað er að nemi allt að 60 milj. kr. Slík blóðtaka hlýt- ur að hafa í för með sér stöðvun eða tafir á ýmsum nauðsyrilegum framkvæmdum sýslu- og sveitar- félaga og einstaklinga. 5. Ég býst við, að viðleitnin til að jioka dýrtíðinni niður verði lögð á hilluna, því kommúnistar virðast skoða það sem fjandsam- 'ega ráðstöfun ef dýrtíðarupp- bótin lækkar. í samræmi við þá skoðun fengu kommúnistar því framgengt að ríkisstjórnin beiti sér fyrir, að kaupgjaJd skuli ekki lækka í 14 mánuði eða þar tiil í janúar 1946, hvað sem líður út- flutningsverði á framleiðsluvör- um okkar. 6. Loks virðist ástæða til að ætla, að með nýsköpun Jieirri, er svo niikið er rætt um í stefnuskrá stjórnari'nnar sé tilgangur meiri- hluta hennar að koma á ríkis- N. N. 5.00 rekstri í ýmsum fyrirtækjum, er N. N. 5.00 hafi meðal annars það hlutverk, N. N. 10.00 að halda uppi óeðliega háu kaup- N. N. 10.00 gjaldi í landinu miðað við mark- N. N. 20.00 aðsverð erlendis, en ríkisstjóður N. N. 20.00 látinn bera hallann. Kommún- N. N. 10.00 istar vita vel að þetta er fljótvirk N. N. 90.00 aðferð til Jiess að lama einkafram N. N. 10.00 takið í landinu. Árni íóhannesson og Krist- Samningur þessi með þeim ín Árnad. Hríseyjarg. 100.00 undirmálum, er honum. fyilgja, N. N. 30.00 líkist um of í mínum augum eig- N. N. 10.00 in víxli, sem kommúnistar hafa N. N. 105.00 fengið meirihluta Sjálfstæðisfl. N. N. 50.00 til að ábyrgjast greiðslu á.“ N. N. 60.00 Þettá álit reyndustu þing- Frá gamalli konu 50.00 manna Sjálfstæðisflokksins á stjórnarsamvinnunni mun vissu- Samtals kr. 1185.00 lega meira í samræmi við skoð- Enn þá berast gjafir, bæði í anir hugsandi Sjálfstæðismanna fatnaði og peningum. 1 í landinu en þvættingur sá og Móðir okkar, Pálína Guðjónsdóttir, andaðist að heimili sínu, Lækjargötu 11 A, þann 27. desember. Helgi Sumarliðason, Þórdís Sumarliðadóttir. Maðurinn minn, Þórður Sigurvin Sigurjónsson, Hvammi, — Amarneshreppi, andaðist að heimili sínu 23. desember. Jarðariörin er ákveðin íöstudaginn 12. janúar n.k., og hefst irá heimilinu kl. 12. á hádegi. Magðalena Sigurgeirsdóttir. FNJÓSKDÆLINGAR! Við sendum ykkur beztu jóla- og nýársóskir, með innilegri þökk fyrir sendinguna. Karitas Sigurðardóttir Karl Kr. Arngrímsson. Úthlutun skömmtunarseðla fyrir tímabilið janúar—júní 1945, fer fram þessa dagana, frá kl. 10—12 f. h. og 1—6 e. h., nema laugard. frá kl. 10—12 og 1—4 e. h., og á þá skömmtun að vera að ftillu lokið. — Nýir seðlar aðeins afhentir gegn greinilega árituðum stofnum. — Fólk er- alvarlega áminnt um að sækja seðla sína fyrir framan- greindan tíma, því eftir áramót verða engir skömmtunarseðlar afhentir. Úthlutunarskrifstofa Akureyrar. Eldfast GLER Kaupfjelag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. I DAGUR þakkar lesendum sínum liðið ár og óskar þeim gæfu og gengis á hinu nýja ári. NÝJA BÍÓ Föstudag kl. 9: Texas Laugardag kl. 6: Fantasia (barnasýning) Laugardag kl. 9: Texas Nýjársdag kl. 3, 5 og 9: Rio-Rita (barnasýning kl. 3.) skrurn, sem daglega gefur að lesa um hana í Mbl. og öðrum máÞ gögnum stjórnarsinna. [Gleðilegt nýtt ár! Þökk fyrir viðskiptinl á liðna árinu. Nýja fiskbúðin Vilhelm Hinriksson. 20—30 þúsund manns vf6«v©gar á landinu l«aa Dag dS staÖaldri. AuglÝMadurl AÖiuglð a6 Dagur « b«zta auglý«lngabla6 <irelfbýll*in».

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.