Dagur - 11.01.1945, Page 3

Dagur - 11.01.1945, Page 3
Fimmtudaginn 11. janúar 1945. DAGUR Árni Jónsson á Syðri-Á skrifar um: Hafnarmál Ólafsfjarðar Eg hafði ekki ætlað mér að taka þátt í blaðaskrifum um hafnarmál Ólafsfjarðar, og ábyrgðarsynjun sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu. Tel þau ekki hafa orðið málinu til framdrátt- ar eða Ólafsfirðingum til vegs- auka. Enda hafa skrifin hér heima ekki snert, mig persónu- lega, þar til nú að skólastjórinn hér minnist mín lítillega í síð- asta pistli sínum í Mjölni þann 1. nóvember sl., ekki af mikilli góðvild. Vegna sveitunga minna er mér þó ekki nauðsyn að svara illgirnislegum ummælum skóla- stjórans, enda mun þeim, sem fjarr eru og ókunnugri, ætlað að gleypa fluguna, og þess vegna tek eg skrif skólastjórans til með- ferðar. Hvað er það þá, sem kemur skólastjóranum til þess að fara enn að skrifa um hafnar- málið á þennan sérkennilega hátt, eftir að allt er komið í æskilegt horf? Skilnaður fenginn við Eyjafjarðarsýslu — sem hefir leyst Ólafsfjörð sæmilega út — eftir því sem samninganefnd skýrir frá. Bæjarréttindi fengin, með lögum fvá Alþingi, og þar með sjálfsforræði allra sinna mála. Orsökina verður að segja, svo að menn geti áttað sigágöfgi skólastjórans. Það skeði á liðnu hausti, að flestir bændur hér í sveitinni sendu Alþingi símskeyti, þar sem þeir létu í ljós þá ósk, að Ólafs- fjarðarhreppi fengist skipt, þannig, að sveitin yrði sérstakt hreppsfélag, og héldi samband- inu við Eyjaf jarðarsýslu, svo sem verið hafði. Jafnhliða mæltu þeir ákveðið með því, að kaup- túnið fengi umbeðin bæjarrétt- indi. Varð af þessu skeyti þytur nokkur, og boðaði hreppsnefnd til borgarafundar um málið. Taldi hún, að tiltæki þetta gæti orðið til þess að torvelda fram- gang bæjarréttindamálsins í þinginu, svo að gera þyrfti gagn- ráðstafanir, sem og kíka var gert. Á þessum fundi komu fram nokkrir mætir borgarar og vitn- uðu. Fóru þeir allhörðum orð- um um menn þá, sem að um- ræddu skeyti stóðu; voru þeir óspart stimplaðir örgustu föður- landssvikarar, því það álit virtist koma allskýrt fram, að skeytið hefði aðeins verið sent i, þeim tilgangí að eyðileggja borgarrétt- indamálið og þá um leið hafnar- gerðina hér. Eg lét þá uppi þá skoðun, að sumir hér heima, sem skrifað hefðu um hafnarmálið í blöðin, væru ekki ólíklegri til þess að vinna því máli ógagn með skrifum sínum, en hinir, sem að umræddu skeyti stóðu. Að lokum vitnaði einn ölvað- ur náungi, að þeir tveir sýslu- nefndarmenn, sem skrifað hafa um hafnarmál Ólafsfjarðar, þeir Þórarinn Eldjárn og Kristján Eggertsson, hefðu sagt sér: ,,Að þeir hefðu aldrei til Ólafsfjarðar komið, og þekktu hér ekkert 5taðhætth að allár upplýgingar viðkonrandi hafnarmáli Ólafs- fjarðar, hefði sýslunefndin að- eins haft frá sýslunefndarmanni hreppsins, sem svo hefðu orðið til þess, að málið fékk þá af- greiðslu hjá sýslunefndinni, sem raun varð á.“ Þurfti nú ekki fleiri vitna við. Reis skólastjóri þá úr sæti $ínu og lofaði því hátíðlega, að mín skyldi verða nrinnst næst, þegar skrifað yrði um hafnarmálið, og það brást ekki. En ólíkt hefði mér fundist betur viðeigandi, að iiann hefði stigið á stokk og strengt það góða- heit, að skrifa eitthvað, senr til bóta gæti orðið okkar skóla- og fræðslumálum og ekki brugðíst því, þar sem gera má ráð fyrir að vit hans sé ekki eins takmarkað á þeim málum og hafnarmálinu, og enginn skyldi efast um einbeittni og góðan vilja. Einn kostur skólastjórans er sá, að hann hefir ömun á vín- nautn, en umrædda ölvunar- slefu lrefir hann gleypt athuga- semdalaust, en varð svo auðvitað að spýta ólyfjaninni aftur, svo vítt, sem kostur var á.. Þá hefir verið sagt frá, hvernig til er kom- in staðhæfing skólastjórans, í klausunni um Kristján Éggerts- son. Eg get með góðri sam.vizku borið það undir sýslunefndar- menn Eyjafjarðarsýslu, hvort umsögn mín hafi ráðið atkvæði þeirra, og afdrifum hafnarmáls- ins, í sýslunefndinni. 1 Það hefði ekki verið úr vegi að minnast á fleira, sem fram kom á nefndum borgarafundi, svo sem ályktun, er þar var sam- 'þykkt o. fl. o. fl., sem sýnt gæti greind og göfgi sumra þeirra, sem mikið vilja láta á sér bera í málefnum okkar. En það verður að bíða að sinni. Því hefir mjög verið á löfti haldið, að afgreiðsla sýslunefnd- arflmar á hafnarmálinu, hafi vakið undrun um land allt, bæði hjá alþingismönnum og öðrum. Eg vil r^ú álíta, að allur al- menningur geti varla verið dóm- bær í því máli. En undrun al- þingismannanna, ef hún er ekki uppspuni, hygg eg stafi af því, að þeir velflestir hafa minni ábyrgðarkennd gagnvart ríkis- sjóðnum okkar, en sýslunefndar- mennirnir gagnvart sýslusjóði Eyjafjarðarsýslu. Hins vegar finnst mér, að Ólafsfirðingar hafi varla getað gert sér eins glæsilegar vonir um ábyrgð sýsl- unnar eins og látið er uppi. Fyrir stuttu höfðum við fengið ábyrgð sýslunnar fyrir láni til rafveitubyggingar, sem mátti skoðast fjárhagslega tryggt fyrir- tæki. Með ábyrgð þessa gekk þó mjög treglega, og mun þar nokkru hafa um valdið, að samningar við verktaka þóttu ekki hagkvæmir eða vel umbún- ir, hvað hreppinn snerti, enda hafa nú hlotist stefnur og mála- ferli af. Fyrir. þessari ábyrgð varð hreppurinn að veðsetja allar eignir sínar^og tekjur. Virðist þá ekki líklegt, að sanri aðili taki að sér ábyrgð á hundruðum þús- unda, eða ef til vill milljónum, tryggingarlaust, þó um nauð- synjafyrirtæki sé að ræða. Enda er mér ekki kunnugt, að sýslu- nefndin hafi tekið á sig trygg- ingarlausar ábyrgðir fyrir einn eða neinn, þó um smáupphæðir hafi verið að ræða. Svarfaðar- dalshreppur sætti sömu kjörum, hvað tryggingar snerti gagnvart hafnarláni sínu, eins og við gagn- vart rafveituláni okkar. Hvað var það svo, sem sýslu- nefndin fékk í hendur til þess að bregða birtu yfir hafnarmál okk- ar, og byggja ákvarðanir sínar um ábyrgð sýslusjóðs á? Jú, hún fékk grunnmælingar, sem sýndu, að aðeins minni mót- orbátar gátu flotið á hinu fyrir- hugaða hafnarsvæði og í nálægð þess. Og svo plögg vitamála- stjórnarinnar um kostnað og fyr- irhugaða framkvæmd verksins. Kostnaður virtist að vísu tölu- vert hár, — á sjöttu milljón kr. — fyrir ekki stærri kví. Hitt var þó öllu lakara, að um flest komu fram efasemdir, bæði um fram- kvæmd verksiins, og að hverju gagni mundi koma. Jafnvel var talið óvíst, að hér fengist sá steinþungi, sem hæfa þætti. Það hefði engum Ólafsfirðingi til hugar komið, að við værum van- efna af stórgrýti. Að vísu var þess svo getið, — út af grynnslunum, — að dýpkun- artilraunir, sem gerðar hefðu verið, á öðrurn stað við fjarðar- botninn, bentu til þess að auð- velt rnundi að dýpka hafnarstæð- ið, með uppmokstri. 'Þetta var þá það, sem sýslunefndin hafði til þess að byggja á, og þótti ekki álitlegt. Þá býst eg við, að Ólafsfjarð- arhreppur hefði fengið svipaða afgreiðslu á hafnarmálinu, og Svarfaðardalshreppur á sínum tíma, ef rafveitumálið hefði ekki setið fyrir hjá okkur og við getað látið af hendi sömu tryggingu og Svarfaðardalshreppur. Þetta hefi eg margsagt sveit- ungum mínum, en vegna þeirra, sem fjarr eru og lesið hafa rit- verkin unr sýslunefndina, get eg þessa hér. Það er ekki meining mín, að slá því föstu, þrátt fyrir allt, að sýslunefndin hafi gert það eina rétta í afgreiðslu hafnarmálsins, en hinu held eg óhikað fram, að hún hafi í því efni allveigamikl- ar afsakanir. Og eftír þeirri kynningu, sem eg hefi haft af sýslunefndarmönnunum, um nokkurra ára skeið, fullyrði eg, að þeim hafi ekki gengið til ill- hugur í garð Ólafsfirðinga. Ekki veit eg hversu víðsýnn og og frjálslyndur skólastjórinn hefði reynst, í ábyrgðarmáli okk- ar, ef hann hefi verið fulltrúi einhvers hrepps í innsýslunni, en takmarkaðar munu þær ábyrgð- ir, sem hann hefir vogað sér í, fyrir eipstaklinga hér heimá, og nrinni rekur mig til þess, að hann væri ekki sérlega upp nreð ser af að setja nafn sitt á víxla fyrir sveit sína, þó í smáum stíl væri, er við sátum saman í sveit- arstjórn. En það er önnur saga. Eg hefði nú ekki talið heppi- legt á þessum tímamótum, að hreyfa ágreiningi unr það, hvoru megin fjarðarins höfnin ætti að byggjast, þó skólastjórinn sé að reyna að koma því á framfæri, að nrenn séu hér ósanrmála um það. Sjálfsagt er hvorugu nregin fjarðarins unr ákjósanlega að- stcrðu að ræða. Þó mætti álita, að þar sem öryggið er meira frá náttúrunnar lrendi, væri líka hægara til úrbótar, Það vil eg segja skólastjóranum, að kosið hefði eg að ytri garður hafnar- innar lrefði verið gerður nokkru utar frá mölinni, þó jafnvel að hann hefði þá nálgast bústað hans, svo nrunu fleiri segja. En ef það er alvara skólastjór- ans, að hægt sé að vinna málefn- inu gagn með því að koma af stað blaðadeilum um hvar höfn- in hefði verið öruggust fyrir lengri framtíð en okkur báður er ásköpuð. Þá treysti eg mér til að leggja þar orð í belg, þótt eg ætlaði ekki: (Framhald í næsta blaði). Norðlendingar geta keypt skömmtunarvörur til 6 mánaða. Ríkisstjórnin hvatti til þess með auglýsingunr síðastliðið sumar, að verzlanir á íshættu- svæðinu hefðu fyrirliggjandi nægar birgðir af skömmtunar- vörum yfir vetrarmánuðina, og heimilaði, að úthluta mætti mat- vælaseðlunr til lengri tíma en þriggja mánaða, ef þess væri óskað. Svæði þetta er frá Vestur- ísafjarðarsýslu til Suður-Múla- sýslu. — Bæjarstjórn "Akureyrar óskaði eftir að þessi heimild yrði notuð og hefir nú verið úthlutað matvælaseðlum fyrir sex mánuði eða til júníloka. Ef verzlarrir, sveitastjórnir og allur alnrenningur á þessu um- rædda svæði notfærir sér þessa sex mánaða útlrlutun eins og til er ætlast, er fyrir það girt, að jrurrð verði á skömmtunarvör- unr, jrótt svo illa tækist til, að hafís legðist að landinu í vetur. ' Matvælaseðlar þessir eru prentaðir með grænu letri fyrir fyrra tímabilið (janúar—marz), en bláu fyrir hið síðara (apríl— júní), en báðir seðlarnir taka gildi E jan. 1945. Græni seðillinn fellur úr gildi 31. marz, en blái seðillinn ekki fyrr en 30. júní 1945. Þetta þarf fólk, sem ekki kaupir strax út á alla seðlana vel að hafa hugfast. Til þess er ætlast, að allir sem það geta kaupi út á alla seðlana strax. L ANDEYÐIN G. í nýlegri grein í enska blaðinu Listener, er sagt frá stórkostleg- um landauðnaáformum Þjóð- verja í Hollandi. — Hollending- ar óttast nú mjög, að þegar tekur að kreppa að Þjóðverjum í þeim hluta Hollands, sem þeir hafa á valdi sínu, muni þeir grípa til þess örþrifaráðs, að veita sjó yfir landið og leggja þannig í auðn einn frjósamasta hluta þess, ásamt þorgunum Rotterdam og Amsterdam. Verði þessi ógnar- áform framkvæmd verða Hol- lendingar fyrst illa á vegi staddir, varnarlausir gegn sjúkdómum, einangraðir á landi, sem. ekki verður hæft til ræktunar í hálfa öld. En framkvæma Þjóðverjar nokkru sinni þessa djöfullegu fyrirætlun? Um það er ekki hægt að segja, að svo stöddu, en ef þeir gera það, er hver eínasti Hol- lendingur staðráðinn í því, að koma fram hefndum og krefjast bóta. Fyrir hvern þumlung lands, sem er lagður f auðn, skal koma jafnstórt þýzkt landsvæði. Og það skal vera þýzkt land, sem ekki hefir áður verið sviðið af öllum gæðum af Þjóðverjum sjálfum. Hollendingar vilja enga Þjóðverja á því landi. Þeir ætla sér ekki að umgangast þá eftir stríðið. Þetta eru einu bæturnar, sem Hollendingar geta fengið úr hendi Þjóðverja, og eru þó litlar sárabætur. Hollendingar kæra sig í rauninni ekki um annarra þjóða lendur, og það er því neyð- in ein, sem hefir orðið þess vald- andi ,að þeir hafa nú þegar gert þessa kröfu sína heyrinkunna, í því tilfelli, að Þjóðverjar fram- kvæmi fyrirætlanir sínar um al- gjöra landauðn í stórum hluta hins frjósama Hollands. Holland er mjög lítið land, en akaflega þéttbýlt. Hver fermetri lands er vel ræktaður og dýrmæt- ur. Hóllendingar eru mikil menningar- og framfaraþjóð. Landþrengslin hafa orsakað það meðal annars, að mikill hluti þjóðarinnar býr í stórum borg- um. Ef sjóvarnargarðarnir frægu verða brotnir niður og sjórinn flæðir inn yfir landið og borg- irnar, þá er ekki nema einn stað- ur í landinu, sem hægt verður að flýja til. Það eru sandhryggirnir, sem hlífa norðvesturströnd landsins a talsverðu svæði fyrir sjávargangi. Þar er varla sting- andi strá, engin hús, ekkert vatn, - engir vegir til bjargar. Hvað skeður, ef 2,000,000 manna úr borgum og héruðum syðri hluta landsins verða að flýja þangað undan flóðum og ógnum? Það er þessi tilhugsun, sem hvílir eins og mara á hollenzku þjóð- inni í dag. — - m Tvær stúlkur vantar að Kristneshæli nú þegar, eða 15. iebr. n.k. — Upplýsingar geiur yftrhjúkrunorkononv

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.