Dagur - 11.01.1945, Page 4

Dagur - 11.01.1945, Page 4
4 D A G U R Föstudaginn 5. janúar 1945. DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Aígreiðslu og innheimtu annast: Marinó H. Pétursson. Skriístofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Bjömssonar. Gelgjuskeið og þroskaár þEGAR LITIÐ er um öxl af sjónarhóli ára- mótanna yfir aldarfjórðung þann, sem liðinn er, síðan við íslendingar endurheimtum yfir- stjórn okkar eigin rnála inn í landið, verður ekki annað sagt en að við höfurn tekið rösklega til höndunum í ýmsum efnum þessi fyrstu sjálfs- mennskuár og sótt hratt og örugglega fram til aukinnar þjóðmenningar og bættra lífsskilyrða. Um það verður naumast deilt, að þetta nýja sjálfsstjórnarskeið hefir reynzt harla stórfellt og glæsilegt framfaratímabil, sem í skjótri svipan hefir kippt þjóðinni úr sporum kyrrstæðrar og frumstæðrar miðaldamenningar og skapað hér lífvænlegt og framsækið nútímaþjóðfélag. Sú reynsla, sein fengizt hefir af sjálfsmennskunni, virðist því benda óvtírætt í þá átt, að óhætt sé að gera sér vonir um áframhaldandi þróun og framfarir hér á landi undir merkjum frelsis og sjálfsforræðis, ef ekki verður því óhönduglegar haldið á spilunum á hinu pólitíska sviði, eða óvænt óhöpp steðja að. HINS ER SVO sízt að dyljast, að hin nýja og ný- tízka menning okkar hefir að ýmsu leyti á sér eirikenni gelgjuskeiðsins, sem vel getur brugð- ið-til beggja skauta. Nokkur dæmi frá. vettvangi atvinnulífsins geta skýrt að nokkru, hvað við er átt með þessu. — íslenzkir bændur hafa t. d. á síðustu áratugum hafið nýtt landnám í sínu eigin landi. Tæplega getur veglegra hlutskipti. En það er sumra manna mál, að þess séu dæmi, að með- fæddur stórhugur og opinber fjárstyrkur hafi sums staðar 'teygt menn lengra í þessum efnum en svo, að full búhyggindi geti talizt. — Sumir hafi hugsað um það eitt að leggja sem mesta víð- áttu undir plóginn og herfið, en minna um það skeytt að búa svo um hnútana, að jarðabótin geti orðið til langframa og tök væru á að rækta lrið brotna land. Árangurinn hefir þá orðið, þar sem- svo var í pottinn búið: Víðlent landbrot, en illa hirt og óræktað, sem óðar hleypur í kargann aft- ur, sökum skorts á framræslu, undirbúningi, áburði og umhirðu. — Þetta dæmi virðist all- einkennandi fyrir margt annað í búskaparhátt- um okkar á því gelgjuskeiði stjórnarfars og menningar, sem hið íslenzka, fullvalda ríki hefir nú að baki sér. Sjómennirnir okkar hafa stund- um keypt vönduð og dýr veiðarfæri, sem þeir hafa spiilt og eyðilagt fyrr en varði rneð óvægileg- um veiðiaðferðum og ónógri umhirðu. Og í andlegu lífi þjóðaririnar hefir sama sagan gerzt og ekki betri: Það skortir sízt, að skólar, félög, blöð, bókmenntir, útvarp og önnur menningar- og áróðurstæki hafi tekið nóga víðáttu undir plóginn, en vorvindarnir hafa stundum virzt véra einu sáðmennirnir á þeim akri og fuglar himins- ins kennt mönnum helztu uppskeru-aðferðirnar. HÉR ER HVORKI staður né stund til þess að finna þessum orðum frekari stað eða skýra þau nánar að sinni, en ýmsir munu þó skilja, hvað við er átt. Við höfum trúað á skipulagið og krafizt alls af því, en skipulagið er þó aðeins form, sem að vísu er gott og nauðsynlegt, til þess að steypan megi vel takast, en fánýtt og einskis Airði, ef málmurinn, sem steypt skal úr, er seyrð- ur Qg meingallaður. En sé þessu svo farið, þarf að hreinsa hann og skíra í deiglu alvöru og sjálfs- fórna,«áður en hellt er í mótin. f ANDBROT, landnám hefir verið hið mikla kjörorð okkar þessi fyrstu sjálfsmennskuár. Ræktun, sáning og uppskera þurfa að verða kjör- orð þeirra tíma, er nú fara í hönd, ef vel á að fara Setuliðið í Strasbourg gefst upp. Gestapomenn og hermenn í setuliði Þjóðverja í Stras- bourg á leið til fangabúða, eftir að hersveitir Leclercs herhöfðingja liöfðu tekið borgina. „Þjóðverjinn Eisenhower". gTUÐNINGSBLAÐ ísl. ríkisstjórn- arinnar, „Ve’rkamaðurinn" hér í bæ, flytur í síðasta tbl. svohljóðandi fregn um ástandið á vesturvígstöðv- unum: — „Þjóðverjar eru enn í sókn á vesturvígstöðvunum. Það vekur athygli, að Bretar hafa tekið við herstjórninni á norðurhluta vigstöðv- anna, en yfirhershöfðingi Banda- manna á vesturvígstöðvunum er eftir sem áður Þjóðverjirm Eisenhower (Leturbr .hér). Með þessum ummæl- um gefur blaðið í skyn, svo berlega sem verða má, að Bandaríkjamaður- inn Eisenhower sé drottinsvikari, sem ekki sé treystandi til að stjórna herjum Bandamanna gegn Þjóðverj- um, sökum þess að hann sé af þýzk- um ættum og handbendi Þjóðverja á laun. Það er ekki í fyrsta skipti sem forvígismenn hinna stríðandi Vestur- velda hljóta slíkar kveðjur úr her- búðum þessa stuðningsblaðs utanrík- isráðherrans íslenzka, og er það helzti skerfur blaðsins til þess að treysta samheldni Bandamanna í viðskiptun- um við nazistaherina nú á úrslita- stundinni. En ekki er gott að vita, hvort heldur blaðið er að draga dár að sjálfu sér eða lesendum sínum með slíku skrafi, nema hvortveggia sé, og er það líklegast. „Skipulagðar mannaveiðar". JJANNIBAL VALDIMARSSON skólastjóri á ísafirði hefir í blað- inu „Skutli“ dregið upp nokkier skyndimyndir af ástandinu á hinu umtalaða þingi Alþýðusambandsins í lok nóvembermán. sl. Eru þær í senn harla hryggilegar, en þó brosleg- ar í aðra röndina. Ségir þar svo m. a.: jjj^BERANDI hefir það verið á " seinustu tveimur árum, að hin- um mestu fagurmælum hefir verið beitt af erindreka Alþýðusamban ts- ins. Hefir hann bæði í erindisrekstri sinum og bréfaskriftum til einstakra manna í verkalýðsfélögunum reynt að telja fólki trú um, að alger eining ríki nú í verkalýðshreyfingunni og að þar örlaði ekki á -flokkspólitiskri tog- streitu, sízt af öllu af hendi kommún- ista. Sama hjalið hljómaði fyrstu dag- ana í eyrum fulltrúanna á Alþýðu- sambandsþinginu í öllum ræðum kommúnista og persónulegum viðtöl- um. Heilindi þessa skrafs komu þó á daginn síðar. Einkum hjúfruðu kommúnistar sig með ástríku eining- arskrafi upp að öllum þeim fulltrú- um, sem þeir töldu ekki ákveðna í andstöðu við sig. — Gat það engum dulizt, að þarna voru á ferðinni skipulagðar mannaveiðar".' t*R ÞAÐ KUNNUGT öllum þeim, #,Ajsem Alþýðusambandsþingið sátu, að nokkrir fulltrúar voru tmdir og þjóðinni á ekki að verða fóta- skortur á framfarabrautinni. strangri flokksgæzlu kommúnista. Þeir voru bókstaflega passaðir á þann hátt, að ákveðnir kommúnistar voru settir þeim til hægri og vinstri hand- ar í fundarsalnum, og á götum borg- arinnar gekk kommúnisti fyrir og kommúnisti á eftir, en „vafafulltrú- inn“ í miðið, eins og hver annar gæzlufangi. Og þótt fyrirbrigði þetta væri hið viðbjóðslegasta, gátu menn ekki annað en hent gaman að gæzlu- liðinu og aumkað „fórnardýrin"... „Átakanlegast varð þessi andlega kúgun kommúnistanna á sambands- þinginu þó opinber við allsherjarat- kvæðagreiðslu um fulltrúaréttindi verkamannsins frá Þórshöfn, sem mættur var fyrir hönd félags síns“.... „Gæzlufangi úr hópi Vestfiirðinga“, n LLSHERJARATKVÆÐÁ- ##íl GREIÐSLUR á-'sambandsþingi fara fram með nafnakalli í heyranda hljóði. Höfðu Alþýðuflokksmenn krafizt nafnakallsins. Nú var röðin komin að einum gæzlufanganna úr hópi okkar Vestfirðinga. Augu okkar margra hvíldu á honum. Hann hafði daginn áður hiklaust látið í ljós, að hann viildi samþykkja fulltrúanna frá Þórshöfn, en nú var Vestfirðingurinn undir sterkri gæzlu. Forseti efri deild- ar Alþingis, Steingr. Aðalsteinsson, til annarrar handar og valinn maður af sömu „sort“ til hinnar. Skyldi nú Vestfirðingurinn standa sig? spurðum við hvern annan, fullir eftirvæntingar. — Jú, hann stóð sig. — Hann sagði hátt og skýrt og hik- laust já við spurningu þingforseta. En jafnframt sáum við, að honum var gefið allfast olnbogaskot eins og tií frekari athugunar á því, sem hann nú hefði sagt. En á Vestfirðingnum okkar virtist enginn bilbugur. Jáið hans stóð óhaggað — og atkvæðagreiðslan hélt áfram. RNNAR „GÆZLUFANGI“ sagði einnig já við þessa atkvæða- greiðslu og fékk hina ströngustu of- anígjöf af Eggerti Þorbjarnarsyni. — Vakti þetta athygti, og spurði Sigurð- ur Ólafsson, ráðsmaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur, hverju þessi læti sættu, hvort menn hefðu hér ekki skoðanafrelsi, eða eitthvað í þá átt sagði hann. — Féll svo þetta niður að sinni, en nú tók eg eftir því, að Eggert Þorbjarnarson kom aftur inn í salinn og gaf hinum fyrrnefnda Vestfirðingi, er svo vel hafði staðið sig, merki um að finna sig, og gengu þeir því næst út úr salnum. Þetta þótti mér, og mörgum félaga minna, sem með þessu fylgdust, næsta grunsamlegt. En þó var okkur ekki ljóst, hvað hér gæti verið á seiði. . . .“ „Gæzlufangarnir“ gugna. £N ÞETTA KOM 'allt í ljós á " þeirri stundu, aem atkvæða- (Framhald á €. ilðuV MÓÐIRIN - UNGBARNIÐ Góð vísa er sjaldan of oft kveðin, er liaft að máltæki. Eins er, eða a. m. k. ætti að vera um leiðbein- ingar fyrir ungar mæður um meðferð á ungbarn- inu og móðurinni sjálfri, bæði á rneðan hún gengur með barnið og einnig eftir að það er fætt. SPURNINGAR 1. Má móðir, sem hefir barn n brjósti, smakka áfengi? .... 2. Hefir það nokkur sálarleg áhrif á barnið, að hafa það á brjósti? .... 3. Ef barnið vill standa (eða ganga) 10 mánaða gamalt, er rétt að leyfa því það? .... 4. Er það ávallt sjúkleikamerki, ef barnið svitn- ar, þegar það sefur? .... 5. Má kona, sem á von á barni, borða allt sem henni dettur í hug? .... 6. Hafa hugsanir hennar, vonir og þrár nokk- ur áhrif á skaphöfn hins óborna barns henn- ar?. . . . 7. Eru minni líkur til þess, að barn, sem fæðist eftir 8 mánuði lifi, heldur en barn, sem faéðist eftir 7 mánuði? .... 8. Er það rétt, að börn svelgi ofan í sig loft, þeg- ar þau drekka? .... 9. Geta börn fengið vind af því, að þau fá ekki nóg að drekka? .... 10. Gráta börn fremur af ónógri fæðu heldur en af of mikilli? .... 11. Er erfiðara að ala upp sveiribörn, heldur en stúlkubörn? .... 12. Lifa fleiri stúlkur heldur en drengur um 12 ára aldur? .... 13. Fæðast fleiri stúlkur en drengir? .... 14. Getur ótti, við að ala.barn, haft nokkur áhrif á það, hvernig barnsburðurinn muni ganga? .... SVÖR 1. Nei. Allir áfengir drykkir geta náð til barns- ins með móðurmjólkinni. 2. Já, það getur haft mjög heillavænleg áhrif. 3. Já, svo framarlega, sem það er eigin tilraun barnsins. 4. Nei, það getur stafað af því, að barnið hefir drukkið of mikið, eða það hefir verið dúðað um of í rúminu. 5. Nei. Þungan mat, mikið kjöt og, að sjálf- sögðu, allt áfengi, ætti konan að forðast á meðan hún gengur með barnið. 6. Nei, en það gerir hana sjálfa hamingjusama eða óhamingjusama, eftir því, hvernig þær eru. 7. Nei. Barnið, sem fæðist 8 mán. hefir meiri möguleika til þess að lifa, a$ öðru óbreyttu. 8. Já. Öll börn svelgja ofan í sig loft, þegar þau drekka, bæði pelabörn og brjóstmylkingar. — Þess vegna er nauðsynlegt, að þau losi sig við þetta loft, áður en þau eru lögð á koddann. 9. Já. 10. Já. Það er ekki oft að börn, sem hafa feng- ið of mikið, gráti þess vegna, því að annað hvort hagnýta þau alla fæðuna og vaxa þá full hratt (ekki heppilegt), eða þeim verður illt af henni strax. 11. Já. Einkum fyrsta árið. 12. Nei. Það er, um það bil jafnmargt af kynjunum. 13. Nei. Það fæðast fleiri drengir, eða um það bil 106 drengir á móti hverjum 100 stúlkum. 14. Já, áreiðanlega. Ótti getur leitt til þess, að vöðvar, sem nauðsynlegt er, að séu eftirgefanleg- ir, þegar stundin kernur, herpast saman og þrengjast, þess vegna er það, að þær konur, sem bera engan kvíðboga í brjósti, heldur eftirvænt- ing og tilhlökkun, munu bezt hjálpa til þess, að allt gangi að óskum. * Jæja. Ef þú hefir fengið 12 rétt svör ertu vel stödd. 10 rétt svör er sæmilega gott, en 8 og þar fyrir neðan, bendir til þess, að þú þurfir að afla þér betri og meiri vitneskju um þessi efni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.