Dagur - 11.01.1945, Side 6

Dagur - 11.01.1945, Side 6
6 DAGUR Fimmtudaginn 11. janúar 1945. EDUJARDS BQRIMORD, ^ (Framhald). og geroi sig líklega tii þess <ið blanda handa þeim með matnum. Hánn varð að viðurkenna, að henni tókst það afburða vel. Hann þóttist sjálfur kunna nokkur skil á slíkum hlutum. Jackson hló við, þegar hann sá, að gesturinn leit til heimasæt- unnar í viðurkenningarskyni. „Ekki sem verst- Ég kenndi stelpunni sjálfur. Og sú var tíðin, að eg kunni skil á siíkum hlutum. í Chicago í gamla daga voru þeir ekki margir þjónarnir, sem tóku mér fram i þeirri list, það segi eg skrumlaust. Og þegar eg hafði lítið fyrir stafni árin, sem eg dvaldi í ríkisfangelsinu, þá stytti eg mér stundir með því að hugsa upp nýjar kokkteilblöndur, — en það skal eg segja yður, Hunter, að árangurinn af þeim rannsóknum varð sá einn, að eg sannfærðist um, að engin blanda drepur Martini-kokkteilinn, Irversu sAt til hennar er vandað.“ Bateman fannst eins og einhver liefði gefið honum utan undir, og hann fann, að hann skipti litum. En áður en liann kæmi upp nokkru orði, kom hörundsblakkur þjónn inn í stofuna með stóra súpuskál og allir settust til borðs. Athugasemd Jacksons um vínblönduna virtist hafa opnað sjóð endurminninganna í huga hans. Hann fór' að segja þeim frá lífi sínu í fangelsinu. Hann talaði blátt áfram og eðlilega um það, beiskjulaust, rétt eins og hann væri að minnast skemmtilegra stunda í erlendri skólavist. Hann sneri sér að Bateman, meðan hann talaði, og Bateman var í senn hneykslaður og ruglaður. Hann blóðroðnaði jregar lionum flaug í liug, að Jackson væri að draga dár að sér og þar næst varð hann reiður. bessi kæruleysislega frá- saga um afpláning refsingar fyrir drýgða glæpi var blátt áfram ósvífin. Hann stillti sig og þeir mötuðust áfram. Hvers kyns und- arlegir réttir voru fram bornir og aðeins þaulæfð kurteisi Bate- mans varð þess valdandi, að liann lét hafa sig í að reyna bragðið. Hann varð að játa að réttirnir væru ljúffengir. En þá kom fyrir at- vik, sem varð í augum hans hámark niðurlægingarinnar þetta kvöld. Við disk hans lá lítilf, haglega gerður blómakrans. Hann hætti á að nefna, að sér þætti hann fallegur, rétt svona til þess að ségja eitthvað. „Það er einmitt kransinn, sem Eva bjó til handa yður,“ sagði jackson, „en hún hefir líklega verið of feimin til þess að afhenda hann sjálf.“ Bateman tók kransinn í hönd sór og ávarpaði stúlkuna með nokkrum vel völdum þakkarorðum. „En þér verðið að setja hann upp,“ sagði stúlkan brosandi og roðnaði lítið eitt um leið. „F.g? Nei, það get eg ekki, ómögulega." ,,En þetta er einhver fallegasti siður landsins,“ sagði Jackson um leið og hann setti kransinn, sem lá við hans disk, á höfuð sér. Edward gerði hið sama. „Eg er víst ekki búinn eins og bezt hæf ir þessum sið,“ sagði Bate- tnan og leið allt annað en vel. „Kannske þér viljið fá lánaða mittisskýlu, — eg get náð í eina tindir eins,“ sagði Eva. „Nei, þakka yður fyrir, það fer ágætlega um mig eins og er.“ „Sýndu honurn hvernig liann á að setja á sig kransinn, Eva,“ sagði Edward. Á þessu augnabliki hataði Bateman vin sinn af öllu hjarta. Eva stóð upp frá borðinu og þau blógu öll dátt meðan hún hagræddi hvítum blómakransinum á hrafnsvörtu hári hans. „Þetta klæðir yður sérlega vel, herra Hunter,“ sagði frú Jackson.“ „Finnsfcþér það ekki, Arnold?" . „Alveg ágætlega.“ Bateman fann svitann spretta út um sig allann. „Það er leiðinlegt, að svo mikið er farið að rökkva," sagði Eva. „Aúnars hefði eg tekið mynd af ykkur þremur santan." Bateman þakkaði sínum sæla, að myndataka var útilokuð. Hon- um fannst hann hlyti að vera skelfing spaugilegur ásýndum, í dökkum jakkafötum, með háan, hvítan flibba um hálsinn — snyrti- legur og fyrirmannlegur eins og hann átti vanda til — en með þennan heimskulega blómkrans á höfðinu. Reiðin sauð í lionum og aldrei á ævi sinni hafði hann mátt taka annað eins á stillingu sinni og skapfestu til þess að geta sýnt þessu fólki vingjarnlegt við- mót. Hann var sérstaklega fokreiður við Jackson, sem sat andspæn- is honum, hálfnakinn með hálfgerðan dýrlingssvip á andlitinu og blómakransinn á silfurgráu hárinu. Kvöldverðurinn allur hafði verið óbærileg raun. Loksins kom þar, að staðið var upp frá borðum. Eva og móðir hennar urðu eftir í stofunni, þegar karlmennirnir gengu út á svalir hússins. Úti var lognmolla og loftið var þrungið blómailm. Tungl- skin Ijómaði af stjörnubjörtuní himni og varpaði silfurrák á hafið, eins langt og augað eygði. Arnold Jackson byrjaði að tala. Rödd hans var gædd djúpri fyllingu og hljómfegurð. Hann sagði þeim (FramhaltJ). Jarðarför konunnar minnar og móður okkar, MAGNEU MAGNÚSDÓTTUR, sem andaðist 6. þ. m., fer fram miðvikudaginn 17. þ. m. Athöfnin hefst með húskveðju ó heimili hennar, Helga- magrastr. 1, kl. 1 e. h. N Eiginmaður og börn. Amerísk Hickory SKÍÐI með og án stálkanta Splitkein í skíði * Bindingar \ Skíðastafir Sjafnarskíða áburður i , Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild Jörðin Fjósatunga með eyðibýlinu Grjótárgerði í Hálshreppi, fæst til ábúðar í næstu fardögum. Á jörðinni er íbúðarhús úr steinsteypu. Fjós, með áburðargeymslu, fyrir 6 kýr, hesthús fyrir 6 hesta, fjárhús fyrir 180 sauðfjár og hlöður fyrir 600 til 700 hesta heys. Allar þessar byggingar eru að mestu úr steinsteypu og járnvarðar. Tún jarðarinnar er girt og gefur af sér um 400 hesta af töðu. Helmingur þess er véltækt. Engjaheyskapur er 400 til 500 heyhestar. Engj- arnar eru mikið véltækar og girtar. Mótak er nokkurt. Væntanlegur ábúandi gæti fengið keyptar 3 til 4 kýr, ef um semdist. Semja ber við Kristján Karlsson, Hólum í Hjaltadal, eða Þorstein Davíðsson, Iðunn, Akureyri, sem gefa allar nán- ari upplýsingar. ;& ■ Gefj unardúkar Ullarteppi Kambgarnsband Lopi er meira og minna notað á hverju heimili á landinu. Gefjunar-ullarvörur eru þjóðkunnar fyrir gæði. Gefjunar-vörur fást hjá öllum kaupfélögum I landsins og víðar. Ullarverksmiðjan GEFJUN SKAK. Tefld á skákþingi NorSIendinga, á Ak- ureyri 30. desember 1944. Meistarafl. Hvítt: Júlíus Bogason. Svart: Margeir Steingrímsson. 1. e4—e5. 2. Rf3—Rc6. 3. Bc4—Bc5. 4. c3—Rf6. 5. d4—pxp.' 6. pxp— Bb4f. 7. Rc3—Rxp. 8. 0—0—BxR. 9. d5—Bf6. 10. Hel—Re7. 11. HxR —d6. 12. Bg5—BxB. 13. RxB—0—0. 14. Rxphf—Bf5? (Betra var að taka R fórninni á h7 og svart fær jafnt með réttu áframhaldi. Nú tapar sv. manni og þar með skákinni). 15. Hh4 —Rg6. 16. Hh5—Dc8. 17. RxH— Bg4. 18. RxR—pxR. 19. f3—Bx4. 20. g4—Dd8. 21. PxB—Dg5. 22. Khl— Dxp. 23. De2—Hf8. 24. Hfl— Hf4. 25. b3—Kh7. 26. Dg2—De5. 27. Dh3f—Kg8. 28. De6f—gefið. Þjóðhátíðin á Oddeyri 1874. Framhald af 5. síðu eftirsóttur lil vinnu vegna dugn- aðar. Sagt var að Steincke kaup- maður hefði látið svo um mælt, er Jóni voru afhent verðlaunin, að í raun og veru væri sá „grá- hærði“ bezt að þeim kominn. Árni Kristjánsson andaðist úr brjóstveiki 1879 eftiir langa legu og var lengi minnst í Eyjafirði fyrir ýms afrek. I. E. FOKDREIFAR. (Framhald af 4. síðu). greiðslunni var lokið. Þá gekk inn á leiksviðið í Iðnó Vestfirðingurinn okkar „staðfasti“ og bað forseta þess að mega flytja leið- réttingu í sambandi við atkvæða- greiðsluna. Tilkynnti hann nú þingheimi, að sér hefði orðið mismæli við atkvæða- greiðsluna, og væri það nei sem hann vildi sagt hafa. Eg held, að allir hafi orðið hissa, en það datt bókstaflega ofanyfir okkur hin, sem vissum um frjálsa afstöðu þessa manns daginn áður, sem sáum ennfremur, er Vestfirðingurinn okkar var kallaður út úr salnum. Við vissum vel, hvað gerzt hafði, þótt við ættum erfitt með að trúa okkar eigin nugum og eyrum. Okkur hryllti við slíku hyldýpi kúgunar og ofbeldis og slíkri lítilsvirðingu við frjálsa hugsun í sjálfri verkalýðshreyf- ingunni, sem allt á undir því, að and- legt frelsi lítilsmagnans fáist virt í þjóSfélaginu. En fyrir mér rifjaðist líka upp stakan: „Þrælslund aldrei þrýtur mann þar er að taka af nógu. Hann gerði allt, sem hundur kann. hefði ’hann aðeins rófu“. Baráttan fyrir „frelsi og lýðræði“ í framkvæmd! RÉTT ÞEGAR Vestfirðing- " urinn hafði lokið sínu ofaníáti, tók við Reykvíkingurinn, sem ofani- gjöfina fékk og fyrr um getur, og lýsti því yfir úr sæti sinu, að sér hefði einnig orðið mismæli við atkvæða- greiðsluna. Hann hefði líka ætlað að segja nei, en því hefði leiðréttingin ekki fyrr komið, að hann hefði haldið, að það væri ekki hægt að koma henni fram!! (Ekki svo undarlegt að hann skyldi halda það). Þegar þetta hafði gerzt, fór kurr um salinn. Menn fundu, að svartnætti and- legrar kúgunar hafði teygt hramm sinn yfir stéttarþing alþýðunnar á ís- landi.“ HERBERGI, óskast frá 14. mai. helzt í miðbænum, Afgr, vfsar á, l

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.