Dagur - 27.08.1947, Blaðsíða 4

Dagur - 27.08.1947, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 27. ágúst 1947 DAGUR „Milli Blöndu og Héraðsvatna“ CTÓRTÍÐtNDI gétastundum bxeytztísmáfréu- ir, sem naumatst Jiykja saga til næsta bæjar, ef þær gerast sérlega langvinnar og liversdagslegar. Slys og mannskaðar, er á friðartímum myndu tel j- ast skelfingarfréttir hinar mestu, þykja tæpast umtalsverðar á styrjaldarárum, þegar heilum slkipalestum ersökkt og fjölda mannslífa fórnað á einni nóttu eða stuttri dagstund. Bifreið, sem veitur af vegi í næsta nágrenni og veldur slysför- um eða dauða einhvers málkunningja okkar, mót- ast fastar í minni en heil hafnarborg, sem stendur í björtu báli, eða hrynur í rtlstir á augabragði við stórsprengingu suðuní löndum. HJutföljl tíma og rúms móta stundum hlutina — eða öllu heldur mat og viðhorf okkar mannanna — með undar- lega skyndilegum og byltingakenndum iiætti líI risastærðar eða örsmæðar eftir atvikum. Hvern sikyldi t. d. hafa óráð fyrir því að morgni liins 29. marz nú í vor, eða næstu daga þar á eftir, að Heklugosið, sem þá fyliti forsíður blaðanna æsi- fregnum og oili svo miklu róti í liugum okkar allra, myndi í dag, tæpum 5 mánuðum síðar, naumast teljast verulega fréttnæmt lengur, né valda sérlegu umtali nranna á meðal, þótt enn geisi hið volduga eldfjall af fullum ægikrafti? JVJÝLEGA VAR þess getið í blöðum og útvarpi, ” að þorri bænda á svæðinu milli Blöndu og Héraðsvatna hefði samþykkt að skera niður allt sauðfé sitt og geitfé í haust vegna fjárpestanna. Einhvern tíma hefði þetta vafalaust þótt saga til næsta bæjar, ekki sízt fyrir þá sök, að landbúnað ur á þessu biómlega og fjölbyggða svæði hefir frá landnámstíð til þessa dags fyrst og fremst byggzt á sauðfjárrækt. Mjólkurmarkaðir í hinum stærstu bæjum landsins eru þarna fjarlægari en svo, að á þeim verði byggð stórfelld fjölgun injóikurpen- ings, svo að ekki er sýnt, að bændur í þessum sveitum eigi í annað hús að venda um afkorau eða búskaparhætti. En vel má marka það, hversu þungar búsifjar bændur víða uin iand hafa hlotið af fjárpestunum nú ,um langt skeið — og hversu hversdagsleg slík ótíðindi eru nú orðin, — á þeirri staðreynd, að þessi tíðindi myndu nú naumast hafa vakið veruiega athygli annars staðar í land- inu, ef það hefði ekki fylgt með sögunni, að ráð- stalianir þessar eru gerðar í trásisi við yfirvöldin að því leyti, að ráðamenn sauðfjái-veikivarnanna hafa ráðið frá niðurskurði á þessu svæði nú í haust, og ekki talið sig geta styrkt fjárskipti þar að þessu sinni. Má glöggt á þessu marka, hversu langþreyttir bændur í {Dessum héröðum eru nú orðnir á glímunni 'við hinn liörmulega vágest, er ógnað hefir búfé þeirra og lífsafkomu allri nú um iangt sikeið. I^IEGINRÖK BÆNDA fyrir því, hversu ríka áherzlu þeir leggja á niðurskur^ nú þegar — þrátt fyrir andstöðu stjórnarvaldanna — munu þau, er koma fram í neðangreindum ályktunar- orðum yfirlýsingar þeirrar, er samin var á Varma- hlíðarfundinum þ. 13. f. mán., og 321 fjáreigandi af 383 alls á þessu svæði, eða 83,81% hafa nú und- irritað. Þar segir svo: „Þessi samtök eru meðal annars gerð vegna þess, að vér teljum, að dráttur á niðurskurði f jár á svæðinu geti orsakað það, að ekki verði unnt að útrýmá gamaveikinni, þar sem það er sannað, að nautgripir geta tekið veik- ina og verið smitberar, og frestur niðurskurðar Hugvekja um merkilegt mál. ¥\EGI HAFA borizt eftirfarandi ” pistlar frá Helga Valtýssyni rit- höfundi. Fjalla þeir um málefni, sem vissulega er þess vert að því sé fyllsti gaumur gefinn, ekki sizt af okkur Ak- ureyringum, en það er húsnæði og að- búnaður bókasafns bæjarins og næstu héraða. Helgi Valtýsson hefir, svo sem mörgum er kunnugt, starfað mikið — og starfar enn — fyrir safn- ið, og er hann fyrir þá sök gjörkunn- ugur högum þess og aðbúnaði öllum. Hann kallar þessa hugvekju sína — Ævintýrið um Mattliíasar-. bókhlöðu á Akureyri. M O T T Ó: Pétnr Gautur (ör og ringlaður): Höll yfir höllu reisist. Sko hliðið, slíki logandi skraut! Kyrr! Vertu kyrr! Það leysist og hverfur æ fjær á braut. Haninn á vita háum hefur sinn væng og íer. Allt hjaðnar í brotuni bláum, og bergjrilið rammlæst er. — (fbsen og Einar Ben.). VIÐ ERUM spretthlauparar! -— Ekki aðeins í íþróttum, hefdur einnig í stjórnmálum, menningarmál- um, gáfnafari og framkvæmdum öll- um! Þolhlauparar eru fáir á renni- brautum þessara vettvanga. Man nú enginn lengur Magnús Guðbjönwson, áður affur er? Oðru hvoru vekjum við á okkur eft- irtekt fýrir sprettina. En síðan liggjum við i áratugi -— og bfásum mæðinni. I menningarmálum Akureyrar hefir þetta spretthlaup birzt í einna gleggstri mynd í ævintýrinu um Matthíasar-bókhlööu! Er þetta senn orðið gamalt mál, rökrætt og þaul- hugsað, að ætla mætti. Allt ætti að vera vef undir búið og rækilega. Fé safnað í liðugan áratug, „staðurinn löngu valinn“. Nefndir kosnar, endur- kosnar, endurskipaðar. Asamt hétt- virtri bæjarstjórn er þetta heil her- sveit hraustra manna. Virðast þeir all- ir innilega sammála um að allt sé „OK“. Allt í lagi! Hér vantar ekkert. - nema Matthíasar-bókhlöðu! Ha-a? — Voruð þið að spyrja um hana? — OFRÓÐUM MANNI verður allt að undri: Hljóðlát kvöld og fögur verður mörgum á, öðru hvoru, að hvarfla augum upp að vegamótum Oddeyrargötu og Brekkugötu, bera hönd fyrir augu og spyrja siðan með Geir gamla: „Sérð þú nokkuð, Jón minn? Ekki grilli eg neitt!“ — Þannig mun flestum fara. — Þarna eru verks- ummerkin ósýnileg eftir 10—12 ára framkvæmdir! hlýtur að orsalca útbreiðslu garnaveikinnar og torvelda þar aí leiðandi útrýmingu hennar.“ þlNGMADURINN frá Akriog aðrir álíka drengilegir menn hafa þrásinnis vegið í þann kné- runn að kenna einstökum mönn- um — og jafnvel sérstökurn stjórnmálaflokkum — um sauð- fjárpestirnar og útbreiðslu þeirra hér á landi. Slíkt er ljótur leikur og raíkalaus með öllu, svo sem von er á og tíðast úr þeirri átt. Hibt er víst og satt, að fram- tíð íslenzks landbúnaðar er mjög á hverfanda hveli — og þar með þjóðin öll í lífsháska stödd -— meðan slíkur vágestur sem sauð- fjárpestirnar eru, .Leikur lausum hala á lándi hér. Um þetta mætti skrifa langt mál og sennilega allmerkilegt. En línur þessar eru aðeins til þess ætlaðar að gefa réttum hlutaðeigendum tækifæri til að skýra almenningi frá þessu lang- þráða menningar, og metnaðarmáli Akureyrar! Enda er mér málið eðli- lega að mun ókunnugra en t. d. inn- lendum Akureyringum, og þá fyrst og fremst bókhlöðunefnd og bæjarstjórn. — Skal hér aðeins drepið á nokkur. sundurlaus atriði máls þessa: 1 IT'FTIR HIÐ MIKLA og veglega -*-• aldaratmæli Matthíasar Joch- umssonar hér á Akureyri 1935, er stóð í þrjá daga samfleytt, mun hafa komið allmikill skriður á fjársöfnun til Matt- híasar-bókhlöðu. Enda skorti þá hvorki áliuga né stórhug — á fyrsta sprettinnum! Stofnað mun hafa verið til happdrættis í því skyni, en aldrei hefi eg séð neina greinargerð um árangur þess. Einnig mun þá og bæj- arsjóður og ríkissjóður hafa lagt fram fé nokkurt. Hver hlutföll eru þar á milli — ef nokkur eru — er mér eigi kunnugt. En sennilega á ríkissjóður að leggja fram fé i ákveðnu hlutfalli við ffamlög bæjarsjóðs. Og sé svo, ætti :,kerling að hafa knúið alloft á hól Kiðhúss" og haft fjársöfnun þess all- mjög í hendi sér, hefði spretthitinn hatdizt! 2CJVO VIRÐIST sem teikningar • ^ að Matthíasar-bókhlöðu hafi verið fullgerðar þegar 1936, og staður- inn valinn sennilega skömmu siðar, eða jafnvel áður. — Væri æskilegt, að teikning þessi birtist í blöðum bæjar- ins, svo að menn gleymi síður ævin- týri þessu, er dagar líða. Því að óneit- anlega er saga þessi tekin að fyrnast í hugum margra á síðustu árum! — Eitthvað mun þó bókhlöðunefnd og bæjarstjóm sennilega hafa aðhafzt öll þessi ár, a. m. k. haldið aðstreymi fjár- söfnunar sæmilega greiðfæru og hrað- streymandi í hinum miklu leysingum undanfarinna ára! i 9 ¥ ÍÐA NÚ full 10 ár. Nýrri Li heimsstyrjöld var lokið, og óhófsöld íslands í háflæði. Og er því lýkur, tekur margt að rumska — m. a. ríkisstjórnir og bæjarstjórnir. Þá ger- ast menn almáttugir og taka að skapa. Var talið réttara að nefna það nýsköp- un, svo að eigi yrði farið húsvillt og haldið að átt væri við gamla“kákið himnaföðurins forðum. Því sjá: allt er orðið nýtt: Nýr sprettur! — Og þá ætti ekki að vera langrar stundar verk að hrófla upp einni lítilli bókhlöðu,- sem átti meira að segja alls ekki að verd nein „höll“. \ ¥jANN 2. maí 1946 skýrir blaðið ■*• * „Daéur“ frá bæjarstjórnar- fundi á Akureyri. Er þar m. a. rætt um Amtsbókasafnið og Matthíasar-bók- hlöðu. Handbært fé kvað þá vera — 220 þús. króna, — meiri var nú auð- urinn ekki! — Segir blaðið, að bók- hlöðunefnd sé einhuga um að hefja bygéingu þegar á þessu vori (1946!) sainkvæmt teikningum þeirra Bárðar ísleifssonar og Gunnlaugs Halldórs- sonar frá 1936, á fyrirhuéaðri lóð á mótum Oddeyrargötu og Brekkugötu. Töldu þeir safnið í sífellt ytirvofandi brunahættu, þar sem það hefir nú orð- ið að dvelja langa hríð. .. . Þannig segist blaðinu frá. — Var þetta all- mikill fjörkippur og óvæntur, og því viðbúið, að nú yrði brugðið við hart og títt. Ekki mun þó háttvirtri bæjarstjóm hafa litizt alls kostar vel á svo ógæti- legt flan og flaumósuhátt, og þótt rið- ið fullhart úr hlaði! Taldi hún því að leita bæri álits skipulagsnefndar ríkis- ins, hvort leyfa skyldi byggingu á um- töluðum stað! — Eftir því virðist þetta hafa gleymzt, er staðurinn var ákveðinn, og stðan látið „skúra“ í full 10 ár, meðan „höllin var aðeins í hill- (Framhald á 5. síðu). Kvenréttindi og hlaupár! Árið 1616 geikk isvoliljóðandi lagáboð í gildi á Englandi: Hvert skipti, sem hlaupár er, skal hver ógiít kona hafa lögfuJla heimild til að tjá ást sína þeim nianni, sem hún kýs sér að eiginmanni, og niá hann ekki taka málaleitun hennar með fyrir- litningu né spotti. Löngu fyrr — 1288 — hafði verið gefin út svo- hljóðandi tilskipun í Skotlandi: Á stjórnarárum hennar hátignar, Margrétar drottningar, skal hver ógift kona í Skotlandi, hvort sem er af háum eða lágum istigum, hafa frelsi og fullan rétt til þess að biðja þess manns, s'em henni bezt fellur í geð, á því ári, sem thlaupa- ár nefnist, og skal hann takasér hana til ekta- íkvinnu, eða að öðrum kosti greiða henni skaða- bætur í peningum. En gefí hann fært sönnur á, að hann sé heitbundinn annarri konu, skal hann laus állra mála. Þessu lík lagaboð hafa verið gefin út í fleiri löndum. ★ HÚSRÁÐ. Salt er til margra hluta nytsamlegt. Sem tann- púlver verndar saltið tennurnar og styrkir tann- kjötið. Salt og vatn er ágætt til að skola innan hálsinn við kverkasárindum. Við fótaverk er gott að baða fæturna úr saltvatni, svo heitu sem hægt er að þola, og núa þá síðan með stórgerðu hand- klæði. Það styrkir augun, að baða þau úr salt- vatni. Mislitur þvottur heldur bezt lit, ef hann er þveginn úr saltvatni. ★ Þegar brunabragðikemur af mat, er gott að taka pottinn undir eins af eldinum og láta Jrann í ílát með köldu vatni. Við það hverfur venjulega brunabragðið. * Ef eggið, sem sjóða á, er sprungið, er ágætt að Játa eina teskeið af ediiki í vatnið, svo að eggja- hvítan fari ekki út í vatnið. ♦ Ef maður þarf að ná blettum af dragtarpilsinu sínu t. d. eða einhverjum öðrum flíkum og hefir ekki annað en edik við höndina, er ágætt að nudda blettina úr því með hreinum klút. * Ef ykkur finnst kállyktm vond, þegar þið sjóð- ið káhneti, og viljið ekki að lyiktin komizt inn í istofuna, sérstaklega ef þið eigið von á gestum, vindið þá klút upp úr ediki og látið hann kring- um lokið á pottinum. * Flókahatta, sem enu rykfallnir, má hreinsa með því að núa þá með þurrum svampi. * Bezt er að fægja gleraugu úr blöndu af salmíak- spíritus og vatni. Gott er að hafa slíka blöndu í litlu glasi við hendina. * Gott er að hreinsa straujárnið að neðan, með rökum klút og sajlti. * Emaillerða potta er gott að hreinsa annað slag- ið með því að sjóða í þeim sóda-vatn og þvo síðan úr heitu sápuvatni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.