Dagur - 14.01.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 14.01.1948, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Ástandið í póstmálunum. Nauðsyn gagngerðra end- urbóta á póstflutninga- kerfinu. Fimmta síðan: Sagt frá viðureign manns- ins við veðráttuna. 2. síðan: Nýr þáttur: Á, er- lendum bókamarkaði. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 14. janúar 1948 2. tbk Monroe-varnarsvæðið nýja Á ráðstefnu amerísku ríkjanna, sem haldin var í Petropolis í Brazilíu í sumar, var Monroe-yfirlýsingin fræga, um varnarsvæði Vestur- álfuríkja, endurskoðuð, og því lýst yfir að öll Vesturálfuríki mundu standa saman um varnir þessa svæðis. Amerískt blað birti nýlga þetta kort af þessu varnarsvæði. Sést af því, að' ísland er rétt á markalínu þess, en ekki meðtalið. Seðium skipt fyrir 102 milljónir á öðlu landinu Seðlar í umferð vom 107 millj. um áramótin Skiptin á Akureyri námu 8 millj. Hinn 9. þ. m lauk innköllun peningaseðla á öllu landinu og að kvöldi þess dags námu seðla- skiptin alls 102 millj. króna, að því er Landsbankinn í Reykjavík tjáði blaðinu, en seðlar í umferð voru taldir 107 millj. kr. um ára- mótin. Skortir því um 5 millj. kr. á, að allir seðlar, taldir í umferð, hafi komið fram. Landsbankinn taldi seðlaskipt- in hafa gengið mjög greiðlega. Höfðu engar kvartanir borist suður, þegar sleppt er því, að seðlarnir bárust ekki til Vopna- fjarðar fyrr en kvöldið fyrir síð- asta innlausnardaginn. Ástæðan til þessa er hin stöðugu illviðri, sem geysað hafa hér við land að undanförnu. Landsbankinn hafði leigt sérstakt skip til fararinnar fararinnar frá Eskifirði, en það komst ekki vegna veðurs. Seðl- arnir bárust loksins með Esju héðan. Innlausnin norðanlands. Samkvæmt upplýsingum Lands- bankans var skipt seðlum hér á Akureyri í öllum bankaútibúun- um og í Sparisjóði Akureyrar fyrir rétt um 4,8 millj. kr. í innlausnarstöðum annars staðar norðanlands voru skiptin, sem hér segir: Siglufjörður kr. 1.459 þús., Ólafsfjörður 884 þús., Dalvík 483 þús., Hrísey 136 þús., Svalbarðseyri 162 þús., Grenivík 72 þús., Grímsey 19 þús., Sparisj. Fnjóskdæla 51 þús., Sparisj. Kinuunga 145 þús., Sparisj. Mý- vatnssveitar 24 þús., Sparisj. Að- aldæla 150 þús., Húsavík 1.909 þús., Kópasker 240 þús., Raufar- höfn 625 þús., Þórshöfn 252 þús., Sauðárkrókur, fyrir Skagafjörð, 3.663 þús., Skagaströnd 1.400 þús., Hvammstangi 1.020 þús., Borðeyri 301 þús., Hólmavík 874 þús. Helmingur í Reykjavík. í Reykjavík var skipt rösklega helming alls innlausnarfjárins, eða 52 millj. og 42 þús. kr. Samningar tókust í fyrrinótt milli Landssambands ísl. útvegs- manna og Farmanna- og fiski- mannasambands íslands og sjó- mannafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði, um kaup og kjör á .skipum í strandsiglingum, ísfisk- flutningum og togveiðibátum. Sáttasemjari ríkisins hafði milli- göngu. fy urssamsæti rir skólameist- araiijomn 23. þ.m. Bæjarstjórn Akureyrar og Stú- dentafélag Akureyrar gangast fyrir heiðurssamsæti fyrir Sigurð Guðmundsson skólameistara og frú hans hinn 23. þ. m., í tilefni af því, að skólameistari hefir látið af starfi hér og mun hverfaábrott úr bænum innan skamms. Áskriftarlistar til þessa samsætis liggja frammi í skrifstofu bæjar- stjóra og í bókaverzlun Gunnl. Tr. Jónssonar. Öllum er heimil þátttaka. Illviðri á Halamið- um hamla veiði n Stöðug illviðri hafa verið und- an Vestf jörðum að undanförnu og hafa veiðar togaranna, sem stunda veiðar á Halamiðum, gengið erfiðlega af þeim sökum. „Kaldbakur" fór héðan í veiðiför á annan jóladag, en vegna illviðr- anna hefir skipið lítið getað stundað veiðar. Sl. föstudag los- aði það 500 kit fiskjar, er það hafði fengið, í annan togara, sem var á léið til Englands. Enn er stormasamt við Vestfirði og má því búast við að lítil sem engin veiði hafi verið síðustu dagana. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í verð- lagsmálumim hafa lækkað vísitöluna nm 9 stig Þetta er fyrsta, raunverulega verðlækkunin í meira en $ ár Nú um áramótin gerði ríkisstjórnin ýmsar ráðstafanir til þess a'S lækka verðlagið í landinu og hefja bannig það starf, að snúa ofan af dýrtíðarhjólinu, sem hefir verið að vinda upp á sig síðan í stríðsbyrj- un. Hagstofan hefir nú reiknað út vísitölu janúarmánaðar og reyrid- ist hún vera 319 stig, eftir bessar verðlækkanir, eða 9 stigum lægri en í desembcr, en samkvæmt dýrtíðarlögunum nýju skal greiða laun með vísitölunni 300 frá 1. janúar. Helztu ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar til þess að hafa áhrif á lækkun verðlagsins eru þær, að verzlunarálagning hefir verið lækkuð, sem nemur nýja sölu- skattinum, og aðeins betur í sumum tilfellum, verðlag á ýmsri innlendri þjónustu hefir verið lækkað svo og verð á ýmsum nauðsynjavörum. — Samkvæmt hinum nýju verðlagsákvæðum lækkaði verð á.eftirtöldum vöru- tegundum um áramótin, og veld- ur lækkun vísitölunnar. Kartöflur lækkuðu um 37 aura pr kg., dilka- og geld- fjárkjöt um 105 aura, ærkjöt um 90 aura, mjólk um 6 aura, rjómi um 30 aura, smjör um 80 aura, skyr um 10 aura, mjólkurostur um 125 aura, mysuostur um 50 aura, egg um 100 aura, hangikjöt um 150 aura, saltkjöt nm 105 aura, harðfiskur um 55—65 aura' ííor iiíiiiiieiiíari raoimi listarskóía Ak ureyrar Ung, þýzk síúlka, kiinnur fiðluleikari, kemur hingað til lands innan skamms, heldur hljóm- leika og byrjar kennslu hér í bænum Tónlistarfélag Akureyrar hefir ráðið hingað til bæjarins kunnan þýzkan fiðluleikara, sem væntan- legur er hingað innan skamms og mun hálda hljómleika í Reykja- vík og hér og síðan taka við kcnnslustörfum í Tónlistarskóla Akureyrar. Formaður Tónlistarfélagsins, Stefán Ág. Kristjánsson, skýrði blaðinu frá þessu í gær. Fiðl'uleikari þessi er ung stúlka, Ruth Hermann að nafni Hefir hún fengið landvistarleyfi hér og leyfi hernámsyfirvaldanna í Hamborg til íslandsferðarinnar, enda hefir hún engan þátt tekið í stjórnmálum, en helgað krafta sína hljómlistinni. Samkvæmt umsögnum, sem Tónlistarfélaginu hafa borist, er hér um ágætan listamann að ræða. Ungfrú Her- mann er dóttir kunns píanóleik- ara -og tónlistarfræðings í Ham- borg, hóf fiðlunám á unga aldri og hélt fyrstu-hljómleika sína 16 ára ,gömul. Síðar efndi hjin til hljómleika í mörgum stórborgum og árið 1939 í Póllandi, Danmörku og Rússlandi. Hafa dómar um leik hennar verið hinir lofsamlegustu. Frk.'Hermann er 29 ára gömul. Við hingaðkomu, í þessum mánuði, mun hún halda hljóm- leika í Reykjavík, á vegum Tón- listarfélagsins þar, með aðstoð Árna Kristjánssonar, þíanóleik- ara, og síðan hljómleika hér og jafnframt taka við starfi sínu við Tónlistarskólann. fiskfars um 75 aura, saltfiskur um 10 aura. Þá hefir verð á nokkrum öðrum, vörutegundum lækkað lítillega. að því er segir í tilkynningu Við- skiptamálaráðuneytisins um þessi mál. Má þar til nefna innlendar niðursuðuvörur, nýjan fisk, öl- og gosdrykki, innlend rafmagns- tæki, efnagerðarvörur o. fl. Húsaleigulækkun. Með lækkun vísitölunnar að þessu sinni hefir verið komið i veg fyrir hækkun húsaleiguvísi- tölunnar og jafnframt hefir ríkis- stjórnin gefið út reglugerð um al- menna húsaleigulækkun er nem- ur 10% í nýjum húsum og á leigusamningum, sem gerðir eru eftir árslok 1941. Stefnubreyting. Þótt hér sé ekki um stórvægi- legar aðgerðir að ræða til lækk- unar á dýrtíðinni, er þetta tví- mælalaust merkilegt skref, því að með þessum aðgerðum er alger stefnubreyting í dýrtíðarmálun- um frá því sem verið hefir. Dýr- tíðin er í fyrsta sinn raunverulega lækkuð, en þær tímabundnu lækkanir á vísitölunni, sem áður hafa átt sér stað, hafa verið fyrir tilverknað niðurgreiðslna á ýms- um vörutegundum af ríkisfé. Á miklu veltur fyrir almenning, að verðlagseftirlitið í landinu fylgist með því að þessi ákvæði um lækkun séu hvarvetna haldin, og að verðlagi á öðrum vöruteg- undum verði haldið í skef jum. — Takist það ,er þess að vænta, að þetta fyrsta skref til lækkunar á dýrtíðinni, verði þjóðinni heilla- drjúgt. Verði hvarvetna sam- vizkusamlega unnið að fram- kvæmd verðlækkunarinnar og að áframhaldandi lagfæringu á dýr- tíðinni, mun almenningur sætta sig við þá ráðstöfun að skerða vísitóluuppbót á laun til bráða- birgða, svo sem nú er gert, og láta samblástur kommúnista gegn öllum björgunarráðstöfunum rík- isvaldsins sem vind um eyrun þjóta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.