Dagur - 14.01.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 14.01.1948, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 14. janúar 1948 Nýtt ár - Ný sfjórnarstefna Verðþennslustefna áranna 1944 —46 mun lengi í minnum höfð. Á þeim árum komst dýrtíðin í al- gleyming. Þá réðu kommúnistar og forystumenn Sjálfstæðis- flokksins stjórnarstefnunni. Víg- orð þeirra var nýsköpun atvinnu- veganna. 1 byrjun þessa stjórnar- tímabils átti þjóðin inni í erlend- um gjaldeyri nær 600 milljónir króna, og gjaldeyristekjurnar á þessu tímabili námu nokkru hærri upphæð, svo að alls hafði nýsköpunarstjórnin úr að spila um 1300 milljónum króna. Hér var því einstætt tækifæri til átaka þjóðinni og atvinnuvegum hennar til fjárhagslegrar farsældar og aukins öryggis. Aldrei fyrr í sögu þjóðarinnar hafði verið annar eins þjóðarauðum fyrir hendi til þess að búa fslendingum örugga og glæsta framtíð. Stjórnin hafði því betri aðstöðu en nokkur önn- ur ríkisstjórn hafði áður haft. En þetta mikla tækifæri notaði ný- sköpunarstjórnin þannig, að þeg- ar hún hrökklaðist frá völdum, ríkti sjúkt ástand í fjárhags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Eins og áður segir, átti þjóðin nær 600 milljónir króna í erlend- um ipnstæðum. Af þessari fjár- hæð var Nýbyggingarráði fengið til umráða 300 milljónir króna, sem átti að verja til endurbygg- ingár atvinnútsekjanna. Það var aðeins tæpur 1/4 állra gjaldeyris- teknanna. Allir flokkar voru þess fýsandi, að meginhluta hinnar er- lendu innstæðu væri varið í þessu skyni. — Framsóknarflokkurinn einn vildi ganga feti lengra en hinir flokkarnir um upphæð þessarar fjárhæðar, en fékk því ekki ráðið. Það kom því úr hörð- ustu átt, er andstæðingar Fram- sóknarflokksins bjuggu síðar til þá skáldsögu, að flokkurinn hefði verið andvígur allri nýsköpun þáverandi ríkisstjórnar, en hefði hins vegar viljað hrun atvinnu- veganna. Og þessari skröksögu er meira að segja enn haldið á lofti af ófyrirleitnustu áróðursmönn- um Sjálfstæðisflokksins. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur. Hitt er svo annað mál, að menn voru ekki á einu máli um, hvern- ig framkvæmdum skyldi hagað. Framsóknarmenn töldu dýrtíðina hættulega atvinnulífi landsmanna og vildu því láta hefjast handa gegn verðbólgunni, svo að heil- brigður grundvöllur fengist undir nýsköpun atvinnuveganna. Þeir töldu nýbyggingar í stórum stíl að miklu leyti byggðar á sandi, ef ekki væru settar skorður við dýr- tíðinni. Þarna skildu leiðir. Stefna Framsóknarflokksins var: Meira fé skyldi ráðstafað til nýsköpun- ar og jafnframt gerðar ráðstafan- ir til, að það fé kæmi að sem fyllstum notum með því að stöðva vöxt dýrtíðarinnar. Þessa stefnu Framsóknar- flokksins kváðu hinir flokkarnir niður, kölluðu hana skemmdar- verk og gáfu hénni nafnið hrun- stefna. Þáverandi stjórnarflokkar efndu til stóraukinnar vérðbólgu. Stríðsgróðamenn höfðu frjálsar hendur .til taumlausrai; gróða- brallsstarfsemi í skjóli valdhaf- anna og verðþennslunnar og eng- ar ráðstafanir gerðar til uppgjörs á stríðsgróðanum, en kommún- istar höfðu hins vegar frjálsar hendur til að spenna upp kaup- gjaldið. Þetta leiddi til síhækk- andi framleiðslukostnaðar til lands og sjávar, án þess þó að verkamenn væru nokkru bættari, þar sem aukin dýrtíð át upp til agna hækkun kaupgjaldsins. Landsmönnum var talin trú um, að dýrtíðar- og verðbólgu- stefna ríkisstjórnarinnar og stuðningsflokka hennar miðaði að nýsköpun og réttlátri skiptingu þjóðarteknanna. Eftirá sjá lands- menn, að í öllurn þessum gylling- um var allt að síga á ógæfuhlið. Ríkisstjórnin reyndi í lengstu lög að fela hvernig ástatt var. Loks varð það ekki lengur dulið, að á rúmlega tveimur árum var allur gjaldeyrir þjóðarinnar upp urinn. Nú er runnið nýtt ár. Á þessum áramótum hefir ný stjórnarstefna rutt sér til rúms. Byi'jað er að hamla á móti dýrtíðar- og verð- bólgustefnú fyrrv. stjórnar, sem búin var að holgrafa undan fjár- hag þjóðarinnar og atvinnuveg- um hennar. Þar með hefir stefna Framsóknarflokksins fengið fulla viðurkenningu Sjálfstseðisflokks- ins og Alþýðuflokksins. Það tók langan tíma að bræða saman sjónarmið stjórnarflokkanna þriggja. Dýrtíðarfrumvarp ríkis- stjórnarinnar, er samþykkt var fyrir jólin, ber þess glögg merki, að enginn einn flokkur réði þar efni og orðavali. Hver um sig hefir orðið að sveigja til fyrir hin- um. Það er þess vegna allfjarri því að dýrtíðarlögin segi til um allan hug Framsóknarmanna. — Þeir hefðu viljað ganga lengra til ráðstöfunar gegn dýrtíðinni í ýmsum atriðum. Þeir líta því svo á, að dýrtíðarlögin, eins og gengið var frá þeim, séu aðeins fyrstu sporin til stuðnings við atvinnu- vegi landsmanna og bættra kjara almennings, en fleira þurfi þar á eftir að koma. Framsóknarmenn munu þess vegna ekki leggja árar í bát, heldur berjast fyrir áfram- haldandi lækningu á dýrtíðar- meininu. Það, sem mest veltur á, er að gera atvinnuvegi þjóðarinnar til sjávar og sveita sjálfbjarga og arðbæra. En því marki verður aðeins náð, ef sæmilegur vinnu- friður getur haldist í landinu. — Kommúnistar hafa hótað verk- föllum, til þess að eyðileggja til- raun ríkisstjórnarinnar til björg- unar atvinnurekstrinum, svo að hann stöðvist ekki og hrynji í rústir. Enginn þarf að efa, að kommúnistar standa við þessa hótun sína, ef þeim tekst að fá verkamenn til að gerast leiksopp- ar í höndum þeirra og sínir eigin böðlar. Þess er því að vænta, að svo sterkur meiri hluti þjóðar- innar snúist öndverður gegn skemmdarverkum Moskvumann- anna, að þeir sjái þann kost vænstan að draga sig í hlé. Allir sannir og heilbrigðir íá- lendingar munu fagna því um þessj áramót^að ný stjórnarstefn.a hefir tekið við af dýrtíðar- og 7iiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiii n •1111111111 iiiiiiiiiiiv Liðin tíð. Það er af, sem áður var. Þetta geta þeir sagt með sanni, sem gjarnan vilja fylgjast með því helzta, sem út kemur af gagnleg- um bókum meðal nágrannaþjóð- anna. Á stríðsárunum voru allar bókabúðir hér fullar af erlendum bókum. Og mikið var keypt, jafnvel þótt bókavali verzlan- anna væri æði oft mjög ábóta- vant og sjaldnast væru bækurnar pantaðar eftir ákveðnu skipu- lagi, til þess að tryggja hæfilegt úrval helztu bókmenntaflokk- anna. En alltaf slæddist talsvert af ágætum bókum með og verði þeirra var stillt í hóf, a. m. k. ef miðað er við verð á innlendum bókum. Þótt segja megi með sanni, að óþarflega mikið væri flutt inn af bókum á stríðsárun- um, einkum frá Bandaríkjunum, og komast hefði mátt af með minni og hnitmiðaðri innflutning, þá munu þó fæstir telja að þeim gjaldeyri, er til þess fór, væri illa varið. Menningarþjóð á íslandi þarf jafnan að eiga kost erlendra bóka og blaða. Innlend bókagerð og blaðaútgáfa, þótt mikil sé, get- ur ekki fullnægt þörfum lands- manna. En þetta sjónarmið virð- ist ekki eiga upp á pallborðið hjá gjaldeyrisyfirvöldunum um þess- ar mundir. Nú sjást hér ekkí lengur nýjar, erlendar bækur. Það, sem til er af þeim í bóka- búðum, er flest eftirstöðvar frá innflutningi stríðsáranna. Ein- staklingar, sem hafa keypt erlend blöð til margra ára, eiga í erfið- leikum með greiðslu á þeim. Með þessum hætti er verið að draga tjald fyrir glugga þeirra lands- manna, sem gjarnan vilja eyða tómstundum sínum til þess að líta út yfir hafið, til þess sem ger- ist með öðrum þjóðum, kynnast nýjum stefnum og straumum i bókmenntum og á öðrum svið- um. Þetta er mikil afturför og ber vott um þröngsýni og menning- arleysi yfirvaldanna. Það þekkist hvergi á byggðu bóli, nema í ein- ræðisríkjum, að þannig sé nær algjörlega tekið fyrir það, að þegnarnir geti lesið erlend blöð og bækur. Gjaldeyriserfiðleik- arnir réttlæta ekki bannið á er- lendum bókum. Til þess að flytja til landsins sómasamlegt úrval af því helzta, sem út kemur hjá ná- grannaþjóðunum, þarf vissulega ekki of fjár, en til þess þarf dá- litla víðsýni og rétt mat á þörf- um þjóðarinnar. Bókapakki frá Bretlandi. Hin ágæta brezka menningar- stofnun British Council hefir nú nýlega sýnt blaðinu það vinar- bragð ,að senda því dálitla bóka- verðbólgustefnu fyrirfaraúdi ára. Þekki þjóðin sinn vitjunartíma, styður hún nýjauú stjórnárstefn- unn. pakka með nýlegum enskum bókum. Má nærri geta, hvort slíkt er ekki fengur, á slíkum þreng- ingatímum, sem nú eru. Blaðinu þykir rétt að geta nokkurra þess- ara bóka hér og endurvekja þar með þennan bókaþátt, sem eitt sinn var upptekinn, en hefir legið niðri um hríð. Er meiri ástæða til þess nú, en oftast áður, að geta lauslega helztu nýjunga í bóka- gerð nágrannaþjóðanna, og leið- beina, ef auðið væri, um bókaval, ef einhvei'jum lesendanna skyldi -askotnast nokkrir erlendir aurar til bókakaupa. í síðasta bóka- pakkanum frá British Council voru nokkrar ágætar bækui' um brezka leiklist og nokkur leikrit, sem komu út nú í haust og vetur og voru sýnd í London og víðar á sl. ári. Þessi rit eru gott sýnis- horn nútíma brezkra leikbók- mennta og gefa nokkra hugmynd um það, hvað hefir verið að gerast í leikhúslífi heimsborgarinnar nú að. undanförnu. Fyrst í flokki leikritanna má telja nýjasta leik- rit hins heimsfræga höfundar og leikara Noel Coward. Þetta leik- rit heitir „Peace in our Time“, gefið út af Wm Heinemann Ltd. í London og kostar 6 s. Það var fyrst sýnt í London sl. sumar og hlaut mikla aðsókn og góða dóma. „Peace in our Time“ er sérkenni- legt og skemmtilegt verk. Það fjallar um ástandið í Bretlandi á stríðsárunum, eftir að þýzka inn- rásin margumtalaða var orðin að veruleika og Þjóðverjar voru búnir að leggja allar Bretlands- eyjar undir sig. Noel Coward læt- ur leikinn gerast á brezku veit- ingahúsi og þar koma inn fulltrú- ar ýmsra deilda þjóðfélagsins og í samtölum og atburðum leiksins bregður hann upp mynd af því, hvernig hann hyggur að brezka þjóðin mundi hafa tekið þýzkri innrás og nazistastjórn. Þarna eru eiginleikar þjóðarinnar, staðfesta og frelsisást undir smásjá af- burða snjalls höfundar, leikurinn er í senn spennandi og lærdóms- ríkur og mundi vissulega nautn að því að sjá hann á sviðinu í meðferð góðra leikkrafta. Annar leikur, alvarlegs efnis, er frá sama forlagi, Wm. Heinemann Ltd. og er eftir ungan höfund, William Douglas Home, og nefnist „Now Barrabas“. Þessi ungi höfundur var hermaður í stríðinu og varð að þola fangavist landa sinna vegna þess að hann neitaði að taka þátt í skyndiárás á bæ nokk- urn, þar sem hann taldi árásina tilgangslausa að öðru en því, að drepa saklaust fólk. „Now Barra- bas“ gerist í brezku fangelsi, lýs- ir reynslu höfundarins í fanga- vistinni og kynnum af samferða- mönnum þar, og þó miklu meiru en því að uppistaða hans er ástríður og tilfinniggar mannanna og þungbær reynsia þeirra, sem leita sannleikans. Þessi leikur var fyrst sýndur í London snemma á ái'inu 1947 og vakti mikla eftir- tekt Þriðji dramatíski leikurinn ei' frá forlaginu George Allen 8c Unwin, kostar 5 s. Höfundurinn er James Parish. Leikurinn nefn- ist „Message for Margaret“ og var fyrst sýndur í London í árslok 1946. Leikendur eru aðeins fjórir tveir karlmenn og tvær konur. — Leikur'inn hefst á því, að önnur konan fær tilkynningu um það, að maður hennar hefir farizt í um- ferðaslysi. Áður en hann lézt bað hann fyrir kveðju til Margrétar, en svo hét kona hans. En eigin- maðurinn hafði verið í þingum við aðra konu og hún heitir líka Margrét. í leiknum er lýst bar- áttu þessara tveggja kvenna, ást þeirra, staðfestu, hefnigirni, skilningi og góðfýsi. Meðferð höfundarins á þessum efnivið er mjög sérkennileg og minnisstæð. í þessum bókapakku voru einnig þrjár bækur um brezka leiklist og brezk leikhús. „Theatre Outlook“ eftir hinn ágæta höfund J. B. Priestley, sem nú hefir snúið sér að leikritagerð að langmestu leyti, við mikinn orðstír. í þessari bók ræðir hann brezk leikhús, skipulag þeiri'a mála og framtíðarhorfur. Bókin er fróðleg fyrir þá, sem hafa áhuga á leikhúsmálum. „The other Theatre“ heitir bók eftir Nonnan Marshall, einn af kunn- ustu leiklistargagnrýnendum brezl^u þlaðanna. Þessi bók e'r saga hýjímgh; arieikhúálífmu síð- • r »* f' íp < y " y' ' asta riiannsaldúrinn og þeirra til- rauna, sem gerðar hafa verið til umbreytinga og byltinga í ýmsum leikhúsum og af ýmsum leikur- um. Þriðja bókin heitir The Early Doors og er eftir Harold Scott. í þessari bók er sögð saga fyrstu brezku leikhúsanna og þróun þeirra í gegnum aldirnar. Allt eru þetta fróðlegar bækur fyrir þá, sem áhuga hafa á þess- um málum. Eg geri ráð fyrir að þessi þáttur birtist öðru hverju hér í blaðinu nú fyrst um sinn og verður þar reynt að geta nokk- urra markverðra nýjunga á er- lendum bókamarkaði. A. Stofnar þjóðfrelsisfélag Abd-el Krim, hinn frægi foringi Riffkabýlanna í Norður-Afríku, sem stýrði uppreist þeirra gegn Spánverjum og Frökkum 1921, slapp úr haldi hjá Frökkum á sl. ári og hefir dvalið í Egyptalandi, undir vernd egypsku krúnunnar síðan. Hann hefir nú beitt sér fyrir stofnun félagsskapar, sem hefir það markmið að gcra Norð- ur-Afríkuþjóðirnar frjálsar Og fullvalda, og er hann sjálfur for- maður félagsins. Þessum tíðind- um er ckki tekið með neinum fögnuði í Madrid og París.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.