Dagur - 14.01.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 14.01.1948, Blaðsíða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 14. janúar 1948 *★*★*★*★**★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★* Mðísmjöl MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees ______ 13. DAGUR ___ fæst í Verzl. Eyjafjörður h.f, Ferðatöskur Auglýsing frá skömmtunarstjóra Nr. 32/1947 (Framhald). un til þess. Alls enga. Eg hefi hugsað mér að losna við þig eins fljótt og nokkur kostur er. Eg vona að þú skiljir það?“ „Þetta er ágætt,“ sagði hún, í huggunartón. „Það er að segja, að undanteknu því, að næst þegar þú drekkur frá þér vitið, þá verð- urðu búinn að gleyma þessu öllu aftur.“ „Þú skalt sjá til,“ sagði hann og var farið að síga í hann. „Eg er hættur að drekka. Eg er búinn að reka mig eftirminnilega á og þú ættir að vita það manna bezt. Það kemur ekki dropi inn fyrir mínar varir framar, þótt milljón dollarar væru í boði!“ „Sei, sei,“ sagði hún, stríðnislega. „Eitthvað stendur nú til. En hvernig fer með samúðarskortinn? Þú manst það líklega, að þú hefir verið í Evrópu og gengið i gegnum mörg helvíti í stríðinu og enginn skilur þig hér heima. Þú drekkur til þess að gleyma því. Það er atvinna þín og verður næstu árin, að drekka til þess að drekkja minningunum. Og svo eru það taugarnar. Allar í ólagi. Þú getur ekki einbeitt huganum við neitt starf. Verður að fá að taka lífinu létt fyrst um sinn!“ Georg stóð á fætur og sparkaði stólnum frá sér. „Þú vildir nátt- úrlega helzt, að eg yrði þannig. En þér skal ekki verða kápan úr því klæðinu. Þú ætlar að njóta þess, að sjá mig fara í svaðið! Það skyldi þó aldrei vera tilhlökkunin yfir því, sem býr á bak við þetta allt saman, hatur á fólki eins og mér og mínum líkum?“ Maggie leit á hann, roðinn var horfinn úr kinnum hennar. „Eg held að þú ættir að reyna að sofna, Georg. Eg held þú sért ekki almennilega með sjálfum þér.“ Ráðsmaðurinn í húsinu, sem Maggie hafði búið í, var lítill, þybb- inn karl, ekki ósvipaður bjórtunnu í laginu. Það var ekki að sjá á svipnum á honum, að hann væri. sérlega eftirtektarsamur, en ef hann skorti þann eiginléika, átti konan hans hann áreiðanlega í ríkum mæli. Hún var grönn og kvik í hreyfingum og hvöss í til- svörum. Þau voru bæði fús að leysa frá skjóðunni og segja Anthony allt, sem þau vissu um Maggie. Maðurinn sagði: „Hún var góður leigjandi og eg hefi ekki yfir neinu að klaga. Hún borgaði skilvíslega og það var aldrei neinn hávaði uppi hjá henni. Hún gekk vel og þrifalega um íbúðina og kenndi okkur ekki um allt það, sem aflaga fór, eins og sumir aðrir leigjendur. Hún gerði meira að segja hreint hjá sér sjálf. Maður verður að játa, að hún var hreinleg og þokkaleg í framgöngu og áreiðanlegur leigjandi.“ Konan sagði: „Það er bara eitt, sem mig langar til að vita. Hvert fór hún í hverjum einasta mánuði? Hún var ævinlega í burtu tvo til þrjá daga, en hún nefndi það aldrei við neinn, hvar hún hefði verið. Stundum var hún heila viku í burtu. En hún sagði aldrei fyrirfram hvenær hún ætlaði að fara, eða hvenær hún mundi koma aftur.“ Heima hjá Maggie, það er að segja, í íbúðinni, sem hún hafði eftirlátið Rose vinkonu sinni, var nú allt orðið breytt. Rose virtist vera eftir sig eftir vökunótt. Hárið var ógreitt og augnaráðið var þokukennt. íbúðin var ekki lengur hrein og þokkaleg. Óhrein glös, diskar og yfirfullir öskubakkar báru þess vott að mikill munur mundi vera á umgengnisvenjum þeirra Maggie og Rose. Anthony hafði hálfgert samvizkubit af því, að segjast vera blaðamaður í fréttaleit, og hann sá í hendi sinni, að ekki mundi mikið á þessari heimsókn að græða. „Hvað varðar yður um Maggie? Því getið þið ekki látið hana í friði?“ sagði hún. „Þið gangið alltaf út frá því sem vísu, að ef stúlka starfar í þriðja flokks næturklúbb þá hljóti hún sjálf að vera þriðja flokks,“ hélt hún áfram, „en ykkur skjátlast. Látið þið Maggie í friði, hún hefir ekkrt gert ykkur.“ Anthony reyndi að sefa hana og veiða einhverjar upplýsingar upp úr henni, en allt kom fyrir ekki. Annað hvort vissi hún ekkert um vinkonu sína, eða hún vildi ekkert segja. En þegar Anthony var um það bil að kveðja og fara, sagði Rose: „Eg hefi þó oft hugsað um það, hvort hún hefði ekki verið gift áður.“ „Hvers vegna?“ „Hún var þannig. Skipti sér ekki af neinum. Var helzt ein. Eitt- hvað hlýtur að hafa komið fyrir hana, sem gerði hana þannig. Og svo var það siður hennar að hverfa héðan annað slagið og vera í burtu í tvo til þrjá dga í senn. Mér datt þá oft í hug, að kannske væri hún gift, og e. t. v. væri maðurinn hennar á spítala eða eitt- hvað það að, sem bannaði þeim samvistir.“ En Rose vissi ekki meira og Anthony varð frá að hverfa við svo búið. Samtalið við Joe Loretto, eiganda Bláa salsins, var lítið fróðlegra. Honum þóttu góð blaðaskrifin um Maggie, því að þau vörpuðu ........... . ... ~ ,. ,(Framhald)... fást í Verzl. Eyjafjörður h.f. COOPERDUFT BAÐLÖGUR ORMALYF Verzl. Eyjafjörður h.f. Toilefpappír, Kr. 0.90 rúllan. Kaupfél. Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin FRAKKI Þú, sem tókst bláan herrafrakka í misgripum á áramótadansleik á Gefjun, gjörðu svo vel að skila honum nú þegar í Hólabraut 19 eða á afgreiðslu Gefjunar. Tapast hafa > i k'lemmu-gldraugu, í gull- umgerð. Skilvís finnandi skili þeim í Strandgötu 11, gegn fundarlaunum. Óskar Sigurgeirsson. Blár, útprjónaður belgvettlingur tapaðist á Þorláksdag á Ieið- inni frá Pöntunarfélaginu að Baídurshaga. — Vinsam- legast skilist á afgreiðslu Dags. Hnífar í kjötkvarnir nr. 8 og 10. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin Vil kaupa fólksbíl, helzt lítið keyrðan Chevrolet. Upplýsingar í síma 271. ■ Karlmannsúr, með svörtu leðurbandi, tap- aðist í síðastliðinni viku, frá Vélaverkstæðinu Odda að Hafnarstræti 33, Akur- eyri. Finnandi vinsamlega beðinn að skila því gegn fundarlaunum til afgreiðslu Dags. Brjóstnál tapaðist 22. des. sl. á leið úr miðbæ í Holtagötu. — Finnandi vinsaml. beðinn .., að. skila .á afgr. blaðsins. Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. septem- f ber 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dref- i ingu og afhendingu vara, hefur viðskiptanefndin ákveð- l ið, að skömmtunarreitirnir í skömmtunarbók nr. 1 skuli i vera lögleg innkaupaheimild fyrir skömmtunarvörum = á tímabilinu frá 1. jantiar til I. apríl 1948, sem hér i | segir: i Reitirnir Karnvörur 16—25 (báðir meðtaldir) gildi i fyrir 500 g af kornvörum, hver reitur. I Reitirnir Kornvörur 36—45 (báðir meðtaldir) gildi i fyrir 250 g af kornvörum, hver reitur. Reitirnir Kornvörur 56—65 (báðir. meðtaldir) ásamt f fimm þar með- fylgjandi ótcilusettum reit- i um gildi fyrir 200 g af kornvörum, hver | reitur. ' f Við kaup á skömmtuðum rúgbrauðum og hveti- 1 brauðum frá brauðgerðarhúsum ber að i skila 1000 g vegna rúgbrauðsins, sem veg- | ur 1500 g, en 200 g vegna hveitibrauðsins, | sem vegur 250 g. í Reitirnir Sykur 10—18 (báðir meðtaldir) gildi fyrir i 500 g af sykri, hver reitur. | Reitirnir M 5—8 (báðir meðtaldir) gildi fyrir þess- | um hreinlætisvörum: l/% kg blautasápa.eða § 2 pk. þvottaefni eða 1 stk. handsápa eða i \ 1 stk. stangasápa, hver reitur. I Reitirnir Kaffi 9—11 (báðir meðtaldir) gildi fyrir § 250 g af brenndu kaffi eða 300 g af | j óbrenndu kaffi, hver reitur. - i : m.... z Reitirnir Vefnaðarv. 51—100 (báðir meðtaldir) gildi f til kaupa á vefnaðarvörum, öðrum en i ytri fatnaði, sem seldar eru gegn stofn- \ auka nr. 13, svo og búsáhöldum, eftir ósk f kaupanda, og skal gildi Jivers þessa reits f (einingar), vera tvær krónur, miðað við i \ smásöluverð varanna. Næstu daga verða f gefnar út sérstakar regiur um notkun þess- 1 ara reita til kaupa á tilbúnum fatnaði, öðr- h um en þeim, sem seldur er gegn stofnauka | | nr. 13, í þeim tilgangi, aðallega, að auð- I velda fólki kaup á slíkum vörtim, sérstak- \ lega með tilliti til innlendrar framleiðslu, | i og skal fólki bent á að nota ekki reiti sína i til kaupa á vefnaðarvöru, fyrr en þær regl- | i ur verða auglýstar. f Reykjavík, 31. desember 1947. | Skömmtunarstjóri. f rillllflltMIIIIIIMIHMIMimilllllllttlllllllllimillllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIIMIMIIIIIIIIIIMIIIlMíllllllllllllliiiiiii,,,; MiiiiiiiiiimiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirÍMiiiiiiiiiiiiiMiij; ÍIIH N.NAH skór || endast bezt! [ Þess vegna ódýrasti skófatnaðurinn, [ Í| sem fáanlegur er. i Gangið í Iðunnar skóm. { Skinnaverksmiðjan Iðunn j biiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiMiiiiiiiiiMiMiiiiiMMiiiiMMiMirniiifimufiiilMMMiiiimimiiiiimiiMiinniiiiiimiiiiiiiniI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.