Dagur - 21.01.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 21.01.1948, Blaðsíða 4
PAGUR Miðvikudaginn 21. janúar 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Mavinó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Simi 166 Blaðið kemur út a hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Akureyri r~v> 2500 manna stjórnarkerfi Á SÍÐASTLIÐNU hausti skipaði bæjarstjórn Reykjavíkur atvinnumálanefnd er skyldi safna skýrslum um atvinnu bæjarmanna og atvinnu- horfur þeirra á þessu nýbyrjaða ári. Nefnd þessi hefir nú skilað allýtarlegu áliti til bæjarstjórnar- innar og hafa Reykjavíkurblöðin gert því nokk- ur skil að undanförnu. En það er svo með þessa skýrslu, að hún varðar fleiri landsmenn en Reykvíkinga einá, og virðist ástæða til þess að benda á nokkur atriði hennar, því að þau varpa nokkru ljósi á suma stjórnarhætti á landi hér og þá þróun, sem orðið hefir á seinni árum. ÞAÐ MUN VEKJA sérstaka athygli þeirra landsmanna, er lesa þessa skýrslu, að þótt at- vinnumálanefndin spái samdrætti og minnkandi atvinnumöguleikum í verzlun og iðnaði höfuð- staðarbúa, vegna hráefnaskorts og verzlunar- hafta, virðist hún þess fullviss, að ekki muni verða sams konar hjöðnun í starfsemi ríkisins og ríkisstofnana, og telur að starfsmannahald þar muni verða svipað og áður. Er síðan greint frá því, að starfsmenn ríkisins og ríkisstofnana terji 2499 manns. Þetta er þá hópurinn, sem starfar að allri hinni opinberu „skipulagningu" í höfuð- staðnum um þessar mundir og við fyrirtæki rík- isins. Mun flestum þykja hann allfyrirferðarmik- ill, sérstaklega þegar þess er gætt, að samkvæmt þessari skýrslu er tala þeirra manna, sem hafa framfæri sitt af sjávarútvegi og siglingum — undirstöðum útflutningsverzlunarinnar og þjóð- arbúskaparins — ekki nema 1530 manns. A'ö verzlunarstörfum vinna 2623 menn og að iðnaði 4700 manns, og eru það einnig fróðlegar tölur, sem tala sínu máli, þótt ekki verði þær frekar ræddar að sinni hér. En þessl skýrsla öll varpar skýru ljósi á ríkisbáknið eins og það er nú orðið, og þann ofvöxt, sem hlaupið hefir í alla starf- rækslu þess á undanförnum árum. Þessi mikla útþennsla og hinn stóraukni kostnaður, sem henni er samfara, hófst fyrst að verulegu marki með valdátöku „nýsköpunar"-stjórnarinnar. Hin losaralega fjármálastjórn og almenna eyðslu- stefna hennar, bauð þessari þróun heim. Starf- ræksla ríkisins og ríkisstofnana var orðin óeðli- lega umfangsmikil ogdýr, er þessi stjórn hrökkl- aðist frá vöidum. Stjórnarandstaðan þáverandi hélt uppi harðri gagnrýni á þessa óhóflegu eyðslu og alla tíð munu menn úr öllum lýðræðisflokk- unum hafa verið fylgjandi eðlilegri hagsýni og sparsemi í ríkisrekstrinum öllum. En þrátt fyrir ábendingar um þessi efni, þingsályktanir og vilja ýmsra góðra manna, hefir núverandi stjórn skort djörfung og kraft til þes sað hefja þarna endur- bótastarf. Fullvíst má telja, að starfsmannahald ríkisins hafi aukizt á sl. ári, með nýjum ríkis- stofnunum, án þess að jafnframt væri lögð áherzla á að skipa málum haganlegar og ódýrar fyrir ríki og þjóð á öðrum sviðum. Og atvinnu- málanefnd Reykjavíkurbæjar telur í áliti sínu, að ríkið muni enn á þessu ári hafa a. m. k. 2500 föstum starfsmönnum á að skipa í höfuðborg- inni einni saman, eða jafnmörgu fólki og býr í meðalkaupstað úti á landi, að ungbörnum og gamalmennum meðtöldum, eða ef reiknað er með því, að hver ríkisstarfsmaður syðra hafi að meðaltali 3 menn á framfæri sínu, að ríkið muni enn á þessu ári kosta framfæri mun fleiri manna en allir íbúar Akureyrarkaup- staðar eru nú. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum að því, hversu sjúkt slíkt ástand er í þjóðfélagi, sem telur ekki nema 130 þúsund sálir og býr við vinnuaflsskort í hinum veiga- mestu framleiðslu- og atvinnu- greinum. ÞÓTT ÞAÐ kunni að vera hag- kvæmt fyrir Reykjavíkurbæ að svo margir borgarar þiggilaunsín hjá ríkinu, þá er þetta ástand sjúkdómseinkenni á þjóðfélaginu í heild, orsök óhæfilegra rekst- ursútgjalda ríkisins, óviðunandi slappleika í öllu stjórnar- og framkvæmdakerfi ríkisins, því að þetta gífurlega starfsmannahald ber vitni um lélega.skipulagningu opinbers reksturs. Enda dæmin um handahófslegar ráðstafanir og litla yfirsýn dagleg reynsla borg- aranna. — Þing og stjórn hafa nýlega lagt almenningi á herðar þær skyldur, að gæta meiri hóf- semi og ráðdeildar um eyðslu en verið hefir að undanförnu. Fóik- ið í landinu virðist ætla að taka þessum kröfum af ábyrgðartil- finningu og þegnhollustu, þrátt fyrir skemmdarstarfsemi og und- irróður kommúnista. En ef það ætlar að koma á daginn, að ríkis- valdinu þyki hentara að benda öðrum á mjóa veginn en feta hann sjálft og gæta hófsemi og ráð- deildar í meðferð opinbers fjár, þá eru valdhafarnir sjálfir að grafa undan sínum eigin viðreisn- aráformum. Alþingi hefir nú hvað eftir annað haft rekstursútgjöld ríkisins til lauslegrar meðferðar. Nú hæfa slík vinnubrögð ekki lengur. Jafnframt því, sem borg- ararnir inna af höndum hinar gífurlegu greiðsluí' í sköttum og skyldum til opinbers reksturs, er það skýlaus krafa þeirra, að fyllstu ráðdeildar sé gæ.tt um meðferð þess. fjár. Á það hefir mjög skort að undanförnu. Ef endurreisn heilbrigðs fjármála- ástands á að verða meira en nafn- ið eitt, verður endurskoðun á öllu reksturskerfi ríkisins að haldast í hendur ~við aðrar ráðstafanir. Er þess því að vænta, að þessi mál verði efst á dagskrá Alþingis nú er það kemur saman að jólaleyfi loknu. FOKDREIFAR Verzlunin seld á leigu. ÞAÐ ER alkunna, hvernig það gafst íslenzku þjóðinni, er kon- ungur seldi dönskum kaupmönn- um og verzlunarfyrirtækjum ís- landsverziunina á Ieigu. Höfðu þessir aðilar einkarétt á verzlun og viðskiptúm við viss landssvæði og lágu þungar refsingar við, ef landsmenn leituðu nauðsynja sinna utan þeirra verzlunar- svæða, er þeir töldust til sam- kvæmt konunglegri tilskipun. — Þessi saga er kennd í öllum skól- um landsins og bent á hana til viðvörunar og sem dæmi um pað, hversu réttur þegnanna í landinu hafi verið sáralitill gagn- vart ágjörriu konungsvaldi og harðsvíruðum kaupmönnum. Fimmtán menn. ÞAÐ ER ekki ólíklegt, að ein- hverjir hafi rifjað þessi mál upp fyrir sér á dögunum, er „íslend- ingur" okkar hér, birti greinar- gerð frá heildverzlun hér í bæn- um, sem sýnir og sannar ótvírætt, að með núverandi skipan á gjald- eyris- og innflutningsleyfaveit- ingum, er 15 heildsölum í Reykja- vík seldur í hendur verulegur hluti verzlunarinnar af ríkisvald- inu. Þessi hringur er lokaður, og fá þar engir utanaðkomandi inn-- göngu, en landsmenn eiga ekki annars úrkosta en sækja vörur sínar í hendur þessa hrings. Lokaður hringur. SAMKVÆMT upplýsingum þessarar heildverzlunar hér, var ávaxtainnflutningi til landsins nú fyrir jólin hagað svo, að leyfi voru aðeins veitt tveimur aðilum, Sambandi ísl. samvinnufélaga, sem annast innkaup fyrir kaup- félögin í öllum landsfjórðungum og héruðum, og Innflytjendasam- bandinu svonefnda í Reykjavík, og mun það hafa hlotið bróður- part leyf anna. Nú munu menn al- mennt hafa trúað því, að þetta samband væri samtök allra heildverzlana landsins, sem keypti inn fyrir þær sameiginlega og skipti magninu síðan í milli fyrirtækjanna eftir sanngjörnum reglum. En ekki er því að heilsa. Samkvæmt því, sem nú er upp- lýst, er þarna að ræða um 15 reykvíska heildsala, og komast ekki aðrir að þessum kjötkatli, t. d. ekki heildverzlunin hér, sem þó hefir starfað hér í bænum í 15 ár. Þessir 15 menn fá leyfi ríkis- valdsins til þess að kaupa inn meginmagnið af þeim ávöxtum, sem yfirvöldin leyfa innflutning á, þeir eru þröngur hringur for- réttindamanna í þjóðfélaginu, sem hafa einkaleyfi á stórvim gjaldeyrisupphæðum til þessara nota, og þá einnig einkaleyfi á hagnaðinum af þessari verzlun. Og eftir þessum skrifum að dæma, er svo að sjá, sem gjald- eyrisyfirvölolin hafi veitt leyfið í þeirri trú, að þarna væri samband allra heildverzlana landsins. Er ekki að furða, þótt framkvæmd verzlunarmálanna sé meira en lítið ábótavant, þegar þeir, sem ráðin hafa, eru ekki betur að sér um skipulag verzlunarmálanna en þarna kemur í ljós. Tillijgur Framsóknarmanna. ÞAÐ ER vafalaust, að frásögn heildverzlunarinnar hér um við-. skiptin við þennan forréttinda- hring, er sönn og rétt, þrátt fyrir mótmælaauglýsingu hans í sarna tbl. íslendings. Og þessi frásögn varpar skýru ljósi á ástandið í verzlunarmálunum og þörfin á gagngerðum úrbótum. Það er þá líka lærdómsríkt að minnast þess í sambandi við þessa deilu, að það er Sjálfstæðisflokkurinn, sem heldur verndarhendi yfir þessu skipulagi og berst hatramlega gegn óllum úrbótum. Nú má það vera hverjum manni ljóst, hverra erinda flokkurinn gengur í þeirri baráttu. Hann er þar ekki að vinna fyrir hag smásöluverzlana úti um land, eða þeirra litlu leyfa innflutningsverzlunar, sem ennþá er að finna utan landamerkja höfuðstaðarins, heldur er hann þar málsvari þessa þrönga hrings og þeirra forréttinda, sem hann hefir aflað sér, og vill nú ógjarnan sleppa. Það er einfalt mál, að (Framhald á 5. síðu). MÓÐIR- KONA-MEYJA Jólapappír og innflutningur Það er hyggin húsmóðir, sem geymir jóla-umbúð- ir og annað jólaskraut frá þessum jólum, því að ómögulegt er að segja nema ekkert slíkt verði á markaðnum næstu jól. — Að sjálfsögðu er það ósk okkar og von að eitthyað verði farið að rakna úr með innflutninginn fyrir næstu jói — og raunar helzt sem fyrst, — en gott er að vera við öllu búinn. Hér er að vísu um smáatriði að ræða, sem ætti ekki að valda okkur nokkrum heilabrotum né áhyggjum, því að meðan við höfum jafnmikinn mat og raun ber vitni um, kol til að kynda upp hús okk- ar og góðan fatnað til að verja okkur fyrir vetrar- kuldanum, höfum við sannaiiega ekki leyfi til að kvarta eða fárast yfir smámunum. En það skaðar samt ekki að vera hirðusamur og nýtinn, líka í smámununum. Ævintýri um innflutningsleyfi Fyrst eg er farin að tala um innflutning, get eg ekki stillt mig um að segja ykkur frá smá-ævintýri, sem eg lenti í á dögunum. Mér hefir alltaf fundizt það þó nokkuð spennandi að fá tilkynningu frá pósthúsinu um að eg eigi þar eitthvað, sem eg er vinsamlega beðin að sækja sem- allra fyrst. Svo fór og í þetta sinn. Eg hafði fengið gulan lappa um að sækja á pósthúsið eitthvað, sem allra fyrst, og það sem meira var, á lappann var skrifað „toll- vara", svo að spenningur minn margfaldaðist. Eg skundaði á bögglastofuna og framvísaði seðl- inum. — „Er það stórt?" spurði eg í sakleysi mínu, mér hefir nefnilega alltaf fundizt oi-ðið „vara" og „vörur" merkja eitthvað stórt, eða mikið af ein- hverju. — „Ó-nei, ekki er það það," svaraði af- greiðslumaðurinn og sýndi mér umslag — aðeins venjulegt gult umslag — sem nafn mitt var skrifað á. Bréfið var heldur þykkra en ef um venjulegt sendibréf væri að ræða, rétt-eins og laumað hefði verið í það vasaklút eða einhverju slíku. „Jæja," sagði eg, þegar allur spenningurinn og til- hlokkunin til að pakka upp úr stórum kassa „toll- vörurnar", var rokin út í veður og vind, „hvað svo?" „Þér eigið að greiða 10.00 kr. í toll, svo eigið þér að greiða skömmtunarseðla og síðan verðið þér að sækja um innflutningsleyfi til Viðskiptanefndar í Reykjavík. Þér getið fengið- eyðublöð í Landsbank- anum hér og fyllt þau út og sent suður — svo getið þér líka sent skeyti." Eg bara starði á piltinn, og þegar hann hafði lokið máli sínu gat eg ekki annað en hlegið. — Eg vildi nú vita með vissu, hver þessi dýrmæta vara var, og þegar eg sá, að það voru einir þunnir sokkar, fannst mér allt þetta umstang og eyðublaðaútfyllingar ekki borga sig. Mér kom skyndilega gott ráð í hug, til að losna úr þessu á sem léttastan hátt. „Má eg ekki endursenda bréfið, eða breyta um nafn og heimilsfang og senda það kunningjakonu erlendis?' 'spurði ég afgreiðslu- manninn. Þá fékk eg hið gullvæga svar, sem eg mun seint gleynia. „Þá verðið þér að sækja um útflutningsleyfi"!!! Eg kvaddi, skyldi eftir „tollvöruna" og rölti heim. Svona er nú komið á landi voru, hugsaði eg, og eru nú breyttir tímar frá því, er hver og einn gat sent, hvert sem hann vildi, og tekið á móti jóiagjöfum frá vinum og ættingjum erlendis. Eg flýtti mér og skrifaði sendanda sokkanna bréf, og bað hana blessaða að senda mér ekki nokkurn skapaðan hlut framar. — En „tollvaran" liggur á áð- urnefndum stað og bíður innflutningsleyfis — eða útf lutningsleyf is!! P.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.