Dagur - 21.01.1948, Side 8

Dagur - 21.01.1948, Side 8
8 Baguk Miðvikudaginn 21. janúar 1948 Brefar bjóða íslenzkan saltfisk Suður-Ameríku i Norðmenn búast við harðri samkeppni I desemberlok kom fulltrúi frá Norsk Klipfisk Export Co. heim- til Noregs eftir þriggja mánaða ferðalag og markaðsleit í Suður- Ameríkulöndum. Heimsótti hann í ferð sinni helztu staði Brazilíu og Argen- tínu, sem líklegir eru til þess að kaupa og veita viðtöku norskum saltfiski. í viðtali við norsk blöð hefir fulltrúinn látið svo ummælt, að markaður fyrir saltfisk í þess- um löndum sé ágætur um þessar mundir. Allt til þessa dags hafi Norðmenn verið því sem næst einráðir á þessum saltfiskmark- aði, en nú séu keppinautar komn- ir á vettvang ,og séu þar fremstir í flokki Bretar, sem bjóði fyrsta flokks saltfisk, sem kominn sé frá fslandi. Aftur á móti sé Ný- fundnalandsfiskur ekki eins hættulegur keppinautur vegna þess að hann sé ekki jafngóð vara. á árinu 1946, en sú hefir ekki orð- ið reyndin á, vegna mikils inn- flutnings fyrri hluta ársins 1947, áður en hinar nýju gjaldeyris- Dollaragreiðslur. Norðmaðurinn leggur áherzlu á það, að mikil nauðsyn sé á því fyrir norska útflytjendur, að reyna að tryggja markaðinn fyrir sinn fisk nú með öflugum ráð- stöfunum. Samkvæmt þessari frásögn eiga Suður-Ameríkuríkin í nokkrum Skákþing Norðlendinga 15. febrúar Skákfélag Akureyrar gengst fyrir skákþingi Norðlendinga, sem verður háð hér í bænum í næsta mánuði og hefst 15. þ. m. Keppt verður í meistaraflokki, 1. fl. og 2. fl. Keppnin í meistara- flokki er um titilinn Skákmeistari Norðurlands og öðlast hann rétt til þess að keppa í landsliðinu um skákmeistaratign íslands. Upp- lýsingar um nánari tilhögun þessa móts gefur Guðbr. Hlíðar, dýralæknir hér í bænum. Þátt- tökufrestur er til 14. febrúar. — Nýlega er lokið innanfélags- keppni í Skákfélagi Akureyrar, og varð Júlíus Boagson efstur í meistaraflokki. í 1. fl. urðu efstir Guðbr. Hlíðar og Haraldur Boga- son. Félagið er nú að hefja gagn- kvæmar bréfaskákir við önnur skákfélög úti á landi og mun tefla eitthvað af símakappskákum á næstunni. erfiðleikum með greiðslur um þessar mundir. Dollaraskortur er þar, sem víða annars staðar, en hinn norski fulltrúi telur, að semja megi við þessi lönd um nokkur vöruskipti, og greiðslu á afgangi í dollurum Margar þær vörur, sem þörf sé á í Noregi, séu fáanlegar í þessum löndum við sæmilegu verði. Þessar fregnir norskra blaða virðast mjög athyglisverðar fyrir íslenzka fiskframleiðendur. Sýn- ist það óþarfi, að hafa milligöngu Breta til þess að bjóða fram ís- lenzkan saltfisk á þessum mark- aði. Augljóst er, að íslenzki fisk- urinn er samkeppnisfær um gæði og Norðmenn óttast þá sam- keppni. Ennfremur virðist af þessum skrifum mega ráða það, að nokkur von sé um verulegar dollaragreiðslur frá þessum lönd- um, ásamt gagnlegum vörum. Gandhi má sín mikik við fyrstu umræðu fjárhagsáætl- unar Ákureyrarbæjar Rösklega 100 þús. kr. lækkun miðað við fyrra ár Gandhi má sín mikils 123 49 8777 Síðastliðinn sunnudagsmorgun lét hinn aldni Hindúaleiðtogi, Mahatma Gandhi, af föstu þeirri, er hann hafði tekið upp fimm sólarhringum áður, til þess að reyna að sefa ofsa Hindúa og Múhameðstrú- armanna í Hindústan, en m j ö g óeirða- samt hefir ver- ið þar að und- a n f ö r n u, o g hafa báðir trúflokkar unnið fjöl- mörg óhæfuverk síðustu vikurn- ar. Þegar sýnt þótti að Gandhi mundi ætla að gera alvöru úr hótun sinni, ef ekki yrði hugar- farsbreyting hjá löndum hans, tóku báðir flokkar að efna til friðargangna um götur höfuð- borgar Hindústan, og fór svo, eft- ir fimm sólarhringa föstu, að kyrrð var komin á í þessum landshluta. Var þá mjög af Gandhi dregið. - Vei'/liinai umselning Kea Skipskoma eftir 47 daga í gær kom e/s Lyngaa hingað að sunnan og vestan. Skip þetta er eitt af leiguskipum Eimskipa- félags fslands. Síðast kom Eim- skipafélagsskip hingað 4. desem- ber sl. Hafa því liðið 47 dagar í milli komu skipa Eimskipafélags- skipanna hingað að þessu sinni. (Framhald af 1. síðu). ey og Dalvík um 600 smálestir. Frystar voru 2343 tunnur beitu- síldar á Akureyri og í Dalvík, saltfiskframleiðsla varð 770 smá- lestir og lýsisbræðsla í lifrar- bræðslum félagsins 570 föt, að verðmæti 650 þús. kr. Síldarsölt- un fór eingöngu fram í Siglufirði og voru saltaðar 3625 tunnur á vegum félagsins. Félagið greiddi lifrareigendum kr. 56000 kr. upp- bót á árinu. Yfirleitt má segja að sala innlendra afurða gengi greið- lega sl. ár Landbúnaðarafurðir eru að mestu seldar, að undan- skildum gærum, sjávarafurðir voru að mestu seldar um áramót. Verklegar framkvæmdir. Helztu framkvæmdir félagsins á árinu voru þessar: Haldið áfram byggingu verzlunarhússins Hafn- arstr. 93 og er kjallari og önnur hæð tekin í notkun. Lokið við viðbótarbyggingu smjörlíkrsverk- smiðjunnar og nýjar vélar upp- settar. Lokið að mestu við bygg- ingu hraðfrystihúsanna í Dalvík og Hrísey. Stórt vörugeymsluhús byggt á frystihúslóðinni á Odd- eyri og hafin verkstæðisbygging fyrir bílayfirbyggingu, málmhúð- un o. fl. sunnan sláturhússins á Oddeyri. Verzlunarhús í Grenivík stækkað. Tala félagsmanna í árs- lok var 4650. Ovissar horfur. Framkvæmdastjórinn taldi í skýrslu sinni, að verzlunarhorfur þessa árs væru mjög óvissar, inn- flutningsverzlunin mundi fyrir- sjáanlega dragast stórkostlega saman og mundi árið á margan hátt reynast erfitt verzlunarár. Hvatti hann að lokum félagsmenn í KEA til samheldni og trausts samstarfs við sína eigin verzlun. Allmiklar umræður urðu á fundinum um ýms atriði í skýrslu framkvæmdastjóra og önnur fé- lagsmál. Félagsstarf kvenna. Á fundinum flutti frk. Anna Snorradóttir erindi um félags- starfsemi kvenna innan kaupfé- laganna í Bretlandi og á Norður- löndum og skýrði frá tilhögun þeirra mála þar. Hún hefir nú verið ráðin til þess af stjórn^KEA að vinna að skipulagningu slíkra málefna hér, og er hún nú um það bil að hefja það starf. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ak- ureyrar var til fyrstu umræðu í bæjarstjórninni sl. þriðjudag. — Samkvæmt áætluninni á að jafna niður á borgarana kr. 4.354.350.00 að þessu sinni. Er hér um 129 þús. kr. lækkun að ræða frá því sem útsvörin voru sl. ár og er þctta í fyrsta sinn í mörg ár, sem gert er ráð fyrir lækkun á heildarupp- hæðinni. Útsvarsálögurnar hér hafa sí- fellt farið hækkandi frá ári til Sextugur: Guiml. Tr. Jónsson Síðastl. sunnudag átti Gunn- laugur Tr. Jónsson bóksali hér í bænum sextugsafmæli. Hann er Akureyringur og hefir dvalið hér í bænum alla ævi, að undanskild- um þeim tíma, er hann var bú- settur í Ameríku, árin 1908-— 1921. Vestan hafs gerðist hann blaðamaður við Heimskringlu og var ritstjóri þess blaðs árin 19Í3 —1919. Eftir heimkomuna tók hann við ritstjórn íslendings og gegndi því starfi árin 1922—1936, en þá stofnaði hann bókaverzlun sína og hefir starfrækt hana síð- an. Gunnlaugur er í hópi vinsæl- ustu borgara bæjarins, enda drengur góður, hjálpfús og góð- hjartaður. Dagur sendir honum beztu kveðjur á þessum tímamót- um í ævi hans. Bæjarstjórn samþykkir að leyfa Landsbankanum að hefja bygg- ingu við Ráðhústorg Ráðhúsinu ætlaður staður á bókasafnslóðinni eða á Eiðsvelli götu nyrzt við Á sameiginlegum fundi bæjar- ráðs og bygginganefndar, sem haklinn var sl. mánudag, var rætt um beiðni Landsbankans hér um að fá að liefja byggingu stórhýsis á lóðum bankans við Strandgötu 1 og Brekkugötu 2. Þessar lóðir voru upphaflega ætlaðar undir ráðhús bæjarins og hlaut torgið nafn sitt af þeim ráðagerðum. Bærinn hefir hins vegar aldrei lagt neitt kapp á að eignast þessar lóðir og virðist því ekki hafa ver- ið mikil alvara í hugmyndunum um ráðhús þarna. Á þessum fundi var lagt til, að bæjarstjórnin heimilaði bankan- um að byggja á þessum lóðum, og fellur bærinn þá um leið frá ráðhúsbyggingu á þessum stað, en samþykki bæjarstjórnar yrði bundið þeim skilyrðum, að bygg- ingaframkvæmdir hefjist á þessu eða næsta ári, að bankinn sjái íbúum þeirra húsa, er rífa þarf, fyrir húsnæði, leyfð verði nokk- ur breikkun torgið. Jafnframt samþykktu nefndirn- ar að leggja til, að bæjarstjórnin samþykki að halda opnum fyrst um sinn Ióðunum á mótum Brekkugötu og Oddeyrargötu, þar sem ætlunin var að reisa Matthíasarbókhlöðu, lóðunum a Eiðsvelii og ennfremur Sam- komuhússlóðinni, með það fyrir augum, að ráðhús yrði í framtíð- inni byggt á einhverjum þessara staða. Þótt ráðhúsmálið hafi þannig verið mjög á döfinni að undanförnu, er langt í land að það verði að veruleika. Umræð- urnar nú hafa fyrst og fremst sprottið af málaleitun Lands- bankans um byggingu stórhýsis fyrir starfsemi sína. Þótt sam- þykki bæjarstjórnar sé fengið fyrir þessum fyrirætlunum, taka þær ekki gildi fyrr en samþykki skipulagsnefndar ríkisins er feng- ið, og mun sú nefnd eiga eftir að taka ákvörðun fyrir sitt leyti. árs, þar til nú. Vel má vera að þessi áætlun breytist eitthvað er bæjarstjórnin hefir endanlega gengið frá henni. Tekjurnar. Samkvæmt áætluninni eru helztu aðrar tekjur bæjarins þessar: Skattar af fasteignum 238 þús. kr., tekjur af fasteignum 115 þús., endurgreiddir fátækra- styrkir 100 þús., hluti bæjarsjóðs af stríðsgróðaskatti 112 þús., tekjur af vatnsveitunni 170 þús., skattur af ríkisverzlun og óvissar tekjur 160 þús. Heildarniðurstaða tekjumegin er kr. 5.528.800.00. Gjöldin. Helztu gjaldaliðirnh' eru þessir: Stjórn kaupstaðarins 256 þús., löggæzla 166 þús., heilbrigðisráð- stafanir 63 þús., þrifnaður 238 þús., vegir og byggingamál 259 þús., til nýrra vega 550 þús., kostnaður við fasteignir 205 þús., eldvarnir 120 þús., framfærslumál 460 þús., lýðtrygging 870 þús. og er það langhæsti liðurinn. í þess- um lið er 600 þús. kr. framlag til almannatrygginganna og 230 þús. kr. framlag til sjúkratrygging- anna. Menntamál kosta 641 þús. Af ýmsum útgjöldum má nefna: Til verkamannabústaða samkv. lögum, 115 þús., til sjúkrahússins 150 þús., til íþróttavalla 50 þús., vegna reksturshalla sjúkrahúss- ins 80 þús., framlag til nýbygg- ingar barnaskólans 50 þús., fram- lag til Matthíasarbókhlöðu 50 þús., til nýbygginga við sund- stæðið 100 þús., rekstursútgjöld vatnsveitunnar 170 þús., framlag til byggingasjóðs Akureyrar 200 þús., til verkafærakaupa 100 þús. og til togarakaupa 200 þús. kr. Vísitölulækkunin og útsvörin. Fjárhagsáætlun þessi er miðuð við 300 vísitölustig, en í fyrra við 310 stig. Ef tekst að lækka útsvör- in um þessi 129 þús. er það því af- leiðing af þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið af ríkisstjórn- inni, til þess að lækka dýrtíðina. Hins vegar er það fullkomið áhyggjuefni, og hefir verið lengi, hversu allur reksturskostnaður bæjarfélaganna er orðinn hár. — Lögboðin útgjöld fara sífellt hækkandi't. d. er allur kostnað- urinn við almannatryggingakerfið gífurlegur. Löggjafinn ætlast sí- fellt til aukinna útgjalda bæjarfé- laganna, en gerir ekkert til þess að tryggja þeim auknar tekjur, t. d. með meiri hlutdeild í skatt- greiðslum borgaranna. Fjáraust- urinn úr bæjum og byggðum í ríkissjóðinn er gífurlegur og lam- ar gjaldþol borgaranna að því marki, að auknar álögur til sveit- ar- og bæjarfélaga eru tæpast framkvæmanlegar. Mun þetta sérstaklega eiga við um sl. ár.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.