Dagur - 28.01.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 28.01.1948, Blaðsíða 5
MiSvikudaginn 28. janúar 1948 D AGUR 5 Um málefni annars staðar Eftir GÍSLA KRIST - ÞRIÐJA Verkefnin bíða. Á hverju einasta sveitaheimili bíða daglegu störfin. Þar bíða líka ótal óleyst hlutverk, sem miða að eflingu heimilisins og bújarðar- innar, sem menningarstöðvar í sveitinni. Öll þessi hlutverk krefjast starfsorku og tíma til framkvæmda, ef til vill meira af hvort tveggja en bændur hafa ráð á, því að flestir hafa nú litla hjálp, aðrir enga nema þá stundarhjálp. Til þess að leysa félagsleg mál- efni og verkefni er tími sára tak- markaður hjá flestum. Hlutverk bóndans er að yrkja jörðina og hýsa bæinn sinn. Þetta eru vegleg hlutverk af því að þau miða að því að skapaeitthvaðnýtt og fegurra en það, sem fyrir var. Þegar hann innir þessi hlutverk af hendi þá leggur hann af mörk- um sinn skerf til þess að gera vistina í sveitinni betri og veg- legri.fyrir þá kynslóð, sem kem- ur næst. Til eru þeir, sem átelja og flónska þá menn fyrir óforsjálni, er leggja í framkvæmdir nú í dýrtíðinni og nota til þess síðasta eyri sinn og stofna þar að auki til skulda svo þúsundum nemur, stundum tug-þúsunda. Eg er ekki í hópi þeirra, sem áfella bændur fyrir að vinna að framkvæmdum, þótt svo ári sem nú er raun á. Eg tel þá menn traustustu hornsteina bænda- stéttarinnar, þeirrar kynslóðar, sem nú situr að búi. Við höfum séð allt of marga hverfa frá búi, burtu úr sveitinni, þessi árin, og mörgum þeim — ef til vill flest- um — sem ráðist hafa í fram- kvæmdir nú, hafa verið tveir kostir búnir, annað hvort að byggja eða yfirgefa jörðina eins og hinir og fara úr sveitinni. Það gildir einu hvort byggja þurfti yfir búfé eða heimilisfólk. Þegar ekki hefir verið hægt árum sam- an að hi’essa upp á forn hreysi, þá rennur ófrávíkjanlega upp sá dagur er hreysið hrynur. Á rústum hrynjandi hreysa byggir atorkubóndinn veglegt og traust hús. Ef hallmæla skal hon- um eða atyrða fyrir það, þá er farið að níða dáð og djörfung at- orkumannsins. Og þegar svo er komið veit eg ekki hvern hlut menn vilja búa þeim, sem sveit- ii'nar byggja. Ekki geta allir beð- ið þess að betur blási. Þeir, sem það geta, eru vel settir, en hinir, sem leysa erfið viðfangsefni á erf- iðustu tímum, eru vissulega eng- ar gungur. í þeirh er þó það táp, sem íslenzkt sveitalíf þai-fnast framvegis. Eg lít sérstaklega upp til þeirra manna, þeir eru fyrir mínum sjónum aflviðir íslenzkra sveita og sveitamenningar, jafn- vel — og ekki sízt — af því, að þeir binda sér bagga, sem þeir ef til vill vita eigi fyrirfram hvort bær reynist ef verðlag allt breyt- ist skjótt. En verk þeirra verða bændanna í á Norðurlandi JÁNSSON, ritstjóra GREIN - ekki flutt burt úr sveitinni, það er víst, einhver nýtur þeirra, og verk þeirra standa ef vel eru gei'ð. Arfur sá, sem íslenzkir bænd- ur hafa við tekið í byggingum bú- jarðanna, er ekki mikils virði. En þrek og djörfung, sem að arfi er fengið, ber að nota, og er þá vel, er það er notað til þess að fegra og bæta bújörðina. Félagsframtak. Ótal vei'kefni bíða. Túnin, sem áður voru þýfðir kargar innan um túngarða, eru víða oi’ðin að víðlendum, sléttum flesjum og túngarðai'nir hafa fyi'ir löngu verið jafnaðir við jöx’ðu. Lágu hreysin hvei'fa, í stað þeii'ra rísa vegleg, ný húsakynni, þegar bændurnir hafa þrek og djöi'fung til þess að hoi'fast í augu við and- stæðui'nar, og vinna að framför- unum. í framkvæmdum liðinna tíma var hvert heimili einatt ríki út af fyrir sig. Félagslegar fram- kvæmdir voru jafnan takmarkað- ar, þær, er hoi'fðu til þess að skapa undirstöðu atvinnuvegai'- ins. Sá ættliður, sem nú stundar búskap, í Eyjafirði og víðai', minnist þó „búfræðinganna", sem fóru frá bæ til bæjar með undir- ristuspaða og kvísl um öxl, ristu ofan af þúfunum, tvístruðu þeim síðan og þöktu svo flagið. Þá urðu til sléttur, og búfræðingarnir fóru til næsta bæjar. Svo komu dráttarvélarnar og síðar skurðgröfurnar. Um afrek þessara stói-vii'ku tækja er ekki ástæða að fjölyi'ða, það ei-u þau, sem notuð eru í dag. Þar eru „bú- fræðingar" hinnar yngri kynslóð- ar að vei'k-i. Hvað kemur næst? Athafnir og afi'ek, sem unnin hafa vei'ið, miða að því að bæta jörðina og efla hana — miða að því að búa í haginn fyi'ir þá kyn- slóð, sem kemui'. Þetta framtak byggist á sain- tökum og félagslegri þróun. Félagssamtök hafa einnig fest djúpar rætur og traustar á því sviði, er snertir vörumeðferð og vörusölu. Þetta eru engin ný tíð- indi, en þess verð þó að þeirra sé minnst. En svo hættir ýmsum til þess að spyrja: Er nú hægt að komast lengra á þessum grund- velli samtaka og félagsframtaks? Er ekki bezt að staðnæmazt eða máske snúa við? Nei! Verkefnin eru alls staðar framundan og flest verða þau leyst á félagslegum grundvelli, með samtökum. — Bændur í Eyjafirði og annars staðar eiga fyi’ir höndum mörg vei'kefni að glíma við. í þeirri bændaglímu er þeim þörf á mörgum góðum ráðum, — ráðu- nauta er bæði þörf og nauðsyn til aðstoðar. Næsta stóra markmiðið er raforkan, sem auðvitað þarf að komast inn á hvert heimili. Og hún kemur, en húrt kostar bæði framtak og fjármuni, og þegar EyjafirSi og hún er fengin verður ekki aðeins vistlegt og bjart um Eyjafjörð og aðrar sveitir, heldur skapast og um leið skilyrði til ýmissa at- hafna, sem reynast leikur móts við það ,sem raun er á nú. Með komu rafaflsins heim á sveitaheimilin verða glæstar von- ir að veruleika. En ekkert má þessu bjargi lyfta annað en fé- lagsleg átök. Notkun vélanna. Vélarnai', sem koma eða eru komnar, munu leysa mörg erfið verk fyrir bændui'. Þær munu í reyndinni verða allmikið dýrari en ýmsir ætla, en það er ekki vél- anna sök. Ástæðan er sú fyrst og fremst, að á meðal bújörð eru verkefnin svo fá fyrir vélasam- stæðu. Þetta er sama sagan og ’margar aðrar þjóðir hafa lengi bisað við. Vélarnar voru ómiss- andi og bændurnir keyptu, en viðhaldið reyndist drápsklyfjar á búskapinn, einmitt af því að of lítið vai' að gera á hverjum ein- stökum stað. Nú leysa menn hnútinn með félagslegri notkun í sem flestum störfum og fer sú að- ferð sigurför um löndin. Félagsnotkun véla er og þekkt hjá okkur. Skurðgröfurnar vinna á félagslegum grundvelli og dráttarvélar, sem farið hafa bæ frá bæ, einnig. Heimilisdráttarvélin, með til- heyrandi tækjum, sem notuð verður til daglegra starfa við bú- reksturinn, borgar sig þeim mun fyrr, sem hún hefir fleiri starfs- daga á ári hverju. Vextir, við- hald og fyrning, og svo árlegur reksturskostnaður á nefndum tækjum, þykir ef til vill ekki mik- ilsverður þótt hann sé 3—5 þús- und krónur í ár, en ef verðlag breytist að mun getui' þessi upp- hæð reynst allþungur baggi á meðalbúinu, sem aðeins telur 5,5 nautgripi og 79 sauðkindur, en það var meðalbú íslenzka bónd- ans á því herrans ári 1946. Umræddur vélakostur getur hæglega afkastað miklum hluta algengra bústarfa á þrem til fimm jörðum af nefndri stærð, og mundi þá kostnaðurinn hvergi vaxa að sama skapi og afköstin. Að slíkri hagnýting þess véla- kosts, sem til er, verður að stefna. Þrír bændur, sem eru hæfilega félagslyndir, þar sem akvegur er á milli bæja og þar sem stutt er að fara í milli, helzt aðeins nokkurra mínútna ferð, geta í félagi haft vinnumann, sem vinnur með vélasamstæðunni fyrii' þá frá því snjóa leysir og þar til jörð frýs að hausti. Ef til eru þrír grannar, sem gætu hugsað séi' að vinna saman á þessum grundvelli, þæti mér vænt um að heyra álit þeirra og hugmyndir um þessa stefnu, sem líkleg er til fram- kvæmda þar sem þéttbýlt er. í fyrra leitaðist eg við að efna til framkv. á nefndum grundvelli og hafði þá vilyrði fyrir því, að fá þrennar vélasamstæður til þeirra þar^p, en óviðráðanlegar ástæður voru því valdandi, að ekkert varð af framkvæmdum. Um hugsan- lega möguleika fyrir því að reyna á komandi ári skal ekkert sagt að svo komnu máli, en það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær þessi leið verður reynd. Væri því gott að hafa hugmynd um tilveru þremenninga, er vildu prófa eitt sumar hvernig til tæk- ist með samvinnu á nefndum grundvelli félagsstarfa. Búfjárræktin. Búfjárræktin er sú grein, er skapar markaðsvörur bóndans. Búfjárafurðirnar eru sá gjaldeyr- ir, sem bóndinn hefir handbæran fyrir nauðsynjar þæi', sem bú og börn þarfnast. Búfjárræktin er sú búgrein, sem stunda verður með sérstakri alúð og ekkert tækifæri má láta ónotað, til þess að efla veg hennar. Á meðal annarra þjóða eru búfjársýningar eitt af helztu meðulum sem notuð eru henni til eflingar. Góðir gripir komavá al- mannafæri. Þeir eru fóðraðir svo vel að til fyrirmyndar er og hirð- ingin óviðjafnanleg. Kyngæði, góð fóðrun og fágæt umhyggja gera það að verkum, að með- fæddir eiginleikar njóta sín. Því er nokkuð að sýna. Sýningar hér á landi eru fá- gætar, en þýrftu að verða algeng- ar. Á komandi sumri er röðin komin að Eyfirðingum. Þá eiga nautgripasýningar að fara fram í Eyjafirði og annars staðar norð- anlands. Mundi ekki viðeigandi að nota tækifærið og efna í þetta sinn til héraðssýningar fyrir bú- fé? Hvort tímabært þykir að hafa fjölþættari sýningu í því sam- bandi veit eg ekki. Hugsanlegt er það. Hugleiðingu þessa efnis hefi eg sent öllum formönnum búnaðar- félaga í Eyjafirði svo og formönn- um nautgriparæktarfélaganna. — Það verður þeh'ra að athuga möguleikana fyrir þessu og svo bændanna sjálfra að segja til um, hvort þeir vilji gerast þátttakend- ur. Ef vel tækist með slíka hér- aðssýningu þá gæti hún markað djúp spor á þróunarvegi búfjár- ræktar í Eyjafirði og ef til vill víðar. Hvort fært þætti að efna til víðtækari sýningar landbúnaðar- ins í héraði í því sambandi skal eg ekki segja, en gæta yrði mjög hófs í tlikostnaði ef að fram- kvæmdum yrði horfið. Búfjár- sýning ein krefst sáralítilla út- gjalda, en getur orðið til mikils gagns.-------- ★ Það er freistandi að teygja lop- ann lengra og nefna önnur hlut- verk, sem framundan eru, bæði í Eyjafirði og annars staðar, en ein- hvers staðar skal staðar nema. — Læt eg þá útrætt um þessi þanka- brot mín, sem spunnist hafa út af því litla efni, að Útvarpið gaf mér til kynna að lausung væri ráð- andi í ráðunautastarfsemi í Eyja- firði, en þar tel eg að miður horfi fyrir bændum í framtíðinni, ef þeim tekst ekki að fá menn til leiðbeininga, menn, sem eru með til ráða og hollráðir reynast. Þar sem búskapur er rekinn með frumstæðum aðferðum er lítil þörf á ráðunautum, en með auk- inni búmenningu og vaxandi fjöl- breytni í starfsaðferðum og fram- leiðsluháttum vex þörfin fyrir góða og glögga „meðhjálpara“. Og eg tel búskap og búmenningu það á Veg komið um þessar slóð- ir, að þar sé ráðunauta þörf og að þar geti þeir lyft bæði grettistök- um og minni tökum í félagi með bændunum. Gísli Kristjánsson. Kvöldskemmtun til ágóða fyrir heimils- fólkið í Sigluvík Kvennadeild Slysavarnafélags- ins héi' í bænum gengst fyrir kvöldskemmtun í Samkomuhúsi bæjarins í kvöld, til ágóða fyrir heimilisfólkið í Sigluvík á Sval- barðsströnd, sem missti aleigu sína í brunanum á dögunum. Til skemmtunar verður gamanleikur og söngur Karlakórs Akureyrar. Þeir, sem vilja leggja góðu mál- efni lið, ættu að sækja kvöld- skemmtun þessa. Prédikun fyrir danskt fólk — Hingað er kominn danskur mað- ur, Bykjær-Jörgensen, á vegum stofnunarinnar Dansk Kirke í Udlandet, en hún er deild úr dönsku kirkjunni. Mun hann prédika fyrir danskt fólk hér í kapellunni annað kvöld (fimmtu- dag) kl. 8.30 e. h. Eru allir Danir búsettir hér velkomnir. — Hr. Bykjær-Jörgensen hefir dvalið í Rvík að undanförnu og prédikað fyrir danskt fólk þar. Samkoman hér verður hin eina að þessu sinni. Árshátíð Iðnaðarmannafél. Ak- ureyrai’ verður haldin laugardag- inn 7. febrúar næstk. Vegna þess að eftir 1. febrúar er óheimilt að samkomur standi lengur yfir en til kl. 1 að nóttu, hefir félagið ákveðið að hefja hóf sitt kl. 6 e. h. Nánar auglýst síðar. Jörðin FJÓSATUNGA í Fnjóskadal er laus til ábúðar á næstkom- andi vori. Góðir leiguskil- rriálar. Semja ber við Kristján Karlsson, skólastjóra á Hól- um í Hjaltadal, er gefur nán- ari upplýsingar. Eitt herbergi, belzt með aðgangi að eld- búsi, óskast. — Upplýsingar hjá Þorvaldi Stefánssyni, B. S. O. Starfsstúlku vantar í Heimavist Mennta- skólans. — Upplýsingar gef- ur ráðskonan, sími 436. Bækur Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins fyrir árið 1947, eru allar komnar. Áskrifendur vitji þeirra serri fyrst. Bókaverzlunin Edda li.f. Skrifstofumaður Ungan mann, vanan skrif- stofustörfum, vantar til starfa nú. þegar. A. v. á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.