Dagur


Dagur - 04.02.1948, Qupperneq 1

Dagur - 04.02.1948, Qupperneq 1
F orustugreinin: Málþóf Sjálfstæðisfl. í sam- bandi við nauðsynlegar end- urbætur á fyrirkomulagi innflutningsverzlunarinnar. Finnnta síðan: Ekkert stríð 1948, segir stjörnuspámaður, sem at- hygli vekur um þessar mundir! XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 4. febrúar 1948 tb!„ Vinnuheimilið að Reykjalundi betta er stórhýsi SÍBS að Reykjalundi, sem nú er í sm/ðum og vænt- anlega vcrður tekið í notkun á bessu ári. Sjá viðtal við bórð Bene- diktsson, framkvæmdastjóra sambandsins í blaðinu í dag. Fullfrúar verzlonarsfaðanna fyrir norðan og ausfan koma saman til fundar í Reykjavík 10. þ. Samtök kaupstaðanna uin að knýja fram leið- réttingar í gjaldeyris- og siglingamálum Sjornenn hrundu skemmdaráformum kommúnista *Dagsbrúnarstjörnin varð að afturkalla nætur- vinnubannið við síldveiðiskipin Um miðja s. 1. viku lét hin kommúnistíska stjórn Verkaniannafc- Iagsins Dagsbrúnar í Reykjavík stöðva vinnu við lestun síldar í m„ s. Hvassafell, er hefjast átti um kl. 8 síðdegis. Tilkynnti stjórnin jafnframt, að næturvinna við lestun síklartökuskipanna yrði bönnuð' framvegis. Vei"ulcgur skriður er nú kom- inn á samvinnufyrirætlanir verzl- unarstaðanna fyrir norðan og austan, er hafa það markmið að knýja fram nauðsynlcgar réttar- bætur í siglinga- og verzlunar- málunum. Þessi mál voru tekin upp hér í bæjarstjórninni í desemberbyrj- un og ritaði bæjarstjórnin síðan öllum bæjarstjórnum og hrepps- nefndum verzlunarstaðanna fyrir norðan og austan og leitaði sam- vinnu við þær um ráðstafanir til þess að koma fram leiðréttingum. Undirtektir hafa hvarvetna verið ágætar, og er nú fullvíst, að full- trúar allra bæjarstjórna og lang- flestra- hreppsnefnda verzlunar- staðanna koma saman til fundar í Reykjavík 10. þ. m. Verður þar undirbúin sameiginleg sókn þess- ara aðila á hendur ríkisvaldinu og þeim stofnunum, sem hafa það á valdi sínu, að innleiða sanngirni og réttlæti í siglingamálum og gjaldeyrisúthlutun, í stað þess ófremdarástands, sem nú ríkir í þeim efnum. Ályktun Akureyrarnefndarinnar. Af hálfu bæjarstjórnar Akur- eyrar voru kjörnir 4 menn til far- arinnar. Nefndina skipa: Jakob Frímannsson, framkvæmdastj óri, formaður, Svavar Guðmundsson, bankastjóri, ritari, Erlingur Frið- jónsson og Tryggvi Helgason. — Þessi nefnd kom nýlega saman á fund og gerði þar ályktun um verkefni fundar þess, sem nú hef- ir verið kvaddur saman syðra. í nefndarálitinu, sem samþykkt var samhljóða, segir m. a., að vinna beri að því, að innflutningi á venjulegum verzlunarvörum verði skipt í milli verzlunarsvæða í réttu hlutafalli við íbúatölu. Ollum innflutningi til hvers verzlunarsvæðis verði síðan út- hlutað til Verzlana búsettra innan svæðisins. Innflutningsleyfum fyrir hráefnum til iðnaðar telur nefndin ennfremur að skipta beri í milli verzlunarsvæða í réttu hlutfalli við þarfir og afkastagetu iðnfyrirtækjanna á hvérjum stað. Sama regla verði látin gilda um úthlutun á innflutningi til sjávar- útvegsins. Gjaldeyrisráðstafanir bankanna. Nefndin telur að Fjárhagsráð beri, að sjá um, að útbúum bank- anna utan Reykjavíkur verði séð fyrir nægum gjaldeyri til að ann- ast yfirfærslur á þeim innflutn- ingi, sem hverju verzlunarsvæði er ætlaður, enda fái bankaútibú- in fullt sjálfræði til að afgreiða yfirfærslubeiðnir innan síns við- skiptasvæðis. Til þess að tryggja eðlilega þró- un í viðskiptum og framleiðslu byggðarlaga utan Reykjavíkur, (Fjamhald á 5. síðu). Árshátíð Fram- sóknarmanna verðor 14 febr. Árshátíð Framsóknarfélaganna hér í bænum verður haldin að Hótel KEA laugardagskvöldið 14. febrúar næstk. Tilhögun verður auglýst í næstu viku. Er þess vænzt að Framsóknarmenn fjöl- menni á hátíðina. „Við eigum engin orð til að þakka íslenzku þjóðinni66 Skipbrotsmenn af ,,Dhoon“ segja frá Brezka fiskveiðablaðið Fishing News hefur birt allýtarlega frá- sögn af björgun skipbrotsmann- anna við Látrabjarg á dögunum, eftir frásögn þeirra sjálfra, er þeir komu heim. Er þar greint frá hreysti og fórnarlund hinna ís- lenzku björgunarmanna. Segir einn skipbrotsmanna að lokum I viðtalinu við blaðið: Við eigum engin orð til þess að þakka ís- lenzku þjóðinni nógsamlega. f sama eintaki Fishing News er þakkargrein frá ritstjórninni til Slysavarnafélags íslands, fyrir starf þess fyrr og síðar við björg- un fiskimanna í sjávarháska. Er þar farið mörgum, fögrum viður- kenningarorðum um starf félags- ins og afrek björgunarsveita þess á ýmsum tímum. Um þessar mundir er unnið að ýmsum endurbótum á Krossanes- verksmiðjunni, að því er Hall- gTÍmur Björnsson verksiniðjustj. skýrði blaðinu frá í gær. Vinna nú um 10 menn að þessum endur- bótum. Hin veigamesta þeirra er á þróm verksmiðjunnar. Er verið að byggja ný skilrúm í þær, lag- færa færibönd og endurbyggja allt blóðvatnskerfi þrónna. Vcrki þessu verður Iokið í vor. Af öðrum endurbótum, sem unnið er að, má nefna breytingu á rekstri verksmiðjunnar frá kola- kyndingu til olíukyndingar. Gerði verksmiðjustjórinn sér von um að því verki yrði lokið fyrir sumarið. Verksmiðjan á 2500 lesta lýsistank í pöntun, og er ætlunin að nota gamla tankinn fyrir olíu. Þá á verksmiðjan 3—4 nýjar skil- vindur í pöntun og væntanlegar fyrir sumarið. Loks er unnið að endurbyggingu annars þurrkofns verksmiðjunnar. Þegar öllum þessum endurbótum er lokið, má telja verksmiðjuna í mun full- komnara ástandi en áður var. Oll skuldabréfin seld. Verksmiðjustjórnin bauð út 600 þúsund króna skuldabréfalán á sl. ári til þess að afla verk- smiðjunni nægilegs fjármagns. — Bæjarbúar og stofnanir í bænum tóku þessu útboði vel og eru öll Þessar einræðiskenndu ráðstaf- anir kommúnistafoi-sprakkanna vöktu þegar furðu um allt land og megna gremju bæði sjómanna og verkamanna í Reykjavík. Kunnugt var, að á miklu valt fyr- ir síldveiðarnar og þjóðarbúskap- inn að lestunarvinnan í Reykja- vík gengi sem greiðlegast og var búið að koma málunum í það horf, að lestun skipa á næturnar gekk nær því eins fljótt og á dag- inn. Alveg er óvíst hve lengi síld- veiðin í Hvalfirði stendur yfir, og aflamagnið og gjaldeyrisöflun þjóðarinnar fer að verulegu leyti eftir því, hversu fljótt og vel tekst að snúa veiðiskipunum við í Reykjavíkurhöfn, losa þau og koma þeim á veiðar aftur. Þessar aðgerðir geta því ekki skoðast skuldabréfin nú seld. Um afkomu verksmiðjunnar í sumar vildi verksmiðjustjórinn ekki segja neitt að svo stöddu, þar sem reikningum er ekki lokið. Ennþá liggur verksmiðjan með 300 smá- lestir lýsis, en von er um að það fari bráðlega. Talsvert af lýsi frá sl. surari er ennþá óútflutt í verk- smiðjum hér nyrðra. 1855 Akureyringar félagsmenn í KEÁ Aðalfundur Akureyrardeildar KEA var haldinn sl. föstudags- kvöld. í skýrslu sinni um hag og störf deildarinnar upplýsti deild- arstjórinn, Sigtr. Þorsteinsson, að félagsmenn í deildinni hefðu verið 1855 um áramótin. Bættust 168 nýir félagsmenn við á sl. ári, en 73 gengu úr deildinni, dánir og burtfluttir. í stjórn deildarinnar fyrir þetta ár voru kosnir séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup, Þorsteinn Þorsteinsson afgrm. og Ármann Dalmannsson kennari. — Þá fór fram kosning 92 fulltrúa á aðalfund kaupfélagsins. Nokkrar fyrirspurnir um félagsmál komu fram á fundinum og svaraði Jak- ob Frímannsson framkvæmdastj. þeim. annað en skemmdaverk komm- únista við einn höfuðbjargræðis- veg þjóðarinnar og afkomu sjó- manna og verkamanna. Sjómenn rísa upp gegn komm- únistum. En hér höfðu kommúnistar ráðist í verk, sem var þeim um, megn. Sjómenn risu upp sem einn maður til þess að hrinda þessum áformum þeirra. Lýstu þeir yfir því, að ekkert skip mundi láta úr höfn til síldveiða meðan bann kommúnista væri í gildi, og var vinnu við losun jafnframt hætt. Á sameiginlegum fundi sjó- manna, fulltrúa síldarverksmiðja ríkisins og stjórnar Dagsbrúnar, urðu kommúnistar að beygja sig, afturkalla bannið og leyfa nætur- vinnu á ný. Eina takmörkunin, sem í gildi er á næturvinnu verkamanna er sú, að verkamað- ur, sem unnið hefur í sólarhring samfleytt, skuli ekki tekinn í vinnu á ný fyrr en eftir 24 stunda hvíld. „Áætlun M“. Þessar aðfarir kommúnista gagnvart síldveiðunum benda ó- neitanlega til þess, að hin fræga „áætlun M", sem uppvíst varð um í Þýzkalandi fyrir skemmstu, nái til allra vestrænna landa, og að kommúnistaflokkarnir hvar- vetna á Vesturlöndum hafi það hlutverk með höndum nú, að spilla fyrir framleiðslu þjóðanna og draga úr mætti þeirra til end- urreisnar á grundvelli hins vest- ræna lýðræðisskipulags. Þótt þessi tilraun til að draga úr síld- veiðunum færi út um þúfur, er þó líklegast að kommúnistar muni brátt þreifa fyrir sér á öðr- um sviðum atvinnulífsins og reyna að koma spillingaráform- um sínum í framkvæmd þar. Það er fróðlegt að minnast þess, hvernig farið er með mál þeirra manna í Rússlandi, sem uppvísir eru að því að tefja fyrir fram- leiðslustörfum þjóðarinnar. — Moskvuútvarpið sagði nýlega frá fangelsisdómum, sem voru kveðnir upp yfir starfsmönnum. sem höfðu orðið valdir að töfum á samgöngukerfi landsins. Menn geta því gert sér í hugarlund, hvernig tekið mundi á skipulögð- um skemmdaverkum, eins og þeim, er kommúnistar hér efndu til, í þessu fyrirmyndarlandi kommúnista. Unnið @ð endurbótum Krossaness- verksmiðjunnar 011 skuldabréf verksmiðjitnnar eru seld

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.