Dagur


Dagur - 04.02.1948, Qupperneq 2

Dagur - 04.02.1948, Qupperneq 2
z DAGUR Miðvikudaginn 4. febrúar 1948 Skemmdarverk kommúnisla og leyniskjal M UTAN ÚR HEIMI: Anders Jalire í Sandefiord er mestur útgerðarmaður á Norðurlöndum Tankskip hans eru samtals 225.000 smálestir í síðasta blaði var getið um leyniplagg nokkurt, sem Bretar komust yfir og utanríkisstjórn Bretlands hefir birt fyrir skömmu. í „leyniskjali M“, en svo er þetta plagg nefnt, eru ráðagerðir kommúnista um að koma á al- gerri stöðvun alls iðnaðar í Ruhr- héruðunum í Þýzkalandi. Er þetta einn þáttur af allsherjar skemmdarverkum alþjóðafélags- skapar kommúnista gegn Mars- hall- aðstoðinni handa Evrópu. Stefna kommúnista er að koma öllum iðnaði og framleiðslu í Vest ur-Evrópu í kalda kol með sundr ungarstarfi og verkföllum. Allt miðar þetta að því að valdhöfum Rússlands veitist léttara að ná þar yfirráðum, þegar þjóðirnar eru orðnar nægilega aðþrengdar af hungri og harðrétti. Þegar svo er komið, er ætlast til að þjóðirnar í Vestur-Evrópu verði fegnar að skríða undir verndarvæng hins „austræna lýðræðis". Eitt dæmi um dásemd hins „austræna lýðræðis“ kom nýlega greinilega í ljós á þingi Búlgara. Nokkrir þingmenn gerðu athuga- semdir við fjáriagafrumvarp stjórnai'innar og lýstu yfir því, að þeir myndu greiða atkvæði gegn því, nema að því yrði breytt til batnaðar. Stóð þá upp Dimit- rov, leiðtogi kommúnista og for- sætisráðherra Búlgaríu af náð rússnesku stjórnarinnar, og benti þéssum þingmönnum á, að ef þeir hyggðust að taka upp á því að gagnrýna gerðir stjórnarinnar, mættu þeir vera við því búnir, að fara sömu leiðina og Petkov, leiðtogi frjálslyndra manna í Búlgaríu, sem var hengdur á síð- astliðnu hausti fyrir það eitt, að vera andvígur þrælslegri harð- stjórn komúnista þar í landi. Það er þessi tegund lýðræðis, sem íslenzkir kommúnistar vilja koma á hér á landi, en þó aðeins með því skilyrði, að þeir hafi völdin, en ekki andstæðingar þeirra. í fyrrgreindu leyniskjali kemur greinilega fram hin glæpsam- lega skemmdarfýsn kommúnista. Hér fara á eftir nokkrar glefsur úr innihaldi þess. ,,Það er óhjákvæmilegt skil- yrði fyrir sigri verðalýðsins í þess ari sókn, að allir félagar lúti járn- aga, og allir starfsmenn færi þær fórnir, sem af þeim er krafizt, hversu miskunnarlausar sem þær eru. Enginn má efast um það, að til þess að vinna lokasigurinn, verð- ur að beita öllum þeim vopnum, sem verkalýðurinn á yfir að ráða. Land Sósíalismans, Sovétríkja- sambandið, mun og styðja verka- lýðinn í þessari baráttu gegn stór- veldum einokunarauðvaldsins með öllum þeim ráðum, sem í þess valdi eru.“ Hér um má segja, að mikið stendur nú til fyrir kommúnist- um. En að hverju miðar þessi á- róður um nauðsyn járnagans og miskunnai'lausar fórnir félaga og starfsmanna kommúnismans? Það kemur síðar í ljós, að áróð- urinn miðar að því að koma í veg fyrir að hægt verði að vinna bug á hungrinu og neyðinni, sem heimsstyrjöldin hefir eftir sig lát- ið. Þetta telja kommúnistar á- kaflega mikilvægt fyrir hina rússnesku húsbændur sína, enda segja þeir, að ekki standi á stuðn- ingi frá Sovétríkjasambandinu. Enn segir í.leyniskjalinu: „Upplýsingaskrifstofa komm- únista í Belgrad mun samræma hina sameiginlegu baráttu sósíal- ista um alla Evrópu.... Höfuð- markmiðið með þessari baráttu verkalýðsins verður að hrinda þeirri árás, sem einokunarauð- valdið er að hefja með hinni svo- kölluðu Marshalls-áætlun.“ Síðan eru svo lögð á ráðin um það, hvernig haga skuli barátt- unni fyrir „frelsi“ verkalýðsins. Um það segir svo: „Af taktískum ástæðum er nauðsynlegt, að fulltrúar flokks- ins séu ekki í fylkingarbrjósti í þeim verkföllum, sem í aðsigi eru. Hins vegar verður að tryggja það ... að að verkföllin byrji samtímis í samgöngum og fram- léiðslu". Til frekári áréttingar er svo enn tekið fram: ,;Flokkurinn verður að forðast beina þátttöku undir öllum kringumstæðum.“ Samkvæmt þessu eiga komm- únistar ekki að berjast djarf- lega fyrir „frelsi" verkalýðsins. Þeiveiga að haldá sig í skuggan- um en siga-öðrum í laumi fram á vígvöll verkfalla og skemmdar- verka. Einkum er lögð áherzla á þetta tvennt: Vel skipulögð og samræmd verkföll méðal 'flutn- ingaverkamanna og málmiðnað- armanna, þar sem hvert verkfall- ið reki annað, og eyðilegging samgöngukerfisins. Er þar sér- staklega bent á þýðingu járn- brautarlínanna fyrir greiðar sam- göngur á vegum hernámsstjórn- anna. Um þetta segir svo í leyni- skjalinu: „Það er ekki nauðsynlegt að eyðileggja matvælabirgðir; það þarf aðeins að hindra, að þær komizt á ákvörðunarstað í tæka tíð. Tímabærar og samræmdar ráðstafanir til þess að seinka matvælaflutningum og skipu- leggja ólögleg verkföll til þess að draga úr framleiðslunni eru höf- uðatriði í allri baráttunni.“ Þarna hafa menn höfuðatriðin í hernaðaráætlun leiðtoga komm- únista. Matvælin mega ekki kom- ast til neytendanna í tæka tíð, hungrið verður að sverfa betur að þeim. Auk þess eiga „ólögleg verkföllin" að draga úr fram- leiðslunni, til þess að tryggja enn betur hungur og vesaldóm verka- lýðsins. Undarlega hlýtur leiðtogum kommúnista að vera fariðj er þeir halda að þessi boðskapur þeirra gangi í heilbrigðan verkalýð. Þeir gera líka ráð fyrir því í leyniskjali sínu, að beita þurfi gegndai'lausum áróðri, eigi þeim að verð asigurs auðið. Þeir segja: „Áróðursstarfið mun verða rekið og samræmt af miðstjórn- inni. í því ber að leggja höfuð- áherzlu á eftirfarandi: a) Marshalláætlunin miðar að því að hneppa þjóðirnar í þræl- dóm einokunarauðvaldsins í Bandaríkj unum. b) Verkföllin í öllum þeim löndum, sem einokunarauðvaldið hefir tangarhald á, eru merki hinnar ört vaxandi hnignunar auðvaldsþjóðfélagsins. c) Atvinnulíf Austur-Evrópu er í stöðugum og vaxandi upp- gangi undir verndarvæng Sovét- ríkjanna. Menn taki eftir því, að komm- únistar ætlast til þess, að verk- föll í Vestur-Evrópu sanni hnign- unina í auðvaldsþjóðfélögum. Nú vita það allir, að verkföllin eru yfirleitt afleiðing undirróð- urs og áróðurs kommúnista. Það er því þeirra verk að búa til þessi hnignunarmerki. Kommúnistar benda á, að auðvelt sé að afmá verkföllin. Þetta hnignunarmerki, ekki þurfi annað en að Vestur- Evrópa smjúgi „undir verndar- væng Sovétríkjanna“. Þar eru nefnilega verkföll bönnuð að við- lagðri fangelsisvist. eða lífláti. Það er hætt við að verkalýð Vestur-Evrópu langi ekki til að búa undir þeim verndarvæng. Af leyniskjalinu er það bert, að kommúnistar ætla sér miklu meiri rétt en öllum öðrum. Þeir segja á einum stað í þessu daema- lausa og blygðunarlaúsa plaggi: „í blöðum verður að mótmæla öllum brottflutningi á vélum og verksmiðjum á Vestur-Þýzka- landi, svo fremi að aðrir standi að honum en kommúnistar." Standi kommúnistar að honum, þá er allt gott og blessað! „Leyniskjal M“ er ekki lengur leyniskjal. Það er þegar kunnugt víða um heim. Kommúnistum hefir mistekist hin lævísa hernað- aráætlun. En birting kjalsins flettir ofan af kommúnistum og sýnir og sannar, hvers konar manntegund komniúnistar allra landa er. Notuð íslenzk frímerki kaupi ég hæsta verði. — Sendið eða komið með íTímerkin til mín. BALDUIN RYEL, ■ Akureyri. Tvíbura-barnavagn til sölu. — Upplýsingar í síma 85. r Oskilahestur Jarpur hestur, um 8 vetra, mark: hangfjöður olar, l)iti neðar a. h., er í óskilum að Glerá í Glæsibæjarhreppi. -- Eigandi getur vitjað Iians þangað. — Hestur þessi verð- ur seldur að þrem vikum liðn- um frá auglýsingu þessari. Hreppsl jóri Glæsibœjarhrepps. Um áramótin síðastliðnu breytti Anders Jahre útgerðarmaður í Sandefjord í Noregi fyrirtæki sínu í hlutafélag og tók nokkra ættingja sína og samstarfsmenn í félagið með sér. í tilefni af þess- ari breytingu hafa norsk blöð rætt nokkuð um útgerðarstarf- semi hans á undanförnum árum, og má af þessum umræðum sjá, að þarna er enginn hversdags- maður á ferð. 25 ára starf. Jahre hóf útgerðarstarf sitt fyrir 25 árum. Þá keypti hann fyrsta flutningaskipið. Á 25 ára starfsafmælinu gat hann litið yfir risavaxna framför. Hann var orð- inn mestur útgerðarmaður á Norðurlöndum. Skipastóll hans var talinn í hundruðum þúsunda smálesta. Tankskipin eru samtals 225,000 lestir, þar með talin 2 hvalveiðimóðurskip, annað þeirra Kosmos III stærst sinnar tegund- ai' í heimi. Jahre á 30 hvalfang- ara, samtals 10,500 lestir, og enn er hann að auka við skipastólinn. í smíðum eru fjögur skip fyrir hann. í sambandi við hvalveiðar þær, er skip hans stunda, rekur hann viðgerðarstöð í Suður-Af- í’íku og vinna þar um 200 manns. Alls starfa á. hvalveiðiflota hans eða í landi vegna hvalveiðanna um 1500 manns. Jahre annast ol- íuflutninga í stórum stíl með tankskipum sínum, og í milli •landa og heimsálfa. Frásögn norsku blaðanna ber þess, að Anders Jahre er einn af hinum duglegu og .útsjónarsömu útgerðarmönnum Noregs, sem hafa átt drjúgan þátt í að efla hinn mikla skipastól Norðmanna á undanförnum árum og koma fótunum undir siglingar þeirra, sem nú eru aftur orðnar einn hinn þýðingarmesti og fjárafla- sælasti atvinnuvegur landsins. Amcrískt-brezkt Gíbraltar í Benghazi? Yms blöð hafa birt fregnir um það, að Bandaríkjastjórn hafi leitað hófanna hjá Bretum um það, hvort þeir vilji taka þátt í því með Bandaríkjamönnum, að auka öryggi Afríkulanda, með því að byggja nýtt Gíbraltar — þ. e. sterkt varnarvirki — í Benghazi. Verði komið upp þar stórum þurrkvíum fyrir flugvélamóður- skip og önnur herskip, ásamt stórum flugvöllum. Þessar ráð- stafanir mundu þá- verða svar Vesturveldanna við árás komm- únista á Grikkland. Benghazi er í Libyu, sem var áður ítölsk ný- lenda, en eins og kunnugt er, er ennþá ósamið um framtíð ítölsku nýlendanna í milli stórveldanna. í áframhaldi þessara fregna, er nú vitað, að Bandaríkjamenn hafa tekið í nothkun flugstöðvar í Li- byu. Hefir rússneska stjórnin sent opinber mótmæli við þeirri ráðstöfun, en Bandaríkjamenn svara því til, að stöðvar þessar séu ekki hernaðarlegar, heldur ætlaðar til þess, að auka örygg- ið í samgönguleiðum Bandaríkja- manna til Austurlanda. Það vek- ur sérstaka athygli í sambandi við þessar fregnir — þennan þátt „kalda stríðsins", eins og nú er fai'ið að kalla átökin í milli aust- urs og vesturs — að þessar fregn- ir komust á kreik um svipað leyti og Bandaríkin sendu flota- deild í heimsókn til Miðjarðar- hafslanda og í sama mund og uppreistarmenn í Grikklandi hófu sókn sína til borgarinnar Konitza, sem nú hefir mistekist, í bráðina a. m. k. Klofningur franska Alþýðusambandsins. Verkföllin, sem kommúnistar efndu til í Frakklandi upp úr nýjárinu, hafa haft alvarlegar af- leiðingar fyrir styrkleika og bar- áttuhæfni flokksins. Afleiðing þeirra varð m. a. sú, að franska Alþýðusambandið klofnaði. — Nokkur hluti sambandsins sagði sig úr lögum við hina kommúnis- tisku stjórn sambandsins og ákvað að ganga í flokk óháðra iðnfélagasambanda, sem þegar töldu 250.000 menn. Er talið að um 1 milljón verkamanna, sem áður tilheyi'ðu hinu kommúnis- tiska sambandi CGT, hafi gengið inn í nýju samtökin. Unnið er að því, að sameina hið nýja sarri- band og kristilega verklýðssam- bandið, sem einnig er í andstöðu við kommúnista, og telur um' 900.000 menn. Ef þessir samning- ar takast, er risið upp öflugt verklýðssamband í landinu, sem hefur losað sig við kommúnistísk yfirráð. Þessi hefir orðið afleið- ingin fyrir kommúnista af því at- hæfi, að nota verklýðssamtökin til pólitískra átaka og verkfalla. Norðmcnn sclja Dönum rafmagn. Umfangsmikilr samningar eiga sér stað í milli Norðmanna og Dana um rafmagnssölu og er þeim langt komið. Aðalatriði samninganna eru þau, að leiða víxlstraum frá Noregi til Dan- merkur, með loftlínu frá Noregi, eftir vesturströnd Svíþjóðar til Helsingjaborgar, í sækabal til Helsingjaeyrar og síðan í loftlínu um Sjáland. Vegalengdin er 550 km. o'g kostnaðurinn er áætlaður 60 millj. króna, og er þá miðað við að allt Sjáland geti fengið raf- magn með þessum hætti. Loftlín- an á að geta flutt 220.000 Kw.- stundir og sækaballinn 120.000 Kw. Ráðgert er, að flutt verði ár- lega 6—7 millj. kw.stundir yfir Eyrarsund. Þegar þessi áætlun er framkvæmd, er ætlunin að halda áfram á sömu braut, unz allri raf- magnsþörf Danmerkur er full- nægt, með rafmagni frá fossum Noregs. Rafmagnið frá Noregi mun kosta um 13 millj. kr. á ári, en Danir spara sér 40 millj. kr. reksturskostnað á rafmagnsver- um sínum og 400 þús. kr. á ári í kolakaupum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.