Dagur - 04.02.1948, Blaðsíða 3

Dagur - 04.02.1948, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 4. febrúar 1948 DAGUR 3 FRÁ BÓKAMARKAÐINUM Sven Edvin Salje. Bóka- útgáfan Norðri 1947. Átti að myrða Nehru líka? í fyrra kom út á Akureyri saga með þessu nafni, í þýðingu Kon- ráðs Vilhjálmssonar. í sumar, eða haust, kemu'r svo framhald sömu sögu, sem reyndar nefnist Ríki mannanna, en eg nefni bæði bindin fyrrgreinda nafninu. Ýmsir hafa lofsamlega getið þessarar bókar, enda verðskuld- ar hún það tvímælalaust, ættu sem flestir hugsandi menn að lesa hana. Virðist mér hún gædd öll- um þeim kostum, sem skáldrit má prýða. Saga þessi er laus við allan reyfarahátt og ólíkindi. Með ör- fáum undantekningum gerast at- burðirnir með eðlilegum hætti og sögufólkinu er öllu sennilega lýst. Jafnvel þó sagan gerist í Sví- þjóð, er það samt svo, að íslenzk- ur lesandi kannast þarna við flest eins og úr heimahögum, aðeins sá munur, að þarna er greint frá kornyrkju og skógarhöggi, en ekki sauðfjárrækt, eins og hér. Þráður sögunnar er spunninn með ágætum, áferðarjafn og blá- þráðalaus. Frásagnargáfan bregzt höfundi aldrei. Því er eins og við sjáum fólkið við störf sín og heyr- um það ræðast við. Baráttan fyrir lífinu, í Móa- hverfinu, er hörð og þar skortir forystumenn. Þegar þægindin koma í nábúasveitirnar, þá stend- ur þar allt í stað. Svo fækkar fólkinu, það lætur undan síga og flýr. En þegar svo er komið spyrnir Ketill fótum við og leggst á móti straumnum, en þetta reyn- ir á þolrifin, því að erfiðleikarnir verða óteljandi og ekki minnstir þeir, sem meðbræðurnir valda. Þó sögufólkið flest sé menni- legt og tápmikið, hefir það samt sína galla og veiku hliðar, enda stígur það ýms misheppnuð spor og sum þau, er verða næsta af- leiðingarík. Fólkið hefir sitt heita blóð, sín- ar ástríður, ríka geðsmuni og stórbrotið skap. Sumir eru frið- vana, því að Skotta fylgir þeim næstum hvert spor. Stundum er hún á hlið, stundum í slóðinni á eftir, en meinlegust er hún þó, þegar hún í hljóðleika og húmi næturinnar leggst yfir brjóstið og bægir svefninum frá. En reyndar er þetta bara skugginn af eigin vei'kum, hin vonda samvizka. En þrátt fyrir allt: öfund, grimmlyndi, hefnigirni og annað seyrið, á fólkið þó, með öðrum kostum, sáttfýsi og drenglund, þegar því er að skipta. Og hið befra fær yfirhöndina, svo að Ketill vinnur ekki fyrir gýg. Margt vantar að vísu enn í Móa- hverfinu, en flóttinn er stöðvað- ur. Rafmagnið er fengið, síman- um hefir þeim verið heitið og vegurinn er, að heita má, kominn í samband við þjóðleiðina. Því er mikill munur hvað ánægjulegra er að líta nú yfir þessa litlu sveit, „við Álftavatnið bjarta“, við sögulokin, en var þegar sagan hófst. Sagan lýsir heilbrigðri hugsun, túlkar hollar skoðanir. Málið er hreint, stíllinn gáfuleg- ur, viðfeldinn og óþvingaður, enda gæddur þeim blæbrigðum, sem þurfa, til þess að gera mynd- irnar skýrar og áhrifaríkar, fell- ur efni og stíll ætíð vel saman. Sem dæmi um snilld og skáldleg- an næmleika, má benda á kaflann um heimsókn vandafólks Birg- ittu. Eg er þakklátur fyrir þessa bók, hún hefir slegið á hina beztu strengi, veitt mér gleði og vakið lægilegan hugblæ. Eg rita þessa smágrein til þess að benda á þann ógnarmun, sem er á þessari sögu og innlendu framleiðslunni á sessu sviði. íslendingar hafa að vísu átt nokkur dásamleg ljóðskáld, þó nú sé aðeins eitt ofanjarðar. En afburða söguskáld hafa þeir eng- in átt og eiga þó sízt nú. Þó er ár- lega varið allríflegri fjárhæð til að verðlauna söguskáldin, þær styrkveitingar eru um flest furðulegar. En þó að til séu þeir menn, sem dá mest þau skáldrit, )ar sem í meginþáttum er tvinnað saman og þrinnað, sóðalegur stíll, alger mannfyrirlitning og hvers konar sori, þá fer því fjarri, að bókmenntasmekkur þjóðarinnar í heild sé þannig. Þorl. Marteinsson. Út iiiii hvippinn og hvappinn Bing er tekjuhæstur. Fjórða árið í röð er Bing Cros- by tekjuhæsti kvikmyndaleikar- inn í Bandaríkjunum, að því er ameríska blaðið Motion Picture Herald upplýsir. Næst á eftir Bing eru þessir leikarar, í þeirri röð, sem þeir eru taldir: Betty Grable, Ingrid Bergman, Cary Cooper, Humphrey Bogart, Bob Hope, Clark Gable, Gregory Peck, Claudette Colbert og Alan Ladd. ★ Réttvísin í Rússíá. Útvarpið í Moskvu hefir skýrt frá því, að verkstjóri nokkur við flutningakerfi landsins hafi hlot- ið tveggja ára fangelsisdóm fyrir að hafa látið flutningavagna standa ónotaða í 13815 „vagn- tíma“. Starfsmaður við Tomsk- járnbrautina hlaut þriggja ára fangelsi fyrir það, að tafir þóttu hafa orðið á flutningavögnum á járnbraut þessari. ★ Fátt um skildinginn í St. Moritz. Það er alkunna að íslenzku skíðamennirnir, sem taka þátt í vetrarolympíuleikjunum í St. Moritz fengu fjármuni af skorn- um skammti til fararinnar, vegna gjaldeyrisvandræðanna. Var auk heldur ætlunin að senda fleiri skíðamenn, en ekki fékkst gjald- eyrir til þess. En fleiri þjóðir hafa átt við erfiðleika að etja af þess- um sökum en við. Norsk blöð skýra frá því, að Olympíufararnir norsku, en þeir urðu 17 talsins, hafi ekki fengið nema nokkurn hluta af þeim gjaldeyri, sem þeir báðu um, og hafi tala þátttakenda verið mjög takmörkuð of þess- um sökum. Eru blöðin óánægð yfir þessu. Dánarminning 4. des. sl. andaðist að heimili sínu, Æsustöðum í Langadal, frú Þóra Jónsdóttir, ekkja séra Stef- áns M. Jónssonar á Auðkúlu. Var hún seinni kona hans. Hún var fædd að Auðkúlu 15. júní 1872. Foreldrar hennar voru hjónin séra Jón Þórðarson prófastur á Auðkúlu og Sigríður Eiríksdótt- ir Sverrisson. Föður sinn missti hún er hún var um fermingaraldur og fluttist þá með móður sinni að Litladal í sömu sveit og dvaldist þar með henni til fullorðinsára. í heima- húsum hlaut frú Þóra ágætt upp- eldi og staðgóða menntun eftir því sem um var að ræða á þeim tímum, bæði til munns og handa, enda gædd námfýsi, stálminni og góðri greind. Á kvennaskólanum á Syðri-Ey dvaldi hún í 2 vetur og naut þar fræðslu hjá hinni mikilhæfu frændkonu sinni Elínu Briem. Einn vetur dvaldi hún suður í Reykjavík og naut þá húsmæðrafræðslu hjá annarri merkri frændkonu sinni, Hólm- fríði Gísladóttur frá Reynivöll- um. Um nokkurra ára skeið stjórn- aði hún eftir það búi hjá bróður sínum, séra Theodór Jónssyni á Bægisá. Var hún því vel undir það búin að taka við stjórn og húsmóðurstörfum á heimili manns síns, er hún giftist honum laust fyrir sl. aldamót og fluttist aftur til æskustöðva sinna á Auð- kúlu. Mann sinn, séra Stefán, missti frú Þóra árið 1930 og dvaldi eftir það til dauðadags hjá einkadóttur sinni, frú Sigríði Stefánssdóttur, og manni hennar, séra Gunnari Árnasyni á Æsustöðum. Frú Þóra var mikilhæf og merk hefðarkona og bar það augljós- lega með sér, enda stóðu að henni góðir stofnar, bæði í föður- og móðurætt, þótt ekki verði það rakið hér. Hún var trygglynd og vinföst og vönd að virðingu sinni. Var hún ein þeirra mörgu íslenzku sveitakvenna, sem skipaði sinn sess með sæmd og prýði og sjón- arsviftir er að. Frú Þóra var jarðsungin við hlið manns síns að Auðkúlu, þar sem hún hafði dvalið svo lengi og þar sem henni fannst hún alltaf eiga heima á stöðvunum sem hún unni hugástum framar öllum öðr- um stöðvum. — Margt gamalla sveitunga og vina fylgdi henni til grafar. Ræður fluttu séra Björn Stefánsson prófastur að Auðkúlu og séra Gunnar Árnason á Æsu- stöðum. Kunnugur. Leikhúsinál: Nýtt hefti Nýlega er komið út nýtt hefti af Leikhúsmálum, hinu myndar- lega tímariti, er Haraldur Björns- son gefur út. Þetta hefti flytur m. a. ýtarlega grein um Hallgrím Valdimarsson, hinn landskunna áhugamann leiklistarmála. Ingi- mar Eydal ritar greinina. í heft- inu eru ennfremur greinar um innleúda leikhúsastarfsemi, ís- lenzka leikára fyrr og síðar og margar myndir af leikfólki og leikhúsum. Fjölgar í kaupstöðum. Árið 1947 fjölgaði um 112.000 manns í bæjum og borgum Sví- þjóðar. Sá atburður, sem mesta athygli og mest umtal hefir vakið nú um langan aldur, er hið óhugnan- lega morð á Ilindúaleiðtoganum Mahatma Gandhi sl. föstudag, er hann var á leið til bæna að kvöldi. Morðinginn er úr flokki of- s t æ k i sfullra Brah matrúar- m a n n a, sem vilja gera Mú- hammeðstrúar m e n n útlæga úr ríkinu og al- ræði síns trú- arflokks. Hinn a 1 d n i leiðtogi hafði um lang- an aldur prédikað frið og bræðra- lag í milli allra stétta landsins. — Bálför Gandhis fór fram þegar daginn eftir og voru hundruð jús. manna viðstaddir. Af- leiðingar þessa atburðar fyrir sambúð hinna nýju ríkja, Pa- kistan ogHind- ústan, eru enn- )á að verulegu leyti óséðar, og óttast-- margir alvarlcga . árekstra . í milli trú- flokkanna, .. Efth' að;- rannsókn málsins hófst, hefir ýmislegt komið í ljósj-sem bendir til þess, að ætlunin hafi verið að myrða einnig Nehru forsætisráðherra Vatnskassalok hefur tapazt af Bedforcl- vörubifreið. Skilist, ■ gegn fundarlaunimr, á N. B. S. Skemmtisamkoma verður haldin að Hrafnagili sunnudaginn 8. febrúar. — Til skemmtunar: „A ferð og flugi“, gamanleikur í iþrem þáttum, Dans á eftir. Veitingar á staðnum. Hindústan og fleiri ráðamenn ríkisins. Hefir stjórnin nú bann- að ofstækisflokk þennan og nokkra aðra ,sem prédikuðu of- beldi og óeirðir í skiptum lands- manna. Skjaldborgar-Bíó................."f 1 Nœsta mynd: [ I .London Town4 | | Ensk músíkmynd í eðlileg- \ [ um litum. Fögur og hríf- i | andi. I ''’lllíllllllllllllllllllllllllllllUIIIIIIIHIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIII? NÝJA BÍÓ........................., Næsta rnynd: I Þegar hveitibrauðs- | dögunum lýkur [ (From this Day Forward) \ i Amerísk kvikmynd. i i Aðalhlutverkin leika: i 1 JOAN FONTAINE \ MARK STEVENS .........miiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimikiniiiinmiiiii* •miiin iii mmimmi iiiimiiiiiiiiii u iitn m mmmmiiiM |Ensk jakkaföt I á drengi, nýkomin. \ i ATH. Selcl gegn i/á stofn- \ [ auka 13. I Braons verzlun| i Páll Sigurgeirsson. i riiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiMiiimmimiiM7 Vinnustofusjóði Kristneshælis hafa borizt þessar gjafir: Framlag Akureyrarkaupstaðar 1947 kr. 5000,00. Framlag frá sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu 1947 kr. 3000,00. Áheit fi-á gömlum sjúklingi kr. 100,00. Til minningar um Ragn- heiði Brynjólfsdóttur, Krossanesi, frá starfssystkinum hennar á sím- stöðinni á Akureyri kr. 500,00. — Beztu þakkir. Jónas Rafnar. U. M. F. Framtíð. ÞAKKARÁVARP Ég undirritaður þakka af hrœrðum huga þá hugar- hlýju og vináttu, sern börnin min sendu mér og aðrir vinir og starfsmenn með heimsóknum, gjöfurn og skeyt- um og hlýjum kveðjum á sjötugsafmœli mínu, þann 30. janúar. — Guð blessi ykkur öll. JÓNAS TÓMASSON, Hafnarstræti 33, Akureyri. ÍíhKhKbKbKhkhKbKhKhKbKhKhKhkhKbKhKbKhkhKhKhkhkhKh; Öskudagsfagnaður Hcstamannafélagið Létlir „slær köttinn úr tunn- unni“ sunnudaginn 15. febrúar n. k„ ef veður leyfir, á Gleráreyrum. Hestamenn safnast saman við Höepfner kk 1 e. h. og halda þaðan í gegnum bæinn á Eyrarnar. — Þátttakendur beðnir mæta í Bifröst i kvöld, kl. 8.30 e. h. Skemmtinendin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.